Morgunblaðið - 17.03.1936, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudaginn 17. mars 1936.
Jfaufis&ajtui:
Karlmannahattabúðin, Hafn-
arstræti 18, næstu dyr við Kjöt-
búðina Herðubreið, tekur gamla
hatta til viðgerðar. Aðeins vönd-
uð handunnin vinna. Selur nýja
hatta o. m. fl.
Búsáhöld alskonar og gler-
vörur höfum við í fjölbreyttu
úrvali. Verslunin Nova, Baróns-
stíg 27. Sími 4519.
Trúlofunarhringar hjá Sigur-
þór, Hafnarstræti 4.
• Kaupi gutl hæsta verði. Árni
Björnsson, Lækjartorgi.
”FREIA“ hefir daglega
nýtt fiskmeti. Allar búðir Slát-
urfjelags Suðurlands hafa
”FREIA“-fiskmeti. ”FREIA“,
Laufásveg 2, sími 4745.
Kaupi frímerki hæsta verði.
Erlendur Blandon, Leifsgötu 23
Kaupi gamlan kopar. Vald.
Poulsen, Klapparstíg 29.
Ullarprjónatuskur og kopar
keypt hæsta peningaverði. —
Vesturgötu 22. Sími 3565.
Staerst úrval rammalista. —
Innrömmun ódýrust. ‘Verslunin
Kátla, Laugaveg 27.
— i.n— i ■ « ■ ■ ú
tfúllsauniiir
Lokasfíg 5.
Tek að mjer vjelritun. Friede
Pálsdóttir, Tjarnargötu 24. —
Sími 2250. |
Ungur Hollendingur, sem tal-
ar frönsku, þýsku, ensku og
sæmilega íslensku, vildi gjarnan
ljúka við nám á íslensku máli
í Reykjavík. Þess vegna óskar
hann eftir atvinnu sem brjef-
ritari eða eitthvað annað, frá
apríl til september. Hann getur
skrifað á ritvjel. Há laun eru
ekki nauðsynleg. Tilboð, merkt
jísland — Holla d“, leggist inn
á A. S. 1. fyrir 21. þ. m.
Kjöt og fiskfars daglega nýtt
— Kaupfjelag Borgfirðinga.
Kaupi gull og silfur hæsta
verði. Sigurþór Jónsson, Hafn-
arstræti 4.
Útlend frímerki í miklu Úr-
vali, frímerkjabækur fyrir ís-
lensk frímerki, frímerkja-
hengsli, frímerkjatengur o. fl.
fslensk frímerki keypt hæsta
verði. — Gísíi Sigurbjörnsson,
Lækjartorgi 1, opið 1—4. Sími
4292.
Úraviðgerðir afgreiddar fljótt
og vel af úrvals fagmönnum
hjá Árna B. Björnssyni, Lækj-
artorgi.
Sokkaviðgerðin, Tjarnargötu
10, 2. hæ'ð, gerir við lykkjuföll
í kvensokkum, fljótt, vel og
ódýrt. Sími 3699.
Otto B. Arnar, löggiltur út-
varpsvirki, Hafnarstræti 11. —
Sími 2799. Uppsetning og við-
gerðir á útvarpstækjum og loft-
netum.
KAUPUM allar tegundir
ullartuskur hreinar. Hátt verð.
Afgr. Álafoss, Þingholtsstr. 2.
Kjötfars og fiskfars, heima-
tilljóið, fæst daglega á Frí-
kirkjuvegi 3. Sími 3227. Sent
heim.
MATURINN á Café Svanur
er góður og ódýr, sem fyr. —
Kvöldmatur alt niðiír í 1 kr.
Borðið í Ingólfsstræti 16 —
sími 1858.
O igfús Halldórss frá Höfnum
yfirgaf Tímadagblaðið á
sunnudaginn, og tilkynti með fá-
um orðum að ritstjórn hans væri_
lokið. Ekkert er vitað um ástæður
fyrir hinu skyndilega fráhvarfi,
en þeir sem þekkja Fúsa álíta að
hann hafi farið „í fússi“.
*
Q á, sem nú tekur við ritstjórn
^ blaðsins, mun vera sá 6. eða
7. ritstjórinn síðan blað þetta
byrjaði að koma út sællar minn-
ingar fyrir einum tveimur árum.
*
"C* ólksf jölgun er stöðvuð meðal
dönsku þjóðarinnar. Síðustu
5 árin hafa fæðst svo fá börn þar,
að fólkinu fækkar í landinu ef
þessu heldur áfram.
Árin 1901—T0 fæddust 28,6 á
ári fyrir hverja 1000 íbúa. En t.
d. árið 1934 voru aðeins 17,8 fæð-
ingar á hverja 1000 íbúa.
Börnum og unglingur innan við
14 ára aldur fækkaði á árunum
1921—’30 um 43.000.
*
Tóbaksverslun ein í Danmörku
hefir gefið út leiðarvísir fyrir
reykingamenn um það hvernig
þeir eigi að troða í pípur sínar.
Eftir því að dæma er hjer um
mikið vandaverk að ræða, þar er
m. a. sagt:
Þeir, sem reykja plötutóbalc
mega ekki taka í pípuna fulla í
einu, heldur verða þeir að skifta
hverri „pípu“ í þrent eða fernt,
og troða hverri tóbaksvisk fyrir
sig.
Fyrsta viskin er sett kyrfilega í
pípubotninn. Svo er önnur og
þriðja viskin troðin minna. En
fjórða og efsta viskin er troðin
fastast.
Aldrei má troða pípuna alveg
barmafulla.
Margir reykingamenn segja, að
dutlið við það að troða í pípuna
sje eiginlega það ánægjulegasta,
við reykingarnar.
Aldrei má setja tóbak í heita
pípu, eða troða tóbaki ofan í hálf-
reykta pípu. Pípuhreinsarar eru
nauðsynlegir, því annars verða
pípurnar súrar, og óbragð kemur
að þeim.
•
Tyrkneska stjórnin hefir bannað
fegurðarkeppni kvenna. En árlega
fær ein húsmóðir landsins, gem
best er talin standa í stöðu sinni,
álitlega verðlaunaupphæð.
*
Suður í Höfðaborg vaknaði kven
maður einn um daginn eftir 10
ára langan svefn. Hún var 35 ára
er hún sofnaði, en er nú 45
ára. Hún var góða stund að átta
sig, er henni var sagt hve lengi
hún he'fði sofið.
*
1 nánd við Belgrad hefir verið
komið upp heilu þorpi fyrir blinda
menn. Allir fullorðnir karlmenn
þar eru hermenn, sem mistu sjón-
ina á vígvöllum í heimsstyrjöld-
Matsölur. Athugið gellurnar
í Fiskbúðinni, Frakkstíg 13.
Vita grenningarvjelin eyðir
óþarfa fitu og styrkir. Lækkað
verð. Hárgreiðslustufa Lindís-
Halldórsson.
Trúlofunarhringana kaupa
menn helst hjá Árna B. Björns-
syni, Lækjartorgi.
Nýir kaupendur að Morgun-
blaðinu fá blaðið ókeypis til
næstkomandi mánaðamóta.
Húsmæður. Munið eftir að
hringja til Ráðningarstofu
Reykjavíkurbæjar, þegar yð-
ur v'antar stúlku til húsverka.
öll aðstoð við ráðningar er-
veitt þar án endurgjalds. Síma-
númerið er 4966.
Friggbónið fína, er bæjarins*
besta bón.
Café — Conditori — Bakaríc
Laugaveg 5, er staður hinna*
vandlátu. - Sími 3873. ó. Thor-
berg Jónsson.
Bálfarafjelag íslands.
Inaritun nýrra f jelaga í Bókaversluan
Snaebjarnar Jónssonar. Árgjaldkr. 3.00.
Æfitillag kr. 25.00. — Gerist fjelagar.
mni.
*
Maður nokkur komst þannig að
orði, að þá fyrst tddi hann að
menn sæju að kreppunni væri að
linna, þegar gúlpurinn sem, er um
hnjen á buxum manna hefir færst
upp í treyjuboðunginn þar sem
brjóstvasinn er.
*
Enskur læknir hefir veitt því
eftirtekt að flugmenm fá sjaldan
gigt. Telur hanm orsökina, vera þá,
að þeir fá svo gott ög hreint Ioft
í lungun á flugi sínu. Gigtarsjúk-
lingum ráðleggur hann því flug-
ferðir.
Kenni akstur og meðferð bif-
reiða. Einnig undir meira próf..
Zophonias Baldvinsson. Sími.
3805.
2Cu&ru&&L
Kennari í fastri stöðu Óskar
eftir stofu með sjerinngangi.
Tilboð leggist inn á A. S. í.^
merkt: Náttúrufræðingur.
Fimm menn um miljón. 55.
„Vesalings Grace“, sagði Dutley í lágum hljóð-
um. „Miðann skuluð þjer ekki kæra yður um, Sir
Matthew. Hann er hjá mjer“.
„Hjá þjer?“
Dutley kinkaði kolli. „Hún sendi mjer hann, og
hann er vel geymdur hjá mjer. Nú þarf jeg bara,
að ná í hina fimm, og þá getum við byrjað á nýj-
an leik í Marlingthorpe“.
Sir Matthew hló kuldahlátri. „Jæja, þú heldur,
að þú getið náð í hina fimm?“, sagði hann.
„Já, jeg geri ráð fyrir því. Jeg hefi stundum
hepnina með mjer. Það var t. d. fyrir einskæra til-
viljun, að jeg gat rakið feril þessa máls. Mr.
Hartley Wright og dr. Hisedale verða, hugsa jeg,
ekki mjög erfiðir viðureignar. Thomas Ryde verð-
ur sá versti. Jeg geri ráð fyrir, að hann hafi-tvo
miða úr kvittuninni; sinn eiginn, og þann, sem
hann hefir tekið af manninum, sem hann myrti“.
Sir Matthew hrylti við.
„Þú átt við Huneybell?“
„Auðvitað var það nokkuð Huneybell sjálfum
að kenna“, játaði Dutley. „Og aðferð Thomasar
Ryde var óneitanlega vel hugsuð, — en full hrotta-
leg“.
„Kannske þú getir líka sagt mjer, hvernig þú
ætlar að ná tangarhaldi á Thomas Ryde?“, spurði
Sir Matthew. „Þú hefir nægileg sönnunargögn í
höndum, til þess að geta látið kasta okkur öllum í
fangelsi — en uppskriftina færðu ekki með því
móti“.
„Það er einmitt vandinn“, sagði Dutley friðsam-
lega. „En þjer megið ekki telja yður einn í hópi
þessara þorpara. Sjáið þjer til, Sir Matthew, kvöld-
ið, sem innbrotið var framið, hjelduð þjer — fyrir
tilstilli forsjónarinnar — ræðu í miðdegisveislu
vefnaðarvörukaupmanna í City“.
„Hamingjunni sje lof fyrir, að þú veist það!“
„Já, og jeg veit líka annað. Jeg veit, hver dró
yður út í þennan fjelagsskap“, hjelt Dutley á-
fram. „Jeg var einmitt afráðinn í því, að tala við
yður um þenna náunga, de Brest, einhvern daginn.
Hve mikið hafið þjer borgað í reiðu fje til Dulkopf
fjelagsins?“
„Áttatíu þúsund pund“, stundi Sir Matthew,
„og hann heimtar fimtán þúsund af mjer í viðbót.
Fyrir hans tilstuðlan hefi jeg mist aleigu mína“.
„Ef hann reynist vera gjaldfær, skuluð þjer fá
hvem einasta eyri greiddan aftur, því lofa jeg“,
mælti Dutley. „Fyrir hálfum mánuði fjekk jeg
endurskoðanda til þess að athuga fjárreiður þessa
unga manns í Amsterdam. Það hefir auðvitað verið
til þess að þjer fengjuð peninga yðar aftur, að
hann lokkaði yður út í þetta?“
„Jeg átti ekki eyrir eftir“, játaði Sir Matthew.
„Og jeg fjekk loforð um sjötta hluta af því sem
þeir fengju fyrir uppskriftina, ef jeg gerði þeim
ögn hægara fyrir við innbrotið. Jeg hjálpaði þeim
til þess að ná í lyklana að skrifstofunum og kom
því þannig fyrir, að skjölin voru geymd í peninga-
skápnum. Annað gerði jeg ekki. Eftir því sem de
Brest sagði, átti jeg að fá eina miljón. Og þú verð-
ur að muna það, Charles, að jeg vissi, að Rentoul
kunni alla uppskriftina utan að, svo að verksmiðj-
an þurfti ekkert tjón að bíða. Að vísu slepti jeg
uppskriftinni, sem var margra tuga króna virði
fyrir keppinauta okkar, en ekkert firma í heimin-
um hefði getað orðið samkepnisfært við okkur á.
minna en þremur árum, og jeg Ijet þá aldrei gruna,.
að við gætum komist af án uppskriftarinnar. Jeg
hugsaði sem svo — jeg fæ eina miljón, og enginn
annar bíður neitt tjón. — En jeg gleymdi Thomas
Ryde. Hann komst á snoðir um það. Hann komi
sjer í kynni við Rentoul, og þetta kvöld fjekk
gamli maðurinn brjef um það, að eitthvað væri að
á verksmiðjunum. Hann hjelt, að eitthvað væri í
ólagi á rannsóknastofunni og fór þangað niður.
Ryde sá um alt. Þeir gættu þess að taka brjefið^
úr vasa hans“.
Það var ekki laust við dálitla aðdáun í röddinni,.
þegar Dutley svaraði. „Hann er mesti bragðarefur,.
þessi Thomas Ryde“.
TUTTUGASTI KAPÍTULI.
Síminn hringdi. Dutley flýtti sjer að rísa upp í
rúminu og greip heyrnartólið. „Halló! Dutley-
hjer! Hvað er að!“
„Þeir eru komnir inn í húsið, tveir eða þrír sam-
an“, var svarað. „Þeir höfðu útidyralykil og gengu.
rakleitt inn, fyrir á að giska stundarfjórðungi“.
„Er Thomas Ryde með þeim?“, spurði Dutley,.
sem var kominn fram úr rúminu.
„Nei, verið þjer viss!“ var hið ákveðna svar. „Þá
væri jeg ekki hjerna í símanum. Á jeg að kalla í
lögregluna?“
„Nei, þakka yður fyrir. Þjer þurfið ekki að gera
meira í nótt“.
Dutley var ekki tíu mínútur að komast í fötin
og út. Klukkan sló einmitt þrjú, þegar hann kall-
aði í leigubíl, sem fór framhjá, og ók af stað. Á