Morgunblaðið - 03.04.1936, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 03.04.1936, Blaðsíða 7
Föstudaginn 3. apríl 1936. MORGUNBLAÐIÐ 7 (arlakór K, F. U. M. ..T p ^ |g3«£" 'V' “\ « Samsöngur í Gamla Bíó miðvikudaginn 1. apríl. „Slæmur kór er ekki til, að eins slæmur stjórnandi“, segir þýskt máltæki. Og í þessum orðum eru mikil sannindi fólg- in. Karlakór K. F. U. M. er ágætur kór, en hverjum er það að þakka? Fyrst og fremst stjórnandanum, hr. Jóni Hall- dórssyni, sem æft hefir kórinn og stjórnað honum í tuttugu ár — frá því hann var stofn- aður. Jón er fyrir margra hluta sakir ágætur stjórnandi, ná- kvæmur og smekkvís, ötull og iðinn, og kórinn er fyrir löngu orðinn að því „hljóðfæri-* í höndum hans, sem túlkað getur vilja hans og óskir. Það eru þó að vísu enn raddir innan kórs- ins, sem þurfa mikillar þjálf- nnar við, sjerstaklega bar á því í fyrsta tenórnum. Voru þær stundum til lýta, þegar sterkt var sungið, voru of klemdar, svo að ,,forte“-söngurinn varð of harður og sár með köflum. Hafði það áhrif á bygging styrk leikans, sem varð stundum of brattur. Þótt á þessa ágalla sje minst hjer* eru þó kostirnir yfirgnæf- andi. Helsty framfarirnar eru fólgnar í „piano“-söng kórsins, sem var oft ágætur, og sem vitanlega ber'að byggja á í góð- um kórsöng. Samtökin voru eins og fant er ágæt, én helst til mikil deyfð virtist mjer hvíla yfir sumum lögunum, eins og t. d. lagi Schuberts^ „í sveit“. Einsöngvarar voru þrír, þeir Einar SigurðSson, Óskar Norð- mann og sr. Garðar Þorsteins- sonar — allir úr fyrsta bassa. Alt eru þetta góðir söngmenn og löngu kunnir. Rödd Einars hefir þroskast og naut hún sín vel, enda fögur og karlmann- leg. Rödd Óskars hefir oft áð- ur notið sín betur en nú. Garð- ar leysti sitt hlutverk vel og smekklega af hendi. Ungfrú Anna Pjeturss ljek á flygil í þrem lögum, og gerði það vel. 1 hljeinu. reis dr. Guðmund- ur Finnbogason úr sæti sínu og ávarpaði kór og stjórnanda af sinni alkunnu mælsku og eld- fjöri. Bað hann menn að hrópa ferfalt húrra fyrir afmælisbarn- inu, og var það gert með lífi og sál. Karlakór K. F. U. M. á mikil og góð ítök í áheyrend- endum. Hann hefir æfinlega boðið upp á vandaðan söng og sett markið hátt. Fyrir það skal h^nn hafa margfaldar þakkir. P. I. Qagbók. CJ Edda Ú9S6477 Lokaý. FyrJ. Ji:. M Li.sti í □ Og hjá S:. M:. til mánudagskvöids. I.O.O.F. 1 =117438V2=9.0 Veðrið í gær: Yfir íslandi og fyrir norðan land og austan er hæð en alldjúp lægð við V-strönd Grænlands. Veður er mjög kyrt hjer á landi, þurt og víða bjart veður á N- og A-landi en snjókoma á Austfjörðum, og á SA-landi hefir verið mikil úrkoma í dag, snjór eða slydda, en á N- og A-landi er frost frá 1—6 st. Veðurútlit í Rvík í dag: Hæg- viðri. Urkomulaust. Föstuguðsþjónusta í fríkirkj- unni í Hafnarfirði í kvöld kl. 8,30. Síra Jón Auðuns. Eimskip. Gullfoss er í Kaup- mannahöfn. Goðafoss er á leið til Hamborgar frá Grimsby. Dettifoss fer vestur og norður í kvöld. — Brúarfoss fer til Breiðafjarðar og Vestfjarða í kvöld kl. 10.. Lagar- foss er í Kaupmannahöfn. Selfoss er í Gautaborg. Dómur var kveðinn upp í gær af lögreglustjóra yfir manni fyrir skjalafals. Maðurinn fekk 6 mán- aða íangelsi við venjulegt fanga- viðurværi, fyrir að breyta afsals- brjefi. Hann hefir áður sætt refs- ingu. Hluthafar í kvennaheimilinu „Hallveigarstaðir“ eru mintir að aðalfundur þess er í kvöld kl. 8^/2 í Oddfellowhúsinu uppi. Það er ósk stjórnarinnar að hægt verði nú að hefjast handa með byggingu hússins, Þetta mál ættu hluthafar að kynna sjer nú þegar og er ekki annað tækifæri hentugra til þess en það að koma á fundinn og heyra þar það, sem þar verður fram borið. Happdrættið. Á morgun er sein- asti endurnýjunardagur fyrir drátt inn, sem fer fram 11. apríl. Alt Heidelberg. Alþýðusýning verður í kvöld og er það í seinasta sinn, sem leikurinn verður sýndur. 50 ára verður í dag frú Stein- unn Jónsdóttir, Austurbæjarskól- anum. Ungbarnavernd Líknar, Templ- arasundi 3. Læknirinn viðs,taddur fimtud. og föstud. kl. 3—4. Aukafundur Sölusambands ís- lenskra fiskframleiðenda verður settur í Kaupþingssalnum kl. 2 í dág. Fundarmenn eiga að hafa skilað umboðum sínum og sótt aðgöngumiða í skrifstofu fjelags- ins fyrir háde'gi. „Eitthvað fyrir alla“. Nýbreytni sú, sejn Nvja Ríó byi-jaði á í gær- kvéldi, . að / sína sn\á.myndaflokk, tókst ágætlega. Allir aðgöngumið- ar seldust upp á skömmum tínia. Áhorfendur ljefu og ánægju sína í ijósi og mátti heyra á mönnum, er þeir gengu út að sýningu lok- inni að þeim fanst þetta ágæt hug- mynd. Guðspekifjelagar. Fundur í Septímu í kvöld kl. 8,30. Sænski fyrirlesturinn í háskól- anum fellur niður í dag. Dansskóli Helenu Jónsson og Egild Carlsen hje'lt lokadanssýn- ingu á Hótel Borg á þriðjudagskv. Var mjög fjölment á sýningu þessari, fjölmennara en húsrúm leyfði með góðu móti. Aðsókn að dansskóla þessum er mjög mikil, og gáta ekki svipað því allir nem- endur skólans komist að +il þess að sýna dans á sýningu þessari. —- Mjög þótti áhorfendum margir dansar nemendanna takast vel, og bera vott úm góða kenslu í skóla anum. Reykt rúllupylsa 75 aura Vi kg. Allskonar grænmeti. Kjötbúðin Herðubreið. Hafnarstræti 18. Sími 1575. M.s. Oronning Alexandrine fer laugardaginn 4. þ. mán. kl. 8 síðdegis til Kaupmannahafn- ar (uni Vestmannaeyjar og Thorshavn). Farþegar sæki farseðla í dag. Tilkynningar um vörur komi sem fyrst. Skipaatgr. Jes Zimsen Tryggvagötu. Sími 3025. M jólk, Skyr og Ostar eru að dómi vísindamanna einhverjar þær heilnæmustn fæðu- tegundir, sem vjer íslendingar eigum völ á. Neytið því hjer eftir miklu meira af vörum þessum en þjer áður hafið gert, það er bæði yðar eigin hagur og þjóð- arinnax í heild, því ekki þarf erlendan gjaldeyri til kaupa á þessum hollu og ljúffengu matvælum. — ALLIR EITT: Meiri MJÓLK, — meira SKYR, — meiri OSTA. Nokkuð úrval af Pelikan og Rappen lindarpennum Nýkomið. Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar og Bókabúð Austurbæjar, B. S. E., Laugaveg 34. arbúsfaður. Sumarbústaður til sölu skamt frá Reykjavík. Bú- staðurinn er sem nýr í besta ásigkomulagi, og stendur á fögrum stað. Stærð: 2 herbergi, eldhús og útigeymsla. Þeir, sem óska frekari upplýsinga, sendi tilboð merkt ,,S“, til A. S. í. fyrir 7. apríl. SYKUB. Wf Sig. t?. Skialöberg. (Heildsalan). íltvesum frá bestu ítölskum og spönskum verksmiðjum Alskonar bómullarvörur og silkivefnað, Karlmannafataefni, sokka, karla og kvenna. Hagkvæmir greiðsluskilmálar. Ólafur R. Bjðrnsson & Co. Hafnarstræti 8, Sími 1713. IJIboð. Þeir, sem gera vilja tilboð í raflögn fyrir At- vinnudeild Háskólans, vitji teikninga og útboðs- lýsinga á Ljósvallagötu 12, til undirritaðs. Tilboðin eiga að vera komin til húsameistara ríkisins kl. 11 fyrir hádegi á miðvikudag 8. apríl 1936. Jón Gauti. Fyrirliggfandi: Flórsykur — Kandís — Haframjöl 2 teg. — sJ9fÍ Súkkat — Möndlur, sætar. EggEYt Knstjánsson 5 Co,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.