Morgunblaðið - 29.04.1936, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 29.04.1936, Blaðsíða 7
Miðvikud. 29. apríl 1936. MORGUNBLAÐIÐ Símamenn vilja vera lausir við að njósna! Á fundi í Fjel. ísl. símamanna, mánudaginn 27. þ. m., var gerð svofeld fundarsamþykt: „Út af því, sem komið hefir fram í blöðum og & Alþingi um hlustanir á símtöl manna, og sem farið hafa fram í landsímahnsinu skv. úrskurði lögregluvaldsins, vill fundurinn, að gefnu tilefni lýsa yfir því, að síma- fólkinu hefir, yfirleitt, ekki verið kunnugt um, að slík starfsemi ætti sjer stað, enda ekki haft aðstöðu til að vita það, fremur en starfsfólk annara þeirra stofnana, sem í húsinu eru. Jafnframt samþykkir fundurinn, að lýsa megnri vanþóknun sinni á því, að valdir skuli hafa verið menn í þjónustu símans til slíkra starfa, með því að hann lít- ur svo á, að það geti veikt traust það, sem nauðsynlegt er, að starfsfólk símans njóti undantekningarlaust hjá almenningi. Skorar fundurinn því á stjóm fjelagsins og síma- stjómina að fá úr því skorið, hvort símafólkinu beri, án áfrýjunar að hlita fyrirskipun lögreglunnar um að hlusta á símasamtöl manna, svo sem gert hefir verið og bera vitni um það fyrir lögreglurjetti, er viðkomandi þannig verður áskynja um. Reynist svo, að símafólkið hafi rjett til að áfrýja ■lfkri fyrirskipun, til æðra dómstóls, væntir fundurina að póst- og símamálastjóri geri ráðstafanir til þess, að starfsfólki símans verði gert skylt að nota þann rjett í slikum tilfellum, — og — að landsíminn beri þann kostnað, sem af því kann að leiða. En jkomi það hinsvegar í ljós, að sá rjettur sje ekki fyrir hendi, væntir fundurinn þess, að póst- og síma- málastjóri beiti áhrifum sínum til að koma í veg fyrir, að lÖgreglan taki símafólk í þjónustu sína til slíkra sterfa“. ' i1 Reykjavík, 27. apríl 1936. Guðm. Sigmundsson, fundarstjóri. Samþykt símamanna. Þessi samþykt símamannanna er svo skýr og afdráttarlaus, að óþarft er að fjölyrða um. Símamenn fordæma njósna- starfsemina, jafnframt því, sem þeir lýsa yfir því, að njósna- miðstöðin hafi verið starfrækt, án þess þeir vissu nokkuð um það. Símamenn skorast undan því, nokkurntíma að þurfa að vinna slík myrkraverk, og óska eftir að fá úr því skorið, hvort þeir jjurfi að hlíta fyrirskipunum lögreglunnar, ef til þess kynni að koma, og skýra frá því í rjetti, sem þeir fá vitneskju um með njósnum. Þeir vilja fá að vita, hvort þeir megi ekki áfrýja til æðri dómstóla, ef þeir fá fyrirskip- anir um að ljóstra upp því, sem þeir heyra, og sje svo, að þeir hafi rjett til þess að áfrýja, áð- ur en þeir fara að skýra lög- reglunni frá því, sem þeir hlera, þá sjeu allir símamenn skyld- aðir til þess að nota þenna rjett sinn. Kemur hjer fram mjög skor- inorð og drengileg afstaða síma manna, sem vafalaust ætti að geta orðið Landsímanum hinn mesti styrkur í framtíðinni, um leið er þessi samþykt síma- mannanna eindreginn stuðning- ur við málstað símanotepda. ——— Ingólfur Einarsson, fundarritari. Ragnar neitar enn: FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. vita að hefir farið fram og sem þar að auki er sönnuð á hann með vitnum. Hve'rnig stendur á því, að Ragn- ‘ar velur daginn, sem hyrjað er að njósna í símann vegna lejoiivín- sölu til að tilkynna að nú sjeu símanjósnir byrjaðar? Yegna þess að honum hlýtur að hafa verið kunnugt um að njósnir áttu að hefjast. Fyrir rjetti í gær bar hann það að hann hafi grun- að að njósna ætti í símann ve'gna þess að njósnað hefði verið í bíl- st j óra verkf allinu. Hver sagði honum að njósnað hefði verið í bílstjóraverkfallinu? Það vissu þó ekki nema nokkrir „trúnaðarmenn". Rannsókn verður að leiða í ljós hið sanma í þessu máli. Var Ragnar Jónasson aðvarað- ur um símanjósnirnar? Hver aðvaraði hann? Þetta heimtar almenningur að fá vitneskju um. Símahleranir í útvarps- tæki: FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. ófullkomin. Landsíminn mun að sjálfsögðu ganga úr skugga um það, hvort margar stöðvar eru þannig útbúnar, að ekki þarf nema smávegis „fikt“ við út- varpstæki til að óviðkomandi menn geti hlustað á landsímasamtöl manna. ‘ \ i. Dagbok. Veðrið (þriðjud. kl. 17): Lægð- in, sem kom suðvestan af hafi í gær, er nú yfir íslandi norðan- og ve's.tanverðu. Er þar víðast logn en hæg SV-átt sunnan lands með skúrum. — Hiti er víðast 6:— 10 st. Veðurútlit í Rvík í dag *~ SV- gola. Smáskúrir. Sænski sendikennarinn, fil. lic. Áke Ohlmarks, biður þess getið, að hann, sökum fjarveru úr bæn- um, byrji ekki kenslu í Háskól- anum fyr en n. k. mánudag. Harðindi. Frjettaritari Mbl. á Húsavík símar: Fannir víðast fela hlíð. Fyllir kvíði bændalýð. Ekki blíða, ekki hríð. Ilt Cr stríð við svona ,tíð. Egill. Hjúskapur. Síðastliðinn laug- ardag voru gefin saman í hjóna- band af síra Árna Sigurðssyni, Magnea J. Ingvarsdóttir og Sig- urður Jónsson frá Björnskoti. Heimili þeirra er á Hverfis- götu 80. 100 tunur af síld fekk Brynj- ólfur Jónsson útgerðarmaður á bát sinn í fyrradag á Skötufirði. Reitingsafli hefir verið undan- farið við ísafjarðardjúp á smá- báta. Fullnaðaruppdrættir hafa ver- ið gerðir að nýrækt innan við ísafjarðarbæ. Nýræktarsvæðinu er skift í 65 reiti sem eru 0,16— 0,49 ha. að stærð. Þegar hefir ver- ið úthlutað 11 reitum innanvert við Stakkanes. Rúllustofu Reykjavikur hafa þær keypt Margrjet Hjartardótt- ir og Ingibjörg Teitsdóttir, og starfrækja þær hana á Öldugötu 6. Verslunarmannafjelag Reykja- víkur heldur fund í kvöld í Kaup- þingssalnum. Verða þar fram- haldsumræður frá síðasta fundi um ýms fjelagsmál og fl. Þar sem fundir fjelagsins falla nú niður til næsta hausts eru fje'lag- ar sem hafa bækur að láni, beðn- ir að skila þeim í kvöld. Kolaskip var væntanlegt í nótt með farm til Kol & Salt. 10 kilómetra kappganga á skíð- um fór fram á ísafirði s.l. sunnu- dag. Kept var um skíðagöngu- horn Ve'stfjarða og tóku 8 kepp- endur þátt í göngunni. Sigurveg- ari varð Magnús Kristjánsson á 54,31 mín. Færi var slæmt. Arngr. Sænska skíðamyndin, sem ný- lega var sýnd í Nýja Bíó að til- hlutan Skíðafjelagsins, verðuri sýnd aftur í kvöld kl. iy2 í Nýja Bíó. Auk þess verður sýnd vetr- aríþrótfamynd frá Garmisch Partenkirchen. Æska og ástir — Sigríður Helgadóttir og Brynjólfur Jó- hannesson sem Mabi og Robin Herriot í nýja leikritifiu „Æska og ástir“, sem sýndur verðut í annað sinn í Iðnó í kvöld kl. 8. HafnarffförHur Þriðjudaginn 28. apríl. Höfnin. Enskt flutningaskip liggur hjer á höfninni og affermir um 1600 smálestir af kolum til Einars- bræðra. Flutningaskipið „Rona“ tók hjer fisk til útflu,+nings í gær og í dag. Andri kom frá Englandi í gær. :: dag hafa komið inn 3 togarar af veiðum: Sviði með 121 fat lifr- ar, Surprisd með 100 og Rán með 84 föt lifrar. — Línuveiðaramir Örn og Njáll fóru á veiðar í dag. Hafnarfjarðar Bíó sýnir í kvöld og næstu kvöld hina alrómuðu kvikmynd, „Endurf æðing“, sem sýnd hefir verið í Nýja Bíó að undanfömu við mikla aðsókn. Otnr kom af veiðum í gær- morgun með 85 föt lifrar. Skipið mun mi hætta veiðum. Mislingar hafa borist til ísa- fjarðar og stungið sjer niður á nokkrum sföðum. Hjúskkpur. Síðastl. laugardag voru gefin saman í hjónaband af lögmanni ungfrú Hanna Ander- sen og Kristján Kristófersson. Heimili þeirra er á Fjölnisveg 3. Eimskip. Gullfoss var í Vest- mannaeyjum í gærmorgun. Goða- foss er í Reykjavík. Deftifoss er í Hamborg. Brúarfoss kom til Reykjavíkur frá útlöndum kl. 9 í gærkvöldi. Lagarfoss var á Skaga- strönd í gærmorgun. Selfoss ef í Hamborg. Reykjaborg kom í fyrrinótf af veiðum með 117 fÖt lifrar. 11 umsækjendur sækja um bix- sfjórastöðxxna við bú ísafjarðar- kaxxpstaðar, Seljalandsbúið. Lokaskýrslur um fiskafla Norðmanna við Lofoten sýna, að aflinn hefir orðið 52,766,000 kílo- grömm, og er það 2,3 miljónum kg. minna en árið 1935, og lang- samlega ljelegasti afli, sem kom- ið hefir um langt árabil. (FÚ). Franska blaðið Le Journal birti í gær opinbera tilskipun se*m bannar fyrst um sinn allan innflutning á dönskum fiskinið- ursuðuvörum til Frakklands. Þar að auki er Dönum með tilskipun þessari bannaður innflutningur á saltfiski og lúðu. (FÚ). Útvarpið: Miðvikudagur 29. apríl. 7,45 Morgunleikfimi. 8,00 íslenskukensla. 8,25 Þýskukensla. 10,00 Veðxxrfregnir. 12,00 Háde'gisútvarp. 13,00 Garðyrkjufræðsla, IV: a) Ingimar Sigurðsson garðyrkjum.: Undirbúningur garða á vorin; b) Óskar Vilhjálmsson garð- yrkjum.: Fjölærar nytjajurtir. 15,00 Veðurfregnir. 19,10 Veðxxrfregnir. 19,20 Þingfrjettir. 19,45 Frjettir. 20,15 Erindi: Umferðarreglur og umferðarslys, II (Erlingur Páls- son yfirlögregluþjónn). 20,40 Nemendatónleikar TónUsta- •,skólans, II: Ungfrú Guðríður Guðmundsdóttir leikur á píanó. 21,05 Erindi: Frá Múnchen (Knxxt- xxr Arngrímsson kennari). 21,30 Hljómsveit útvarpsins (dr. Mixa): a) Hándel: Forleikxxr- inn að „Messías“; b) Corelli: Concerto grosso, nr. 3, í c-moll. 22,00 Hljómplötur; Nútíma-tónlist (til kl. 22,30). £ Blla- oo raftækja- einokunin. _ F|árhag»nefnd Bíd. kloffftn. I7.iárhagsnefnd Nd, fekk A til meðferðar frumvarp Sjálfstæðismanna, um niður- lagning bíla- og raftækja- einokunar ríkisins. Nefndin hefir klofnað í málinu. Er fram komið álit frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins í nefndinni, þeim Gísla Sveinssyni og Ólaft Thoi’s og.segir þar: „Fjárhagsnefnd hefir klofnað í málinu. Við tveir, seúi erum í minni hluta, leggjum ,til, að frv. verði samþykt eins og það liggur fyrir. Teljum við, að ótvíræð rök hafi komið fram fyrir því, að raf- tækja- og bifreiðaeinkasalan hafi verið og sje til hins me'sta ógagns fyrir alla hlutaðeigendur. Var þetta sýnt og rakið nákvæmlega við 1. umr. málsins og mun því vera öllum hv. deildarmönnxxm kunnugt1 *. Hreinlætisvðrur: Liquid Veneer, 2 stærðir, „Stafford“ Renol, „Du pont“ Nickel polish, Rex húsgagnaáburður, Venus gólfgljái, Venus húsgagnaáburður, „Fjallkonu“ gljávax, Wings gólflakk, sem þornar á 10—15 mín., Allar burstavörur frá Burstagerðinni, Gólfklúta, sterka, Fægiklúta, margar teg., Húsgagnabankara, 4 klukkutíma Gólflakk og margt margt fleira af nauðsynlegum hreinlæt- isvörum. JÁRNVÖRUDEILD Jes Zimsen. og Þór fáist aðcins hjá Sigurþór. Mikið úrval af garððiiöldum nýkomið í ú:- í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.