Morgunblaðið - 01.05.1936, Page 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Föstudaginn 1. maí 1936,
að láta rannsaka
sfmanjósnamálin.
PEAMH. AP ÞRIÐJU S£ÐU.
]pgðu áherslu á það augljósa
mál, að ef ríkisstjórnin telur
%ð hún og starfsmenn hennar
sieuí hreinir í þessu máli, og
hafi orðið fyrir órökstuddum
gtun um ósöemilegt athæfi, og
hrot á landslögum, þá átti
sfjórnin að grípa tækifærið og
styðja tillögu Sjálfstæðismanna
um rannsóknarnefnd.
^ En úr því stjórnin tekur upp
handjárnin og lætur alla fylg-
ismenn sína snúast gegn rann-
Sðkn málsins, vinna gegn því,
áð sannleikurinn verði leiddur
í ljós, þá eru ráðherramir með
því að færa sönnur á það
frammi fyrir þjóðina, að þeir
vita um sekt sína, og þora ekki
að' mál þetta verði rannsakað.
Það er eins og Sig. Kr. komst
að orði:
Enginn maður, sem er ekki
keyptur eða kúgaður, leggur
stjóminni lið í þessu máli.
Hringlar í hand-
járnunum.
„Dagskráin“
samþykt.
Atkvæðagreiðsla um þetta mál
fór fram í gær.
Fyrst kom til atkv. hin „rök-
studda""' dagskrá, seifi Stefán
JÓh. Stefánsson gekst að síð-
ustu við. Hún var samþykt með
17:13 atkv. og þingsályktunar-
illagan sjálf þar með úr sög-
unni.
• Nafnakall var viðhaft um
dagskrána. Til þess að það sjá-
ist hvernig þingmenn snúast í
þessu máli, þykir rjett að birta
hjer atkvæðagreiðsluna í heilu
lagi.
Með dagskrártillögunni var
öll stjórnarfylkingin og í þess-
‘ari röð: Sitefán Jóh. Stefánsson,
Þorbergur Þorleifsson, Ásgeir
Ásgeirsson, Bjarni Ásgeirsson,
Bjarni Bjarnason, Emil Jóns-
spn, Eysteinn Jónsson, Finnur
Jónsson, Gísli Guðmudsson,
íljeðinn Valdimarsson, Jónas
Guðmundsson, Magnús Torfa-
son, Páll Zophoníasson, Páil
Þorbjörnsson, Sigfús Jónsson,
Sigurður Einarsson og Jörund-
ur Brynjólfsson.
Á móti voru: Sigurður Krist-
jánss'on, Thor Thors, Eiríkur
Einarsson, Garðar Þorsteinsson,
Gísli Sveinsson, Guðbr. ísberg,
Jak. Möller, Jóhann Jósefsson,
Jón.Pálmason, Jón Sigurðsson,
Ölafur Thors, Pjetur Halldórs-
í-on og Pjetur Ottesen.
Fjarverandi voru: Bergur
Jönsson (erlendis), Hannes
Jénsson og Jón Ólafsson, sem
voru fjarverandi sakir lasleika.
Lifur og hjðrtu
Bögglasmjör
Tólg.
PMl HaMnH.
Ilafnarstræti 18. Sími 1575.
Bretar byggja
38 ný herskip.
10 miljónir £ til aukinna
flotaútgjalda.
Londan 30. apríl. FÚ
ILLÖGUR hafa ver-
ið lagðar fyrir
breska þingið, sem fara
fram á að 10 miljónum
sterlingspunda verði
varið til flotaþarfa um-
fram áætlaðar upphæð-
ir, og að 38 ný skip verði
bygð handa flotanum.
Þrem miljónum ster-
lingspunda á að verja
til nýrra skipabygginga,
og 2 miljónum til flota-
stöðvarinnar í Singa-
pore.
Aðalatriðin í herskipasmíða-
áætlun fyrir árið 1936, eru á
þá leið, að byggja skuli tvö stór
orustuskip, fimm beitiskip, tvo
tundurspilla, níu flugvjelamæð
ur og sex torpedo-báta. Þar að
auki fara fram ýmsar endur-
bætur og breytingar á öðrum
skipum, og útbúnaði þeirra, þ.
á. m. togara, sem nota á til
hernaðarþarfa.
Frakkar.
Meðal franskra flotamála-
sjerfræðinga, er frjettunum um
þessa útgjaldaaukningu tekið
mjög vel. Eina óvinsamlega at-
hugasemdin, sem sjest hefir í
frönskum blöðum er á þá leið,
að þessi aukning breska flot-
ans kunni að leiða til aukningar
á þýska flotanum.
ÞjéSverjar.
Berlínarblöðin segja^ að
fregnirnar um þessar fyrirætl-
anir bresku stjórnarinnar hafi
engin áhrif á skipasmíðafyrir-
ætlanir Þjóðverja, enda bygg-
ist þær á stefnuskrá, sem þegar
hafi verið birt.
Rússar.
Svo er að sjá, sefti Sovjet-
Rússland óski nú að gera flota-
málasamning við Bretland. —
Fulltrúi Sovjet-rússnesku stjórn
arinnar heimsótti utanríkismála
ráðuneytið fyrir tveimur dög-
um, og ræddi þá þetta mál við
Eden. Þykir líklegast, að samn-
ingur af sömu gerð eins og þrí-
velda samningurinn, sem und-
irskrifaður var í síða.stliðnum
mánuði, verði einnig gerður við
Sovjet-Rússland.
Spaðsallað
Dilkakföf
í heilum og hálfum tunnum
til sölu hjá
Kr. 0. Skagtjörð
Sími 3647.
Orgeltónleikar
Páls ísólfssonar.
Við hefði mátt búast, að
hver sæti væri skipað í Frí-
kirkjunni á þirðjudagskvöldið,
er þessi mikli listamaður vor
mintist 10 ára starfs síns við
kirkjuna, og um leið heilsaði ný
byrjuðu sumri með hinum vold-
ugu tónum J. S. Bach’s: C-moll
preludium og fúgu, og C-dúr
Toccötu, adagio og fúgu hins
mikla meistara. Niðri í kirkj-
unni vaj, þunnskipað, en uppi
Var góð aðsókn. Hvar voru alL
ir hinir mörgu músíkvinir bæj-
arins, og hvar var Fríkirkju-
söfnuðurinn sjálfur þessa minn-
isstæðu kvöldstund? Jeg treysti
mjer til að fullyrða, að alt það
fólk fór þarna á mis við mikla
unun ög nautn listar. Það mátti
þegar í upphafi tónleikanna
heyra, að Páll ísólfsson tók
föstum og framúrskarandi
smekklegum tökum öll við-
fangsefnin, en auk hinna fyr-
nefndu stórverka ljek hann með
snild hið stórfenglega tónverk
César Franck’s, E-dur Choral
nr. 1 og Kyrie eleison Max Reg-
ér’s og loks D-dúr Toccötu og
fúga eftir sáma tönsnilling. -—-
Efnisskráin var einhver hin
besta, sem hjer hefir heyrst
við kirkjuhljómleika, og ekki
spilti það fyrir, að Páll ísólfs-
son Ijek öll þessi stórverk, hvert
á fætur öðru, með litlum eða
nær því engum hvíldum, svo
að fegurðaráhrif þeirra, hvers
um sig, rann saman í eina feg-
urðarheild, sem áheyrendur
hans munu seint gleyma.
Leikur Páls var frá upphafi
til enda aðdáanlegur; hann var
djarfur, fastur, voldugur og ör-
uggur, ósegjanlega mjúkur og
smekkvís á viðkvæmum köfl-
íim; bar hann þess ljósan vott
um hvílíkur afburðamaður Páll
er við hljómborðið og „pedal-
ana“. Það sýndi sig einnig, að
orgel Fríkirkjunnar er hið á-
gætasta hljóðfæri, þegar meist-
ari tekur á því. Hljómleikar
þessir báru vott um feikna
kunnáttu, þroska, fimleik og
smekkvísi Páls ísólfssonar.
Reykjavíkurbær má miklast
af, að njóta svo góðs listamanns
| og bæta ráð sitt með því, að
|fylla hvert sæti kirkjunnar
er í boði.
29. 4. ’36.
Á. Th.
Páll Guðnason frá Máskoti í
Reykjadal andaðist vestan hafs
í vetur. Hann var fæddur 1883
og voru foreldrar hans Guðni
Jónsson og Sigríður Kristófers-
dóttir. Þau fóru vestur uin haf
1893 með böm sín.
Ilafnarfjörður
Fimtudaginn, 30. apríl.
Sparisjóður Hafnarfjarðar
helt aðalfund sinn 27. þessa mán.
Hagur Sparisjóðsins er mjög
góður. Yiðskiftavelta hans nam
árið sem leið rúmum fimm miljón-
um króna. Hreinn arður af spari-
sjóðsrekstrinum varð kr. 18.010.17
síðasta ár. 1 árslok 1935 nam vara
sjóður Sparisjóðsins kr. 206.406.50.
í stjórn sjóðsins voru kosnir:
Þórður Edilonsson hjeraðslæknir,
Sigurgeir Gíslason gjaldkeri og
Ólafur Böðvarsson bókhaldari, all-
ir endurkosnir. f stjórninni eiga
sæti, auk þelrrá, Loftur Bjarnason
útgerðarmaður og Emil Jónsson
bæjarstjóri, og eru þeir kosnir af
bæjarstjórn. — Endurskoðendur
sjóðsins eru Ingólfur Flygenring
kaupmaður og Guðmundur Gissur-
arson bæjarfuRtrúi.
Höfnin.
Haukanes kom >af veíðum í
morgun með 69<rföt lifrar. Slripið
fer ekki aftur á veiðar.
Krónuveltan.
Hjer birtast fyrstu nÖfnin í krónu-
veltu kvenfjelagsins „Hringurinn" í
Hafnarfirði. — Nöfn áskorenda eru
prentuð með feitu letri, en nöfn
þeirra, sem skorað er á, undir með
grönnu letri.
Frú Ingileif Sigurðardóttir, Hábœ:
Þórð Edilonsson, lækni, Hf.
Emil Jónssoii, bæjarstjóra, Hf.
Loft Bjárnason, frámkvæmdastj.
Guðrún Eiríksdóttir, Linnetsstíg 2:
Stefán Sigurðsson, kaupm., Hf.
Síra Jón Auðuns, Hf.
Ólaf Þórðarson, skipstjóra.
Júliana Jónsdóttir, Hverfisgötu 18:
Guðjón Jónsson, kaupmann.
Kristinn Guðjónsson, Hf.
SVerrir HalldórsS., Landssím., Rvík.
Sigríður Eyjólfsdóttir, Lækjargötu:
Bjarna Snæbjörnsson, lækni, Hf.
Valdimar Stefánsson, bæjarfógeta.
Davíð Kristjánsson, trésmið, Hf.
Snjólaug Arnadóttir, Austurg.:
Gunnlaug Stefánsson, kaupm.
Pál Kr. Árnas., versl.fltr., Bárug. 21
Ásgeir Stefánsson, framkv.stj.
Arnfríður E. Long:
Valdimar Long, kaupmann.
Eirík Björnsson, lækni.
Síra Garðar Þorsteinsson.
Guðbjörg Kristjánsdóttir, GerSi, Hf.:
Ásgrím Sigfússon, framkv.stj.
S. R. Kampmann, lyfsala.
Ólaf Tr. Einarsson, framkv.stj.
Hanna Davíðsson, Hf.:
Sigriði Bjarnason, Hverfisg., Hf.
Ingibjörgu Ögmundsdóttur, símastj.
Ásthildi Flygenring, hjúkrunark.
Frú Kristín Flygenring, Hf.:
Ingólf Flygenring, Hf.
Þórunni I. Flygenring, Hf.
Láru Pálsdóttur, Brekkug., Hf.
María Eiríksd., Krosseyrarv. 3, Hf.:
Jóhönnu Indriðad., Linnetsstíg 2.
. Helgu Jónsdóttur, Hverfisg. 65.
Guðm. Guðmundss., kpm., Oldunni.
Þeir, sem hafa í hyggju að koma
börnum til sumardvalar, sendi um-
sóknir til forstöðukonu „Hringsins",
frú Ingileifar Sigurðardóttur, Skúla-
skeiði 3, fyrir 15. maí næstkomandi.
FIX
I
sjálfvirkt
þvottaefni
þvær tauið
yðar meðan
þjer sofið og
hvílist. —
AUSTURRIKI.
FEAHH. AF ANNARI Slf)U.
ar taki frjettunum frá Aust-
urríki yfirleitt rólega.
í Bretlandi er álitið, að her-
flutningarnir eigi rót sínafyrst
og fremst að rekja til innan-
lands ástandsins í Austurríki
sjálfu, og að herafli Austurrík-
ismanna ásamt Heimwehr-lið-
inu sje nógu öflugur til að bæla
niður nazistauppreisn.
Auk þess sjeu ftalir fast-
ákveðnir í því, að vernda
sjálfstæði Austurríkis.
Austurríska stjórnin hefir
lýst yfir því opinberlega, að
herflutningarnir undanfarið
hafi farið fram, samkvæmt
þeirri venju, að herdeildir sem
æft hafi á láglendi, sjeu á vor-
in fluttar upp í alpahjeruðin..
Að baki standi engar utanríkis-
málahræringar.
í opinberri tilkynningu frá.
þýsku stjórninini, segir að „að
sjálfsögðu fari æfingar alpa-
sveitanna fram í Alpafjöllun-
um!“
Alþýðusambandið.
FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐUj
karfaveiðunum fómað, þrát,t fyrir
það þó þær myndu skapa atvinnu
fyrir 180—200 manns í landi og
90—100 sjómenn á fjórum togur-
um, sem liggja aðgexðarlausir i
höfn.
Alþýðusambandið hefir
þannig haft af verkamönnum
4000 krónur á dag, í vinnu-
launum á sjó, og landi, og
nemur sú upphæð þann tíma
sem verkfallið er búið að
standa um 60 þúsund krón-
um.
Alþýðublaðið gleymir(?) í gær
að geta um að verkamrtin á Flat-
eyri höfnuðu kröfum Alþýðusam-
bandsins. Og eins láðist því að.
geta um livort sambandið fram-
fylgdi hótuninni um að reka verk-
lýðsfjelagið „Skjöldnr" úr Al-
þýðusambandinu. Eða er ein-
hverju leynt 'að yfirlögðu ráði í"
þessu máli?
Mega verkamenn ekki fá að vita
sannleikann ?
Rauði Kross íslands tilkynnir:
Með gj.afa.br iefi dags. 4. apríí
hafa þau hjónin frú Ingunn.
Sve'insdóttir og lir. kaupm. Har-
aldur Böðvarsson, Akranesi, á-
samt hr. útgerðarmanni Lofti
Loftssyni, Rvík, gefið Rauða
Krossi íslands eitt þúsund fer-
metra lóð undir sjúkraskýlis- og
haðhúsbyggingu í Sahdgerði. —*
Eigendur Sandgerðis hafa frá
upphafi sýnt næman skdning á
sjómannahjúkrun Rauða Krossins,
þar syðra, e'nda hefir fjelagið á
margvíslegan. hátt notið greiða-
semi þeirra á undanförnúm ár-
um. — Sjúkraskýlið verður reist.
á þessu ári. (FB).
Farsóttir og manndauði í Rvík,
vikuna 5.—11. apríl (í svigum töl-
ur næstu viku á undan): Háls-
bólga 61 (48). Kvefsótt 77 (91).
Iðrakvef 17 (2). Mislingar 97
(49). Kveflungnabólga 4 (2).
Skarlafssótt 2 (0). Hlaupabóla 4
(2). Munnangur 2 (2). Mannslát
6 (9). — Landlæknisskrifstofan.
(FB.).