Morgunblaðið - 09.05.1936, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.05.1936, Blaðsíða 4
4 Laugardaginn 9. maí 1936. MORGUNBLAÐIÐ —jmw 11 -^nmai Varnir simanjósnaranna hraktar. línis ráð fyrir því, að dómsúr- skurðir um rannsókn og stöðv- un símskeyta sjeu heimilir. Enda er það vitanlega í fullu samræmi við 61. gr. stjórnar- skrárinnar að svo sje, þar sem hún heimilar að kyrsetja og rannsaka brjef og önnur skjöl samkvæmt dómsúrskurði eða eftir sjerstakri lagaheimild. Ennfremur veitir 1. gr. reglu- gerðarinnar frá 1917 stjórnar- ráðinu rjett til að láta hætta símskeytasendingum um skemri eða lengri tíma á öllum eða ein- stökum línum, alveg eða að nokkru leyti, þegar nauðsyn- legt þykir vegna heilla lands- ins. Þá hefir símastjómin og rjett til að hafna eða hamla sjerhverju einkaskeyti, sem kann að þykja hættulegt fyrir öryggi landsins eða verður að efni til álitið koma í bága við landslög, almennar reglur og siðgæði. Um loftskejrti voru sett á- kvæði með 1. nr. 82. 1917, en þar segir í 3. gr., að ráðuneytið geti bannað öll þráðlaus firð- viðskifti innan íslenskrar land- helgi og gert þær ráðstafanir, er nauðsynlegar þykja til þess að banninu verði hlýtt. En í reglugerð nr. 32 1918 um rekst- ur loftskeytastöðva á íslandi 19. gr. er ennfremur ákveðið, að einnig geti ráðuneytið látið hafa eftirlit með öllum loftskeytum og látið stöðva þau skeyti, sem að þess áliti, geta verið skaðleg velferð landsins. Jafnhliða þessu gildir svo vitanlega heim- ildin til að stöðva skeyti og rannsaka skv. dómsúrskurði, sbr. 61. gr. stjórnarskrárinnar. Til viðbótar þessum ákvæðum til hindrunar því, að loftskeyti sjeu notuð til lögbrota, koma svo bráðabirgðalögin til varnar því, að skipum sje leiðbeint við ólöglegar fiskveiðar; og er gert ráð fyrir, að nú eftir þing gangi í gildi frambúðarlög til hindr- unar þvílíkum leiðbeiningum. Svo sem sjá má af þessu eru nú til ítarleg ákvæði um rjett stjórnarvaldanna, þar með dómsvaldsins, til að stöðva og rannsaka bæði símskeyti og loftskeyti. Um símtöl gegnir þar á móti alt. öðru máli. í 1. gr. reglugerðarinnar frá 1917 er að vísu sagt, að stjórnarráðið hafi rjett til að láta hætta símtölum um skemri eða lengri tíma á öllum eða einstökum línum, al- veg eða að nokkru leyti, þegar nauðsynlegt þykir vegna heilla landsins. Að þessu leyti gilda því sömu reglur og um sím- skeyti, sem er eðlilegt. Eins er gert ráð fyrir því í 6. gr., að dómsúrskurður kunni að ganga um að stöðva beri símtöl milli tiltekinna manna, og skal þá veita símtalspöntunum viðtöku, en símtölin afgreiðast ekki. Aftur á móti er alls ekki gert ráð fyrir því, að dómsúrskurð- ur gangi um hlerun símtala. Heldur er ekki gert ráð fyrir hinu, að símastjórnin megi hafna eða hamla símtali vegna þess, að það þyki hættulegt fyr- lr öryggi landsins eða verði að efni til álitið koma í bága við landslög, almennar reglur og siðgæði, svo sem gera má um símskeyti, skv. 1. gr. Þessi mun- ur kemur vitanlega af því, að ekki er hægt að vita hvort ein- stakt símtal er hættulegt nema á það sje hlustað, en sú hlustun er einmitt stranglega bönnuð í 23. gr. Gildandi rjettarheimildir ís- lenskar hafa þannig ítarleg á- kvæði til þess að koma í veg fyrir, að síminn sje notaður til lögbrota. En þar sem þaú heim- ila bæði rannsókn og stöðvun símskeyta og loftskeyta, þá heimila þau einungis stöðvun símtala en ekki rannsókn þeirra. Ástæðurnar fyrir þessum mun þarf ekki að rekja. Ein- ungis skal á það bent enn á ný, að dómsúrskurði um rannsókn og stöðvun símskeyta má eðli þeirra samkvæmt ætíð þegar í stað birta fyrir ákærðum, og símastjórnin hefir óumdeildan rjett til að áfrýja þeim þegar í stað til hæstarjettar. Sama máli gegnir um stöðvun símtala milli ákveðinna manna. Skil- yrði fyrir því, að símhleranirn- ar fái eðli sínu samkvæmt stað- ist er þar á móti ekki einungis það, að mönnum sje neitað um vitneskju um þá dómsathöfn, sem gegn þeim er beint, heldur líka að áfrýjunarrjetturinn sje tekinn af símastjórninni og öðr- um þeim, sem hjer eiga hags- muna að gætá. Stjórnarvöldunum áður fyrri hefir verið þessi munur og ann- ar á rannsókn símskeyta og símhlerana ljós, og þess vegna heimila þau hið fyrnefnda en gera ekki ráð fyrir, að hið síð- arnefnda eigi sjer stað. En þó að núverandi stjórnarvöld þyk- ist ekki sjá þenna mun, er hann engu að síður óvjefengjanlegur og þess vegna viðurkenna allir aðrir en þau, að rjettur til rann- sókna á símskeytum geti mæta vel verið fyrir hendi og sje enda stundum nauðsynlegur, þó að heimildarlaust sje að hlera símtöl. í þessu sambandi er rjett að minnast á annao atriði, sem sje það, að því er haldið fram, að við áfrýjun áfengismála þeirra, sem búist er við að spretti upp af páskanjósnum stjórnar- valdanna, muni það koma fram, hvorfc hæstirjettur telji símhleranarjett þann, sem stjórnarvöldin hafa tekið sjer, Iögmætan. Því fer fjarri, að þetta sje rjett, því að það er viðurkent, að þótt lögreglan komist að einhverjum sönnun- argögnum með ólöglegum hætti, þá er engu að síður heimilt að nota þau gegn sakborning. Það er því útilokað, að til fulls fáist skorið úr ágreiningsefninu með þessu móti. Fullnaðarúrskurð um það var ekki hægt að fá með öðru móti en því, að síma- málastjóri hefði áfrýjað öðrum hvorum eðá einhverjum úrskurð inum þegar í stað. Ef hæsti- rjettur hefði talið, að sú áfrýj- un væri óheimil, hefði fengist sönnun fyrir, að hann væfi stjórnarvöldunum sammála um meginkjarna málsins, en með öðru móti virðist ekki unt að fá fullnaðarálit hans á málinu. II. Þá kem jeg að þeirri rök- semdinni, að það sjeu leynivín- salar einir og þeirra vinir, sem sjeu andvígir símhlerunum. Að þessu þarf í rauninni ekki að eyða orðum. Jeg hefi áður sýnt fram á, að með símhlerunum var í mesta lagi hægt að sanna, að líkur væri fyrir ólöglegri vín- sölu einhverra manna í bænum. En þær líkur voru fyrir hendi áður og þurfti ekki að grípa til þessa ráðs til að útvega þær. Hinsvegar er það bæði vitað og viðurkent, að í þetta sinn var vanrækt, a. m. k. áður en sím- hleranirnar byrjuðu, að útvega þau sönnunargögn, sem vant er að beita í þvílíkum málum. Má þar ennþá einu sinni benda á, að langbesta sönnunin auk játn- ingar er hjer vitanlega vitnis- burður þeirra, sem hafa verið viðstaddir áfengissölu. Þá hefði mátt gera húsleit hjá sakborn- ingum, athuga vínkaup þeirra, fylgj’a grunuðum bílum eftir, stöðva þá og rannsaka o. fl. Alt þetta mun hafa verið van- rækt að gera, þó að unt hefði verið að framkvæma það án þess að brjóta verulega í bág við hagsmuni annara en þeirra, sem sjálfir voru grunaðir um afbrot. En í stað þessa er grip- ið til símhlerunar, ráðs, ' sem hvergi finst heimild fyrir í ís- lenskum lögum, og þannig óhjá- kvæmilega hlustað á fullkom- lega ósaknæm einkasamtöl óá- kveðins fjölda borgara, um alt önnur efni en leynivínsölu. Það þarf sannarlega enga vináttu til leynivínsala til þess að telja slíkt athæfi ósæmilegt. Og ó- sóminn hverfur ekki, þó að hægt sje að benda á, að úti í löndum sje stundum talið heim- ilt að hlera í síma. Enda mun koma á daginn, að þessi leið til að Ijóstra upp vínsölubrotum mun síst happasælli en þær, er áður hafa verið farnar. III. Er þá komið að hvalrekanum mikla á fjöru hleranamanna, sem sje því, að þeir þykjast geta upplýst, að úti í löndum sje lögreglan ekki síður aðgangs- frek en hjer og hlusti stundum á símtöl manna. Það er ákaf- lega einkenilegt að sjá hina miklu gleði hlerana-herranna yfir þessu. Því að þetta er ekk- ert annað en það, sem sjálfir ráðherrarnir, Hermann Jónas- son og Haraldur Guðmundsson, voru báðir búnir að lýsa yfir áður. Hermann Jónasson hafði einmitt hátíðlega tilkynt á Al- þingi, ao hjer væri um að ræða ,,viðurkendan rjett dómsvalds- ins í öllum menningarlöndum“. Með gleði sinni nú sýna þessir menn, að þeir hafa ekki haft nein gögn fyrir sjer, er þeir gáfu þessar fyrri yfirlýsingar, og að þeir hafa ekki verið alt of trúaðir á sannindi sinna eig- in ummæla. í gleði sinni yfir því, að ráð- herrarnir tveir hafa þó ekki að þessu sinni farið með algera staðleysustafi, virðast hlerana- menn samt algerlega ófærir um að meta það, hvaða þýðingu þessar upplýsingar hafa fyrir símhleranir hjer á landi. Áður en út í það verður far- ið, vil jeg þó taka skýrt fram, að það er vitanlega fullkomin ofskynjun hjá málgagni dóms- málaráðherrans, þegar það full- yrðir, að jeg hafi sagt, að sím- hleranir tíðkuðust hvergi nema hjer á landi. Jeg hefi einmitt leitt hest minn algerlega hjá því að ræða um, hver venja væri erlendis í þessu efni og ekki sagt eitt einasta orð um, að símhleranir tíðkuðust hvergi nema hjer. Kemur það þegar af því, að jeg hefi ekki haft næg gögn við hendina til að gera mjer rökstudda grein fyr- ir því. Hefi jeg einnig litið svo á, að þótt það vitanlega hjer sem ella hafi þýðingu, að þekkja erlendar rjettarvenjur, þá gætu þær aldrei skorið úr um það, hvorki hver íslensk lög giltu um málið, nje heldur hvað væri æskilegt að væru lög um það. Þetta er enn þá skoðun mín. Jeg hefi aldrei dregið neinar dulur á, að þac? er eðlilegt, að lögreglan leiti allra ráða til að koma upp afbrotum. Þetta hefi jeg beinlínis tekið fram sem og hitt, að mjer dytti ekki í hug að drótta neinum óhreinum hvöt- um að lögreglustjóra í þessu máli. Hinu hefi jeg haldið fram, að hagsmuni þjóðfjelagsins og einstakra borgara, um það að halda símtölum leyndum, yrði hjer að meta meira en viðleitn- ina til að afla sannana um hver hafi framið afbrot. Ekki síst vegna þess, að eins og hjer á landi hagar til mun nauðasjald- an verða hægt að útvega með hlerun símtala sannanir, sem ekki má alveg eins afla með venjulegu móti, sbr. það sem sagt var um áfengissöluna hjer að framan. Til stuðnings áliti mínu hefi jeg bent á, að ekki er hægt að finna nein íslensk lagaákvæði, sem heimila sím- hleranir. Heldur er þvert á móti gert ráð fyrir því í rjettarregl- um þeim, sem um símann eru settar, að þær eigi sjer ekki stað. Af þessum sökum hefi jeg talið, að símamálastjóra hafi borið skylda til að áfrýja þegar í stað úrskurðum þeim, sem um þetta hafa gengið. En allir virð- ast viðurkenna, þó að þeir geri það af ólíkum ástæðum, að sú áfrýjun, sem enginn þorir að halda fram, að hefði verið ólög- mæt, mundi hafa komið í veg fyrir hleranirnar. Þá hefi jeg ennfremur bent á, að hvað sem liði rjetti stjórn- arvaldanna alment til símhler- ana, en um hann mætti deila þó að jeg teldi hann heimild- arlausan, þá færi því þó fjarri að þær væru rjettmætar í þeim tilfellum, sem mönnum er kunn- ugt um, að þær hafi farið fram í. Út frá því sjónarmiði, að hjer sje um að ræða ólíka hags- muni, sem hvortveggi hafi nokkuð til síns máte, getur það vitanlega ekki komið mjer á óvart, þó að í þeim löndum, sem eiga við alt aðra staðhætti að búa og þar sem lögreglan hefir gerólíka aðstöðu því, sem hjer er, bæði til hins verra og betra að þessu leyti, sje litið öðruvísi á þetta mál en gera ber með ísl. staðhætti og íslenskar rjettarreglur fyrir augum. Þeim einum, sem aldrei hafa fengist við samanburð rjettarreglna úr ýmsum löndum, og jrfirleitt hafa gefist upp á því, að hugsa sjálfstætt, getur komið til hug- ar að binda sig svo við það, sem sögð er tíska annars staðar eins og hleranamenn vilja nú gera. En hjer við bætist, að þau gögn, sem hleranamenn hafa lagt fram fyrir því, að sím- hleranir væru tíðkaðar erlendis, eru enn ærið ófullkomin og virð ast vera þeim til vafasams gagns. Verður það raunar að teljast í meira lagi óviðfeldið, að lögreglustjóri skuli ekki hafa birt opinberlega bæði um hvað hann spurði og eins svörin orð- rjett. Kemur þetta sjerstaklega til greina um skeyti það, er hann tjáist hafa fengið frá Kaúpmannahöfn. En þar virð- ist lögreglustjóri hafa felt nið- ur mjög þýðingarmiklar upp- lýsingar. Þetta herbragð kemur hleranamönnum þó ekki að haldi. Því að ef marka má það, sem í skeytinu stendur, að lögreglan þar hafi heimild til hlustunar símtala á sama hátt og hún megi rannsaka brjef samkvæmt úrskurði, þá sannar skeytið þveröfugt við það, sem það átti að sanna. Því að skv. 750 gr. rjettarfarslaganna dönsku sbr. 720. og 721. gr. 2. tl. y, er einmitt óheimilt að rjúfa leynd pósts og síma til rannsóknar brjefa og sím- skeyta, í áfengissölumálum, og eru þó refsiákvæði þau, sem þar eru greind, svipuð því, sem hjer er í þeim málum. Verður því ekki betur sjeð, en að lög- reglustj. hafi sannað, með skeyti þessu, það, sem jeg hefi haldið fram, að jafnvel þótt símhler- anir gætu stundum verið rjett- lætanlegar í meiri háttar mál- um, þá væri þó fráleitt að beita þeim í áfengissölumálum, vegna þess hve ómerkileg þau væru. Þegar jeg Ijet þetta álit uppi, töldu hinir miklu lögvitringar stjórnarvaldanna, að jeg hefði gert voðalegan lögfræðilegan „horror“ og fengu lögreglu- stjórann til að býsnast opinber- lega yfir fáfræði minni. Hvort þeir átta sig nú, þegar þeir hafa skeyti frá ,,sjálfri“ Dan- mörku, þar sem hinu sama er haldið fram um þetta og jeg hjelt fram þegar í upphafi, er ekki gott að segja. En óneitan- lega snúast vopnin við í hönd- um lögreglustjóra, ef skeyti hans sanna, að lögregla „mesta lýðræðislandsins“ telur sjer ó- heimilt að beita símhlerunum í einmitt sömu málunum, sem hafa gefið tilefni til ágreinings- ins hjer. Bjarni Benediktsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.