Morgunblaðið - 19.06.1936, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 19.06.1936, Qupperneq 5
í'östudagmn 19. júní 1936. MORGUNBLAÐIÐ 5 KONUNGUR OG ÍSLENDINGAR. að var einn sinni sú tíðin, að íslendingar kunnu að meta jþjóðhöfðingja og góða leiðtoga. Fornskáld vor voru flest hirð- skáld og helstu kvæði þeirra 'drápur um konunga. Þau undu ífifinni best í konungsgarði og borg mðu vel fyrir sig, því ekki bfa konungarnir á kvæðum þeirra. Um konunga skrifaði Snorri. Þeir skiftu mestu máli í hans aug- nm og voru uppistaðan í sögu þeirra tíma. Þessi drottinhollusta hefir lifað aneð íslendingum fram eftir öllum <oldum. * Þjóðhátíðarárið 1874 stendur mjcr fyrir barnsminni og hvað mönmirn var þá tíðræddast um í ’minni sveit. Þó undarlegt sje var það hvorki stjórnarskráin nje Jón Sigurðsson heldur konungurinn (Chr. IX), enda iiafði enginn kon- ungur stigið hjer áður á land, annar en Hræreltur blindi. Og konungi var borin sagan vel. * Það sást glögt við komu Frið- j ;riks konungs áttunda, að enn átti | konungurinn mikil ítök í hugum \ manna. Orð hans í ræðu á Kol- viðarhóli um „ríkin hans tvö“ flugu eins og eldur í sinu um alt land. Enn lifðu þá konungshug- ■sjónir og minnisstæð konungsorð!' Konungur naut síðan mikilla vin- eælda hjer á landi. ^?íðan Christian X. konungur ^ tök við völdum liefir verið tnikil byltingaöld og umrót í hug- Um manna, svo erfitt er að segja hvað menn hugsa nú í þessum efn- um. Vjer höfum haft nokkurt tæki færi til að kynnast lionum, en þó •sýnast hugmyndir flestra um kon-' mng’ vorn vera þokukendar, og sumir ifitla. að vjer höfnm lítið við 'hann að virða. Mjer líst þetta á annan veg, þó lítil kynni liafi jeg haft af konunginum. Mjer er nær að halda að vjer hofum meira við hann að virða en nokkurn annan af konungum vorum. Eitt er augljóst og ómótmælan- legt, að það er á stjórnarárum hans, sem vjer höfum fengið full- veldi vort viðurkent. Að nokkru leyti var það eflaust atvikvmum að þakka, að nokkru frjálslyndi sam- bandsþjóðar vorrar og forustu Jóns keit. Magnússonar, en jeg hygg og að konungur vor hafi átt þýðingarmikinn þátt í því. A rið 1915 gafst okkur Sveini Björnssyni og Einari Arn- órssyni tækifæri til þess að tala við konung og helstu flokksforingja Dana um sambandsmálið og ýmis- legt, sem stóð í sambandi við það, fánamábð og fleira. Ráðherrarnir tóku vingjarnlega móti oss og sýndu oss alla kurteisi, en engu vildu þeir lofa um fánann og engan ádrátt gáfu þeir um að viðurkenna fullveldi landsins. Hinn gamli foringi I. C. Christensen kvað engar frekari ívilnanir koma til mála, og vildum við skilja, yrð- um við að sjálfsögðu að greiða okkar hluta af ríkisskuldum Dan- merkur! Um konung höfðum vjer heyrt, að liann væri „stórdani“ og myndi líta á þetta mál frá dönsku sjónar- miði eingöngu. * Svo vorum vjer kallaðir á kon- ungsfund. — Hann .stóð einn á miðju salar gólfi, og var maðurinn eftirminni- legur: Hann bar höfuð og herðar yfir mig. Mjer sýndist hann alvar- legur og líklegur til þess að taka oss sem óþekkum krökkum, en það stóð stutt, bví óðar en við vissum af var hann farinn að taia alúð- lega við okkur, glaðlega og blátt áfram. Talið barst nú fljótt að umræðu efninu: sambandsmálinu, og hvort sem það var af því, að við sögðum fátt í fyrstu eða öðru, þá talaði konungur all-langt erindi um málið og álit sitt á því. Það var vel flutt, skýrt og skipulegt og' virtist alt í einlægni talað. Aðalefnið man jeg enn, og að það var á þessa leið: * — Konungur sagði, að í raun og veru sýndist sjer íslendingar búa við svo frjálslegt skipulag, að það myndi tæpast standa þeim fyrir þrifum, að minsta kosti væri það hvorki vilji sinn nje Dana að þrengja kosti þeirra á nokkurn hátt. Nú væri það hinsvégar komið ótvírætt í Ijós að vjer værum óá- nægðir, teldum sambandið að meira eða minna leyti óviðunandi. Hvort sem þetta væri með rjettu eða röngu ætti að taka tillit til þess, og þá væri hispurslaus hrein- skilni frá beggja hálfu eini veg- urinn. Segið afdráttarlaust livers þjer óskið og hvers vegna. Það skal verða vandlega athugað og tekið tiílit til þess. Með góðum vilja frá beggja hálfu, þá ætti það ekki að vera ókleyft að finna eitthvert skipulag, sem báðir gætu felt sig við. Færi nú svo; þrátt fyrir alt, að ómögulegt yrði að ná neinu sam- komulagi, þá yrði að minsta kosti að sjá um það að óvild og hatur magnaðist ekki meðal þessara frændþjóða. þá væri beti’a að fara að dæmi Norðmanna og Svía og skilja hreinlega. Skilnaðurinn liefði stórum bætt samkomulag þeirra og nú virti hver þjóðin aðra. annig talaði hann þá — kon- ungurinn! Mjer þótti þetta bæði viturlega og konunglega mælt. Þóttu mjer nú miklu meiri líkur til þess en fyr, að samningar tækj- ust um þetta mál og að fullveldi landsins yrði viðurkent. Sú varð og raunin á. 1918 var fullveldi landsins viðurkent, og hugsjón Friðriks konungs VIII. framkvæmd. Síðan hefir verið besta samkomulag milli þjóðanna. Jeg skal ekkert fullyrða um það hvern þátt konungur átti í þessum giftusamlegu úrslitum, en það sagði mjer Jón heit. Magnús- son, er hann hafði tekið sambands málið upp á ný, að enginn hefði reynst sjer betur en konungurinn. Þeir, sem snæddu hádegisverO með konungi. H)á (orsætis- ráðherra. I/" onungur og drotning og íylgdarlið þeirra óku frá hafnarjbakkam- um suour til bústaðar forsætisráðherra. — 1 Tjarnargötu hafði safn- ast múgur og marg- menni. Konungur staðnæmd- ist stundarkorn á tröpp- um forsætisráðherrabú- staðarins og heilsaði mannfjöldanum. í hádegisveislu forsætisráð- herra sátu auk konungs og fylgdarliðs hans: Fjármálaráðherra, forsetar Alþingis, biskup, Háskólarekt- or, forseti Hæstarjettar, póst- og símamálastjóri, og móttöku- nefndin (Har. Árnason, Geir G. Zoéga og Ragnar E. Kvaran). Ennfremur sendiherrar Norð- urlanda, Fontenay og C. Bruun (Danmörk), Bay (Noregur), Jaenson (Svíþjóð) og Ludvig Andersen (Finnland). 1 veislunni voru ennfremur Ásgeir Ásgeirsson, Stefán Þor- varðarson o. fl. Síðari hluta dags í gær heim- sóttu konungshjónin frú Þóru Magnússon, ekkju Jóns heitins Magnússonar, og Jón Helgason biskup. Ríkisráðsfundur verður haldinn síðar. Geysir gýs fyrir konung i dag. Sjátð stórfeng!egCgoi,!og akið i Steindórs fögrn bifreiðum. 5 krónur farið hvora leið. Ný bófc. Sálmasöngsbók til kirkju- og heimasöngs. — Búið hafa til prentunar: Sigfús Einarsson og Páll ísclfsson. Verð ib. kr. 20.00. — Fæst hjá bóksölum. Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar og Bókabúð Austurbæjar, B. S. Laugaveg 34. Fyrirliggf andi: ^ardínur. Súkkat. Cacao. Jg^lTlie. Randís. Flársyknr. Eqoetí Kristjánssan & Co SVKVR. Aunast kaup á sykri beint frá London. ‘ Bjóöiö viðskiftamönnum yðar aðeins það bcsta, 5ig. i?. 5kialöberg. (Heildsalan). Eftir Guðmund Haunesson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.