Morgunblaðið - 23.08.1936, Side 8

Morgunblaðið - 23.08.1936, Side 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 23. ágúst 1936~ Sokkaviðgerðin, Tjarnargötu 10, gerir við lykkjuföll, stopp- ar sokka, dúka o. fl., fljótt, vel, ódýrt. Sími 3699. Veggmyndir og rammar í fJölbrejdÆu úrvali á Freyju- gðtu 11. Tannlœkningaatofa Jóns Jóns- eonar læknis, Ingólfstræti 9, opin daglega. Sími 2442. Geri við saumavjelar, skrár og allskonar heimilisvjelar. H. Sandholt, Klapparstíg 11. Rugbrauð, franskbrauð og normalbrauð á 40 auia hvert. Súrbrauð 30 aura. Kjarnabrauð 30 aura. Brauðgerð Kaupfjel. Reykjavíkur. Sími 4562. Ef þú ert svangur, farðu á Heitt & Kalt. Ef þú ert lystar- HSU, farðu á Heitt & Kalt. Mikill og góður matur á Heitt Sb Kalt. Fyrir lágt verð. Otgerðarmenn! Sel Ódýra Og góða bfeitusíld, eins og að und- anförnu. Steingrímur Árnason, sími 105"9. Vesturgötu 22. Sími 8665. Slysavamafjelagið, skrifstofa Hafnarhúsinu við Geirsgötu. Seld minningarkort, tekið móti gjöfum, áheitum, árstillögum m. m. Fasteignasalan, Austurstræti 17, annast kaup og sölu fast- eigna. Viðtalstími 11—12 og 5' —7 e. h. Sími 4825. Jósef M. Thorlacius, Fiðurhreinsun. Við hreinsum fiðrið úr sængum yðar sam- dægurs. Fiðurhreinsun Islands. Ullarprjónatuskur, alumin- íum, kopar, blý og tin keypt á Maður reglusamur og hrein- legur, vanur pípulagningum, óskar eftir miðstöðvum til kyndinga. Upplýsingar í síma 2465. Rödd Reykjavíkur kemur út á morgun. Afgreiðsla í Versl. Esja, Grettisgötu 2, sími 2937. Falleg ódýr garðblóm fást á Suðurgötu 10. Pergamentskermar við allra hæfi, eru ávalt fyrirliggjandi úr nýtísku pergamentpappír. — Komíð. Skoðið. Kaupið. Raf- lampagerðin, Hverfisgötu 4 — sími 1926. Rammalistar nýkomnir. Frið- rik Guðjónsson, Laugaveg 17. Kaupi gull og silfur, hæsta verði. Sigurþór Jónsson, Hafn- arstræti 4. Kaupi gamlan kopar. Vald. Poulsen, Klapparstíg 29. Vjelareimar fást bestar hjá Poulsen, Klapparstíg 29. Trúlofunarhringana kaupa menn helst hjá Árna B. Björns- syni, Lækjartorgi. Trúlofunarhringar hjá Sigur- þór, Hafnarstræti 4. Kaupi gull hæsta verði. Ámi Björnsson, Lækjartorgi. Úraviðgerðir afgreiddar fljótt og vel af úrvals fagmönnum hjá Árna B. Björnssyni, Lækj- artorgi. Gluggahreinsun og loftþvott- ur. Sími 1781. ——-— ... — Dagbókarblöð Reykvíkings ) r V_____________________________ Nú bafa Englendingar gengið úr skugga um, að Játvarð- ur konungur ætlar ekki að gifta sig áður en hann verður krýnd- ur, því hann hefir pantað borð- húnað, sem nota á við krýningar- hátíðina, með stafamerkjum hans eins. * kveðið er, að næstn Olympíu- leikar verði haldnir í Tokio. Svo þá verður naumast tækifæri fyrir íslenska íþróttamenn að spreyta sig, eða læra af þeim leikj- um. Tokio-búar fögnuðu því mjög, er þeir frjettu, lað leikarnir yrðu þar háðir. Maður að nafni Andrew 'W’ilson Montlair uppástendur að hann hafi sett heimsmet í notkun á sama flibbahnappi. Hann hefir notað sama hnappinn í 51 ár. * Talið er að Bæheimsmenn sjeu höfundar öldrykkju. Þar hafi öl- brugg verið byrjað 4000 árum f. Kr. * isaskipið „Queen Mary“ er 73.000 smálestir. En öll herskipin í „Flotanum ósigrandi“ vorn samtals 57.868 smálestir. í flotanum voru 130 skip. * 1 Svíþjóð ætla menn að hætta við að takmarka löglegan hraða bfla. Bílstjórar eiga sjálfir að ráða því, hve hart þeir treysta sjer til að aka, án þess slys hljót- ist af. Það er álit þeirra húsmæðra, er reynt hafa, að best sje að aug- lýsa eftir vetrarstúlkum í Morg- blaðinu. * Talið hefir verið saman, að á Spáni hafi verið alt í alt um 100 uppreisnir síðustu 30 árin. * Blindur amerískur stúdent hef- ir farið fótgangandi yfir þvera Ameríku, og komst klakklaust með því móti, að hann leiddi hund í bandi. * Chaplin er ríkastur allra kvik- myndaleikara. Hann á 2 miljón- ir dollara. Shirley Temple, Dúkkulísur á 0.40 Póstkort, 8 gerðir 0.25 Sjálfblekungasett á 1.50 Yekjaraklukkur á 5.50 Ávaxtasett, 6 manna 4.50 Ávaxtasett, 12 manna 7.50 Skálasett, 6 stykki 5.50 Skál'asett, 5 stykki 4.00 Barnadiskar með myndum 1.00 Matskeiðar, ryðfríjar 0.75 Matgafflar, ryðfríir 0.75 Teskeiðar, ryðfríjar 0.40 Matarstell 23 st., 6 m. 22.50 Dátamót frá 3.00 Bílar frá 0.85 o. m. fl. ódýrt. K. Einarsson & Björnsson. Bankastr. 11. Ódýrast verður að auglýsa í Morgunblaðinu, þegar tekið er tillit til hinnar geysimiklu útbreiðslu þess. SíCímnni'tvaac í KVÖLD KL. 8V2- Kveðjusamkoma fyr ir kadet Berthe Jonsson, sem er á förum til herskólans í Noregi.. Miðvikud. Ofursti Kristoffersen Nýkominn saumur, iy2 til 8 tomma. Innrömmun ódýrust. — Verslunin Katla, Laugaveg 27. Café — Conditori — Bakarí, Laugaveg 5, er staður hinna vandlátu. Sími 3873. Ó. Thor- berg Jónsson. Friggbónið fína, er bæjarins besta bón. Otto B. Arnar, löggiltur út- varpsvirki, Hafnarstræti 19. — Sími 2799. Uppsetning og við- gerðir á útvarpstækjum og loft- netum. Góða íbúð vantar, 2 herbergi og eldhús. Upplýsingar í síma 3016. Skólapiltur óskar eftir hús- næði og fæði hjá fjölskyldu, yfir veturinn. Tilboð sendist blaðinu, merkt „Skólapiltur". Nýsláfrað Dilkakjöf. Nýjár rófur og kartöflur. Kjðtbúðin Herðubreið. Hafnarstræti 18. Sími 1575,. « ETHEL M. DELL: ÁST OG EFASEMDIR 3Q. Ofurstinn leit undrandi á hann. „Símskeyti, Monck kapteinn?“ „Já, það er frá konu minni“, svaraði Monck og dró þungt andann. „Jeg verð að fara þegar í stað“. Nokkur augnablik var dauðaþögn í herberginu. Svo sagði ofurstinn. „Kannske þjer vilduð gjöra svo vel og sýna mjer skeytið ?“ Monck deplaði augunum, eins og hann hefði fengið löðrung. Síðan kastaði bann samanbögluðum brjef- miða á borðið fyrir framan yfirmann sinn. „Gjörið svo vel, herra ofursti“, sagði hann börku- lega. Aftur varð augnabliks þögn. Það var augljóst, að Monck átti bágt með að halda sjer upprjettum, æðis- legur örvæntingarsvipur skein úr augum bans, eins og hjá manni, sem líður dýpstu sálarkvalir. Ofurstinn leit npp. „Farið þá“, sagði bann aðeins. „Farið af stað eins fljótt og þjer getið, og jeg vona að þjer fáið gleðilegri fregnir, þegar þjer komið á áfangastaðinn“. Hann rjetti kapteininum skeytið aftur og það var dálítið af hinum gamla, vingjarnlega hreim í rödd bans. Um leið og Monck rjetti út hendina til þess að taka við skeytinu var sjálfstjórn hans lokið. Hann skjögr- aði áfram og greip í borðið sjer til stuðnings. „Hún deyr“, stamaði hann, „hún deyr frá mjer. Ef til vill kem jeg of seint Hann hætti skyndilega að tala og titringnr fór um .hann. Sir Reginald laut niður að honum. „Þjer verðið að herða upp hugann, Monck. „Þjer þurfið á öllu yðar þreki að halda, en þjer skuluð sanna til, með guðs hjálp, líður henni betur, þegar þjer komið“. Monck rjetti bægt úr sjer. „Hafið þjer nokkurntíma spilað við sjálfan djöful- inn?“, sagði hann æðislega. „Hafið þjpr reynt, hvað það er að hætta allri æru, öllu lífi sínu, til þess að frelsa konu frá því sem verra er en víti — og tapa síðan spilinu! Drottinn minn! Tapa og missa alt, jafn- vel konuna, sem er manni dýrmætari en alt annað ..“ Alt í einu herti hann sig upp. „Kærið yðúr ekki um hvað jeg segi“, sagði hann vonleysislega. „Mjer finst sem jeg hafi verið í sjóðandi víti, og það hefir lagst á heilann í mjer, kærið yður ekki um það ....“ „Nú skuluð þjer vera rólegur“, sagði Sir Reginald í vingjarnlegum en myndugum tón. „Þjer vitið, að þjer eruð meðal vina hjerna“. Monck dró andann djúpt, og. smám saman tókst honum að sigrast á geðshræringu sinni. Hann leit upp og horfði á Sir Reginald náfölur á svip. „Þakka yðnr fyrir, Sir“, sagði hann. „Þjer eruð alt of vingjarnlegur. Nú er jeg húinn að jafna mig. Þetta lagast“. Hann bjóst til þess að standa á fætur, en Sir Regin- ald aftraði honum þess. „Bíðið augnahlik, Burton majór hlýtur að koma rjett strax“. „Burton majór?“, endurtók Monck spyrjandi. „Já, jeg hað hann um að sækja whisky, til þess að hressa yður“. „Þjer eruð alt of vingjarnlegur við mig“, sagði Monck. Hann sat kyr með andlitið falið í höndum sjer. Að vörmn spori kom Burton aftur inn, ásamt Tommy. — Hinn ungi liðsforingi staðnæmdist hikandi við dyrnar, en ofurstinn henti honum að koma inn. „Það er best að þjer sjáið þetta skeyti líka“, sagði hann. „Systir yðar hefir orðið skyndilega veik, og Monck er að Ieggja af stað til hennar“. Tommy las skeytið og leit síðan á Monck, sem helti í sig úr whiskyglasinu, sem Burton hafði fært honum, . og stóð síðan á fætur. „Mjer þykir leitt, hvernig jeg liefi hegðað mjer, Sir“, sagði hann og leit með afsak- andi brosi á Sir Reginald. „Jeg mun aldrei gleyma, hve vel þjer hafið komið fram við mig, þó að jeg von- ist til þess, að þjer gleymið því sem komið hefir fyrir“.' Sir Reginald horfði grandgæfilega á hann í nokkrar sekúndur. Síðan rjetti hann honum höndina. „Verið þjer sælir, Monck kapteinn“. Brosið stirðnaði á andliti Moncks, og það varð graf- alvarlegt og óbifanlegt sem fyr. „Verið þjer sælir, Sir“,. sagði hann stuttaralega og þrýsti hönd hans. Tommy gekk þegjandi á brott við hlið Moneks. 20. KAPÍTULI. „Þú sagðir, að Everard kæmi, hvers vegna kemur liann eklci? Þetta myrkur er liræðilegt. Heldur þú, að hann hafi vilst?“ ; Röddin var veik, og orðin komu eitt og eitt á stangli, með miklum erfiðismunum. Frú Ralston laut yfir rúmið og hvíslaði í hughreystandi tón, að Everard hlyti að koma á hverri stundu. „En hvers vegna er hann svona lengi?“, hvíslaði Stella. „Myrkrið verður æ svartara“. „Þú verður að reyna að yera þolinmóð“, sagði frÚ! Ralston blíðlega. „Nú fer að birta“. Það var orðið framorðið, og hún sat sjálf og hlustaði með eftirvæntingn eftir liverju hljóði að utan, í von um að heyra hið rólega fótatak þess manps, sem einn gat hjargað sjúklingi hennar í þessari miklu neyð. ,,Það væri hræðilegt að missa hann“, hvíslaði Stella,. „mjer finst jeg liafa.beðið heila eilífð. Hvers vegna kveikir þú ekki ljós?“ Tendraður lampi stóð á horðinu við rúmið. Frú Ralston lyfti skerminum upp. En Stella hristi höfuðið eins og hún væri að örmagnast. „Það stoðar ekki. Jeg

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.