Morgunblaðið - 03.09.1936, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ
Fimtudagur 3. sept. 1936,
ÍsMingar geta laert mikið af Finnum
þvf að þeir standa nú fremst Norður-
landabúa i þvi að taka náttúruvfsindin
f þjónustu atvinnuveganna.
Frá náttúrufræðingafundinum í Helsingfors.
Eftir Steindór Steindórsson frá Hlöðum,
Ibyrjun síðastliðinnar ald-
ar vaknaði sú hreyfing
meðal náttúrufræðinga víða
um Evrópu, að æskilegt væri
að þeir hittust við og við og
ræddu þar áhugamál sín og
kyntust persónulega. Hófust
þá slíkir fundir í mörgum
löndum.
Eigi leið á löngu áður en
hreyfing þessi barst til
Norðurlanda. Fyrsta nor-
ræna náttúrufræðingamótið
var háð í Gautaborg 1839. Sá
maður, er mestan þátt átti í
undirbúningi þess var norsk-
ur læknir, C. A. Egeberg að
nafni. Fremur var mót þetta
fáment, þátttakendur 92.
Líklega hefir mönnmn þótt mót
þetta í Gautaborg takast vel, því
að þegar næsta ár, er annað mót
haldið í Kaupmannahöfn með 303
þátttakendum. Síðan ern mót þessi
stöðugt háð á fárra ára fresti öld-
ina út Voru þau til skiftis í höf-
uðborgunum þremur, Kaupmanna-
höfn, Oslo og Stokkhólmi. Þátt-
takan var misjöfn nokkuð, en
flestir urðu þátttakendur 734 í
Stokkhólmi 1880.
Úr aldamótunum dofnaði yfir
hreyfingu þessari og mótin fellu
niður um margra ára skeið. Loks
urðu Norðmenn til að endurvekja
þau, og var hið fyrsta hinna nyju
móta háð í Oslo 1916. Síðan hafa
slík mót verið háð í Gautaborg
1923 og í Kaupmannahöfn 1929
og loks mót það er mú skal frá
skýrt og háð var í Helsingfors
11.—15. ág. s.l. Það er hið fyrsta
norræna náttúrufræðingamót, sem
háð hefir verið í Finnlandi, en
árið 1902 var þar mót náttúru-
fræðinga og lækna af Norður-
löndum og úr Rússlandi, en Finn-
land laut þá veldi Rússa.
Þátttakendur móts þessa voru
tæp C hundruð, langflestir voru
frá Finnlandi eða 336. TTndirrit-
aður var eini Islendingurinn.
Mótið hófst 11. ágúst kl. 10 og
var það sett í hátíðasal háskólans.
Formaður mótsins, Gustaf Komp-
pa, prófessor í efnafræði, setti
það og flutti við það tækifæri all-
langa ræðu nm hin eldri náttúru-
fræðingamót og um hvern skerf
Finnar hefðu lagt til náttúruvís-
indanna á síðastl. öld.
Að erindi því loknu háru full-
trúar hinna Norðurlandaþjóðanna
fram kveðjur sínar til mótsins.
Mælti jeg þar nokkur orð af hálfu
Islands. Þegar því var íokið, flutti
Háskólinn í Helsingfors.
erfðafræðingurinn Harry Federley
langt og fróðlegt erindi um sögu
erfðafræðinnar frá síðustu alda-
mýtum til þessa árs. Taldi liann
fræðigrein þá nú hafa náð þeim
þroska, er líkja mætti við full-
orðinsár mannsins. Benti hann og
á hið mikla gildi erfðafræðinnar
í hagnýtum efnum, hæði fyrir
læknavísindi og landbúnað. Var
erindið sem vænta má flutt af hin
um mesta lærdómi, en Federley
er einn af fremstu erfðafræðing-
um nútímans.
Að þessu búnu skiftu menn sjer
í deildir og helt hver deild til
sinna salkynna, en þau voru í
ýmsum deildum háskólans og í
Stánderhuset. Deildir mótsins voru
átta: eðlisfræði, jarðeðlisfræði,
efnafræði, jarð- og landafræði,
grasafræði, dýrafræði, erfðafræði
og lífeðlisfræði. Eigi kann jeg skil
á hvað gerðist í deildum þessum
nema í grasafræði og jarðfræði
að nokkru. En starfshættir allra
deilda voru með svipuðum hætti.
Fjmri hlwta dags voru fyrirlestr-
ar með umræðum, en seinni hlut-
ann almennir fyrirlestrar og sam-
komur.
Alls voru í deildum mótsins
fluttir nokkuð á annað hundrað
fyrirlestrar, en flestir þeirra vorn
um svo sjerstæð rannsóknarefsú
að jeg mun eigi geta þeirra hjer
að undanteknum einum.
Islenska •
móbergið.
Það var fyrirlestur dr. Niels
Nielsens um rannsóknir sínar,
Pálma Hannessonar og Noe-Ny-
gaards á eðli og sköpun móbergs-
ins íslenska. Tók hann það fram
þegar í byrjun erindisms að nið-
urstöður þær sem hann nú legði
fram væru fluttar 1 nafni þeirra
þriggja f jelaga. Þá tók hann skýrt
fram þann mikla þátt sem dr.
Helgi Pjeturss hefði átt í að skapa
rjettan skilning á móberginu.
Eriudi dr. Nielsens vakti all-
mikla athygli, og ljet prófessor
Eskola þess getið, að vel mætti
svo fara, að athuganir þessar yrðu
til þess að skapa nýjan skilning á
myndun ýmissa forngrýtisteg-
unda, er áður hefði verið óráðin
gáta.
Almennir
fyrirlestrar.
Almennu fyrirlestrarnir veru
fluttir af ýmsum fremstu vísinda-
mönnum Norðurlanda. Þannig tal-
. aði Nieis Bohr um eiginleika at-
omkjarnans,prófessorarnir 0. Ros
edherg og 0. Winge um litninga-
rannsóknir og kynsákvörðun og
Rolf Nordhagen prófessor frá
Bergen um hálendisgróíur Skand-
inavíu og samband hans við síð-
ustu ísöld. Margt annað almennra
erinda var flutt, en þessi vöktu
mesta atiaygli.
Gleðskapur,
samkvæmi,
ferðalög.
En mótið var ekki eingöngu
helgað vísindum og fyrirlestrum.
Auk þess hafði verið sjeð fyrir
gleðskap, samkvæmum og ferða-
lögum. Þegar hinn fyrsta dag
bauð bæjars'tjórn Helsingfors öll-
um til miðaftanskaffi í einum
heista gildaskála borgarinnar.
Miðvikudaginn hinn 12. var kvöld-
boð hjá kenslumálaráðherra
Finna. Á fimtudaginn var farið
út í Sveaborg, kastala mikinn og
ramgeran, er iiggur úti fyrir
Helsingfors, og loks á föstudags-
kvöldið var miðdegisveisla í Grand
ITótel. Yar þar og hjá ráðherra
margt stórmenni Finna saman-
komið, og gat þar að líta skraut
mikið í heiðursmerkjum og klæðn-
aði. Skemtu menn sjer þar fram
á nótt. Á föstudaginn fóru og
deildir mótsins í smáferðir út úr
borginni. Við grasafræðingar fór-
um til staðar þess er Ruotsin
kylá heitir, þar voru sýnd ýms
gróðurfjelög í skóglendi og skoð-
uð skógræktar.stöð, er ríkið á þar.
Finnland er sem kunnugt er eitt
skógauðugasta land Evrópu, er
þeim og vel ljóst hvers virði skóg-
urinn er, og liafa því reist marg-
ar skógræktarstöðvar víðsvegar í
landinu og eru þar gerðar marg-
víslegar tilraunir með ræktun
skógar og nýrra trjátegunda. Á
heimleiðinni skoðuðum við jurta-
kynbótastöð í Tammisto. Ilafa á
stöð þeirri og víðar í landinu ver-
ið gerðar geisimikilvægar tilraun-
ir til endurbóta á korntegundum
þeim, sem ræktaðar eru í landinu.
Tilraunir
Finna um
kartöflu-
ræktun.
Einnig fást þeir nú mjög við
að skapa kartöflustofna er sjeu
svo frostþolnir, að þeir gefi góða
uppskeru í köldustu hjeruðum
landsins. Væri vert fyrir okkur
íslendinga að veita þeim tilraun-
um athygli.
Náttúruvísindin
í þjónustu
atvinnuveganna.
Á þessari ferð sáum við, hversu
mjög Finnar hafa tekið náttúru-
vísindin í þjónustu atvinnuveg-
anna. Var það alment mál manna
þar á mótinu, að í því efni stæðu
Finnar fremst allra Norðurlanda-
þjóða og þótt víðar sje leitað.
Hygg jeg ráðlegt að við legðum
meiri stund á að nema af Finn-
um, en við höfum gert hingað til.
Ekki má gleyma kvenfólkinu.
Mikill þorri þátttakenda var þar
með konur sínar. Sjerstök nefnd
annaðist móttöku kvennanna, var
farið með þær um borgina og ná-
grennið og þeim veittir miðdegis-
verðir og sýnd söfn og stórhýsi.
Sýndu Fktnar þar sem í öðru er
mútinu viðkom að þeir kunna bæði
að skipuleggja vel slíka hluti og
gera gestum sínum dvölina á-
nægjulega.
Laugardaginn 15. ágúst kl. 7
síðd. var mótinu slitið. Fór sú at-
höfn fram á sama stað og með
líkum hætti og setning mótsins.
Aðalræðu flutti þar grasafræð-
ingurinn Fredrik Elfving prófess-
or. Hann er nú háaldraður og var
aðalritari mótsins 1902. Dvaldi
hann í ræðu sinni lengst við minn-
ingar frá því móti. Jafnframt því
sem hann lýsti ánægju sinni yfir
móti þessu og óskaði góðrar sam-
vinnu meðal Norðurlandaþjóða.
Þá fluttu og fulltrúar Norður-
landaþjóðanna stuttar þakkarræð-
ur og að síðustu sleit prófessor
Knuppa mótinu með fám orðum.
Hafði liann stýrt mótinu með
myndugleika og hinni mestu
prýði. Voru allir sammála um að
honum og aðalritara mótsins, pró-
fessor Kaarlo Hildén liefði tekist
starf sitt frábærlega vel.
Eftir mótið voru síðan farnar
ferðir víða um Finnland og tóku
ýmsir aðkomumanna þátt í þeim.
Áður en mót þetta var haldið,
höfðu ýmsir óttast, að þátt-
taka yrði ekki mikil, og náttúru-
fræðingamót sem þetta væru ekki
lengur heppileg. Aðalástæðan til
þess var sú, að ’nú eru á ári hverju
haldin þing innan ýmissa sjer-
greina. En reynslan sýndi annað.
Mótið í Helsingfors var bæði vel
sótt og ánægja þátttakenda al-
menn. Var það alment talið að
menn hefðu á mótinu notið ó-
venjumikils, bæði fróðleiks og
skemtunar. Eitt aðalgildi slíkra
móta er það, að fræðimenn kynn-
ast þar persónulega og fá þar
nýjar hiagmyndir og möguleikar
nýrra verkefna opnast.
Óvíst er enn, hvar eða hvenær
náttúrufræðingamót á Norður -
löndum verður haldið næst, en
sennilega verður það í Noregi,
enda þótt engin opinber tilkynn-
ing væri gefin um það á þessu
móti. En víst er um það, að þátt-
takendur þessa móts munu fagna
því næsta, 20. spandinaviska
náttúrufræðingamótinu.
Khöfn, 22. ág. 1936.
Steindór Steindórsson
frá Hlöðum.
Bankarnir ioka
eins og undanfarið á laugardögum kl. 12 á hádegi fyrst
um sinn.
Landsbanki ísiands, Útvegsbanki íslands h.f.
Búnaðarbanki íslands.
Aðstoðarlæknisstaðan
við handlækningadeild Landspítalans er laus til umsóknar.
Umsóknarfrestur til 30. september.
Stjórnarnefnd ríkisspítalanna.