Morgunblaðið - 03.09.1936, Blaðsíða 5
Timtudagur 3. sept. 1936,
MORGUNBLAÐIÐ
5
* Háskólinn hefir
aldrei iiiislieitt
veiling'avaEdi §ínu.
Ósvífnar aðdróttanir
Alþýðublaðsins
ALÞÝÐUBLAÐIÐ fór á
stúfana fyrir síðustu
helgi, til að reyna að verja
síðasta stórhneyksli Haralds
Guðmundssonar, er hann
braut lög á Háskólanum og
skipaði ísleif Árnason laga-
prófessor, eftir að ísleifur
hafði neitað að keppa um
embættið við Gunnar Thor-
oddsen.
Eru skrif Alþbl. um þetta
mál einhver sú óbverraleg-
asta og illkvitnasta máls-
vörn, ef vörn skyldi kalla,
sem einn ráðherra hefir lát-
ið bera fyrir sig. Samsetn-
ingur bessi er frá upphafi
til enda hinar ósvífnustu
dylgjur og aðdróttanir í
garð Háskólans og allra
beirra bjóðkunnu vísinda-
og mentamanna, sem bar
starfa, og er bar enginn
undan skilinn.
Er það hið rammasta hneyksli,
;að kenslumálaráðherrann skuli
telja sjer samboðið að láta mál-
gagn sitt flytja slíkar upplognar
ákúrur á alla prófessorana við
æðstu og veglegustu mentastofnun
landsins. Gengur greinin öll í þá
átt, að telja mönnum trú um „sið-
leysi og hlutdrægni prófessora-
klíkunnar í embættaveitingum við
Háskólann“, eins ©g blaðið kemst
svo kurteislega að orði. Nefnir það
til fjögur dæmi, sem hjer ákulu
nú rakin.
I.
yrir allmörgum árum losnaði
dósentsembætti við guð-
'fræðideildina, og var Tryggvi Þór-
halsson settur til að gegna því í
einn vetur. Þegar svo embættið
var auglýst sóttu um það Tr.
Þ., Magnús Jónsson og Ásmundur
Guðmundsson. Ákvað Háskólinn
að láta fram fara samkepnispróf
milli þeirra, eins og fullkomlega
var rjettmætt, því að alt voru
þetta vel gefnir menn og vafa-
laust hver um sig fær til starfs-
ins. í samkepninni sigraði Magnús
-Jónsson og var því veitt embætt-
ið. Segir Alþbl. að þessi samkepni
'hafi verið ákveðin af pólitískum
ástæðum, vegna þess að hún hefði
verið eina vissa ráðið til að losna
’við Tr. Þ. Með þessu viðurkennir
Alþbl. yfirburði Magnúsar Jóns-
■sonar, þar sem hann væri viss uin
að sigra í samkepninni, enda hefir
sv® farið, að Magnús Jónsson hef-
ir reynst afburðakennari, viður-
kendur af öllum sínum lærisvein-
um án flokksgreinarálits, afkasta-
mikill vísindamaður og stórvirkur
rithöfundur í sinni fræðigrein,
þrátt fyrir margvísleg opinber
trúnaðarstörf, sem á hann hafa
hlaðist.Dettur nú engum í hug,öðr
um en sorpriturum Alþbl., að ef-
ast um að þarna hafi valist hæf-
asti maðurinn til starfsins.
Og hvílík fjarstæða það er, að
hjer hafi pólitík ráðið, má sjá af
því, að hvorugur þeirra manna,
sem Alþbl. nefnir lijer til, Tr. Þ.
óg M. J., voru þá yfirleitt farnir
að gefa sig við opinberum mál-
um.
*
egar síra Haraldur Níelsson
andaðist, losnaðj enn dós-
entsembætti í guðfræbideild, og
valdist þá Ásmundur Guðmunds-
son til starfsins. Alþbl. fer hinmn
hraklegustu orðum um Ásmund,
og telur að Sveinbjörn Högnason
hefði átt að fá embættið; Svein-
björn hafi verið styrktur til fram-
haldsnáms af Háskólanum, og
hann hafi óskað eftir samkepnis-
prófi. Það sanna er, að Svbj.
Högnason fjekk, að eigin beiðni,
meðmæli guðfræðideildar með
því, að hann fengi styrk úr
Dansk isl. Forbundsfond, 1925,
og síðan næsta ár ofurlítinn við-
bótarstyrk úr Sáttmálasjóði, en
aldrei venjulegan framhalds-
námsstyrk guðfræðideildar. Og
hafi hann óskað eftir samkepni,
þá kom sú ósk hans a. m. k.
aldrei til Háskólans. Sveinbjörn
hafði þá ekki sýnt neitt eftir sig
af ritstörfum, og enn þann dag í
dag hefir ekki sjest eftir hann
, einn stafur um þau fræði, sem
Alþbl. telur hnn svo lærðan í.
Síra Ásmundur var hinsvegar víð-
kunnur og velmetinn prestur ogt
skólastjóri, sem hafði þá þegar
fengist við ritstörf og gefið út
guðfræðileg rit. Ennfremur lágu
fyrir ummæli dómnefndar frá því
er Á. G. tók þátt í keppninni við
Magnús Jónsson og Tr. Þ., sem
voru lofsamleg og taldi dómnefnd-
in hann vel þess verðan að taka
að sjer kenslu í guðfræðideild.
Síðan hefir Á. G. haidið áfram
ritstörfum, en Sveinbjörn ekkert
eftir sig sýnt. Auk þess er Ás-
mundur hinn mætasti maður og
sómi sinnar stjettar.
*
rið 1930 fór fram samkepni
um prófessorsembættið í
sögu og sigraði Árni Pálsson í
kepninni og hlaut embættið. Al-
þbl. segir að Árni hafi skilað
hálfnaðri ritgerð og því ekki át'
að koma til greina. Þetta er ó-
satt, en hitt er rjett að ritgerð
Árna var ekki alveg fulllokið, og
stafaði það af veikindum hans
meðan á frestinum stóð. Þrátt fyr-
,ir þetta var það samdómur allra
dómenda að ritgjörð hans og fyr-
irlestur bæru af fyrir vandvirkni,
mælsku og ritsnild og sýndu
mikla rithöfundarhæfileika. Auð-
vitað á lengd ritgerðar og blað-
síðutala ekki að vera mælikvarð-
inn, heldur efni hennar og inni-
hald. Skjólstæðingur Alþbl. er í
þessu tilfelli Þorkell Jóhannesson,
en hans ritgerð var einnig að því
leyti ábótavant, að hann sinti lítt
sumum þáttum verkefnisins og
ritgerð hanS var því einhæf-
ari en ætlast var til (sbr.
álit dómnefndarinnar, í Árbók
Háskólans). Samt hlaut Þorkell
loflegan dóm, þótt Árni væri úr-
skurðaður honum fremri. Kallar
Alþbl. samkepnina „hneyksli og
svikamyllu", vegna þess að verk-
efnið hafi verið valið úr sjergrein
eins keppandans, og er þar átt
við Þorkel. Þessa ásökun hefir
dómnefndin sjálf hrakið í Árbók
Háskólans 1930—1931. Og virðist
það heldur til álitshnekkis fyrir
Þorkel, sem Alþbl. vildi láta veita '
embættið, að breiða það út að
verkefnið hafi verið úr sjergrein
hans, þar sem hann sigraði ekki
í samkepninni.
*
á kemur röðin hjá Alþbl. að
Bjarna Benediktssyni. Segir
það að ranglega liafi verið gengið
fram hjá Þórði Eyjólfssyni, er
Bjarni lilaut prófessorsembætti
1932, og hefði þó Þórður haft
lengra framhaldsnám, og auk þess
ritgerð í smíðum, en Bjarni ekki.
Hvort tveggja er ósannindi, því
að báðir höfðu þeir stundað fram-
haldsnám jafnlengi, og Bjarni
hafði einnig rit í smíðum. En. Al-
þbl. steinþegir um það atriði sem
mestu máli skiftir, að Bjarni hafði
stundað sjerfræðinám í annari
þeirri kensugrein, sem prófessor-
inn átti að kenna, stjórnlagafræði,
en Þórður í hvorugri, heldur lagt-
fyrir sig alt annað svið lögfræð-
innar. Auk þess hafði Bjarni
hæsta lögfræðipróf, sem tekið hef-
ir verið við Háskólann.
Það er eftirtektarvert, að Alþbl.
telur Þórð hafa borið af Bjarna
fyrir tvent: lengra framhaldsnám,
og að hann hafði ritgjörð í smíð-
um, en þetta eru einmitt sömu at-
riði og Háskólinn taldi Gunnar
Thoroddsen hafa fram yfir fsleif.
Að vísu eru þessir umtöluðu yfir-
burðir Þórðar ósannir, en það er
þó gott að fá viðurkenningu Al-
þbl. fyrir því, að af þessum tveim
ástæðum hefði á sínum tíma átt
að taka Þórð fram yfir Bjarna,
því að sama hefði þá nú átt að
gilda um Gunnar og ísleif.
Hefir nú verið sýnt fram á og
sannað, að áburður og aðdróttan-
ir Alþbl. á hendur Háskólanum
út af þessum fjórum embættaveit-
ingum eru fjarstæður einar og fá-
ránlegasti hugarburður. Sýnir
það best ömurleik málstaðarins,
að gripið skuli til slíkra upplog-
inna aðdróttana í garð háskóla-
kennaranna. Öll stóryrðin og svig
urmælin um „hlutdrægni" Há-
skólans falla þannig um sjálft
sig, og fyrir þeim er enginn fót-
ur. Val kennaranna í þessum fjór
um tilfellum hefir tekist mjög
vel. Alþbl. ræðst sjerstaklega á
samkepnisprófin, en í þau tvö
skifti, sem þau hafa farið fram,
hafa tvímælalaust valist glæsileg-
ustu gáfumennirnir, sem þátt
tóku í kepninni, þeir Magnús
Jónsson og Árni Pálsson.
II.
Alþbl. var gerð tilraun til að
sýna fram á, að Háskólinn
hefði engan ákvörðunarrjett um
veitingu kennaraembætta; hann
hefði aðeins rjett til að gera sín-
ar tillögur, sem ráðherrann væri
alls ekki skyldur að taka minsta
tillit til. Þessari fásinnu er í raun-
inni óþarfi að svara, því að í
skýrslu háskólakennaranna voru
eftirfarandi atriði sönnuð með ó-
hrekjandi rökum:
1. Það er viðurkendur rjettur
allra háskóla í lýðræðislöndum að
ráða sjálfir vali kennara, enda
augljóst, að þetta verkefni er bet
ur komið í höndum þeirra fræði-
manna, er við háskólann starfa,
en hjá ráðherra, sem ef til vill
hefir enga þekkingu á þessum
málum.
2. Þessi sami sjálfsákvörðunar-
rjettur hefir verið viðurkendur
hjer á landi fram til þessa.
3. Háskólinn hefir samkvæmt
háskólareglugerðinni skýlausan
rjett til að láta fram fara sam-
kepnispróf milli umsækjenda, og
að það er óhjákvæmilegur skiln-
ingur, að sá umsækjandi, sem
neitar þátttöku, er úr leik og
sama sem hann taki umsókn sína
aftur. Þannig er vitanlega litið á
í öllum löndum, enda kæmi ann-
að í bága við lieilbrigða skyn-
semi.
*
em dæmi þess, hversu mikið
tillit er tekið til háskólanna
erlendis í þessum efnum, má
nefna það, að í Danmörku, þar
sem svipuð lagaákvæði gilda, hef-
ir það aldrei komið fyriv á þess-
ari öld, að nokkur ríkisstjórn
halS dirfst að ganga á móti vilja
háskólans í embættaveitingum. En
hjer á landi skirrist Haraldur
Guðmundsson ekki við að brjóta
lög á Háskólanum, til þess að
níðast á sínum yngsta áberandi
andstæðingi og bola lionum frá
tembættinu, eingöngu af pólitísk-
um ástæðum. Er það furðulegt, að
Haraldur Guðmundsson, sem ald-
rei hefir sjálfur komið nálægt
laganámi nje lögfræðikenslu,
skuli gera sig svo digran, að taka
fram fyrir hendur lagaprófessor-
anna sjálfra.
*
lía síðastliðna viku, síðan
skýrsla háskólakennaranna
kom út, hefir þetta mál vakið
feikna umtal og athygli. Yoru
þeir ýmsir, sem bjuggust við, að
ísleifur Árnason mundi draga sig
til baka eftir að Háskólinn hafði
lýst hann „stórum ámælisverðan“,
ef liann tæki við veitingunni.
Menn höfðu þekt Isleif sem
drengskaparmann og bjuggust
síst við því af lionum, að. hann
myndi láta hafa sig til neins þess
verks, sem ódrengskapar-bragð
væri af. Vinum ísleifs tekur það
því mjög sárt, að hann skuli nú
hafa látið pólitíska óþokka fá sig
til að vinna verk, sem allir góð-
ir drengir hafa megnustu and-
stygð k. ísleifur hlýtur líka
að sjá það og finna, að hin-
ir pólitísku loddarar, sem hann
er að vinna fyrir, hika ekki við
að gera hans hlut hinn versta í
augum almennings, sbr. aðferðin
sem er viðhöfð til þess að kom-
ast hjá samkepnisprófinu.
Þessi embættisveiting hefir
vakið andúð og hneykslun alls al-
mennings og fæstir, jafnvel úr
liði stjórnarinnar, fást til að
mæla henni bót. Og það má hafa
til marks um, hve málið er ógeðs-
legt, að jafnvel Tímagimbill hliðr
ar sjer hjá að taka afstöðu, og
kallar hann þó ekki alt ömmu
sína. Hefir lionum meira að segja
fundist ástæða til að taka það
skýrt fram, að það sje ekki flokks
maður hans, dómsmálaráðherrann,
heldur kenslumálaráðherrann,
Haraldur Guðmundsson, sem
skipaði í embættið.
EUilann
og ðr orknbætnr.
Umsóknum um ellilaun og örorkubætur á
þessu ári sje skilað hingað á skrifstofuna
fyrir lok þessa mánaðar.
Eyðublöð fyrir umsóknir í ofangreinda átt
fást hjer á skrifstofunni og hjá prestunum.
m;
,'scv!f
Borgarstjórinn í Reykjavík, 2. sept. 1936.
Pfetur llalhlórsKon
Ef þjer ferðist til Noregs, þá búið á
HOTEL ROSENKRANTZ,
Tyske Bryggen, Bergen.
Stórt og gott hótel með lágu verði á her-
bergjum og máltíðum.
Heitt og kalt vatn, bað og sími.