Morgunblaðið - 03.09.1936, Qupperneq 8
8
MORGUN^LAÐIÐ
Fimtudagur 3. sept. 193ff.
Jíaup&ííaftUrV
i
Kaupi íslensk frímerki hæsta
verði. Gísli Sigurbjörnsson,
Lækjargötu 1. Opið 1—4.
----------------------------!
Epli og nýir tómatar. Þor- j
steinsbúð. Grundarstíg 12. Sími
3242. '
Rúgmjöl, rúsínur og krydd í
blóðmörinn er best að kaupa í j
Þorsteinsbúð. Grundarstíg 12. j
Sími 3247.
Hitabrúsar, góðir og ódýrir. j
Þorsteinsbúð, Grundarstíg 12 —
Sími 3247.
Reykt síld, reyktur rauðmagi,
rækjur, íslenskar sardínur, gaff
albitar, ódýrt í Þorsteinsbúð,
Grundarstíg 12, sími 3247.
UHarprjónatuskur, alumin-
íum, kopar, blý og tin, keypt á
Vesturgötu 22. Sími 3565.
Dagbókarblöð Reykvíkings
Útgerðarmenn! Sel Ódýra Og
góða beitusíld, eins og að und-
anförnu. Steingrímur Árnason,
sími 105$.
Kaupi gamlan kopar. Vald.
Poulsen, Klapparstíg 29.
Hveiti, Alexandra og fleiri
ágætar tegundir. Þorsteinsbúð,
Grundarstíg 12, sími 3247.
Vjelareimar fást bestar hjá
Poulsen, Klapparstíg 29.
Kaupi gull hæsta verði. Árni
Björnsson, Lækjartorgi.
Trúlofunarhringana kaupa
menn helst hjá Árna B. Björns-
syni, Lækjartorgi.
RammalUtar nýkomnir. Frið-
rik Guðjónsson, Laugaveg 17.
Nýkominn saumur, 1^4 til 8
tomma. Innrömmun ódýrust. —
Verslunin Katla, Laugaveg 27.
Kaupmenn í Höfðaborg hafa
komist að raun um, að við-
skiftavinum þeirra líkar illa, að
búðarstúlkur gangi með rauðar
neglur. Þessvegna sjest það stund
um í auglýsingum, að stúlkur,
sem hafi málaðar neglur, komi
ekki til greina, þegar auglýst er
eftir búðarstúlkum.
*
Bóndi einn í Winnipeg fann
um daginn undir trje 250
tennisbolta, er faldir voru í
mosa. Hann komst seinna að raun
um, að íkorni hafði safnað bolt-
unum saman, auðsjáanlega í
þeirri trú, að það væru egg.
*
Bærinn Osaka í Japan er illa
staddur vegna þess, að kom-
ið hefir í ljós, að jarðvegurinn,
sem borgin stendur á, lækkar um
tvo þumlunga á ári. Fýrir tveim-
ur árum urðu menn fyrst varir
við það, að borg þessi er að sökkva
í sæ.
*
Leikarinn Fred. Fasser var á
sínum tíma talinn digrasti mað-
ur í heimi. Mittisgjörð hans var
2,88 metrar.
*
í Ameríku er fólk farið að
hafa mauraþúfu í híbýlum sínum
í staðinn fyrir kanarífugla, eða
önnur skemtidýr. Eru „þúfurnar"
hafðar í glerhólfum. Maurarnir
eru Ijettir á fóðrum. En aftur á
móti fer gamanið af, ef menn
missa þá út.
Hjer um daginn vildi það til
í Englandi, að bílstjóri
einn var tekinn fastur fyr-
ir það, að hann hafði ekið eftir
götu, enda þótt skilti stæði við
götuna, að akstur væri þar bann-
aður. Þegar maðurinn var tekinn
til yfirheyrslu kom það í ljós, að
liann var ólæs.
*
Svíum þykir ekki mikið koma
til hálendisins á Jótlandsheiðum,
ef marka má af ummælum í
sænsku blaði, þar sem stóð:
„Það vildi til um daginn, nálægt
ójöfnu einni á Jótlandi, sem
nefnt er „Himmelbjerget“ — —“
*
Þ. 3. ágúst 1934 ók bíll yfir St.
James torgið í London. í bílnum
var maður að nafni Charles Will-
ipm Rowlandson. Hann bað þíl-
stjórann að athuga hvað klukkan
væri, og skrifa það hjá sjer. Bíl-
stjórinn gerði sem fyrir hann
var lagt. Klukkuna vantaði 3
mínútur í 3.
Er bílstjórinn hafði skrifað
þetta hjá sjer, tók farþeginn
skammbyssu úr vasa sínum og
skaut sig til bana.
Síðan kom á daginn, hvers
vegna hann hefði spurt um hvað
tímannm leið. Þannig var mál
með vexti, að kl. 3 þann dag rann
út lífsábyrgð hans, er nam 850
þús. krónum. Lífsábyrgðarfjeð
varð fjelagið að borga út, en það
hrökk ekki líkt því fyrir skuld-
um.
Borgarstjóri í Kansas aug-
lýsti um daginn, að allir
þeir starfsmenn bæjarins, sem
ættu konur, er hefðu yfir sem
svarar 600 kr. mánaðartekjum,
þeir yrðu að sleppa stöðum sín-
um. Götusópari einn var sá fyrsti,
sem varð að láta af stöðu sinni.
*
Skipstjóri á norsku skipi, sem
statt var við suðurströnd
Afríku, sendi nýlega skeyti til
Þýskalands, þar sem hann bað
um, að sjer yrðu sendir varahlut-
ir í vjel sína. Varahlutir þessir
vógu alls 400 kg., og voru send-
ir suður alla Afríku í flugvjel
á nokkrum dögum. En ef þeir
hefðu verið sendir sjóveg, þá
hefði það tekið margar vikur.
*
Grískur prestur einn hefir þann
sið, að hann tekur mynd af öll-
um hjónum, sem hann giftir. —
Hann hefir Ijósmyndavjelina
með sjer, er hann gefur saman,
og tekur myndina undireins og
hjónaefnin hafa svarað honum já-
yrði sínu.
Einsöngur
er fjölbreyttasta 09 útbreiddasta blaðið
— koslar kr. 3.00 á mánuði. —
Ef þú ert svangur, farðu á
Heitt & Kalt. Ef þú ert lystar-
lítill, farðu á Heitt & Kalt.
Mikill og góður matur á Heitt
& Kalt. Fyrir lágt verð.
Stofa til Ieigu, Hólavallagötu
5, uppi. Ennfremur 2 herbergi
í kjallara. Aðeins ábyggilegir
og umgengnisgóðir menn koma
til greina. Til sýnis eftir kl. 5.
jfóCátyfpni'nguG
I kvöld kl. 8V2:
Söng- og hljómleikæ
hátíð.
PRÓGRAM:
84. sálmur Davíðs-
Den himmelske sang, Dýrðleg-
ast nafn, Han kjenner dit navn..
Ofursti Kristoffersen. Horna-
og strengjamúsikk; orgel-sóló.
Duet og trio söngur. Aðg. 0.25..
25 krónur í fundarlaun fær^
sá, sem finnur eða getur gefið
upplýsingar um drengjahjól,.
svart lakkerað að lit frá Versl-
uninni Örninn. — Á lóðrjettu.
slánni, undir sætinu er lakk-
erað breitt, grænt belti eða
hringur. Stefán Thorarensen,.
Laugavegs Apótek.
Café — Conditori — Bakarí,
Laugaveg 5, er staður hinna.,
vandlátu. Sími 3873. Ó. Thor-
berg Jónsson.
Friggbónið fína, er bæjarins-
besta bón.
Saumum allskonar kvenfatn—
að eftir nýjustu tísku. Sauma-
stofan Laufásveg 3.
Stúlka með kennaraprófi,
óskar eftir heimiliskenslu. —
i
Upplýsingar
3498.
í síma 3812 og
Góð stúlka óskast nú þegar á.
Laugarnesveg 61.
Gluggahreinsun og loftþvott*-
;ur. Sími 1781.
i Úraviðgerðir afgreiddar fljótt
og vel af úrvals fagmönnum
hjá Árna B. Björnssyni, Lækj-
ETHEL M. DELL:
ÁST OG EFASEMDIR 3g#
og hún ætlar að koma hingað með Scooter og borða
hjá okkur“.
„Miðdegisverð ? Hvernig stendur á þessu?“, spurði
Everard steinhissa.
„Jeg átti uppástunguna“, sagði Bernard, „og Stella
var svo góð, að fallast á liana. Jeg ber alla ábyrgðina.
Bláklukka prinsessa er tíu ára gömul í dag, og finst
liún vera orðin fullorðin stúlka. Frú Ralston lofaði
henní að bjóða til sín börnum í dag. Þegar þau voru
farin, trúði Tessa mjer fyrir því, að heitasta ósk sín
væri að leika Öskubusku, og aka ein út í vagni, og jeg
lofaði henni, að hún skyldi fá þá ósk uppfylta. Vagn-
inn skyldi vitja hennar við húsdyrnar kl. á .mínútunni
8, og fara með hana í reglulegt samkvæmi. Og blessuð
litla stúlkan var í sjöunda himni. Ralstonhjónin ætla
á dansleikinn í klúbbnum, og Netta Ermsted auðvitað
líka. Tommy ætlar að koma hingað, áður en hann fer
á dansleikinn, til þess að skemta afmælisbarninu. Verð-
nr þú heima, eða hefir þá lofað að koma í klúbbinn?"
„Jeg vil gjarna vera heima“, sagði Everard. „Jeg
hefi ekki sjeð Tessu í marga daga, jeg hefi haft svo
mörgu öðru að sinna. Hvernig líður drengnum, Stella ?
Eigum við að koma inn og bjóða honum góða nótt?“
Stella tók undir handlegg hans. „Bernard og Tommy
eru búnir að lofa að sjá um undirbúninginn“, sagði
hún. „Svo að við getum einu sinni verið saman. Það
er ekki svo oft að við fáum tækifæri til þess“.
Hún brosti til hans, en varir hennar titruðu örlítið.
ITm leið og Bernard fór út úr stofunni, laut Everard
niður að henni og kysti hana. Hann sagði ekkert, og
hún hjúfraði sig að honum rjett sem snöggvast. Hið
ástríðufulla faðmlag hennar minti hana á þögula
kveðju, skilnaðarkveðju, og hún átti fult í fangi með
að stöðva tárin, sem vildu brjótast fram, er þau gengu
sarnan inn til barnsins.
24. KAPÍTULI.
Um klukkan átta kom Tessa. Hún var í sjöunda
himni yfir því að fá að aka í sínum eigin vagni, með
Seooter í fanginu. Bernard var í fylgd með henni, og
augu hennar ljómuðu af eftirvæntingu, þegar hann
hjálpaði henni ofan úr vagninum. Það var eins og hún
kæmi á helgan stað, er hún steig niður á hina rauðu
ábreiðu, sem var breidd fyrir framan tröppurnar. Litla
desmerdýrið, sem hún hjelt á í fanginu, leit tortryggn-
islega í allar áttir og þefaði í ákafa, eins og það
byggist við einhverju nýstárlegu.
Bernard leiddi telpuna inn veröndina. Þar log-
aði á rauðum lömpum. Tessa leit í kringum sig rann-
'sakandi augnaráði.
„Það koma þó ekki fleiri börn?“, spurði hún óróleg.
„Nei, ekki nema þú teljir mig barn“, svaraði Bern-
ard. Og við eigum að borða saman miðdegisverð, tvö
ein, ef þú heldur, að þjer leiðist ekki með mjer ein-
um. Síðan tökum við á móti fullorðna fólkinu“.
„0, livað það verður gaman“, sagði Tessa í sjöunda
himni. „Þarna er Pjetur. Get jeg ekki fengið kassa til
þess að geyma Scooter í, á meðan við borðum. Jeg
sje á honum, að hann langar á slönguveiðar. Leyfi jeg
lionum það, sje jeg hann ekki í alt kvöld“.
„Eru nokkrar slöngur um þetta leyti árs?“, spurði
Bernard.
„Já, já, stundum. Jeg sá eina um daginn, þegar jeg
var úti að ganga með Ralston majór. Hann reyndi að
drepa hana með stafnum sínum, en hún komst undan.
En svona slöngur skríða einmitt oft undir lausar
ábreiður. Ertu hræddur við slöngur, Bernard frændi?“
„Já“, svaraði hann lireinskilnislega. „Ert þú það
ekki líka?“
Tessa leit á hann, hissa á hræðslu hans.
„Jeg veit ekki fyrir víst, þó held jeg það. En Pjetur
er ekki liræddur við slöngúr. Hann er yfirleitt mjög
bjarkmikiH“.
„Já, liann er líka uppalinn með þessum skriðdýrum“,
sagði Bernard.
„Hvar er Stella frænka og Everard frændi?“, spui’ði
Tessa og sneri sjer að Bernard.
„Þau eru að búa sig út fyrir veisluna. Mætti jeg
ebki leiða, yðar hátign inn í veislusalinn!“
Hann lagði yfirhöfn hennar á stól á veröndinni og
leíddi hana inn í borðstofuna. Þar var matarborð fal-
lega skreytt blómum og kertastjökum.
„En hvað þetta er yndislegt!“, hrópaði Tessa og
klappaði saman lófunum. Nú kom Pjetur inn vii’ðu-
legur á svip og lotningarfullur í hvítum kyrt.li, og fór
að ganga xxm beina. Aldrei hafði Tessu verið sýnd
jafn mikil virðing. Og þegar Bernard við lok máltíðar-
innar rjetti henni ofurlítið vínglas barmafult, kunni
liún sjer engin læti fyrir fögnuði.
„Aldrei liefi jeg skemt mjer jafn vel“, sagði hún.
„Þetta er ijómandi fallegt glas. Nxx drekk jeg þhxa
slrál, Bernard frændi“,
„Nei, fyrst drekk jeg þína skál“, mótnxælti Bernard '
og stóð á fætur. „Jeg ætla að drekka minixi Bláklukku
pi’iixsessu, og óska þess, að hún vei’ði fríðari með
hverjunx deginum sem líður, og að hennar gleðinnar
bikar megi ávalt vera barnxafullur!“
„Þakka þjer hjai’tanlega fyi'ir, Bernard frændi. Nxx
drekk jeg þína skál. Jeg óska þess, að þú liafir ávalt
eitthvað að gleðjast af og þjer megi ganga alt að ósk-
um. — Á jeg að drekka út, eða má jeg rjett aðekis
dreypa á því?“
„Það er undir því komið, hve vænt þjer þykir um
mig“, svaraði haun. „Ef þjer þykir vænna um ein-