Morgunblaðið - 19.09.1936, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ
Frá vinstri: Finnbogi Kristjánsson, skipstjóri. Markús Sigur-
jónsson, stýrimaður. E. Frederiksen, bryti. Guðjón Jónsson, 1. vjel-
stjóri. Axel Sveinsson, 2. vjelstjóri. Guðmundur Elífasson, háseti.
Guðjón Gíslason, \háseti. Gísli Jónsson, háseti. Jón Sigurðsson, há-
seti. Daði Björnsson, háseti. Óskar Arngrímsson, háseti.
GrænlandsfariðjSnorri
goði kom f gærkvöldi.
Varð ekkerl vart
við óveðrið.
rænlandsfarið
Snorri goði, sem
kom til Reykja-
víkur í gærkvöldi, eftir
þriggja og hálfs mánað-
ar veiðiför við Græn-
landsstrendur, varð ekk-
ert var við ofviðrið, sem
geisaði #ðfaranótt mið-
vikudags. Báturinn var
þá staddur vestur í
Grænlandshafi.
Hann var tíu daga á leiðinni
frá Færeyingahöfn í Græn-
landi. Lagði þaðan upp 8. þ.
mán. Þrjá daga varð hann að
ligg'ja um kyrt, þegar hann var
kominn austur fyrir Grænland,
vegna óveðurs.
,,Snorri goði“ stundaði lúðu
og þorskveiðar við Grænlands-
strendur í sumar. Fór hann
hjeðan 5. júní Útgerðarstjóri
var Óskar Halldórsson, en bát-
inn á Gunnar Ólafsson í Vest-
mannaeyjum. Skipstjóri var
Finnbogi Kristjánsson. Á skip-
inu voru 11 manns, alt Islend-
ingar.
Lúðuna lagði báturinn upp í
danskt móðurskip ,,Arctic“, en
þorskaflann í færeyskt skip,
500 smálesta.
Afli var heldur tregur. Öfl-
uðu þeir yfir allan tímann 15
smálestir af lúðu og 50 smá-
lestir af þorski.
í fyrstu gekk veiðin sæmi-
lega, einkum þorskveiðin, en
um miðsumar dró úr henni.
Upp á síðkastið var veiðin þó
farin að glæðast aftur.
Skipverjar sögðu tíðinda-
manni Morgbl. í gærkvöldi, að
það væri reynsla Færeyinga,
sem lengi höfðu verið að veið-
um á þessum slóðum, að það
fylgdist áð: að þegar vetrarver-
tíðin væri slæm á íslandsmiðum
væri sumarvertíðin slæm þarna
vesturfrá.
Skipverjum leið öllum vel og
hafði heilsufar yfirleitt verið
gott hjá þeim í sumar.
Þegar líkin voru
flutt 1 land.
Kl. 8 í gærkvöldi kom Hvid-
björnen hingað með líkin 22.
Mun sú skipkoma seint líða
sjónarvottum úr minni.
Kl. 3 e. h. fór fólk að safn-
ast saman við höfnina. Því þá
var skipsins fyrst von. En þetta
drógst, eins og skýrt er frá á
öðrum stað hjer í blaðinu.
Frjest hafði, er á daginn leið,
að von væri á Hvidbjörnen kl.
8y%. Um kl. 8 var ekki nema
strjálingur af fólki eftir við
höfnina.
Islenskir fánar blöktu á hálfa
stöng sitt hvoru megin við
Sprengisand. Þangað var skip-
komunnar von. Fánarnir drupu
niður með stöngunum, því
blæjalogn var á.
Lögreglulið kom á bryggj-
una stundarfjórðungi fyrir kl.
8, og hefti mannaferð fram á
Sprengisand. En í þeim svif-
um komu þangað tvær sorgar-
klæddar konur, er gengu hratt
fram eftir bryggjunni, kona og
tengdamóðir franska konsúls-
ins.
Flutningabílar komu nú í röð
niður eftir Sprengisandi, vest-
anverðum. Og áður en varði
var Hvidbjörnen kominn út úr
kvöldhúminu og rendi hljóð-
lega upp að Sprengisandi aust-
anverðum. Hásetar af varðskip-
inu Ægi komu og gripu land-
festar.
Yfir bryggjunni varð alt í
einu hljótt. Flestir stóðu hreyf-
ingarlausir og berhöfðaðir. Þeir
sem hreyfðu sig gengu hljóð-
lega eins og um kirkjugólf.
Liðsmenn á ,,Hvidbjörnen“
stóðu í fylkingu á þilfari. Land
göngubrú var lögð af skipinu.
Fjórir hásetar komu og stukku
upp á bílinn, sem fyrst bar að.
Liðsveit af skipverjum skip-
aði sjer meðfram bílnum.
Nú voru fyrstu líkbörurnar
bornar í land. Líkið var sveipað
frönskum fána. Þeir, sem á
bílnúm stóðu, tóku við börun-
um og hagræddu þeim á bíln-
um. Aðrar börur komu;, annað
lík, sveipað fána, og var sett
á bílinn. Liðsveitin kvaddi
að hermannasið. Bíllinn ók
hægt af stað. Allir á bryggj-
unni stóðu höggdofa.
Annar bíll þokaðist að land-
ganginum. Aðrar tvær líkbörur
eru bornar á hann. Önnur her-
mannakveðja.
„Þarna er hann“, hvíslaði sá,
sem við hlið mjer stóð. — Goni-
dec — maðurinn, sem bjargað-
ist, hann stendur við borðstokk-
inn, hreyfingarlaus, starir á það
sem er að gerast. .
Fleiri börur, fleiri lík, fleiri
bílar, sem fara hægt upp
bryggjuna, áleiðis að Landa-
koti. Og klukknahljómurinn
berst niður á bryggjuna frá
Dómkirkjunni.
Það er ekki hægt að hafa
augun af þessum tinnusvart-
hærða manni, sem stendur við
borðstokkinn og horfir á eftir
fjelögum sínum, mönnunum,
sem velktust með honum í haf-
rótinu og ljetu lífið — allir
nema hann. Skyldi hann ekki
hugsa, hve líkurnar voru mikl-
ar fyrir því, að hann hefði
fengið sínar börur, sinn fána —-
farið með hinum, á þessum bíl-
um.
Síðasti bíllinn fer frá skips-
hlið. Franski ræðismaðurinn
Zarzecki kveður skipherrann á
Hvidbjörnen og gengur í land.
Þar heilsar honum fjölskylda
hans, svo og forsætisráðherra,
Bruun sendisveitarforstjóri, N.
Jaensson ræðismaður o. fl.
Og nú kemur Gonidec. Pjet-
ur Gunnarsson leiðir hann.
Kona franska ræðismannsins
tekur honum tveim höndum.
Hún vefur um hann kápu. Brosi
bregður fyrir í andliti hans.
En það hverfur. Og upp
bryggjuna gengur hann, eftir
síðasta bílnum — einmana, inn-
an um mannfjöldann — eins
og svefngöngumaður.
Rjett eins og honum finnist
að alt þetta, sem hefir skeð, sje
samanhangandi hræðilegur
draumur.
M.s. Dronning Alexandrine fer
annað kvöld kl. 8, um Vestm.-
evjar og Thorshavn, til Kaupm.-
i hafnar.
Laugardagur 19. sept. 1936.
Sláturtfðin
er nú byrjuð.
Eins og undanfarin ár út-
vegum við yður alt, sem
með þarf til þess að blóð-
mörinn og sláturafurðirnar
verði Kreinasta lostæti.
Álaborgar rúgmjölið
seljum við á 15 aura i/2 kg.
Það er af öllum talið vera
besta rúgmjöl, sem völ er á.
Úrvals gulrófur
ódýrar.
Allskonar krydd.
Hvítan pipar, steyttan og
heilan negul, engifer, salt-
pjetur, edik, ediksýra, lauk-
ur góður o. fl. o. fl.
Notið g ó ð u vörurnar
frá okkur.
Rabarbari
ágætur. Vj
Rauðrófur
Gulrætur
Gulrófur
Blómkál.
\FOS$
M'HNDÍt* €€’,
«WI NtfTISVÍlSlK.
Vínrabarbari
Tómatar
Blómkál
Hvítkál
Gulrófur
Rauðrófur
Bieytt framleiðslufyrirkomulag og ódýr húsgðgn.
Þar sem vjer höfum ákveðið að gjörbreyta fram leiðslufyrirkomulagi á húsgögnum þeim, er vjer í fram-
tíðinni ætlum að versla með, höfum vjer ákveðið að selja allar núverandi birgðir vorar með töluverðum afslætti
fram að 10. næsta mánaðar.
Allir þeir, er hafa í huga húsgagnakaup nú fyrir flutningana, ættu að tala við oss sem allra fyrst.
Vjer höfum allskonar úrval til staðar, og munum gera oss far um eins og hingað til að sýna viðskifta-
vinum vorum liðlegheit á allan hátt. • ;
Eins og áður er tekið fram, verður verðlag vort lágt með hliðsjón af framtíðarfyrirkomulagi á fram-
leiðslu við verslun vora, og munum vjer selja núverandi birgðir mjög ódýrt.
Virðin^arfylsí,
Húsgagnaverslunin við Dúmkirkjuna.