Morgunblaðið - 19.09.1936, Blaðsíða 7
Laugardagur 19. sept. 1938.
MOKGUNBLAÐIÐ
Siókarf re^n:
Virkir dagar.
Fcóðleg og skemtileg bók.
Fjöldi fólks sneiðir hjá góðum
bókum og fróðlegum, af því að
það telur þær leiðinlegar aflestrar
og nennir ekki að eyða tíma í
slíkan lestur, fyrst enga skemtun
er upp úr honum að hafa. En
vegna þessa missa menn oft mikils
og rótfesta kanske hjá sjer þá
skoðun, að allar fróðlegar bækur
sjeu leiðinlegar. Þetta er háska-
legur misskilningur og því verri
sem hann virðist fara í vöxt hjá
mörgum mönnum.
En nú stendur svo á, að ný-
komin er út hók, sem er með ágæt-
um fróðleg og um leið hráðskemti-
leg. Fer þar saman nákvæm lýs-
ing á merkum þætti í þjóðlífi
voru og afburða meðferð á efni
ölln og máli og framsetningu,
enda er höfundur hvorki klaufi
nje viðvaningur, því að Guðmund-
ur Gíslason Hagalín liefir skrifað
bókina.
Virkir dagar er „saga Sæmund-
ar Sæmundssonar skipstjóra, skráð
eftir sögn hans sjálfs“, og er það
fyrra bindi hennar, sem út kom
nýlega. Þar er rakin æfi þessa
eyfirska dugnaðarmanns alt frá
fæðingu lians og þar til hann er
orðinn skipstjóri á hákarlaskipi,
kvæntur og búinn að eignast dótt-
ur og hefir tekið á leigu Stærri-
Árskóg í Eyjafirði.
Sæmundur fæddist 19. janúar
1869 í Gröf í Kaupangssveit í
Eyjafirði. Fjögurra ára misti
hann föður sinn, en móðir hans
giftist skömmu síðar aftur og
lentu þau hjón í miklu basli. Varð
bóndi fyrir því óhappi, að það
kviknaði í töðu hjá honum og
varð úr mikill bruni á bæjarhús-
um, svo að ekkert bjargaðist, utan
einn skyrsár. Áttu þau í miklum
bágindum út af þessu.
Þegar Sæmundur var á sjöunda
ári var hann lánaður í smala-
mensku til vandalausra og fór svo
fram næstu sumur. Á vetrum var
hánn hjá móður sinni, en þar var
þröngt í húi og þau sultu, mæðg-
ínin. En svo leið honum illa í
einni sumarvistinni, að hann
strauk þaðan og heim í hungrið.
Þá gerðist sá atburður í lífi Sæ-
mundar, sem átti eftir að hafa
mikil áhrif á framtíð hans. Mað-
ur kom til þeirra, sem þurfti áð
útvega smaladreng að Látrum á
Látraströnd. Móður Sæmundar
þótti það óralangt í burtu, dreng-
urinn var aðeins níu ára, lítill og
vesall og’ til alókunnugra að fara.
En heima hjá henni var bjargar-
laust. Og það varð úr að Sæmund-
ur færi.
„.... og stóð hann nú þarná
alt í einu á Látrahlaði, ofurlítill
einstæðingsdrenghnokki, fölur,
magur og kirtlaveikur, með koll-
húfulogan kaskeitisræfd á höfði,
í ^njáðum,; sauðsvörtum vaðmáls-
stákki og vaðmáísbuxum, ullar-
sokkum, sem voru í fellinguúi um
kálfa og leggi, með sauðskinnsskó
á fótum og hafandi í hendinni
rauðan vasaklút með enmm nær-
Nýi smalinn á því stóra heimili,
Látrum!“
Og svo óbjörgulega leist hús-
bændunum á þennan nýja smala,
að þeim var næst skapi að senda
hann heim. En Sæmundur reynd-
ist vel í vistinni, þrátt fyrir alla
örðugleika, og hann fór þaðan
ekki fyr en hann var orðinn full-
tíða, virtur og vinsæll dugnaðar-
maður.
Inn í þessa baslsögu umkomu-
lauss drengs er fljettað, af smekk-
vísi og leikni, ýmsum káthrosleg-
um lýsingum, svo að bókin verður
nær óslitinn skemtilestur.
Heimilið á Látrum, hákarla-
veiðarnar, baráttan við ís og ó-
veður á misjöfnum skipum, hræði-
legur grunur um holdsveiki og
utanför í sambandi við það — alt
er þetta efni tekið þeim snildar-
tökum, að það er menningarauki
að útgáfu bókarinnar, verði hún
lesin af ungum og gömlum, eins
og hún á skilið.
Jón H. Guðmundsson.
Blómkál
Hvítkál
Gulrætur
Kartöflur
Rófur og
Rabarbari.
VERSLUNIN
Kjðt & Fiskur.
Sími 3828 og 4764.
Grænmeti
á Lækjartorgi i dag.
Kartöflur á 0.25 kg.
Rófur á 0.20 kg.
Nýkomiö:
Lfifur og hjöctu.
Kjötbóð Reykjavíkur
Vesturg’ötu 16. Sími 4769.
Nýtt dilkakjöt,
Laukur
Grænmeti.
Kiötbúðin Herðubreið.
fötum í.
Hafnarstr. 18. Sími 1575.
Qagbók.
Veðrið í gær (föstudag kl. 17) :
Á SV-landi er stinningsgola á
SV og skúrir. Annars SV-gola
eða kaldi um alt land og þurt
veður á A- og NA-landi. Hiti víð-
ast hvar 10 stig. Grunn lægð yfir
Grænlandshafi og hreyfist hún
dálítið austur eftir, eji fer jafn-
framt minkandi.
Veðurútlit í Reykjavík í dag:
SV eða S-kaldi. Rigning öðru
hvoru.
Messur í dómkirkjunni á morg-
un: Kl. 11 sr. Bjar'ni Jónsson
(altarisganga), kl. 2 harnaguðs-
þjónusta (sr. Fr. Hallgr.), kl. 4
safnaðarfundur.
Messað í fríkirkjunni á morgun
kl. 5, sr. Árni Sigurðsson.
Messað í Hafnarfjarðarkirkju
kl. 2 á morgun, sr. Garðar Þor-
steinsson.
Safnaðarfundur verður haldinn
í dómkirkjunni kl. 4 siðd. á morg
un, Aðalumræðuefni verður kristi-
legt starf meðal æskulýðsins í
bænum.
Norskt flutningaskip kom hing
að í gær með vörur til versl. Sig.
Þ. Skjaldberg.
Glímufjelagið Ármann hefir nú
sýningu á nokkrum af þeim mun*
um, er verða á hinni ágætu hluta
veltu fjelagsins á sunnudaginn.
Munir þessir eru til sýnis í sýn-
ingarglugga verslunar Jóns
Björnssonar & Co. í Bankastræti,
og geta menn af þeim fengið
nokkra lmgmynd um, hvað fje-
lagið mun hafa á boðstólum á
hlutaveltu sinni.
dr. Oddur Guðjónsson óskar
þess getið, að í grein hans í blað-
inu í gær hafi orðið meinleg til-
færsla á orðum. Er í greininni
sagt, að á árinu 1935 hafi verið
innflutt umfram útflutt fyrir kr.
1.3 milj., en átti að standa útflutt
umfram innflutt kr. 1.3 milj. Ár-
inu 1935 lýkur því með ca. 5
milj. kr. óhagstæðum viðskifta-
jöfnuði í stað ca. 7 milj., eins og
sagt er í greininni.
Háskóli fslands verður settur
kl. iy2 í dag.
Ármenningar og þeir aðrir, sem
eiga eftir að koma munum á
hlutaveltu fjelagsins, eru vinsam-
lega heðnir að koma þeim í dag
(laugardag) í K. R.-húsið að
sunnanverðu, frá kl. 4—-9 síðd.
Hlutavelta húsbyggingarsjóðs
Templara verður haldin á morg-
un. Verða þar margir og góðir
munir. Allir þeir, Templarar sem
aðrir, sem styðja vilja góðan og
göfugan fjelagsskap, og stuðla að
því, að reglan eignist sem fyrst
sæmilegt samkomuhús, eru vin-
samlegast beðnir að afhenda
gjafir sínar í Tempiarahúsið í
dag, hvenær sem er eftir hádegi.
fsland fer í fyrramálið af
stað til Reykjavíkur frá Kaup-
mannahöfn.
Esja fór í gærkvöldi austur um
til Siglufjarðar.
Sviði og Haukanes komu hing-
að í gær af ufsaveiðum. Hafði
Sviði 90 smál., en Haukanes nm
50—60.
Næturvörður er í nótt í Ingólfs
Apóteki og Laugavegs Apóteki.
Súðin kom til Kolkuóss kl. 4 í
gær.
Útvarpsumræður verða í kvöld
; nm Jarðræktarlögln, og bvrja kl.
8. Þingflokkarnir f.jórir taka
])átt í umræðunúm og hefir hver
flokkur 50 mínútna ræðutíma.
Maguús Guðmuudsson talar fyrir
hönd Sjálfstæðisflokksins. Fyrir
hönd Bændaflokksiús talar Pálmi
Einarsson, Hermann Jónasson f.
h. Framsóknarflokksins og Emil
Jónsson f. h. Alþýðuflokksins.
Hver flokkur hefir þrjá ræðú-
tíma, 30 mín., og tvisvar 10 mín.
Einstæður þjófnaður í sinni röð
var framinn inni við Elliðaár nú
í vikunni. Vár brotinn upp
kassi, er lax er geymdur í, skamt
frá innri veiðamannahúsunum,
efst við árnar, og stolið milli
30 og 40 stórum löxum. Ekki er
uppvíst enn, hverjir þarna hafa
verið að verki, en lögregl-
an hefir málið til rannsóknar.
Háskóli íslands og Vísindafje-
lag íslendinga gangast fyrir
karlmannasamsæti fyrir Dr. Vil-
hjálm Stefánsson að Hótel Borg
þriðjudaginn 22. þ. m., kl. 7%.
Þátttakendur eru beðnir að
skrifa nöfn sín á lista á skrif-
stofunni á Hótel Borg.
Shell og B. P. keptu í knatt-
spyrnu í gærkvöldi um bikar,
sem olíufjelögin hafa gefið. Fóru
leikar svo, að Shell sigraði með
3:1. Er þetta í annað sinn sem
Shell vinnur í kappleik við B. P.
En sá fær bikarinn til eignar, sem
vinnur þrisvar sinnum í röð, eða
fimm sinnum í alt.
Þ. K. F. Freyja heldur kvöld-
skemtun í Iðnó í kvöld, og hefst
hún kl. 9y2 síðd.
Handavinnunámskeið Heimilis-
iðnaðarfjelags íslands hefjast 9.
októher. Verða það bæði dag- og
kvöldnámskeið, og eru kvöld-
námskeiðin aðallega ætluð hús-
mæðrum. Allar upplýsingar við-
víkjandi námskeiðunum gefur frú
Guðrún Pjetursdóttir, til viðtals
á Skólavörðustíg 11A og í síma
3345.
Danska stórskáldið Johannes
V. Jensen hefir nýlega lokið við
að skrifa nýja skáldsögu, og
kemur hún út í haust hjá Gyl-
dendalsforlagi í Kaupmannahöfn.
Saga þessi, sem er lýsing á Kaup-
mannahafnarstúlkunni nú á tím-
um, á að heita „Guðrún“ og hefir
Johannes V. Jensen unnið að
samningu hennar um mörg nnd-
anfarin ár. (FU)
Blöð í Málmey skýra frá því,
7
'tý )•
að íslendingurinn Jóhann Pjet-*
ursson, risinn, sem er 2.20y2 m.,
sje nú kominn til Svíþjóðár, eftir
ferðalag fram og aftur um
Bandaríkin. Hann hefir nú verið
ráðinn til að sýna sig á íþrótta-
móti, sem háð verður í Málmey
á komandi hausti. Blöðin í Málm-
ey nefna Jóhann ,,íslandsrjsann“.
(FÚ).
Útvarpið:
Laugardagur 19. september.
10.00 Veðurfregnir.
12.00 Hádegisútvarp.
15.00 Veðurfregnir.
19.10 Veðurfregnir.
19.20 Hljómplötur: Dansþættir.
19.45 Frjettjr.
20.15 Upplestur: „Fríða frænka“,
saga eftir Ludwig Thoma
(Þorst. O. Stephensen leikari).
20.45 Útvarpstríóið: Tríó, Op. 1,
nr. 1, eftir Beethoven.
r " . . .
21.15 Utvarpshljómsveitin leikur
gömul danslög.
21.45 Danslög (til kl. 24).
Nýtt dilkakjöt,
lifur, hjörtu og svið. Nauta-
buff og svínakótelettur.
Kjötbúð
Kjartans Milner.
Leifsgötu 32. Sími 3416.
1 dag:
Nýlagað kjötfars, miðdage-
pylsur og áleggspakkar á
50 aura og 1 kr.
Alt eigin framleiðsla.
Kjötbúð
Kjartans Milncr.
Leifsgötu 32. Sími 3416.
Lfifur, lijöctu
Oj^ svið.
Nýslátrað dilkakjöt og alls-
konar grænmeti.
Jóhannes Jóhannsson,
Grundarstíg 2. Sími 4131.
nýr laukur og grænmeti.
Ágætur súr hvalur.
|Búrf ell
Laiugaveg 48. Sími 1505.