Morgunblaðið - 22.09.1936, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.09.1936, Blaðsíða 2
2 MURGUNBLAElÖ ÞriðjHdagur 22. sept. 1936. Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Ritstjórar: Jón Kjartansson Valtýr Stefánsson‘?— ábyrgðarmaöur. Ritstjóf’n og afgreitSsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Au^lýsirtgastjóri: E. Hafberg. Auglýsín^-aekrifstof a: . Austurstræti 17. — Sími 3700. » Heimasímar: Jón Kjartansson, nr. 37*2 Valtýr Stefánsson, nr. 4220. Árni Óla, nr. 3045. E. Hafberg, nr. 3770. Áskriftagjald: kr. 3.00 á mánuöi. ;í í lausasölu: 15 aura eintakiö. 25 aura meö Lesbók. Frumhfaup Haralds. Þeir eru dálítið seinheppileg- ÍC þessir ráðherrar okkar. — Þurftu þeir ekki endilega tveir að verða sjer til skamrar sama daginn! 1 utvarpinu hefir Hermann Jónasson í heitingum við bænd- ur landsins, ef þeir gangi ekki þegjandi og möglunarlaust inn á hverja þá ósvinnu, sem hon- um þóknast, að bjóða þeim, Sama dag hleypur Haraldur Guðmundsson svo á sig við Há- skólasetningu, að honum sjálf- um og vinum hans, er mesta raun af. Ef satt skal segja, hneyksl- uðust menn minna á Hermanni. Þetta er ,,gladiator“ í sjón og raun. Þess vegna kippa menn sjer ekki svo mjög upp, þótt hann láti dólgslega og beiti hót- unum í stað raka. Aftur hefir Haraldur með nokkrum árangri gert tilkall til að teljast meðal siðfágaðra manna. Og á ytra borðinu, — klæðaburði og spyrtingu —- skal fúslega játað að honum’ hefir tekist þetta. En svo er nú upptalíð. Har- ald skortir sýnilega tilfinning- una fyrir því, sem við á, og því sem er óviðeigandi. Sú tilfinn- ing er aðalsmerki sannrar sið- fágunar. Skortur á þeirri til- finningu er kallað taktleysi. Og það er einmitt þetta, sem líar- aldur hefir gert sig sekan í — taktleysi. Mörgum er svo farið, að þeir ætla sjer ekki af, ef þeir kom- ast til auðs eða valda. Þá halda þeir að þeim leyfist alt. Þótt þeir bregði yfir sig einhverjum siðfágunarhjúpi, springuy hann eins og skæni, þegar höfuðið bólgnar af valdaderríngi, og hróka yfir eigin upphefð. Ölíka menn nefnum vjer upp- skafninga. EÍf upphefðarvíman kynni að reiína afí:Haraldi, mundi hann fljótlega átta sig á því, að hann hafði ekkert meiri rjétt til að tala við líáskólasetninguna en Háskólarektor, eða hver ann ar utanþingsmaður, til að tala á Alþingh Öll framkoma hans gegn Há- skólanum hefir votjð á þá lund, að 'serin. er til sakar, þótt ©kki bætist frekja hans á hátíðisdegi stofnunarinnar í ofanálag. Það er raunalegt fyrir slík- ann hjegómamann, sem Har- ald Guðmundsson, að hann skyldi hláupa ' svona á sig frammi fyri'r upprennandi mentáínönn'um l'ándsins, En svona fer, þegar menn halda sig meiri en þeir eru. OSIGUR MUSSOLINIS í FYRSTU ATRENNU. Fulltrúar Abyssiníu viðurkendir „fyrst um sinn“. Hagsmunir stórveldanna og ÞjóBabandaiagsins rekast á. Þjóðabandalagsþingið hófst í gær. r^imm blika er yfir þingi Þjóðahandalags- ^ ins, sem hófst í Genf í dag. Er búist við að alvarlegir árekstrar verði milli hagsmuna Þjóðabandalagsins, sem smáþjóðirnar bera fyrir brjósti og hagsmuna stórveldanna. I fyrstu atrennu sigruðu smáþjóðirnar. Var í gær samþykt að leyfa abyssinsku fulltrúunum að taka sæti sín á þingi Þjóðabandalagsins ,,fyrst um sinn“. í gær var óttast að ómögulegt myndi verða að fá níu þjóðir til þess að taka sæti í kjörbrjefanefnd, sem úr- skurða skyldi Abyssiníumenn brottræka úr Þjóðabanda- lagsþinginu, eftir ósk stórveldanna. Stórveldin telja nauðsynlegt að Italir taki upp aftur sam- vinnu við Þjóðabandalagið, til þess að vinna að friðarmálum Ev- rópu, en skilyrði fyrir þessari þátttöku setja ítalir, að Abyss- insku fulltrúarnir sjeu ekki viðurkendir. Smáríkin, eða hin svonefnda skandinavisk-hollenska sam- steypa, eru andvíg brottrekstri Abyssiniumanna og færa fyrir því þau rök, að það skapi óþolandi fordæmi, ef eitt af ríkjum Þjóðabandalagsins sje gert brottrækt fyrir þá sök, að óvinaher hafi sest að í landi þess. Var talið að smáríkin myndu e. t. v. skjóta þessari deilu til dómstólsins í Haag. ^ Árekstrinum var afstýrt í morgun með því, að finna upp þá bráðabirgðalausn, að leyfa Abyssiniumönnum þátttöku „fyrst um sinn“. Hafði tekist að kjósa í kjörbrjefanefnd með leyni- legum kosningum,. I nefndinni áttu sæti: Eden, Litvinoff, Delbos, og fullrtúar Tjekka, Tyrkja, Grikkja, Hol- lendinga, Nýja-Sjálands og Persa. Sat nefndin á rökstólum í fjórar klst. Niðurstaða nefndarinnar var sú. að abyssinsku fulltrúunum yrði leyft að sitja þingfundi. Með því að neita Abyssiniu- mönnum um að taka sæti sín, væri feldur sá dómur, að sú stjórn, sem hefði skipað þá, færi ekki lengur með völd í landinu, en það er einmitt þetta mál, sem er efst á dagskrá Þjóðabandalagsþingsins, sem nú er að hefjast, og er þaö ætlun kjörbrjefanefndarinnar, að láta þingið sjálft skera úr því, með afgreiðslu bessa máís, hvort abyssinc’ lulltrúarnir sitji á f.* xrri pingi. Abyssinska séndisveitin í Londoh hefjr í dag gefið út yfirlýsingu, þar serrí sagt er, áð neírihluti Abyssiniu sje enn al- .rléga í hÖndum Abyssiniu- mantta, og að landstjórinn í Gore sje skipaður st'órh’arfor- maður af sjálfum keisaranum. Kapphlaupið um Alcazar óútkljáö. Molavonaraðupp- reisnarmenn geti varist. |r apphlaup hersins stjórnar- og upp- reisnarmanna í barátt- jnni um Alcazarvígið er rnn óútkljáð. Uppreisn- irmenn ver jast enn í víg- inu. Þó segjast stjórn- irliðar vera búnir að ná íonsum mikilsverðum svæðum í hinum stóra iastala (segir í Lund- ínafrégn F.Ú.). Þeir hiafa haldið áfram að FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU. Rauðu flokkarnir unnu sænsku kosningarnar. Sósíalistar og bændaflokkurinn mynda sennilega stjórn. IJRSLIT KOSNINGANNA: Hægriflokkurinn 44 áður 55 Bændaflokkurinn 36 — 36 F r jálslyndif lokkurinn 27 — 24 Sosíalistar 112 — 102 Hálf-kommúnistar Kihlbooms 6—8 Moskvakommúnistar 5—2 Þjóðernishreyfingin 0—3 230 ' 230 FRÁ FRJETTARITARA VORUM: KHÖFN í GÆR. Rauðu flokkarnir fengu meirihluta í neðri deild (andet kammer) sænska þingsins í kosningunum, sem fóru fram í gær. Tii þess að fá þenna meiri hlutar þurftu þeir að vinna f jögur þingsæti, en þeir unnu ellefu. Sosialistar hlutu 112 þingsæti af 230. Vantar þá því enn fjögur þingsæti til þess að geta myndað hreina sosialistastjórn. Er talið að sosialistinn Per Albin Hanson muni mynda stjórn og leita samvinpu við bændaflokkinn. Rauðu f lokkarnir allir | þrír sósíalistar, hálf komm- ! únistar Kihlbooms, og J kommúnistar hafa sam- tals 125 þingsæti af 230 og gætu því myndað ein- lita, rauða stjórn. En Per Albin Hanson er talinn enga samvinnu. vilja eiga við kotnmúnista, Hann aðhyllist varfærna stjórnmálastefnu og kýs því samvinnu við bændaflokkinn fram yfir kommúnista. Er jafn- vel búist við að bændaforing- inn Aksel Pherson, núverandi forsætisráðherra fái sæti í hinni nýju stjórn. Ef hinsvegar svo skyldi fara, að ágreiningur yrði milli bændaflokksins og sosialista, búast menn við, að yinstri armur sosialista- flokksins neyði Per Albin til að ganga í samvinnu við kommúnista, og að þá verði byrjað á þjóðnýt- ingu framleiðslufyrirtækj- anna. Bændastjórn Aksel Pherson, sem farið hefir með völd í Sví- þjóð síðan í vor, mun senni- lega segja af sjjer á morgun eða á miðvikudaginn. Er kon- ungur fjarverandi, á veiðum og mun stjórnarskiftum verða frestað þar til hann kemur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.