Morgunblaðið - 22.09.1936, Blaðsíða 8
8
MORGUN^LAÐIÐ
Þriðjudagur 22. sept. 1936L
Jícuipsá&pux
Spírella. Munið eftir hinum
þægilegu Spírella lífstykkjum.
Til viðtals daglega kl. 1—3
sí<3d. Guðrún Helgadóttir, Berg-
st^gastræti 14. Sími 4151.
Notuð kolaeldavjel óskast.
Upplýsingar í síma 4291.
Sama sem nýtt píano (Horn-
un^f & Möller), til sölu. Upp-
lýsingar í síma 4394, eftir kl. 7
síðdegis.
Klæðaverslunin Guðm. B.
Víkar, Laugaveg 17, sími 3245,
seiur ágæt föt, saumuð eftir
máli á kr. 115 til 125. Gerið
svp vel og lítið á efnin.
Fornsalan, Hafnarstræti 18,
sedur með tækifærisverði ýmis-
kcaiar húsgögn og lítið notaða
k&rlmannafatnaði. Nú m. a. á-
gaért svefnherbergissett og fall-
eg Buffet. Sími 3927.
Stoppaðir stólar, ottomanar,
legubekkir, og dýnur, altaf
ódýrast í Körfugerðinni.
Kaupi gull hæsta verði. Árni
Bjðrnsson, Lækjartorgi.
Kjötfars og fiskfars, heima-
tilbúið, fæst daglega á Frí-
kirkjuvegi 3. Sími 3227. Sent
heim.
Búsáhöld allskonar og gler-
vörur fyrirliggjandi svo sem:
Kaffikönnur og katlar, pottar,
skaftpottar, skálar allskonar,
pönnur, fötur og balar, hnífa-
pör, mjólkurkönnur, diskar,
bollar og skálasett. Hitabrúsar,
margar tegundir, og gler í
hitabrúsa seljum við ódýrt. —
Verslunin NOVA,Barónsstíg 27
!— Sími 4519.
iWlí&IU&ðÍr
Stúlka með kennaraprófi ósk-
ar eftir herbergi gegn kenslu,
helst í Austurbænum. Upplýs-
ingar í síma 3480.
Herbergi til leigu á Fram-
nesveg 12.
Til leigu 3 herbergi og eld-
hús í Sogamýri. Einnig eins
manns herbergi. Sími 1613.
Nýtísku rammalistar fyrir-
liggjandi. Friðrik Guðjónsson,
L^ugaveg 17.
Vjelareimar fást bestar hjá
Poailsen, Klapparstíg 29.
Kaupi íslensk frímerki hæsta
vejrði og sel útlend. Gísli Sig-
ui^jörnsson, Lækjartorgi 1. —
0$ð 1—4.
Trúlofunarhringana kaupa
m$nn helst hjá Árna B. Björns-
syfii, Lækjartorgi.
Kaupi gamlan kopar. Vald.
Poulsen, Klapparstíg 29.
I Hlín fáið þjer ódýrustu og
smekklegustu peysurnar, bæðí á
börn og fullorðna. Prjónastofan
Hlín, Laugaveg 10. Sími 2779.
Ibúð, 2—3 herbergi og eld-
hús til leigu á efstu hæð í Mjó-
stræti 6.
&ajvu$-fuiuíið
5 lyklar á hring töpuðust 10.
þ. m. Skilist á Lögreglustöð-
ína.
Fæði og einstakar máltíðir í
Café Svanur við Barónsstíg.
Borðið í Ingólfsstræti 16. —
Sími 1858.
Ef þú ert svangur, farðu á
Heitt & Kalt. Ef þú ert lystar-
lítill, farðu á Heitt & Kalt.
Mikill og góður matur á Heitt
& Kalt. Fyrir lágt verð.
Alþýðublaðið birti svohljóðandi
fregn í gær:
Athygli mun vekja sýning, sem
þessa daga er í sýningarglugga
| verslunar Jóns Björnssonar & Co.
! í Bankastræti. Glímufjelagið Ár-
! mann sýnir þar nokkra af mun-
um þeim, er bæjarbúar geta átt
j kost á að eignast á hlutaveltu fje-
lagsins á sunnudaginn, og mun
þetta þó aðeins vera lítið brot af
því, sem þar verður úr að velja“.
Frjett þessi vakti nokkra at-
hygli vegna þess, að hlutaveltan
var haldin, sem kunnugt er, á
sunnudaginn var, svo í gluggum
verslunarinnar var hvorki mikið
eða lítið brot af því, sem bæjar-
búar höfðu þegar eignast á hluta-
veltunni.
*
Alaugardaginn birti Tímablað
ið svohljóðandi feitletraða
fregn:
„Grænlandsfarið Snorri goði
var eigi komið til Keflavíkur er
síðast frjettist, og óttast menn
um það“.
I Það var að vísu alveg rjett, að
skipið var ókomið til Keflavíkur.
En fáir aðrir en ritstj. Tímablaðs
ins munu sem betur fer hafa fund
ið ástæðu til að óttast um skipið,
þó aldrei nema það væri ókomið
til Keflavíkur. Því skipið hafði
legið hjerna við hafnargarðinn í
5—6 klst., er Tímablaðið fór í
prentun.
*
Einar Olgeirsson sendi nýlega
skeyti frá Höfn til kunningja
síns hjer í Revkjavík á þessa
leið:
„Farinn áleiðis til Moskva. Vin-
samlegast borgaðu fyrir mig líf-
tryggingu!“
Það bendir óneitanlega til, að
Einar telji ekki sem öruggast um
líf sitt, er þar austur kemur.
Hvernig stendur á þessum
örfum í fánanum á Al-
þýðuhúsinu ? sagði aðkomumaður
við kunningja sinn, er hann sá
hinn rauða örfafána blakta á hús-
inu í sunnanblænum.
— Sjerðu það ekki? sagði hinn.
Orfarnar vísa — eins og flokkur-
inn — norður og niður!
*
IEnglandi hafa nú verið útbú-
in alveg sjerstök útvarps-
sendi- og móttökutæki, til þess að
nota, þegar námuslys ber að hönd-
um. Með þessum tælijum geta
björgunarmenn, sem sendir- eru
niður í námurnar, stöðugt staðið
í sambandi við umheiminn.
*
Danskur bóndi í Randers hefir
haldið því fram að útvarpshljóm-
leikar væri vel til þess fallnir að
flæma burtu rottur. Nú segir
danskt dagblað eitt, að eitthvað
hljóti að vera til í þessu, því að
norskur bóndi liafi fylgt „ráðum“
bóndans frá Randers — með góð-
um árangri.
gm | a»yi/iw
Dömur! Látið saumastofuna
Öldugötu 55, sauma fatnað yð-
ar. —
Saumastofan, Laufásveg 3r
saumar allskonar kvenfatnað
eftir nýjustu tísku.
Giuggahreinsun og loftþvott—
ur. Simi 1781.
Úraviðgerðir afgreiddar fljóttfi
og vel af úrvals fagmönnunít
hjá Árna B. Björnssyni, Lækj,-
artorgi.
Atvinnulausar stúlkur, sem
hafa í hyggju að taka að sjer
aðstoðarstörf á heimilum hjer
í bænum á komandi vetri, ættm
í tíma að leita til Ráðningar-
stofu Reykjavíkurbæjar, þar
eru úrvals stöður við hússtörf"
o. fl. fyrirliggjandi á hverj'um.
tíma. Ráðningarstofa Reykja-
víkurbæjar, Lækjartorgi 1. —
Sími 4966.
Tek að mjer smíði á allskonv
ar húsgögnum. Harald Wendel^
Aðalstræti 16.
Otto B. Arnar, löggiltur út-
varpsvirki, Hafnarstræti 19. —
Sími 2799. Uppsetning og við-
gerðir á útvarpstækjum og löft-
netum.
Sokkaviðgerðin, Tjarnargötu.
10, gerir við lykkjuföll, stopp-
ar sokka, dúka o. fl., fljótt, veU
ódýrt. Sími 3699.
Nýir kaupendur að Morgun-
blaðinu fá blaðið ókeypis til
1 næstkomandi mánaðamóta.
i Friggbónið fína, er bæjarins
besta bón.
| Café — Conditori — Bakarí,
Laugaveg 5, er staður hinna
vandlátu. Sími 3873. Ó. Thor-
berg Jónsson.
HfMsanmur
Eokastíg 5.
JC&nsjCttt
Stúdent, þaulvanur kenslu,.
tekur að sér að kenna tungu-
mál o. fl., lesa með gagnfræða-
,og mentaskólanemum. Uppl. £
síma 2460.
Kensla í notkun bifreiða,.
undir minna og meira próf^
sími 3805. Heima kl. 5—7. —
Zophonías.
Smábarnaskóli minn byrjar
1. okt. á Hávallagötu 33. Sig-
ríður Magnúsdóttir. Sími 2416.
EffKBL M. DBLL:
A3T QG EFASEMDIR 52.
Bernard leit upp að lestrinum loknum bæði undr-
andi og gramur.
„Ótrúlega tilfinningalaus kvenmaður!“ mælti hann.
Ralston ypti öxlum. „Þetta var þó að minsta kosti
það besta sem fyrir gat komið, Tessu vegna“, svaraði
liann.
Gremjusvipurinn hvarf af andliti Bernards. „Með
guðs hjálp skal það verða henni fyrir bestu'
31. kapítuli.
Ugla rauf kyrð hitabeltisnæturinnar með óviðfeldnu
gargi, og páfagaukur, sem vaknaði við gargið, tók
undir með henni, með hásum skræk. Tunglið virtist
einkennilega stórt og hvítt við dimman næturhimininn
og hjúpaði alt í daufri og dularfullri töfrabirtu sinni.
Þetta var einni stundu fyrir dögun. Stella stóð úti við
gluggann á stofu sinni og starði út yfir hið töfraða
landslag. Hvað eftir annað dvöldu hugsanir hennar við
Everard, þó að hún gerði alt sem hún gat til þess að
hugsa ekki um hann. Á þessari stundu þráði hún nær-
veru hans ósegjanlega mikið, hið sterka vald hans,
blíðu og hinn djúpa skilning hans á öllu. Hann eixm
hefði verið þess megnugur að hugga hana nú, þegar
barnið hennar lá fyrir dauðanum.
Það var altalað, að frægðarbraut Everards í Ind-
landi væri Iokið, og að það væri aðeins rjettarhöldin
í KhanmuIIa, sem hjeldu honum frá því að sækja um
lausn þegar í stað.
Umhyggja Pjeturs var henni þó mikil huggun þessa
hræðilegu daga. Hann var stöðugt í námtmda við hana,
með næstum hundslegri trygð, viðbúinn til hjálpar
hvenær sem var. Stúlkan hennar var farin úr vistiimi,
og Pjetur hafði strax komið í hennar stað og gegndi
starfi sínu með þeirri nærgætni og umhyggusemi, að
það var eins og hann hefði aldrei gert annað á æfi
sinni en gæta ungbarna.
Stella sneri sjer frá glugganum og fór inn til þess
að fá sjer nokkra tíma svefn. Hún var yfirkomin af
þreytu og sofnaði brátt.
Urn hádegisbil kom Tommy heim frá morgunher-
æfingunum. Hann hlammaði sjer niður á stól, æstur
í skapi, og sagði við Bernard: „Jæja, nú brýst upp-
reisnin út innan skamms“.
Bernard var að lesa sendibrjef og Tommy leit ó-
sjálfrátt á utanáskriftina á umslaginu.
„Fjekstu brjef frá Everardf' spurði hann.
„Já, hann skrifar, að hann hafi nú loks sótt um
láusn frá starfi sínu — og fengið hana“.
„Hver andsk...........“, sagði Tommy skelkaður.
„Hvað ætlast hann nú fyrir ?“
„Hann nefnir það ekki einu orði“, svaraði Bern-
ard um leið og hann braut saman brjefið og stakk
því í vasa sinn. „En hvaða frjettir varst þú að segja
áðan?“
Tommy heyrði augsýnilega ekki spurningu Bern-
ards.
„Heldurðu að hann komi aftur hingað ?“ spurði
hann áfjáður.
Bernard hristi höfuðið. „Það tel jeg vafasamt. En
segðu mjer, hvað þú vildir sagt hafa áðan“.
,JE, það var ekkert“, sagði Tommy óþolinmóðlega,
„að minsta kosti smáræði í samanburði við það, að
Everard hefir fengið lausn. En rjettarhöldunum er
nú lokið og maðurinn verður hengdur í næstu viku.
Það hefir sjálfsagt í för með sjer smávægilega upp-
reisn‘ ‘.
„Jæja, er það alt og sumt?“ spurði Bernard og
brosti.
„Ekki allskostar. Við yfirheyrsluna hefir ýmislegfc
komið fram, sem hlýtur að vera mjög óþægilegt fyr-
ir Rajah, því að hann er alt í einu horfinn, og eng-
inn veit, hvar hann er niðurkominn, að minsta kosti
fæst enginn til þess að segja frá því. Þú veist hve-
þagmælskir þessir Austurlandabúar geta verið. Nú<
getur hann haldið áfram myrkraverkum sínum ein-
hversstaðar annarsstaðar í Indlandi. Það er svei mjer-
ástæða til þess að óska Nettu Ermsted til hamingju
með nýja aðdáandann!“
„Tommy“, andmælti Bernard. Tommy hló kulda-
lega. „Þjer er kunnugt um þetta eins og mjer“, hjelt
hann áfam. „Hún hefir ekki verið mönnum sinnandi
síðan liann kendi henni að reykja ópíum. Þú gerir-
sannarlega góðverk, ef þú tekur Tessu með þjer tit
Englands“.
„Og Stellu“, andvarpaði Bernard.
„Það getur þú aldrei“, svaraði Tommy óðara.
„Hvers vegna segir þú það?“ sagði Bernard og-
horfði spyrjandi augnaráði á hann.
Tommy færði ekki frekari ástæðu fyrir orðum sín-
um. „Jeg veit ekki“, sagði hann aðeins. „En jeg þyk-
ist viss um, að Stella fer eklti með þjer heim til Eng-
lands í vor“.
Rjett í þessu kom Stella inn. „Þarna kemur þá
Stella!“ sagði Tommy glaðlega. „Komdu nú og fáðu
þjer morgunverð með okkur. Hvernig gengur?“
Haim stóð á fætur og leiddi hana að borðinu. Húu