Morgunblaðið - 01.10.1936, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.10.1936, Blaðsíða 2
2 MORGUJSi BLAÐltí Fimtudagur 1. október 1936. Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Ritstjðrar: J6rt Kjartansson og Valtýr Stefánsson — ábyrgöarnnaSur. Ritstjórn og afgreitSsla: Austurstræti 8. — Slmi 1600. Auglýsingastjóri: B. Hafberg. Auglýsingaskrif stof a: Austurstræti 17. — Sfmi 3700. Heimaslmar: Jðn Kjartansson, nr. 3742 Valtýr Stefánsson, nr. 4220. Árni Óla, nr. 3045. B. Hafberg, nr. 3770. Áskriftagjaid: kr. 3.00 á mánuSi. í lausasöiu: 15 aura eintakitS. 25 aura meö Lesbók. Faxasíldin. Síldarútveprsnefnd hefir ' nú loks neyðst til að viðurkenna, að skrif Morgunblaðsins undanfarið í sambandi við Faxasíldina hafi verið á fulium rökum reist. Morgnnblkðið benti á það á dögunum, að við ættum enn ónot- aðan helmiiig þess „kvóta“, sem • okkur væri ætlaður í Þýskalandi fyrir ljettsaltaða síld. Og í Þýska landi værí aðalmarkaðurinn fvrir þessa tegund síldar. Morgunblaðið benti einnig á Ameríku og hina miklu markaðs möguleika, sem þar væru. Nú hefir Síldarútvegsnefnd komið auga á báða þessa mark- aðsmöguleika, eins og sjest á til- kynningu þeirri, sem Morgun- blaðið birtir í dag, frá nefnd- inni. Og vegna þess að nefndin evgir sölumiiguleika í þessum londum og víðar, leyfir hún nú söltun á 14 þús. tunnum Faxa- síldar. Þessi tíðindi knunu vekja al- mennan fögnuð meðal útgerðar- manna, sjómanrfa og verkamanna hjer við Faxaflóa. Síldveiðin í Faxaflóa mun nú hefjast aftur með fullum krafti. Verður síldin jöfnum höndum ís- uð og söltuð. Atvinna 800—1000 sjómanna og verkamanna við Faxaflóa hefir verið trygð. Þessir 800—1000 sjómenn og verkamenn, sem nú fá atvinnu við síldveiðarnar í Faxaflóa, kom ast ekki hjá að minnast nú þess, hvernig Alþýðublaðið -— „mál- gagn hinna vinnandi stjetta“ í landinu —1 liefir haldið á málstað verkalýðsins í !deilu þeirri, sem staðið hefir unl þetta mál undkii- farið. Verkalýðurinh hefir vissulega ekki h!aft samúð Alþýðublaðsins í þessu máli. ÞVert á móti. Þar hefir ríkt ‘fullkominn fjandskap- ur í garð verkalýðsins. Og hvað er að segja um sjálfa ríkisstjórnina — „stjórn hinna vinnandi stjetta" ? Gerði hún nokkuð til þess að tryggja at- vinnu fólksins við síldveiðarnar 1 Nei, hún gerði ekkert. Hún hafð ist ekki handa, þótt verið væri að eyðileggja atvinnu mörg hundruð manna. Hún ljet það gott heita, að stuðningsblöð henn ar gerðu alt til þess að eyðileggja síldveiðarnar hjer við Faxaflóa. Það verður lærdómsríkt fyrir sjómenn og verkamenn að rifja alt þetta upp nú, eftir að Síld- aríitvegsnefnd hefir sjeð sig til neydda að levfa söitun Faxasíld- ar. HERSVEITIR FRANCO 40 KM. FRÁ MAPRIP. Þær sækja fram að suðvestan og norðvestan. Haile Selassie næglr helmlng- ur Abysslnfu! Mussolini má halda sínum helming. r Ovænt yfirlýsing. I* æðu, sem f ulltrúi Abyssiníu flutti á fundi Þjóðabanda- lagsins í gær gaf hann í skyn að Abyssiníukeis- ari væri reiðubúinn til að semja frið við Muss- olini „til þess að hlífa þjóð sinni við frekari blóðsúthellingum“, á þeim grundvelli. 1) að Itölum sje veittur umráðarjettur yfir þeim hluta Abyssiníu, er Italir hafa nú þegar tekið, en 2) að Abyssiníukeisara yrði úrskurðaður sá hluti landsins, sem Italir hafa ekki enn náð á sitt vald. I Róm er þetta talin hlægileg fjarstæða, og bent á það um leið, að einmitt í þeim hluta landsins, sem Italir hafi ekki enn náð á sitt vald, sje það land, sem best er fallið til ný- Jendumyndunar fyrir ítalska menn. Abyssinska sendisveitin í Lon- don tilkynti í d'ag að það mætti ekki leggja þann skilning í orð fulltrúans í Genf, að keisarinn myndi segja af sjer, nje heldur að hann myndi afsala sjer þeim rjetti, fyrir hönd Abyssiníu, að eiga fulltrúa á þingi Þjóða- bandalagsins. Hvorugt þetta gæti komið til nokkurra mála, en hann myndi hlífast við því, að gera neinar þær ráðstafanir, sem kynnu að leiða til allsherjarstyrjaldar, en ganga fyr að samningum til þess að binda enda á Abyss- iníustríðið. Hjónaband. Síðastliðinn laugar- dag voru gefin sarnan í hjóna- band af sjera Bjarna Jónssyni Bjaruheiður Fríinannsdóttir og Bjarni Guðmundsson klæðskeri. Heimili þeirra er á Leifsgötu 13. Fær Madrid sömu örlög og Irun? Ósamkomulag meðal | Spanska þingið kem- verjanda borgarinnar. j ur saman I dag. Þreföld röð af skotgröf- um umhverfis borgina. UPPREISNARMENN eru nú ekki nema 40 kílómetra suðvestan við Madrid, og sækja fram jafnt og þjett. I höfuð- borginni hefir risið upp alvarlegur ágreiningur innan Alþýðufylkingarinnar eins og í Irun og San Sebastian um það hvort eyðileggja eigi borgina, ef sjeð verður að uppreisnarmenn muni taka bana — eða hvort gefast skuli upp, ef sýnt er að ekki verði lengur varist. Þing- Spánverja, Cortes, hefir verið kvatt sam- an á morgun (1. okt.) og er jafnvel búist við að enn verði gerðar breytingar á Madridstjórninni og hún skipuð ennþá róttækari mönnum, en nú eru í henni. I henni eru m. a. tveir kommúnistar og sex sósíalistar. í dag er verið í óða önn að grafa þrjár raðir af skotgröf- um umhverfis Madrid. — Hefir verið gefin út beiðni í borginni um 5 þúsund manna lið (segir í Lundúnafregn FÚ) til viðbótar því, sem nú situr þar. I skeyti frá París til „Politiken“ (símar frjettaritari vor) segir að Madridstjórnin hafi veit heimild til þess að verja 20 miljónum peseta til matarkaupa. Er verið að safna gífurlegum matarbirgðum til borgarinnar, þar eð stjórnin óttast að upp- reisnarmenn muni bráðlega geta slitið öllum járnbrautarsam- göngum þangað. En stjórnin hefir getað dregið að sjer vöru- birgðir um járnbrautina frá Valencia og Alicante. Útvarp uppreisnarmanna í Sevílla tilkynnir að hersveitir þeirra hafi þegar tekið Illescas á leiðinni frá Toledo til Aranjuez,(en járnbrautarsamgöngurnar til austurstrand arinnar fara fram um þá borg). Norðvestan við Madrid segjast uppreisnarmenn hafa rofið varnarlínu stjórnarhersins við Siguenza. Þá segjast uppreisnarmenn hafa náð yfirráðum yfir Gibralt- arsundi. Fregnir frá Gibraltar herma að skip uppreisnarmanna haldi nú vörð um sundið. I dag var tilkynt í útvarpið í Sevilla, að Franco hershöfð- ingi hafi verið gerður að yfir- foringjn yfir her uppreisnar- manna. Nafnbótin, sem bráða- birgðastjórnin í Burgos hefir gefið honum er: yfirforingi spánska hersins. Madridstjórnin tilkynnir að hún hafi algerlega yfirhöndinu í Astúríu. Azana, forseti Spánar, hefir undirritað tilskipun um það, að landeignir allra stuðnings- manna uppreisnarliðsins skuli gerðar upptækar. (Skv. einkask. og FÚ). - Kappiluginu - England - Suður- Afríka lauk I gær- kvöldi. Búist var við að sigurvegar- inn í kappfluginu frá Ports- mouth til Jóhannesborgar í Suður-Afríku kæmi að marki kl. 8 í gærkvöldi. Um miðjan dag í gær var Hols kapteinn 5 klukkustundum á undan öllum meðkeppendum sínum og var hann þá kominn til fanganjika.Átti hann þá eft- ir 1500 mílur ófarnar en var þá orðinn mjög þreyttur eftir 30 klst. óslitið ferðalag og hvíldi sig þar nokkra stund. Næstur Hols að marki er búist við að verði Scott eða Llewellyn. Tommy Rose skemdi flugvjel sína mikið, er hann lenti í Kairo í gær- morgun, og varð að hætta. (Samkv. Luiidúnafregn FÚ). Gengl marksins verður ekki felt Vaxandi sundrung inn- an frönsku Alþýðu- fyikingarinnar. o FRÁ FRJETTARITARA VORUM KBH. I GÆR. ánægjan með Al- þýðufylkingar- stjórnina í Frakk- landi, innan radikal só- síala flokksins, sem er næst stærsti flokkur aÞ þýðufylkingarinnar, fer stöðugt vaxandi. Er bú- ist við að öldungadeild franska þingsins neiti að géfa stjórninni heimild til að kveða niður verð- hækkun, sem hlýst af gensrislækkuninni, með stjórnartilskipunum. Að öðru leyti hefir öldunga- deildin fallist á gengislækkun- arfrumvarpið. dr. Schacht forstjóri þýska ríkisbankans lýsti yfir því Franco. FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.