Morgunblaðið - 14.10.1936, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 14. okt. 1936.
7
„Endurreisn
gullmyntfótsins
á nýjum
grundvelli.
Mikilsverður gjald-
eyrissamningur.
Gallinnlausn seðla
hefst nú að nýju
í Bretlandi,
Bandaríkjunum og
Frakklandi, þótt gull-
innlausnin sje enn þá
háð takmörkunum. - í
Bretlandi hafa seðlar
ekki verið innleystir
með gulli síðan 1931.
Var gefin út um það tilkynn-
ing í fyrrakvöld (segir í Lund-
únafregn FÚ), að ráðstafanir
hafi verið gerðar til þess, að
hvert það ríki sem veitir Banda
ríkjunum svipuð hlunnindi, geti
fengið gull í Bandaríkjunum í
skifti fyrir dollara (gullinn-
lausn dollara).
Bretland og Frakkland hafa
nú ákveðið að veita Bandaríkj-
unum svipuð hlunnindi, þ. e. a.
s. að Bandaríkin tai gull í Eng-
landi í skiftum fj/rir sterlings-
pund. Frakkland hefir einnig
gerst aðili að þessum samningi
gagnvart bæði Bretlandi og
Bandaríkjunum, þ.e.a.s. samn-
ingurinn veitir gagnkvæm
hlunnindi öllum aðilum.
Árangurinn af samningi þess-
um ætti að verða sá, að greiða
fyrir gjaldeyrisversluninni.
Henry Morgenthau, fjár-
málaráðherra Bandaríkjanna,
heflir nefnt samning þenna
,,endurreisn gullmyntfótarins á
ííýjum grundvelli".
Hann sagði í viðtali við blaða
ménn, að þetta nýja íyrirkomu-
lag hefði það fram yfir hið
gamla, að það flytti gjaldeyris-
verslunina úr höndum spákaup-
manna í hendur ríkisstjórn-
-anna.
Hver aðili getur sagt samn-
ingnum upp með 24 klukku-
stunda fyrirvara. Hverju ríki
sem er, er heimilt að gerast
aðili að þessum samningi.
Bretar vilja
ekki fast verð
á Rulli.
Gullverð í Bandaríkjunum
hefir verið ákveðið, á. $35 únz-
an. I Bretlandi og Frakklandi
verður verð á gulli ákveðið dag
frá degi, og talið. að með því
móti verði auðveldara að hafa
■eftirlit með gjaldeyrisverslun-
innL
Aftenposten flytur í dag grein
urn bók þá, er nýlega var gefin
ú t í Kaupmannahöfn um Jón Stef
ánsson málara. Er í greininni far-
ið lofsamlegum orðum um Jón og
hann talinn mikill og frumlegur
listamaður. (FIJ)
Dagbók.
Veðrið í gær (þriðjud. kl. 17) :
Aaustlæg átt um alt land með
þykkviðri og lítilsháttar rigningu
og kalsaveðri. Hiti 0—2 stig á N-
og A-Iandi, en 5—7 stig suðvest-
anlands. Við S-Grænland er djúp
lægð, sem mun herða á A-SA-átt
hjer á landi og valda rigningu
um mestan hluta landsins næsta
sólarhring.
Veðurútlit í Reykjavík í dag:
Allhvass austan. Rigning.
Nýir kaupendur að Morgun-
blaðinu fá blaðið ókeypis til næst-
komandi mánaðámóta.
Guðsþjónusta í dómkirkjunni í
dag kl. 1 í sambandi við Hjeraðs-
fund Kjalarnesprófastsdæmis. —
Sr. Friðrik Hallgrímsson prjedik-
ar.
Hjálpræðisherinn. Á fimtudag-
inn kl. 8J4 verður opinber sam-
koma. Hornasveitin aðstoðar. All-
ir velkomnir.
Eimskip. Gullfoss kom til Hest
eyrar í gærmorgun kl. 11. Goða-
foss fer vestur og norður í kvöld.
Brúarfoss er á leið til London frá
Reyðarfirði. Dettifoss fór frá
Vestmannaeyjum í fyrradag áleið
is til Hull. Lagarfoss var á Skaga-
strönd í gærmorgnn. Selfoss fór
frá Siglufirði í fyrrakvöld áleið-
is til útlanda.
Próf. 0. Hallesby flytur næstu
2 háskólafyrirlestra sína í Nýja
Bíó, í dag og á morgun, og hefj-
ast þeir kl. 5 síðd. 1 dag flytur j
hann fyrirlestur, er nefnist „Hvor-
for jeg er kristen“. Ollum er heim
ill aðgangur að fyrirlestrunum.
Næturvörður er í Ingólfs Apó-
teki og Laugavegs Apóteki.
Peter Mohr Bam heitir vara-
maður P. Niclasens ritstjóra á
Landsþingi Dana, en ekki Dann
eins og misprentaðist í blaðinu
í gær. Þessi prentvllla hafði
einhvern veginn slæðst inn í Al-
þýðublaðið í gær. Prentvillnpnk-
inn er stunduni glettinn!
Glímufjelagið Ármann hefir ný-
lega auglýst æfingatöflu sína hjef
í biaðinu. Nú iiefir fjeiagið bætt
einum fimleikaflokki við, en það
er flokkur smátelpna á aidrinum
8 til 11 ára. Sigríður Sigurjóns-
MORGONHLAÐIfl
-----------------------—
dóttir frá Álafossi kennir, og hef-
ir alla umsjón með flokknum, en
æfingar eru á miðvikudögum og
laugardögum kl. 7—:8 í fimleika-
sal Mentaskólans, og 'Verður
fyrsta æfingin í kvöld. Aðalfund-
ur fjelagsins var haldinn í fyrra-
kvöld og var Jens Guðbjörnsson
endurkosinn formaður.
Hjónaefni. Nýlega hafa opinber
að trúlofun sína ungfrú Guðný
Skúladóttir, VeltusUndi 3, og Jón
Sigurðsson, Laugaveg 40 B.
Hjónaband. Gefin voru saman
í hjónaband laugardaginn 10. þ.
m. ungfrú Sigríður Gissurardótt-
ir og Filippus Gunnlaugsson
verslunarmaður. Heimili þeirra
er á Túngötu 34 hjer í bænum.
E.s. Ekhaug tók í fyrradag tæp
ar 10 þúsund tunnur af Itússasíld
til útflutnings.
Sjera Árni Sigurðsson fríkirkju
prestur er fluttur í Garðastræti
36. Sími 4233.
Á veiðar fóru í gær togararnir
Max Pemberton og Hafsteinn;
einnig línuveiðarinii Sigríður.
E.s. Katla kom í nótt frá Ála-
borg.
Ásta Normann og Sigurður
Guðmundsson ætla að starfrækja
dansskóla í vetur hjer í bænum,
bæði fyrir börn og fullorðna. —
Kensla fyrir börn hefst n. k.
fimtudag í Oddfellowhúsinu.
Brunasímakerfi bæjarins. Bæj-
arráð hefir samþykt að taka til-
boði raftækjaeinkasölunnar á
brunasímakerfi bæjarins.
Bæjarráð samþykti nýlega
að ráða Óskar B. Vilhjálmsson
garðyrkjuráðunaut bæjarins með
300 kr. mánaðarlaunum, fyrst um
sinn til nýjárs. Lágu fyrir fundi
bæjarráðs tillögur frá Óskari um
störf garðyrkjustjóra Reykja-
víkurbæjar.
Til Strandarkirkju frá ónefndri
5 kr., Nirði 5 kr., konu í Biskups-
ungum 2 kr., Margrjeti 5 kr., S.
S. 5 kr., Á. R. 5 krv, A. S; 5 kr.
Leikfjelag Akureyrar byrjaði
leikárið s.i. fimtudagskvöld með
igamanleiknum „Eruð a þjer frí-
múrari“.- Jón Norðfjörð hefir haft
á hendi leikstjórn. Leikur Alfreðs
Andrjessonar í hhitverki Gests
þótti afburða góðnr. Önnur hlut-
verk voru- ágætlega leikin og ai-
menn ánægja með leikinn (símar
frjettaritari vor á Akureyri).
Fisktökuskipið Magnhild hlóð í
fvwad. á ísaf. fisk til sölu á ítalíu
markaði. Skipið, sem er á.vegum
Sölusambands íslenskra fiskfram-
leiðenda, á að hlaða 1500 smálest-
ir á Vestfjörðum. (FIJ)
Gangleri, 2. hefti X. árg., er
komið út. Er í heftinu inargt góðra
greina og merkra. R. W. Ermer-
son ritar tvær greinar: „Návist
guðs“ og „Guðsvitund“. Grjetar
O. Fells leggur drjúgan skerf til
ritsins bæði í bundnu og óbundnu
máli. Tvö kvæði eru þar eftir
Sigurð Draumland og eitt eftir
Kr. Sig. Kristjánsson. Auk þess er
fjöldi greina og fróðleiksmola í
ritinu.
Bæjarráð hefir samþykt að felá
bæjarverkfræðingi að gera nauð-
synlegar ráðstafanir til þess að
forstjóri og væntanlegt starfs-
fólk Sundhallarinnar fái nauðsyn-
leg herbergi til afnota í húsinu.
Lögtak á sjúkrasamlagsgjöldum.
Fyrir síðasta bæjarráðsfundi
iá brjef frá stjórn Sjúkrasamlags
Reykjavíkur, þar sem farið er
fram á að bæjarstjórn taki við
innheimtú vangoldinna iðgjalda
til samlagsins frá og með 1. nóv.
næstk, og fái löggiltan emhætfis-
gengan lögfræðing, sem fulltrúa
til þess að framkvæma lögtök hjá
þeim, sem þá hafa ekki greitt.
Útvarpið:
Miðvikudagur 14. október.
10.00 Veðurfregnir.
12.00 Hádegisútvarp.
15.00 Veðurfregnir.
19.10 Veðurfregnir.
19.20 Hljómplötur: Dægurlög.
19.45 Frjettir.
20.15 Erindi: Um fóðurrannsókn-
ir og gildi þeirra, I (Þórir Guð-
mnndsson landbúnaðarkand.).
20AO Einsöngur: Lög eftir Bjarna
Þprsteinsson (Einar Markan).
21.05 Hijómplötur: Þjóðleg tón-
list (Grieg, Sibelius, Moussorg-
sky, Tachaikowsky, Liszt, Bar,-
tók, Kodally, Smetana, Dvorák)
(til ki. 22).
Höfðingleg gjöf
Fyrir skömmu færði frú Kirstín
Flygenring - í Hafnarfirði Minn-
ingasjóði Landsspítala íslands kr.
1000,00. Gjöf þessi er frá foreldr-
um frú Kirstínar, Elinhorgu
Stefánsdóttur og Páli Þorsteins-
syni, að Tungu í Fáskrúðsfirði,
gefin tii minningar um 50 ára
hjúskaparafmæli þeirra, þann 14.
september 1936. Gullbrúðguminn
var þá 73 ára, en brúðurin 68.
Af fjórtán hörnum þeirra eru 12
á lífi, og auk þess hafa þau geng-
ið fjórum börnum í foreldra stað,
systkinum, er þau tóku að sjer,
þá er foreldra þeirra misti við.
Stjórn Minningagjafasjóðs Lands
spítaia íslands færir gefendunum
kærar þakkir fyrir örlæti þeirra
og höfðingsskap í sjóðsins garð,
og árnar þeim allra heilla á óförn-
um æfiárum.
MÁLAFLCTNiNGSSKRiFSTOFA
Pjetur Magnósson
Eínar B. Guðmundsson
Guðlaugur Þerláksson
Símar 3602, 3202, 2002
Austurstræti 7.
Skrifstofutimi kl. 10—12 o® 1—ö.
Kaupmen n!
„Kelloggs Fep“. Seljum nokkra kassa með
mjög lágu verði. Líkist „Corn Flakes“, en í
heldur minni flugum.
Heilnæmt og bragðgott.
SYKUR.
Jeg útvega sykur frá Cúba. Væntanlegir viðskifta-
menn eru beðnir að athuga það, að sykurinn er blandaður
bestu fáanlegu hráefnum og fullrafíneraður í London.
Hann er því jafn góður og sá besti enski sykur, sem hing-
að hefir flutst, og afgreiðist með stuttum fyrirvara á
hvaða íslenska höfn sem óskað er.
Sig. i?. Skjalðberg.
(heildsalan).
Varahlutir
lil eldfæra.
Nýkomið:
Ristar.
Rör.
Steinn.
Leir.
Ofnkítti.
Sótlúgur o. fl.
H. Biering.
Laugaveg 3. Sími 4550.
í smíðum I
fyrirliggjandi ■
Borð allskonar
Stólar
Rúm 1 og 2ja manna
Rafmagnslampar
Skápar ýmiskonar
Barnarúm
Barnavagnar
Barnakerrur
Skrifborð.
Hvort sem íbúðin er
lítil eða stór, hvort sem
þjer þurfið aðeins lítinn
stól eða mörg sett, þá
talið við okkur. Komið.
“Skoðið.----Við hvers
manns hæfi.
með morgunkaffinu.
Nýlr kaupendur
fá blaðið ókeypii
til næilkomandi
mánaðamóta.
Hringið í síma 1600
og gerist
kaupendur.