Morgunblaðið - 14.10.1936, Page 8
T
L
8
M0RGUN3LAÐID
Miðvikudagur 14. okt. 1936-
Alpaeplin komin. Pöntunar-
fjelag verkamanna.
Epli, ný og þurkuð. Þor-
steinsbúð. Sími 3247. *
Bláber þurkuð — Rúsínur —
Sveskjur — Gráfíkjur — Döðl-
ur. Þorstelnsbúð. Sími 3247.
Rúgmjöl — blóðmörsgarn
— Laukur — Rúllupylsugarn.
Þorsteinsbúð. Sími 3247.
Hitabrúsar og gler í þá, marg
ar gerðir, fyrirliggjandi. Versl-
unin Nova, Barónsstíg 27 —
Sími 4519.
Trúlofunarhringana kaupa
rnenn helst hjá Árna B. Björns-
jsyni, Lækjartorgi,
Kjötfars og fiskfars, heima-
tilbúið, fæst daglega á Frí-
kirkjuvegi 3. Sími 3227. Sent
heim.
Gefið börnum yðar kjarna-
brauð frá Kaupfjelagsbrauð-
1 gerðinni.
Dagbókarblöð Reykvíkings
Lítill vörubíll til SÖlu. Upp-
lýsingar Versiunin Katia, Lauga
veg 27.
Kaupi íslensk frímerki hæsta
verði og sel útlend. Gísli Sigur-
björnsson, Lækjartorgi 1. —
Opið 1—5.
Kaupi guli og silfur hæsta
verði. Sigurþór úrsmiður, Hafn-
arstræti 4.
Kaupi gull hæsta verði. Ámi
Björnsson, Lækjartorgi.
Friggbónið fína, er bæjarins
>esta bón.
Kaupi Kreppulánasjóðsbrjef,
Veðdeildarbrjef og hlutabrjef í
Eimskipafjelaginu. Sími 3652,
kl. 11—12 og 4—6.
Stórt úrval af rammalistum.
Innrömmun ódýrust. Verslunin
Katla, Laugaveg 27.
Kaupi gamlan kopar. Vald.
Poulsen, Klapparstíg 29.
Vjelareimar fást bestar hjá
Pouisen, Klapparstíg 29.
ðKtfyfnnifHjuv
Spirella. Þær dömur, sem
ætla að fá Spirella lífstykki
fyrir jól, ættu að koma, sem
fyrst. Guðiún Helgadóttir, —
Bergðstaðastræti 14. Sími 4151.
Café — Conditori — Bakarí,
Laugaveg 5, er staður hinna
vandlátu. Sími 3873. ó. Thor-
berg Jónsson.
Nýir kaupendur að Morgun-
blaðinu fá blaðið ókeypis til
íæstkomandi mánaðamóta.
Slysavamafjelagið, skrifstofa
Hafnarhúsinu við Geirsgötu.
Seld minningarkort, tekið móti
gjöfum, áheitum, árstillögum
m. m.
Get bætt nokkrum mönnum
við í fæði. Matsalan, Tjarnar-
götu 10 B. Sími 3275.
Fæði og einstakar máltíðir í
Café Svanur við Barónsstíg.
Ef þú ert svangur, farðu á
Heitt & Kalt. Ef þú ert lystar-
lítill, farðu á Heitt & Kalt.
Mikill og góður matur á Heitt
& Kalt. Fyrir lágt verð.
Kafli sá, sem Mbl. birti í gær
úr lögreglusamþykt bæjar-
ins, hefir vakið mikla eftirtekt í
bænum og ljetu margir ánægju
'sína í ljósi yfir að blaðið hefði
tekið upp þessa nýbreytni. Aðrir
kvörtuðu yfir því, að lögreglu-
| samþyktina væri ekki að fá og
því til lítils að benda mönnum á
að lesa hana.
*
Mbl. sneri sjer til lögreglunnar
í gær út af þessu og spurði hana
hvort hörgull væri á lögreglu-
samþyktinni. Svarið var, að þeg-
| ar hún var gefiu út, hafði henni
| verið úthýtt í öll hús í bænum, og
^ hafi þá mest af upplaginu gengið
j til þurðar. Eftir væru þó enn
nokkur eintök, sem aðallega væri
útbýtt meðal bifreiðarstjóra og
þeirra, sem væru að læra að aka
bíl. Þá hafi og lögreglusamþykt-
in verið prentuð í Bæjarskrá
Reykjavíkur 1934—1935.
*
Fyrir nál. 170 árum kom
franskt rannsóknaskip hing
að til lands. Foringi fararinnar
hjet Tremaree. Erindi hans hing-
að var m. a. að leita að eyjum
nálægt Islandi, sem settar voru
á gamla uppdrætti af hafinu um-
hverfis landið.
Frá Vestfjörðum sigldi hann
vestur í Grænlandshaf til þess að
leita Gunnbjarnarslterja, er voru
„að sögn Islendinga 9 að tölu og
4 mílur frá landi“. Á þeim slóð-
um, sem eyjarnar áttu að vera,
fann hann 440 faðma dýpi. En á
uppdrætti, er Tremaree notaði á
ferð sinni og vgr frá árinu 1751,
voru eyjar þessar merktar mjög
greinilega.
M&keiktrí?.- »
Fyrir Austurlandi leitaði hann
og að eyju, sem þar átti að vera,
og hann nefndi eftir sjókortinu
„Enkhuysen“. Telur hann að sú
eyja muni hafa sokkið í sjó eða
þá að hún hafi aldrei verið til,
að skérið Hvalbakur hafi gef-
ið hugmyndina um eyju þessa.
*
Stewart Fernie var lögreglu-
þjónn í London, en ljet af
því starfi um daginn, eftir 25
ára þjónustu. Meðan St.ewart var
lögregluþjónn, var har.n feitlagn-
astur allra stjettarhræðra sinna í
Stóra Bretlandi og einn vinsæl-
asti maðurinn, sem sást á götum
Lundúnaborgar.
í viðtali við blað eitt í tilefni
starfsafmælisins, Ijet Stewart svo
um mælt, að hann væri því fegn-
astur að sleppa við ráðleggingar
Pjeturs og Páls um það, hvern-
ig hann ætti að megra sig.
Kvaðst hann kæra sig kollóttan,
þó stundum væri erfitt að komast
inn í sporvagn eða bíl. Hann vildi
kjarngóða fæðu, en ekki sjá græn-
meti eða annað ljettmeti.
*
Italskur skurðlæknir, prófessor
Franceshetti, gerði fyrir
nokkru mjög merkilegan augna-
uppskurð, er hepnaðist ágætlega.
; Hann tók hornhimnuna úr aug-
;um nítján ára gamallar stúlku, er
hún var dáin, og setti hana í augu
r á blindum manni, með þeim ár-
angri, að maðurinn fjekk aftur
sjónina.
i Segir prófessorinn, að slík að-
jgerð geti því aðeins hepnast, að
það líffæri, sem um er að ræða
og flutt er yfir í annan líkama,
sje iir líkama af hinu kyninu.
En skýringin á því, að þetta:
yfirleitt er liægt, er sú, að sum-
ar cellur og vefir geta „lifað“ á-
fram um stund, eftir að einstakl-
[ ingurinn deyr, og geta lifað á-
(fram í öðruin líkama undir heppi
legum kringumstæðum.
*
— Heyrðu, drengur minn, kenn-
ari þinn skrifar mjer brjef og~
segir, að hann geti ekki komið-
þjer í skilning um nokkurn skap-
aðan hlut.
— Er það ekki eins og jeg hefi
altaf sagt; þessi kennari getur
ekki neitt.
*
Einu sinni kom Skoti til lækn—
is og var með mörg smá glerbrot
í tungunni.
— Hvernig í ósköpunum stend-
ur á þessu? spurði læknirinn.
— Jeg misti bjórflöskuna.
mína í gólfið.
*lMn/ms*
Gluggahreinsun og loftþvott-
ur. Sími 1781.
*K&n*£ct'
é
Nemandi í 3. bekk Kennara-*
skólans óskar eftir að kenna
eða lesa með börnum og ung-
lingum. Upplýsingar hjá Ás-
mundi Guðmundssyni, prófess-
or, kl. 12—1 og 7—8 e. m. —
Sími 1816.
RUBY M. AYRES:
LÍFIÐ KALLAR. 7
„Mjer finst þú ljómandi falleg, eins og endrarnær.
Jeg hefi aldrei sjeð aðra eins manneskju og þig,
Maisie“. [
„Þetta geta verið tvíræð meðmæli. En ef til vill er
þetta rjett hjá þjer“, sagði Maisie og hæðnisbros Ijek
um varir hennar.
„Jeg ætla þjer rúm í einni af nýjustu bókunum
mínum“, bætti hún við eftir nokkra þögn.
„Meðal hinna persónanna, sem jeg lýsi, verður þú
eins og lilja í brenninetlubeði' ‘.
Helena leit forviða á hana.
„Hvað meinar þú?“, spurði hún. En Maisie hló í
stað þess að svara.
„Mjer er illa við að þurfa að gefa útskýringar — og
ef til vill væri mjer ómögulegt að útlista það! Yiltu
vdra svo góð og rjetta mjer kápuna mína?“
Helena tók hina skrautlegu kvöldkápu af legubekkn-
um. Hún var úr sægrænu þykksilki, ísaumuð eld-
rauðum, kínverskum drekum.
„Engin nema þú gæti borið svona flík“, sagði
hún, um leið og hún lagði kápuna um grannar herðar
Maisie. „Ef maður færi að lýsa kjólnum þínum fyrir
einhverjum, myndi hann virðast herfilega Ijótur. En
þegar þú ert komin í hann, er hann glæsilegur á að
líta“.
Maisie horfði niður eftir hinum sterkgula kjól sín-
um og ypti öxlum.
„Jeg veit ekki, nema hann sje herfilegur", sagði
hún kæruleysislega. „Jeg vildi óska, að jeg væri eins
og þú, Nell, og gæti gengið smekklega og kvenlega
Idædd. En það er útilokað fyrir mig, eins og er. Það
myndi fara mjer mjög illa, og jeg myndi algjörlega
hverfa í fjöldanum. Enginn myndi taka eftir mjer —“
„Nei — mjer er alvara", bætti hún við hæglátlega,
«r Helena reyndi að andmæla henni.
„Og enginn veit það betur en jeg sjálf“, hjelt hún
áfram. „Þess vegna geng jeg svona áberandi klædd.
Mjer þykir gaman að. vekja eftirtekt, og nýt þess að
heyra fólk hvísla: „Hver er þessi einkennilega mann-
eskja?“
Hún gat ekki annað en hlegið yfir undrunarsvipnum
á andliti Helenu. „Komdu nú“, sagði hún. „Martin
verður óþolinmóður að bíða lengur“.
Þær gengu hlið við hlið niður stigann, og Maisie
sendi dyravörðinn eftir bíl.
Það var ekki orðið alveg dimt úti, veður var milt
en dimmviðri.
1 íbúð hinum megin við götuna var rjett í þessu
verið að tendra ljós, og Helenu, sem varð litið upp í
gluggann og sá mann vera að draga gluggatjöldin
fyrir, datt ósjálfrátt Georg í hug. Hún fann til sam-
viskubits. ,
Hvað var Georg að gera þessa stundina? Var hann
aleinn í hinni leiðinlegu íbúð sinni? Nei, móðir hans
var þar auðvitað líka, og þau voru að ræða um hina
skammarlegu framkomu hennar.
Hún beit á jaxl, er hún stje uppí vagninn á eftir
Maisie. Georg kærði sig ekki um að hún kæmi aftur.
Að öðrum kosti hefði hann skrifað henni, eða gert til-
raun til þess að ná tali af henni.
Ef til vill var hann feginn að vera laus við hana.
Það var kannske efst í huga hans, að nú hefði hann
ekki fyrir konu að sjá, og gæti safnað saman meiri
peningum.
„Um hvað ertu að hugsa?“, spurði Maisie alt í einu.
Helena var ofurlítið skjálfrödduð, er hún svaraði:
„Jeg var að óska þess með sjálfri mjer, að jeg hefði
ekki látið tilleiðast að koma með þjer. Jeg er viss um,
að jeg skemti mjer ekki í kvöld!"
„Jú, það er jeg sannfærð um“, svaraði Maisie ró-
Iega, og einblíndi á hina nettu, háhæluðu brokaðiskð
sína. „Maður skemtir sjer jafnan, þegar maður á síst
von á því. Þú sannar til, að jeg hefi rjett fyrir mjer“.
Dauflegt hros ljek um varir hennar. „Þú ættir að vera
í sjöunda himni af fögnuði yfir að vera svona falleg,
eins og þú ert. Jeg er viss um, að þú ert fallegasta kon
an í Lundúnaborg“.
Helena liló vandræðalega.
„Mjer finst jeg eins og Öskubuska í skrautklæðum",.
sagði liún. „Það vantar bara prinsinn!“
„Þetta kalla jeg vanþakklæti gagnvart Martin“,.
sagði Maisie þurlega. „Jeg er þegar búin að segja
þjer, að hann verður ástfanginn af þjer — hann verð-
ur ávalt ástfanginn í hverri nýrri stúlku, sem verður
á vegi hans“.
Helena roðnaði upp í hársrætur.
„Þá er ást hans ekki mikils virði“, sagði hún
beiskjulega.
„Jú, vissulega“, svaraði Maisie. „Hann helgar sig
henni algjörlega, meðan hún varir, og fær viðkomandi,.
til þess að halda, að nú sje það alvara. Hann er hinn
dyggi þjónn, ávalt til taks, þegar hans þarf með, en
hverfur svo eins og jörðin hafi gleypt hann, ef maður
vill heldur vera einn. Martin er einn af þeim fáu
mönnum, sem veit, hvar og hvernig hann á að vera,.
án þess að maður segi honum það.
„Jeg bið þig að segja ekki meira, ef þú vilt ekki að ■
jeg fái andstygð á manninum!“, sagði hún áköf.
Maisie hristi höfuðið hlæjandi. „Nei, hann er af-
bragðsmaður", sagði hún. „Hann myndi vera fyrirtaks
eiginmaður, ef hann gæti á annað borð fengið sig til
þess að ganga í hjónabandið. En það gerir hann aldrei!
í þess stað er hann tilvalinn elskhugi".
„Hefir hann ekki verið ástfanginn af þjer?“, spurði
Helena, áður en hún vissi af.
Maisie ýtti glugganum snögglega uppá gátt og
horfði ut í tunglsljósið.
„Jú, hvað heldur þú!“, svaraði hún stuttaralega..
„Við vorum yndislega hamingjusöm — við skulum sjá,
hve lengi var það ? — þrjá mánuði, held jeg! Jeg segi
þjer satt, jeg naut þess. Jeg hefi aldrei á æfi minni