Morgunblaðið - 01.11.1936, Page 6

Morgunblaðið - 01.11.1936, Page 6
T. 6 MORGUNBLAÐIÐ Snnnudagur 1. nóv. 1936. HVÍTI DAUÐINN — vamir gegn honum. Þar sem stríðið er háð. Fyrstu dagana á heilsuhælinu átti jeg erfitt meS a'ð tala þegar yrt var á mig. Það sat ein- hver óþægilegur kökkur í hálsin- um á mjer. Hvíti dauðinn! Svona leit hann þá út. Jeg hafði lesið og lært um hann og mætt honum við og við — en aldrei svona nálægt. Langar hvítar raðir af rúmum. Það var svo undarleg kyrð yfir öllu. Engin hreyfing sást önnur en hendin, sem seildist á milli rúmanna, til þess að rjetta ná- grannanum blÖð eða hæklinga. Þarua voru saman komnir menn af öllum kynflokkum. Ljóshærðir skandinavar (Iíka íslendingar), Sem höfðu stundað fiskiveiðar ii'orður í Alaska, írskir, enskir, ítalskir og aðrar Evrópuþjóðir, gulir menn frá Kína og Japan, rauðir menn frá frumskógum 'Ameríku, svartir menn frá Afríku. Hvíti dauðinn gerir ekki manna mun. Öann heimsækir alla jafnt. * Seinna þegar jeg kyntíst betur, sá jeg að þarna var heill heimur útaf fyrir sig þar sem barist var með þrautseigju og þolinmæði við þessa litlu ósýnilegu bakteríu (nema í smásjá), sem við köllum T. B. Sumir gengu svo langt að yrkja um hana kvæði. Það er það, sem maður kallar að kunna að tapa. Löngu seinna gekk jeg í síðasta sinn fram hjá kofanum þar sem jeg hyrjaði. Mjer varð litið upp í einn gluggann. Það sást engin hreyfing önnur en nokkrar hend- ur, sem rjettu blöð og bæklinga á milli rúmanna. Vinstúlka mín yrti á mig. Jeg stansaði í miðri setningunni. Það var einhver ó- þægilegur kökkur í hálsinum á mjer. * Unga stúlkan. Hún var bara 17 ára, með Ijóst hrokkið hár og hlá augu. Bróðir hénnar kom með hana á heilsuhælið. Hann var sjómaður. Það var auðsjeð að systkinunum þótti mjög vænt hvoru um annað. Bróðirinn hað svo vel fyrir syst- irina þegar hann kvaddi. Sjó- HVERS VEGNA BERKLAVARNIR? S AMKVÆMT heilbrigðisskýrslum landlæknis deyja ^ fleiri úr herklum hjer á landi, en úr nokkurum öðrum einstökum sjúkdóm. Á árunum 1924—1933 í y (í 10 ár) hafa þannig dáið úr berklaveiki einni saman 2057 manns. Árið 1932 var kostnaður til berklaveikra frá ríkissjóði | kr. 1.036 700.00. Engar skýrslur eru til um kostnað til f jölskyldna Y O 1 • 1_. ii n / ♦, ■» • -i ♦• »*« hinna berklaveiku frá sveitar- og bæjarfjelögum. Ekki er held- !| ur hægt að segja með sanni hve marga aðra hver einstakur . . . ♦*♦ sjúklingur hefir smitað. * ILGANGUR berklavarna er eins og allir vita reyna að finna smitberann og gera ráðstafanir til | þess að hann hafi ekki tækifæri til að smita út frá sjer. Líka að hjálpa ættingjum hins óhamingjusama sjúka (manns eða konu) svo að þau falli ekki fyrir veikinni, en þeim er meiri hætta búin en öðrum. T Þessu til sönnunar vil jeg leyfa mjer að setja fram þrjú !£ eftirfarandi dæmi, frá reynslu minni, tekin af handahófi úr !*. sjálfu lífinu: * ❖ Veggfóðuu' margar tegundir og gerðir fyrirliggjandi. Guðm, Ásbjörnsson. Laugavegi 1. Sími 4700. Munið, ran 1-eið og þjer greiðið ið- gjöld yðar til Sjúkrasam- lagsins, að tilkynna bús+^ða- skifti. mennirnir hugsa oft til ástvinanna í landi. Kanske oftar en þeir, sem eiga þar aðsetur sitt og koma heim á hverju kvöldi. Þegar bróðirinn var farinn kom jeg inn til stúlkunnar. Hún var að gráta út af skilnaðinum. Svo leið nokkur tími. Stúlkan var á fótum. Þegar maður er 17 ára, þá er lífið fagurt og lokk- andi, og jafnvel á heilsuhæli er dauðinn eitthvað óþekt — langt í burtu. * En svo einn góðan veðurdag kom blóðspýtingurinn. Það var hræðsla í bláu augunum. Gat þetta verið satt með dauðann ? Yar hann svona nálægt? Bróðirinn, sem var í landi, kom í heimsókn. Enn var stundarbið; en svo var auðsjeð að hverju dró. Litla stúlk- an varð óróleg. Hún vildi helst láta einhvern sitja við rúmstokk- inn og halda í hendina á sjer. | Dauðinn var rjett hjá. Síðustu stundimar sat jeg hjá henni. Náttúran er miskunsöm. Hún sendir oftast nær þungan) svefn á undan manninum með ljá- inn. Á meðan lágt lag hljómaði í útvarpinu við höfðalagið, sveif andi litlu stúlkunnar til óþekta landsins. Daginn eftir kom bróðirinn ut- an af sjónum. .Jeg lyfti blæjunni frá fölva andlitinu — hvíti daúð- inn. „Svona er lífið“, sagði bróðir- inn. Sjómennirnir horfast líka í augu við dauðann í öldunum. En hún var bara 17 ára, með Ijóst hrokkið hár og blá augu. * Hjá ekkjunni. Litla barnið ekkjunnar var veikt. Það var aðeins nokk- urra mánáða. Ekkjan bjó í kjall- ara, 2 herbergi og eldhús. Kjall-1 arinn var lítið niðurgrafinn og herbergin fremur björt (jeg hefi komið inn í kjallaraíbúðir, þar sem húsmóðirin hefir verið veik og þar sem rykið af götunni sóp- aðist inn, þegar glugginn var opn- aður, en það var hjá fólki, sem var að reyna að bjarga sjer sjálft án þess að fá opinberan styrk). Ekkjan á 3 börn. Elsta barnið er 8 ára. Maðurinn dó á heilsu- hæli fyrir hálfu ári. Tvær eldri telpurnar hafa líka verið á heilsu- hæli. Onnur 1 y2 ár. Hin 1 ár. Báðar eru þær óhraustlegar og heilsutæpar að sjá. — Og nú — litla barnið. Kostnaður fyrir þessa litlu fjöl- skyldu af opinberu fje í undan- farin 6 ár, lauslega útreiknaður eftir upplýsingum frá konunni, sem hjer segir: Hælisvist fyrir mann í 6 ár (kr. 150.00 pr. mán.) kr. 10.800.00. Hælisvist fyrir börn í 21/2 ár (kr. 150.00 pr. mán.) kr. 4.500.00. Styrkur til konu í 5 ár kr. 100.- 00 pr. mán. kr. 6.080.00. (Hækk- aði upp í kr. 140.00 nokkru eftir að litla barnið fæddist). Húsaleiga borguð af bænum kr. 50.00 pr. mán. kr. $000.00. (í 5 ár — áætlað mánaðargjald). Samtals kr. 24.380.00. Fyrsta árið, sem maðurinn dvaldi á hæli, þáði konan engan styrk. * Af þessu litla dæmi má sjá hvernig einn maður gat smitað út frá sjer, líka er það gott sýnis- horn uppá fjárhagslegu hliðina og sýnir að kostnaðurinn til fjöl- skyldunnar getur verið a. m. k. jafnhár kostnaðinum við sjálfan sjúkdóminn, þó að tilfellin sjeu auðvitað ekki öll eins, en fjöl- skyldukostnaðurinn nær yfir lengra tímabil en kostnaðurinn til sjúklingsins, eins og gefur að skilja. ¥ Af dæini nr. 2 má sjá sorgina, sem fylgir ástvinamissinum. — Af dæmi nr. 1 hve mikla þrautseigju þarf til þess að geta yfirunnið sjúkdóminn. \ Þess vegna berklavarnir. Þorbjörg Ámadóttir, heilsuverndarhjúkrunarkona. Sven B. F. Jansson. „Meira talað um ísland í Stokk- hólmi en í margar aldir“. Með Dettifossi kom hingað sænskur sendikennari til Háskól- ans, Sven B. F. Jansson* Hefir blaðamaður frá Morgunbl. hitt hann að máli og sagði hann svo frá fyrirhuguðu starfi sínu við Háskólann: — Fyrirlestra held jeg einu sinni í viku, kl. 8 á miðvikudags- kvöldum. Fer það eftir því hve vel þeir verða sóttir, hvort þeir verða haldnir í kenslustofum Há- skólans, eða annars staðar þar sem stærra húsrúm er. Fyrstu fyrirlestrarnir 6 fjalla um nýjustu bókmentir Svía, frá aldamótum og fram til 1932. Næsti fyrirlestraflokkur verður svo um vísindi, „Götiska Strömn- ingar“, sem eiga margt skylt við ísland, og einnig verður dregið fram hvað þær eiga skylt við Þýskaland. Er ekki enn ráðið hve margir þeir fyrirlestrar verða, því að um þetta efni má segja, að það er nær ótæmandi. Svo kenni jeg einnig sænsku í Háskólanum og eru kenslutímar tvisvar í viku, á miðvikudögum og föstudögum kl. 6—7. —x— Jansson sendikennari er ungur maður, aðeins 29 ára að aldri. Hann stundaði nám við háskólann í Stokkhólmi, en síðar varð hann lektor við háskólann í Greifswald í Þýskalandi 1933—34. Hann var með í stúdentaförinni hingað í sumar. Og þegar talið berst að því, segir hann: — Mjer þýkir vænt um að vera kominn til íslands aftur, því að aldri á ævi minni hefir jeg tekið þátt í jafn dásamlegu ferðalagi og með stúdentunum í sumar. Jeg ferðaðist þá til ísafjarðar og Norð urlands, og ísland heillaði mig eins og alla aðra, sem tóku þátt í förinni. Og þjer megið vera viss um það, að síðan hefir verið meira talað um ísland í Stokkhólmi heldur en í margar aldir áður. Fulltrúarnir, sem komu á sænsku vikuna“, voru líka mjög hrifnir af dvöl sinni hjer, sjer- staklega Sven Thunberg, sem var foringi þeirra. Hann bað mig að bera sínar bestu kveðjur til allra þeirra, sem hann hefði kynst hjer — og vegna þess að jeg þekki þá ekki alla bið jeg Morgunblaðið að bera þeim kveðju hans fyrir mig, og eins kveðju hinna fulltrúanna. Málverkasýning frú Agnete og Sveina Þórarinssonar í Góð- tem.p 1 arah úsinu. Igær opnuðu þau málara- hjónin frú Karen Agnete og Sveinn Þórarinsson mál- verkasýningu í Góðtemplara- húsinu uppi. Eru þar 60 mynd- ir, flestar nýmálaðar, aðallega olíumálverk, en þó nokkrar vatnslitamyndir. Eru þar fjöl- breytt viðfangsefni. Fjórar myndir eru af heyskap og eru þær einna stærstar. Sú fimta er úr baðstofu í sveita, ein úr fjósi, ein af mönnum, sem draga sleða í vetrarófærð, ein af hrossarekstri. Margar mynd- ir eru af landslagi fyrir norð- an, ýmsar vetrarmyndir frá Húsavík og myndir úr Keldu- hverfi (frá Hljóðaklettum, Vígabjargafoss, (Hafragilsfoss o. s. frv.) Þá eru þarna einnig nokkrar myndir frá Reykjavík. Enn fremur mannamyndir: Benedikt frá Auðnum í bóka- safni Þingeyinga, Guðmundur skáld á Sandi, Vilhjálmur Guð- mundsson í Hliðskjalf á Húsa- vík, Jóhann Eggertsson og tvær konur í Reykjavík. Það borgar sig fyrir fólk að skoða sýningu þessa. Hún er opin alla daga kl. 10—7. Gunnlaugur Blöndal opnaði í gær sýningu á 40 málverkum, flestum frá Islandi, í Arnbachs Kunsthandel í Kauprnarmahöfn. Meðal þeirra, er viðstaddir voru, er sýningin var opnuð, voru Stauning forsætisráðherra, sendi- herrafrú Björnsson, Jón Svein- björnsson konungsritari, Hansen stjórnarráðsritari, Tryggvi Svein- björnsson sendiráðsritari, Jón Krabbe, fulltrúi í íslandsmálum, Helgi Jacobsen, forstjóri frá Carlsberg-söfnunum, Oddur Rafn- ar og fjöldi annara þektra fs- lendinga og Dana. (FU.) * Jón Engilberts. Listamannasam- tök, sem heita ,Kameraterne‘ og sem hafa kosið Jón Engilberts einan erlendra manna sem fjelaga, hefir opnað sýningu í „Den Frie- Udstilling" í Kaupmannahöfn. Yf- ir 2000 manns voru viðstaddir opnunina og var forstjóri danska listasafnsins meðal þeirra. Jónt Engilberts er sá, sem á flestar myndir á sýningunni, og hafa myndir hans hlotið þar heiðurs- sess. Á mánudaginn kemur opnar Jón Engilberts málara- og teikni- skóla í Kaupmannahöfn. (FÚ.) * Berlingske Tidende fluttu í gæqf fyrsta ritdóminn, sem birtist í dönsku blaði um síðari hluta af bók Halldórs Kiljan Laxness, Sjálfstætt fólk. TTmmæli blaðsins eru m. a. á þá leið, að hjer sje á ferðinni aðdáanlegt skáld, og sje þetta bók fyrir greinda lesendur. Segir blaðið, að Laxness leiti að mannssálum með skarpleik og dugnaði, sem, beri á sjer íslenskt ættarmót. (FÚ.) * Berlínarborg hefir gefið Göring hershöfðingja landsetur, í viður- kenningarskyni fyrir starf hans í þágu nazistaflokksins. Var hann sæmdur þessari gjöf í sambandi við 10 ára afmæli flokksins. (FÚ->

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.