Morgunblaðið - 01.11.1936, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 01.11.1936, Blaðsíða 3
Sunnudagur 1. nóv. 1936. M 0 ti G TJ N B L A Ð I Ð ----------Samfylkingin.----------------------- Eysteinn mótmælir þvi sem Alþýðublaðið viðurkennir. TÍMAGIMBILL 20. OKT. „Frá kommúnisturo hefir aldrei neitt samstarfstilboð komið til Framsóknarflokksins. Hvað finst almenn- ingi um flokk eins og Sjálfstæðisflokkinn, sem þarf á því að halda, að nota tilhæfulaus og vísvitandi ósannindi eins og þessa samfylkingarsögn, sem eitt aðalvopnið í hinni pólitísku baráttu?" ALÞÝÐUBLAÐIÐ 31. OKT.: „Fyrir nokkrum mánuðum tóku þeir (þ. e. kommún- istar) upp aðra aðferð. Þeir buðust til þess að semja við stjórnarflokkana — sjerstaklega Alþýðuflokkinn — að því er virðist um að hætta andstöðu sinni gegn ríkisstjórninni eða draga úr henni í bili“. Ennfremur segir Alþýðublaðið, að komm.únistar vilji ná samningum við stjórnarflokkana, „sem viðurkenna þá og flokk þeirra sem sjálfstæðan bandamann" í stjórn- málabaráttunni, „með eigin fulltrúa í bæjarstjómum og á Alþingi" — og svo auðvitað í stjórn landsins ef til kæmi! * Hjer játar Alþýðublaðið skýrt og greinilega, að alt sem Morgunblaðið hefir sagt Um samfylkingarbraskið er sannleikanum samkvæmt, og þýðir því ekkert fyrir Tím.a- gimbil að þræta lengur. Islensk kona 102 ára. í dag á frú Ólöf Bjarnadóttir á Egilsstöðum á Völlum 102 ára af- mæli — fædd 1. nóvember 1834 í Hellisfirði við Norðfjörð. Er hún nú líklega elsta kona á landinu. Hefir hún áreiðanlega fengið í vegarnesti á lífsleið sinni ótrúiega mikla sálar- og líkamskrafta, því að enn er hún ern og fylgist vel með öllu sem gerist. Virðist svo sem sálargáfur hennar hafi lítt sljóvgast, þótt nú hafi hún lifað þrjá mannsaldra. Ólöf hefir altaf verið merkis- kona, enda af góðu bergi brotin, komin af skáldinu síra Stefáni Ól- afssyni í Vallanesi. Ilún giftist Pjetri Sveinssyni bónda á Brim- nesi í Seyðisfirði og 'lifðu þau saman í hjónabandi í rúm 20 ár. Pjetur dó 1880, og síðan hefir Ólöf verið ekkja í 56 ár. Lengst af þeim tíma hefir hún átt heima á Egilsstöðum, fluttist þangað 1889 til Margrjetar dóttur sinnar, sem- gift var hjeraðshöfðingjanUm og búforknum Jóni Bergssyni. Hann er mi dáinn fyrir nokkru og Margrjet hætt búskap. Eru þær mæðgurnar nú í horninu hjá „drengjunum sínum“, Sveini og | Pjetri, sonum Jóns og Margrjetar. j Samtímafólk Ólafar er alt kom- ið undir græna torfu, og sumt fyr- í ir löngu. Synir og dætur þess er i nú fólk á gamalsaldri. Þriðja kyn- slóðin vel miðaldra, fjórða kyn- slóðin í broddi lífsins og fimta kynslóðin komin til sögunnar, jafn vel sú sjötta. Mun það ekki ein- kennilegt fyrir Ólöfu að líta yfir farinn æviveg og hóp samferða- mannanna ? Ólöf Bjarnadóttir, Egilsstöðum. Flokksfundur Sjálf- stæðismanna í Arnessýslu. Flokksfundur Sjálfstæðis- manna í Árnessýslu var haldinn í gær á Selfossi. Fundurinn var vel sóttur, þrátt fyrir slæmt veður, og stóð hann í rúma fjóra klukkulíma. A fundinum mætti frambjóð- andi Sjálfstæðismanna í Árnes- sýslu, Eiríkur Einarsson, og frá miðstjórn flokksins þeir Gunnar Tlioroddsen, Thor Thors, Magnús Guðmundsson. og Sigurður Krist- jánsson, og tóku þeir allir til máls. Af innanhjeraðsmönnum töluðu á fundinum sjera Guðmundur Einarsson, sjera Gísli Skúlason, Tngi Gunnlaugsson, bóndi í Vað- nesi og Gísli Pálsson, bóndi á Svanavatni. Fundarmenn voru mjög ein- huga, og er víst, að áhugi Sjálf- stæðismanna í Árnessýslu hefir aldrei verið meiri en nú. Andanes, breskur togari kom hingað í gær. Hafði skipið mist út annan skipsbát sinn, er ólag reið á það hjer í Faxaflóa. Anda- nes fær hjer nýjan björgunarbát. Ásgerður Sigmrðardóttir, Lind- argötu 18, ekkja Ólafs Jónssonar frá Fellsöxl, á 83 ára afmæli í dag. Fiskverkunarhús Böðvarsbræðra, er veðr'uu slotaði. Takið eftir hvað steinsteypugarðurinn er brotinn af brimrótinu. (Foto Mbl.) Af völdum óveðursins. Frá Hafnarffrði. Þakfýkur: slasar 9 manns. NÍU inanns — sjö skóladrengir og tveir fullorðnir karlmenn slösuðust í Hafn- arfirði í gærmorgun er ris af fiskhúsi Böðvarsbræðra við Strandgötu 50, fauk í roki og sjógangi. Um klukkan fjögur í fyrrinótt skall á V-S-V-stórviðri í Hafn- arfirði. Hafrótið var gífurlega mikið og gekk sjórinn óbrotinn yfir skipin sem lágu á höfninni og alla leið upp á Strandgötu. Um 7 leytið í gærmorgun" var sjórinn búinn að brjóta undan fiskverkunarhúsi Böðv- arsbræðra, sem stendur á ,,plani“ við Strandgötu; einnig j hafði sjórinn brotið inn hlið i hússins. Strandgatan fyltist af j sjó alla leið upp að kirkjunni j og var unnið að því í gær að j aka mörgum bílhlössum af sjáv arþangi af götunni, sem brimið hafði skolað á land. Um fótaferðatíma í gær- morgun kom fjöldi IJafnfirð- inga til að skoða skemdirnar á j fiskverkunarstöðinni. Um 10 leytið komu að nokkr- ir skólapiltar á aldrinum 11— 14 ára, sem voru í frímínútum. En þeir eru nemendur í gamla barnaskólanum, sem er þarna rjett fyrir ofan (bæjarþinghús- ið). Piltarnir voru inni í fiskverk- unarhúsinu og voru að skoða skemdirnar. Alt í eirnj urðw menn þess varir áð hluti af þaki hússins var að f júka af því. Hlupu piltarnir þá út úr húsinu, en urðu þá undir þakinu. Einnig urðu fyrir því tveir fullorðnir menn, þeir Gunn- laugur Stefánsson kaupmaður, Austurgötu 25, og Jón Lárus- son, Skúlaskeiði 4. Skólapiltarnir sem meiddust, voru: Kristján Kristjánssan, 12 ára, Garðaveg 13. Kristján Jónsson, 13 ára, Öldugötu 7. Skúli Ingvarsson, 11 ára, Hverf isgötu 9. Gunnar Már Torfason, 13 ára, Vesturbraut 3 B. Hin- rik Hinriksson, 11 ára, Suður- götu 42 B. Sigurjón Pjetursson, 11 ára, Krosseyrarveg 4. Guð- mundur Hjartarson, 14 ára, Suðurgötu 9. Nokkrir piltanna urðu undir þakinu, þannig, að það varð að lyfta því til að ná þeim undan. Allir þrír læknar bæjarins voru kallaðir til að athuga og binda um sár hinna særðu pilta. Voru þrir þetrra fluttir á spí- talann, og fjórir í bæjarþing- húsið. Alvarlegustu meiðslin hlaut Skúli Ingvarsson, enda varð hann alveg undir þakinu. Fekk hann stór sár víða á líkamann. Hann liggur nú í spítalanum, en hinir piltarnir eru komnir heim til sín og meiðsli þeirra eru ekki, talin hættuleg. Jón Lárusson fekk heilahrist- ing en Gunnlaugur Stefánsson kpm. særðist ekki hættulega. * MASTUR BROTNAR AF LÍNUVEIÐASKIPI. I veðrinu í gærmorgun dró línuveiðarinn Bjarnarey legu- færi sín og rak í áttina til > lands. Frammastur skspsins brotn- aði og fjell alveg niður á þiljur, einnig brotnaði ofan af afturmastrinu. Skipið rak í áttina til vjel- bátsins ,,Síldin“, sem lá þarna nærri og var um tima hætt við að skipin rækjust saman. En þá var brotist út í ,,Síld- ina“ og lengt á legufærunum. Á svonefndu „Thorsplani“ braut sjórinn trillubát í spón. Báturinn var eign Brynjólfs Sí- monarsonar. 3 Fímtudagsveðrið. Sjótlóð tekur 100 metra tún- garð I Höfnum. Mannvirki skemmist á Akranesi. Suðvestan hvassviðri gerði hjer á Suð-Vesturlandi í fyrrinótt. Veðrinu fylgdi víða mikill sjógangur um flóðið í gærmorgun kl. 7. Skemdir urðu þó hvergi, svo teljandi sjeu, nema í Hafnarfirði.1 Á Akranesi urðu ekki Ueinar skemdir af flóði, sjávargangi og veðri í fyrrinótt ög gær) en á fimtudaginn urðu þar rlokkrar skemdir með háflóðinu kl. 4—-5. Yar þá briiúfót mikið óg gekk sjór á land og umturnaði fjðf- unni á löngum kafla. Skemdi sjáv argangurinn SUmstaðar fiskréitá og fiskhús, serii éru næst strönd- inni, en bryggjur stóðu 1 og urðu t. d. engar skemdir á háfnar- bryggjunni, og ekld heldur á bái- um. Vildi það og til, að þetta var um miðjan dag, og ruku allir til þess að verja bátana, einknm þá,1 sem voru í Slippnum, og tókst það. Hjá tveimur eða þremur mönn um gekk flóðbylgjan inn í fisk- írás og hefir valdið einhverjum skemdum á fiski, sem þar var, en þó ekki mjög tilfinnanlegum. Engin hús hafa skemst hjer af völdum roksins nje sjávargangi. Á Hellissandi var veður slæmt í gærmorgun og mikið brim. Gekk sjórinn langt á land upp, lengra en menn tíiuna. Skemdir urðu þó ekki miklar af völdum sjávargangs, nema á veginum frá Sandi og út í Krossavík, en hann skemdist töluvert. í fimtudags- veðrinu skemdist vjelhátnrinn „Garðar“, sem lá upp við bryggju. Suður með sjó urðu engar skemdir af völdum SV-stormsins í gær, símar frjettaritari Mbl. í Keflavík. En í fimtudagsveðrinu gekk alda á land í Höfnum og tók, af um 100 metra túngarð í Kirkjuvogi. Siglingafloti Norðmanna 4. stærsti í heiminum. Norski verslunarflotinn, er, árið 1935, var þriðji, stærsti verslunarfloti heimsins, var 1. júlí þ. á., orðinn fjórði í röð- inni, og var það japanski versl- unarflotinn, er komist hafði fram úr honum. Stærstur var verslunarfloti Englendinga, þá Bandaríkjamanna, þá Japana, og fjórði Norðmánna. Dr. Niels Nielsen flytur í dag kl. 14.00 eftir dnöskum tíma (kl. 12 eftir ísl. tíma) fyrirlestur í danska útvarpið um ferðalög sín á íslandi. Þá verður á morgun kl. 19.15 eftir dönskum tíma við- tal við Ragnar Kvaran landkynn- ir, í danska útvarpið, um ferða- lög til íslands. Frá Kaupmanna- höfn mun Kvaran fara til Eng- lands. (FÚ.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.