Morgunblaðið - 30.12.1936, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.12.1936, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 30. des. I936L 8 *%} i'ttssvcv •—11111 mm~. ... Öraviðgerðir afgxeiddar fljótt -og vel af úrvals fagmönnuin íjá Árna B. BjÖrnsayni, Lækj- fcrtorgi. Otto B. Arnar, löggiltur út- varpsvirki, Hafnarstræti 19. — Sími 2799. Uppsetning og við gerðir á útvarpstækjum og loft- netum. Sokkaviðgerðin, Tjarnargötu 10, gerir við lykkjufölj, stopp ar sokka, dúka o. f 1., fljótt, vel, ódýrt. Sími 3699. Húsmæður. Laga mat í heimahúsum. Veizlumat heit- cn og kaldan. Smurt brauð. Síta Sigurðardóttir, Aðalstræti 7. (Versl. B. H. Bjarnason). Kaupi gull og silfur hæsta verði. Sigurþór úrsmiður, Hafn-1 arstræti 4. Daghókarblöð Reykvíkings Kaupi Kreppulánasjóðsbrjef >g Veðdeildarbrjef. Sími 3652, <\. 8—9 siðd. JCcmftsAajtuv Kaupi flöskur, flestar teg- undir, Soyuglös, meðalaglös og whiskypela. Ásvallagötu 27. Ágæt fjallagrös seljum við, hreinsuð og innpökkuð. Kjöt- verslunin Herðubreið, Frí- kirkjuveg 7. Sími 4565. Fjallagrös í pökkum, hreins- uð og stór, seljum við. Kjötbúð Reykjavíkur. Sími 4769. Kaupi gamlan kopar. Vald Poulsen, Klapparstíg 29. Kaupi gull hæsta verði. Árni Bjömsson, Lækjartorgi. Vjelarcimar fást beatar hjá ri,oulsen, Klapparstig 29. Daglega nýtt fiskfars í búð- um Sláturfjélags Suðurlands. Trúlofunarhringana kaupa menn helst hjá Árna B. Björns- syni, Lækjartorg.. Kaupi íslensk frímerki hæsta arði og sel útlend. Gísii Sigur- 'Jörnsson. Lækjartorgi 1. — Opið 1—4. Kjötfars og fiskfars, heima- tilbúið, fæst daglega á Frí- kirkjuvegi 3. Sími 3221. Sent heim. JijHáyntufujar í kvöld kl. 8Vz Jólatrjeshátíð Söngur - hljómleik- ar — upplestur. — Inng. 0,50. — Allir velkomnir. Fyrst og síðast: Fatabúðin Friggbónið fína, er bæjarins besta bón. Nú eru til aftur allar teg- undir af lyppum og bandi. Ull tekin í skiftum, og keypt — hæsta verði. Afgr. Álafoss — Þingholtsstræti 2. Conditori — Bakarí. Lauga- |Veg 5. Rjómatertur. Is. Fro- mage. Trifles. Afmæliskringlur. j Kransakökur. Kransakökuhom. ! ö. Thorberg Jónsson. Sími 3873 SundhöIIin á Álafossi er nú opin alla daga frá kl. 10 árd. til 91/2 síðd. Best að baða sig í Álafoss-lauginni. Amerískt dagblað segir frá því, að kona ein í St. Johns, Newfoundland, hafi orðið 109 ára gömul um daginn. í afmælisveisl- unni skemti hún gestunum með því að syngja fyrir þá vísur, sem hún hafði lært fyrir 100 irum. I * Hagfræðingar iiafa reiknað út, að ein venjuleg fluga getur und- ir heppilegum kringumstæðum eignast 5.598.720.000.000 afkom- endur á tímabilinu frá bvriun aprílmánaðar til septemberloka. ! * j Aveitingahúsi einu í London er „heiðursborð". Hver sem sest við borðið fær ókeypis J veitingar. En tilætlunin er auð- j vitað sú, að gestunum þyki svo, mikið til um að fá að sita við borð þetta, að þeir borgi miklu hærri upphæð en reikningurinn myndi hljóða uppá. * Ung stúlka sótti um stöðu á sjúkrahúsi. Læknirinn spurði hana, hvort hún væri vön hjúkr- unarstörfum. Jú, hún hjelt það! Hún átti þrjá bræður, sem allir áttu mótorhjól! * Kona í Júgóslavíu, 28 ára göm- ul, heldur því fram að hún sje þyngsti kvenmaður í beimi. Hún er 252 kg. * Hitler hefir verið skírnarvott- ur 12.687 sinnum, síðan liann varð kanslari í Þýskalandi. Þó vantar töluvert á, að hann komist jafn hátt og Hindenburg gerði á þessu sviði. Hann átti 27 þúsund guðsifjabörn. Qamall lyfsali, sem hafði sjer- staklega góðan lakkrís á boðstólum, var vanur að geyma liann uppi á efstu hillunni í lyfja- búðinni, til þess að hið unga af- greiðslufólk skyldi ekki freistast til þess að hnupla sjer af þessu sælgæti. Dag nokkurn kom lítill sakleys- islegur skóladrengur inn í lyfja-! búðina og bað um lakkrís fyrir 10 aura. Lyfsalinn náði í krukk- j una með miklum erfiðismunum, og drengurinn fór út með lakkrís- inn. Eftir dálitla stund kom ann- ar drengur inn. Hann vildi líka fá lakkrís fyrir 10 aura. Aftur', sama erfiðið fyrir gamla mann-' inn. En drengurinn f jekk lakkrís- j inn og krukkan var sett á sinn stað. Enn einn snáði kom inn. „Lakkrís fyrir 10 aura“. Sá gamli beit á jaxl og bölvaði í hljóði. Þetta fór að fara í taugarnar á honum. Sama sagan endurtók sig í fjórða sinn. Nú var lyfsalanum farið að renna í skap. Þá kom sá fimti. Gamla manninum sortnaði fyrir augum af bræði. „Þú ætlar kannske líka að fá lakkrís fyrir 10 aura?“, æpti hann. „Nei, fyrir 5 aura!“ Þá fjell lyfsalinn í ómegin. * Lögregluliðið enska, Scotland Yarcf, er nú farið að nota fjarsýnisáhaldið í leit sinni að glæpamönnum. Um leið og lýsing er gefin á glæpamanninum í út- varpinu getur mynd af honum sjest á öllum lögreglustöðvum í London. Með þessu móti er auð- veldara að hafa uppi á bófunum en ella. agblað eitt í Kaupmannahöfn hefir lagt þá spurningu fyr- ir lesendur sína, hvaða þrjú sam— hangandi orð væru algengust og mest notuð í málinu.. Flestir nefndu eftirfarandii þrjár setningar: Jeg elska þig. — Er maturinm tilbúinn? — Þjónn, eiiin bjór! * Elsti bumbuslagari í Englandi er 96 ára að aldri. Fyrir- sjerstaka náð hefir hann til skamms tíma fengið að vera íl liernum. En hann hætti ekki starfi sínu, þó að hann væri iátinn fara. þaðan. Nú er hann bumbuslagari í Hjálpræðishernum. * Faðirinn: Það er undarlegt, hve- drengurinn líkist mjer með hverj- um deginum sem líður ..... Móðirin: Altaf þarftu að finna;. að öllu. *.<n — Maðurinn minn er því miðnr ekki eins og hann ætti að vera. — Hvað veldur? — Já, hann er ekki vitund af- brýðissamur. ROBERT MILLER: Q' SYNDIR FEÐRANNA. gáfulegur á svip. Hann var dagsfarsgóður, en stund- um gat brugðið fyrir í augum hans kænskulegum grimdarsvip, sem bar þess vott, að hann myndi sækja fast að ná takmarki sínu, hvað sem það kostaði. Mr. Longmore var kominn niður að borða. Miss Tylor kom nú inn í borðstofuna með ungri stúlku, sem bar inn fat með silfurloki og tilkynti, að maturinn væri tilbúinn. Þau settust öll að borðinu. „Maður hefir góða matarlyst eftir útiveruna", sagði Mr. Longmore og fjekk sjer góðan skamt á disk sinn. Hann var mikill matmaður og hafði altaf verið stál- hraustur. „Já, enskur matur — sjerstaklega sem Miss Tylor býr til — er hreinasta afbragð“, sagði Elísabet. „Það er eitthvað annað en maturinn á heimavistarskólan- um“. Miss Tylor brosti, ánægð yfir hinum viðurkennandi orðum Elísabetar. „Jæja — ekki Iítur út fyrir, að þú hafir þurft að svelta, góða mín“, sagði Mr. Longmore. „Enda skil jeg ekki í öðru en hægt hafi verið að fá góðan mat fyrir þær upphæðir, sem nemendur borga“. Rjett í þessu heyrðist rösklegt fótatak úti í garðin- um. Dyrnar stóðu opnar út í garðinn og. litlu síðar sáu þau ungan mann koma í einu stökki upp tröpp- urnar. Alt í einu stóð hann í dyrunum og augu þeirra allra hvíldu á honum um stund. „Nei, nú er jeg hissa, þekkið þið mig ekki?“ kall- aði hann með þægilegri og hljómfagurri rödd. Þá flýttu þau sjer öll að standa á fætur og sögðu einum rómi: „Er þetta Georg?“ Hann heilsaði þeim öllum með handabandi. 'Walter var kyntur fyrir honum og einn diskur var settur á borðið í viðbót. ,/Jeg var nú eiginlega búinn að borða heima“, sagði hann glaðlega. „En þar fyrir get jeg vel borðað ykkur til samlætis aftur. — En hvað þú hefir breyst, Elísa- bet!“ „Sama segi jeg um þig, Georg, þó að þú hafir altaf þenna sama ættarsvip þinn“, svaraði Elísabet. Hún átti bágt með að þúa hann eftir svona langan tíma. Hann var alt öðruvísi en þegar hún sá liann síðast. Hann hafði fríkkað og var orðinn hærri og karlmann- legri, og það var eitthvað rólegt og örugt í framkomu hans. En fyrst hann þúaði hana svona opinskátt, fanst henni hún ekki geta verið þekt fyrir annað en þúa hann líka. „Já, jég held jeg hafi fengið að heyra það: „þessi langi hestshaus“,“ sagði hann hlæjandi. „Jeg held, að þú hafir nú aldrei verið leiður yfir ættarsvip þínum eða andliti, Georg“, sagði Mr. Long- more góðlátlega. „Það opnar fyrir þjer allar dyr, hvar sem þú kemur — við hin verðum að ota fram aurun- um, annars erum við til einskis nýt“. „En mjer finst nú enginn stjettamunur á fólki ann- ar en sá, sem hjartalagið skapar“, svaraði Georg. „Jeg hefi kynst aðalsmönnum, sem jeg vildi ógjarna þúa, en aftur á móti hefi jeg kynst óbreyttum námumönn- um í Þýskalandi, sem hafa reynst hugdjarfir og fórn- fúsir fjelagar“. „Þýskaland hefir gert yður að lýðræðissinna", sagði Miss Tylor gletnislega. Hún hafði altaf verið hrifin af Georg. Elísabet horfði á hann með augum, sem ljómuðu eins og altaf, þegar hún var glöð, og sagði: „Það væri undarlegt, ef maður ætti að meta auð og aðal meira en góða mannkosti. Jeg er alveg á sama máli og Georg“. En frændi hennar skaut inn í háðslega: „Auðvitað ert þú orðinn hreinn lýðræðissinni, Elísa- bet, en mjer þætti gaman að sjá þig í vinnustúlku- stöðu. Ætli þú myndir þá gleyma auðæfum föður þíns og hinni góðu mentun, sem þú hefir fengið“. „Það væri líka til of mikils mælst af stúlku, sem hefir fengið annað eins' uppeldi og Elísabet“, sagði Miss Tylor dálítið afundin. Hún liafði aldrei borið traust til Walters. Hún hafði frjett um Iíferni hans í London gegnum kunningja sína þar, og skuldir hans, en hún hafði forðast að nefna það á nafn þarna á staðnum. Miss Tylor var lág vexti og heldur feitlagin, og kringluleit í andliti. Hár hennar var þykt, en farið að grána. Augun lítil, en fjörleg, blá að lit. Þau sáu alt, sem fram fór í kringum hana. Ekkert fór fram hjá þeim. En Miss Tylor lagði það eklti í vana sinn að hafa orð á því, sem hún sá. Hún hugsaði þess meira. „Heldurðu að þjer leiðist ekki þetta kyrlátlega sveitalíf okkar, Georg?“ spurði Elísabet. „Nei, vertu viss. Hjer er nóg fyrir mig að starfa. Pabbi hefir falið mjer að koma rekstri búsins í nú- tímahorf, og jeg hlakka verulega til þess að hefjast handa. Karlmennirnir töluðu fram og aftur um landbúnað- inn um stund, uns Elísabet alt í elnu tók fram í fyrir þeim: „Spilar þú tennis, Georg?“ spurði hún. „Já“. „Þú elskar ekki að spila tennis, kant það máske- rjett aðeins?“ „Elska er nokkuð, djúpt tekið í árinni“, sagði hann brosandi, „en jeg get vel sagt, að jeg hafi gaman af því“. En hvað hann hafði fallegt bros, hugsaði Elísabet. Hún var viss nm, að sjer myndi falla hann vel í geS — sem góður fjelagi — því að hann var alls ekki til þess að vera ástfanginn í. Það var því augljóst, að það gat ekkert orðið ír fyrirætlun gömlu mannanna. Það yrði áreiðanlega erfitt að koma vitinu fyrir föður hennar, það var hún viss um. Hann myndi auðvitað halda, að þau hefðu strax orðin hrifin hvort af öðru, þegar þau nú fæm að umgangast hvort annað eins og góðir f jelagar, spilai tennis og fara í útreiðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.