Morgunblaðið - 05.01.1937, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 05.01.1937, Qupperneq 2
MORGVIs BLAÐlÐ Þriðjudagur 5. janúar JPorðttttMafttd Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. Ritstjórar: Jðn KJartansson og Valtýr Stefánsson — ábyrgSarmaBur. Ritstjórn og afgreiSsla: Austurstræti 8. — Slmi 1600. Auglýsingastjöri: B. Hafberg. Helmastmar: Jón KJartansson, nr. 3742 Valtýr Stefánsson, nr. 4220. , Árni Óla, nr. 3045. Áskriftagjald: kr. 3.00 á mánuSl. 1 lausasölu: 15 aura elntaklS. , > ■ 25 aura sseS Lesbök. i.m ðt í höíuðið á amtmanninum. Hinn ungi sýslumaður Árnes- inga er í rauninni ekkert öf- undsverður af því, hvernig veit- ingu hans fyrir embættinu ber að. Alþingi er nýbúið að sam- þykkja lög, þar sem skýrt er Akveðið um það, að til þess að geta tekið að sjer slíkt em- bættj, ( þurfi hlutaðeigandi maður að hafa starfað þrjú ár sem skrifstofustjóri, fulltrúi í stióríthrráðinu, fulltrúi hjeraðs- dómara, kennari í lögum við Háskólann eða að ýmsum öðr- um sambærilegum störfum, sem þar eru talin. Með þessum ákvæðum er Verið . að tryggja það, að reynslulausir menn verði ekki valdir til hinna ábyrgðarmestu starfa. Lög þessi gengu í gildi 1. janúar þessa árs. En stjórninni er svo mikið í mtm að komaj ákveðnum, kornungum lög-: fræðingi í sýslumannssæti í Arnessýslu, að hún skirrist ekki við að þverbrjóta yfirlýsta stefnu sjálfrar sín og yfirlýstan vilja Alþingis í þessu efni. Endurskoðun rjettarfarslög- gjafarinnar var eitt af ,,stóru“ áhugamálunum, sem stjórnar- flokkamir- lofuðu að berjast fyrir. Alt Alþingi var sammála íittt að 'halda fast við þau skil- yrðiy'áem fyrirbygðu að óreynd- ir mfeíwh veldust í dómarasæti. En daginn áður en lögin ganga í gildi skipar stjórnin fyrirvara- láust í sýslumannsemb3étfeiéJ>?,í Áýhessýslu, komungan nrami, sem ekki uppfyllir neitt af þeim skilyrðum um embættis- reynslu, sem nefnd voru. Svona er mat ríkisstjórnarinnar á þeirri löggjöf, sem hún sjálf þykist bera fyrir brjósti og Al- þihgi hefir einróma samþykt! Það er sýnilegt að stjórnina hefir órað fyrir að þessi em- bættisveiting mundi mælast misjafnlega fyrir. En til. þess að sjá við þeim leka er ti^ynt að hinn nýi sýslumaður sje af be$ta fólki kominn — rjett- borinn til ríkis! Og svó heitir hann eftir Páli Briem amtmanni. Það væri hót- fýndni að krefjast nokkurrar starfsreynslu af slíkum manni! í rauninni virðist það alveg óþarfi fyrir hann, að hafa lokið embættisprófi í lögum úr því hann heitir í höfuðið á amt- manninum!, 3 SPANSK-ÞÝSK SXYBJOLP? Talii al Hitler s|e ai betja oaloskia Ihlutun i Spáni. Franco er að hefja stórfetda sðkn. il Ki ! Skip uppreisnar- manna skjóta á erlend skip, FRÁ FRJETTARITARA VORUM: KHÖFN í QÆR. Pað er búist við að uppreisnarmenn hafi undanfarnar 5—6 vikur verið að undirbúa stórfelda sókn á Mad- rid. Sóknin á að hefjast um 10. janúar. Madridstjórnin segir að uppreisnarmenn hafi í gær hafið mikla sókn á Madrid að suðvestan, með flugvjelum, skrið- Örekum, þýskum her- sveitum og Máraher- sveitum, en að árás þess ari hafi verið hrundið og hafi uppreisnarmenn beðið mikið manntjón. Segir stjórnin, að skotnar hafi verið niður þrjár flugvjel- ar fyrir uppreisnarrnönnum (seg- ir í Lundúnafregn ’ FlT.). Loftárás var gerð á Madrid í dag og er talið að ÍOO manns hafi látið lífið af völdum hennar. Mótmæli bresku stjórn- arinnar. Uppreisnarmenn segjast nú hafa gersigrað stjórnarhersveit irnar í Cordoba og Jean-hjer- uðum. <J Uppreisnarmenn hafa haft sig mikið í frammi á sjónum undanfarna daga. Skip upp- reisnarmanna skutu í gær 30 skotum á breska skipið Black- hill, en skipið komst undan til Santander. I Gibraltarsundi skutu skip uppreisnarmanna á annað breskt skip. Hefir breska stjórnin mót- mælt þessu við stjórn Francos í Burgos og krafist þess að þetta endurtaki sig ekki. Samkv. fregn frá útvarps- stöð uppreisnarinanna á Spáni (segir í LRPfregn FÚ) í Tene- riffe var rússneska flutninga- skipið „Komiles", sem uppreisn armenn tóku í gær og fluttu til Ceiita, með 3400 smálestir af “hergögnum, á leið fif Val- encia. Þjóðverjar hafa tekið þrjú spönsk skip. Frakkar vilja loka höfn- um Spánar. • _________________ WIÁ FRJETTARITARA VORUM: KHÖrW í QrJZR. Ritzauskeyti frá London hermir að bresk- ir áhrifamenn í ábyrgðarstöðum óttist að draga muni til styrjaldar milli Þjóð- verja og Spánverja. Þeir líta svo á, að með því að láta þýsk herskip hvað ofan í annað leggja lög- hald á spönsk skip sje Hitler aðeins að leita eft- ir atviki sém géti rjettlætt það, að Þjóðverjar hef ji opinskáa íhlutun í styrjöldinni á Spáni. Frakkar eru nú farnir að óttast afleiðingarn- ar af því ef Þjóðverjar skyldu ná öflugri fótfestu á Spáni. I skeyti frá París til „The Times“ segir að í Frakklandi óttist menn að stefna sú sem Spán armálin sjeu nú að taka, geti haft hinar alvarleg- ustu stjórnmálalegar og hernaðarlegar afleiðing- ar fyrir frönsku þjóðina. Er jafnvel um það talað að Frakkar neyðist. til að skakka leikinn. Frakkar eru nú fyrir alvöru farnir að yfirvega þann möguleika að floti Breta og Frakka loki sameiginlega höfnum á Spáni til þess að koma í veg fyrir að erlend hjálp berist öfriðaraðiljunum í borgarastyrjöldinni. *■ ig íiuimjg. ‘ . Fimm þús. ítalskir sjálfboðaliðar til Franco. ítalir virðast, þrátt fyrir að samkomulag Breta og ítala um hagsmuni þeirra í Miðjarðarhafinu hafi verið undirritaður, jafnt eftir sem áður, hafa óbundnar hendur um stuðning við Franco. „Daily Telegraph“ skýrir frá því í dag að 5 þúsund ítalskir sjálfboðaliðar hafi verið settir á land í Cadiz 1. janúar. Voru þeir sendir til Sevilla (einnar af aðalbækistöðvum Francos), strax og þeir höfðu lent (skv. Lunúnaútvarpi FÚ). Mennina flutti ítalska skipið Lombardia og er álitið að það sje herflutn- ingaskip. Aðalkjarni bresk-ítalska samningsins virðist vera 1) að Italir hætti við þá ákvörðun sína að leggja undir sig Baleareyjarnar, og 2) að ítalir og Bretar taki saman höndum um það að koma í veg fyrir allar tilraunir Þjóðverja til þess að ná fötfestu í spönskum löndum (sjá texta bresk ítalska samningsins á öðrum stað). ítalir virðast ekki síður vera staðráðnir í því, að koma í veg fyrir aukin áhrif Rússa á Spáni. í ítölskum blöðum er í dag ritað um Spánarmálin og sagt að ítalska stjórnin muni ekki leyfa að stofnað sje á Spáni neitt sjer-ríki, svo sem Katalonia, er sje undir áhrifum frá Sovjet-Rússlandi. (Skv. FÚ). Um erjur Þjóðverja og Spánverja segir i frjettum frá Lon- don og Khöfn (skv. einkask. og FÚ). „Málplpa Stalins11 var liOs- maður Trotskys! Blöðin í Moskva hafa nú rofið þögnina um mál Karl Radeks, en um það hefir ekk ert verið rætt í rússneskum blöðum. síðan Zinovieff var fyrir rjetti. Radek var handtekinn í oktöber, grunaður um þátt- töku í samsæri því er Zino- vieff og fleiri voru teknir af lífi fyrir. I dag segja blöðin að Ra- dek hafi verið meðlimur Ieynilegs Trotsky-fjelágskap- ar og hafi tekið þátt í laun- ráðum með Sokolnikoff um endurreisn kapitalismans í Sovjetríkjunum. I Þýskalandi: róm- versk-kaþólska kirkj- an óvinur or. 2. Kommúnisminn nr. 1. Orðsending skipherrans. Eftir að þýska beitiskipið Könisberg hafði á laugardag- inn tekið spánska kaupfarið Aragon (hitt skipið, Soton, sem Könisberg tók, komst undan) sendi skipherrann á þýska her- skipinu stjórninni í Valencia svohljóðandi orðsendingu: „Hinn þýski flotaforingi í spönskum sjó er við því búinn, að láta Aragon laust og fresta frekari aðgerðum gegn spönsk- um skipum, þagar farmur sá af þýska skipinu Palos, sem er í höndúm Baskastjórnarinn- ar og hinn spánski farþegi skipsins, eru af hendi látnir. FRAMH. Á ^JÖTTU SÍÐU. . London í gær. FÚ. Rómversk kaþólska kirkjan í Þýska- landi hefir gengið í lið með Confessional kirkj- unni, um gagnrýni á ráð stöíunum Hitler-stjóm- arinnar í sambandi við 'andleg mál. „Vjer hljótum að mótmæla því, að börnunum sje kent, að þegar unnin sje bugur á þjóðaróvini Nr. 1 — bolsje- vismanum — þá eigi að snúa sjer að þjóðaróvini Nr. 2 — rómversk-kaþólsku kirkj- unni“. Á þessa leið segir í embætt- isbrjefi sem rómversk-kaþólsk- ir biskupar lásu í gser. Hófst það á árás á kommún- ismann, og hvöt til allra ró'm- versk-kaþólskra manna að styðja Hitler-stjórnina í þeirri baráttu. Því næst var lýst óá- nægju yfir því, að kirkjan ætti hvorki aðgang að blöðum nje útvarpi til þess að beita sjer gegn þeirri starfsemi sem rekin ,væri í gegn um þessa miðla til niðurrifs kristindóminum með- al hinnar þýsku þjóðar. Þá var lýst óánægju kirkj- (unnar yfir því, að stefnt skuli 'að því, að afnema kirkjuskóla, og kristindómsfræðslu í skól- um.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.