Morgunblaðið - 05.01.1937, Blaðsíða 3
Þriðjudaffur 5. janúar 1937.
MORGUNBLAÐIÐ
sajjfs.®:
íslenskir kommúnistar senda rógsbrjef
til birtingar i spönsku blaði.
Stjórnin þverbrýtur
reglur sem hún sjálf
og Alþingi hafði sett
um starfsreynslu
dómara.
Veiting sýsiumannsembsttisins
f Árnessýslu.
Páll Hallgrímsson, sonur Hallgríms Kristins-
sonar, nýbakaður kandidat í lögum (frá síðastl.
vori), hefir verið skipaður sýslumaður í Árnes-
sýslu.
Síðasta Alþingi samþykti lög um meðferð
einkamála í hjeraði. Er það mikill laga-
bálkur (222 greinar, og í honum
alt snertandi meðferð einkamála í hjeraði og auk
þess nýmæli um sjó- og verslunardómsmál.
Þessi lög höfðu fengið rækilegan undirbúning. Var sam-
komulag um það milli allra þingflokka að gagngerð endurskoð-
un færi fram á allri rjettarfarslöggjöfinni.
Fyrst vann Einar Arnórsson hæstarjettardómari að undir-
búningi málsins, en síðar nefnd þriggja lögfræðinga, sem í áttu
sæti þeir Einar Arnórsson, Bergur Jónsson bæjarfógeti og Stefán
Jóh. Stefánsson hrm.
Brjcfritiftrinn er
Hcndrik Oltóson.
Væmið smjaður og sví-
virðileg ósannindi.
Lítið dæmi um starfs-
aðferðir rauðliða.
Ispánska kommúnistablaðinu ,,La Vangu-
ardia“ birtist þ. 18. desember brjef frá
hinum nafntogaða erindreka íslenskra
kommúnista Hendrik J. S. Ottóssyni, dagsett hjer
í Reykjavík þ. 30. nóvember.
Er brjef þetta glögt dæmi um starfsaðferðir
rauðliða, hvernig þeir á lævísan hátt reyna að
koma sjer. i mjúkinn hjá erlendum flokksbræðr-
um sínum, með því að flytja þeim smeðjulegt lof,
falskar fregnir um samúð, er þeir njóta hjer og
hinar ósvífnustu blekkingar um pólitíska and-
stæðinga hjer heima fyrir.
Þetta brjef Hendriks Ottóssonar birtist hjer í orðrjettri
þýðingu, svo lesendur Morgunblaðsins geti sjálfir dæmt fylli-
lega um þenna erindisrekstur brjefritarans.
Snjóþyngsli valda
truflun á umferð.
Ovenjumiklum snjó hefir
hlaðið niður hjer í bænum
um helgina. Er göngufæri afar
erfitt víða og sumstaðar komast
ökutæki ekki leiðar sinnar.
Strætisvagnar hjeldu vart í gær
áætlun á hinurn lengri áætlunar-
leiðum, svo sem að Kleppi, Soga-
mýri, Seltjarnarnesi og Skerja-
firði. Sæmilega fært var í Hafn-
arfjörð og til Vífilsstaða.*
Það lengsta, sem vitað var
að farið væri á bíl í'rá bænum
í gær, var aS Álafossi, og tók
sú ferð fullar tvær klukku-
stundir.
Á sunnudagimi var fært að Lög
bergi, en ekki lengra austur Suð-
urlandsbr autina.
Fyrir austan fjall mun einnig
vera ófært bílum á stóru svæði og
horfir til vandræða með mjólkur-
flutninga í Árnessýslu.
Hjer í bænum var mikið unn-
ið að snjómokstri á götunum í
gær.
Nefndin hafði tilbúið frum-
varp um meðferð einkamála í
hjeraði svo tímanlega, að það
varð lagt fyrir haustþingið
1935. En ekki varð málið út-
rætt þá á þinginu, en lagt aft-
ur fyrir síðasta þing og þá sam-
þykt. Gengu lögin í gildi 1.
jan. þ. á.
• í þessum lögum eru dregin
saman í eina heild öll ákvæði
um meðferð einkamála. Áður
voru ákvæðin um þetta dreifð
í lögum alt frá 17. öld.
1 II. kafla hinna nýju laga
um meðferð einkamála í hjer-
aði eru ákvæði um dómara o.
fl. Þar segir m. a. í 32.' gr.:
,,Engan má skipa í fast dóm-
arasæti, nema hann:
2. Sje 25 ára gamall.
7. Hafi ennfremur 3 ár sam-
tals verið skrifstofustjóri, full-
trúi í stjórnarráðinu eða full-
trúi hjeraðsdómara, þar á með-
al lögreglustjórans í Reykja-
vík, löglegrustjóri eða bæjar-
stjóri, bankastjóri, sendiherra
eða fulltrúi sendiherra, verið
kennari í lögum við háskól-
|ann, gegnt málflutningsstörfum
FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.
Fyrirsögn brjefsiris í hinu
spánska blaði er svohljóðandi:
Öreigalýðurinn á hinni stóru
eyju í norðrinu lýsir fylgi sínu
við málstað spánska freslisins.
Verkalýðsfjelögin hafa safn-
að álitlegri upphæð til hjálpar
í bardaganum gegn fascisman-
um. Spánski konsúllinn í höf-
uðborg eyjarinnar er eigandi
afturhaldsblaðs, sem fæst við
að útbreiða óskammfeilnar sví-
virðingar um hina spönsku al-
þýðu og hina löglegu stjórn
Spánar.
En brjefið, eins og það kom
frá hendi brjefritarans, er í ís-
lenskri þýðingu þannig:
Til fjelaga, ritstjóra „La Van-
guardia"
Reykjavík (ísland) 30. nóv.
1936.
Háttvirti borgari: Leyfið
mjer fyrst og fremst að lýsa
mínum dýpstu heillaóskum, í
nafni allra sannra lýðræðis-
sinna í landi mínu, með hina
óviðjafnanlegu hugprýði og
fórnfýsi, sem spánska alþýðan,
Kataloníumenn og Baskar, sýna
í bardaga sínum, ekki einijngis
fyrir sínu eigin frelsi, heldur
einnig fyrir framtíð lýðræðisins
í Evrópu, gegn hinum svörtu
áformum hinna afturhalds-
sömu afla um allan heim. Jafn
vel hjer, á hinu fjarlæga ís-
landi, fylgjast menn með þess-
ari hugprýði ykkar með brenn-
andi áhuga og samúð og það er
ekki einungis verkamenn í verk
smiðjum, á sjó og í sveit, sem
finna sig, tengda við málstað8
ykkar, heldur einnig allir okk-
ar mentamenn.
Við höfum verið svö heppnir
að komast í kynni við hina
hugprúðu spönsku þjóð gegn-
um hina baskisku sjómenn, sem
þeg^y þeir hafa komið til
Reykjavíkur, hafa bundist
hjartanlegum fjelagsskap við
menn í okkar bæ. Þetta eru
ekki hin einu beinu kynni okk-
ar af ykkur, en það er vert að
minnast þess hversu ósjálfrátt
Spánn og ísland — land sól-
arinnar og land íssins — bund-
ust bræðraböndum á hátíð þar
sem sungnir voru kastilskir og
baskiskir byltingarsöngvar. Það
var 1. maí. Spánverji, sem hafði
tekið þátt í kröfugöngu verka-
lýðsins hjelt ræðu, sem síðan
var þýdd á okkar tungu.
Þann 1. sept. hóf kommún-
istafjelag íslands samskot til
hjálpar hinum hraustu stríðs-
mönnum Iberíu', sem hafa fylkt
sjer gegn alþjóða fascisma. —
Jafnaðarmenn studdu þetta
frumkvæði þeirra og að lokum
sameinuðust öll verkalýðsfje-
lögin um þau með hrifningu.
Eftir því, sem vitað er með
vissu, hafa þegar safnast í
landinu 3000 krónur (hver
króna jafngildir einu sterlings-
pundi), en samskotanefndin
hefir ekki enn fengið alla list-
ana aftur. Áður en langt líður
munu þessir peningar verða yf-
irfærðir. Við vitum ekki hvort
ykkur kæmi betur að breyta
Skemdaverk
íVestmanna-
eyjum.
nátum sökt
á hOfninni.
Vestmannaeyjum mánud.
Ifyrrinótt sukku tveir vjelbát.
ar hjer á höfninni, og var veð
ur þó sæmilegt. Anuar þessara
báta náðist upp í gærkvöldi, og
sást þá, að bátnum hafði verið
sökt af mannavöldum.
Hafði það verið gert með þeiin
hætti, að botnkrani var opnaður
og ventlar teknir úr, svo sjórinn
streymdi inn í bátinn.
Jeg hefi átt tal við lögreglu-
fulltrúann hjer og
telur hann engan vafa leika á
að bátnum hafi verið sökt.
Málið er í rannsókn og vill full
trúinn ekki úttala sig meira að
sinni.
Bátarnir, sem sukku í fyrri-
nótt, heita „Frigg“ og „Gunnar
Hámnndarson' ‘.
En í fyrravetur var þrisvar
sinnum reynt að kveikja í
„Gunnari Hámundarsyni".
Mörgum getgátum er að því
leitt hjer í Eyjum, hver sje vald-
ur að spellvirkjum þessum, en
enn mun enginn sjerstakur vera
grunaður. Wíum.
Skíðafólk lendir í
' (TtO Í
nöl
stórhrfð.
Allir skiðaskálar fuilir
um heigina.
Skíðafólk bæjarins hef-
ir notað frídagana síð-
an um jól vel, enda skíðafæri
ágætt flesta dagana.
Svo að segja daglega hafa
börn og fullorðnir farið svo
hundruðum skiftir á skíðuin
suður í Eskihlíð, í Ártúns-
brekku eða í brekkurnar við
Löffberjf. , ,
Hefir mátt sjá allskonar
útbúnað hjá fólki, alt frá
tunnustöfum og kústasköft-
um.
En sameiginle^t hjá öllu þessu
fólki, ungum og gömlum, he'fir
verið ánægjan yfir skíðaíþrótt-
inni,
, , i1 ■
Um áramótin var kominn sjer-j
staklega mikill snjór i allar ná-
lægar skíðabrekkur og fyltust þá
þegar allir skíðaskálar íþróttafje-
iaganna.
Á Hellisheiði og í Hvérád'ölum
sjest hVergi á dökkan díl '-ÖÁ jáfii
mikíW snjór hefir ekki' sjeM þár
í mörg ár.
S.l. sunnudag efiídu flest
íþróttafjelögin til skíðaferðá. Um
morguninn, þegár lagt var af
stað, var veður gott og bjart. En
færi var þá orðið svo , þungt, að
bílar komust ekki lengra austur
en að Lögbergi. Mættust þar um
150 manns, I. R.-ingar, K. R,-
ingar, Ármenningar, Hafnfitðing-
ar og Skíðafjelagsmenn.
FRAMH. Á FJÓRÐU SÍÐU. FRAMHALD Á SJÖTTU SÍÐU.