Morgunblaðið - 05.01.1937, Page 4

Morgunblaðið - 05.01.1937, Page 4
MORGUNBLAÐIÐ Miðunarstðð á Reykja nesi kemur öllum skipum að liði. Fimm hundruð skipstjór- ar og sjómenn senda ríkisstjórninni áskorun. MEIRA en 500 starfandi skipstjórar og sjó- menn í Reykjavík, Hafnarfirði og Keflavík hafa skrifað undir svohijóðandi áskorun til ríkisstjórnarinnar og Alþingis: „Þar sem undangengnar miðunartilraunir við litla vitann á Reykjanesi sýna, að miðunarstöð þar á nesinu kemur að liði öllum skipum, jafnt smáum sem stórum, og skekkjur þær, sem orðið hefir vart við, eru hverfandi eða alls engar, í þær áttir, sem mestu varða siglingar fyrir Reykjanesi, leyfum vjer undirritaðir oss, sem allir erum starfandi sjómenn, að skofa eindregið á hæstvirta ríkis- stjórn og Alþingi, að miðunarstöð verði reist þar á nesinu sem allra. fyrst, og'þannig fyrirbygt, að fleiri slys en orð- ið hafa, geti komið fyrir á þessum stað, sem vjer teljum einn með hættulegustu hjer við land“. TJndirskriftunum fylgir eftir- farandi greinargerð, sem er und- irrituð af formönnum viðkom- andi stettarfjelaga sjómanna. Greinargerð. Askoranir þessar eru fram komnar fyrir þá sök, að vitairfála stjóri og ráðunautar hans hafa tékið þá ákvörðun í málinu, sem er gagnstæð vilja sjómannanna, og valið þá leið, sem vjer teljum að sje óheppilegri og til minna ör yggis fyrir sjófarendur, án þess að geta fært fram nægileg rök, málstað sínum til stuðnings. Skýrsla sú uin nefndarálitið, ^em vitamálastjóri sendi til blað-! anna, er villandi. Bæði fyrir þá sök, að ekki er getið um það, að j stærsta miðunarskekkjan, sem' fram kom frá litla vitanum á { Reykjarnesi, er eðlileg skekkja, sem stafar af landkasti og kemur því ekki að sök, þegar vitað er um hana; og hins vegar vegna þess, að árangur tilraunanna með radiovita er sagður hetri en hann var. Þannig er aðeins talað um, að vart hafi orðið við 1 gráðu skekkju um borð í Dronning Al- exandrine, í staðinn fyrir þar komu fram alt að 6 gráðu skekkj ‘ ur, í þær áttir, þar sem ekki gat verið um neitt landkast að ræða. Eftir að hafa athugað nákvæmi lega tilraunir þær og mælingar, • sem gerðar voru á Reykjarnesi, teljum vjer sannað: Að miðunar- stiið getur komið þar að fullum notum. Einnig sýna athuganir með radiovita, sem þar voru gerð ar, meiri og órgelulegri skekkj- ur, en þær, sem komu í ljós við miðanir úr landi. Miðunarstöð á Garðskaga er ■ekki nauðsynleg, ef miðunarstöð kemur á Reykjanes. Garðskagi •er ennfremur óheppilegur staður fyrir miðunarstöð, þar sem ekki «r hægt að sigla nálægt skagan- um, vegna flúðanna þar útaf. Aftur á móti er mikil nauðsyn á því, að miðunarstöð komi á loft- skeytastöðina í Reykjavík, eða Gróttu, vegna skipa, sem þurfa að leita hafnar í Reykjavík og sunn- anverðum Faxaflóa, þegar veður er dimt. Ef miðunarstöð Iiefði verið reist á Reykjanesi, liefði ekki þurft að reisa þar radiovita, en þegar það hefir verið gert, verð- ur ekki lijá því komist að reisa þar líka miðunarstöð, vegna þess, að radioviti kemur svo fáum skip uin að liði, að hann getur ekki talist nein lausn, hvað snertir ör- .yggið við Reykjanes, einnig að staður sá, sem vitinn stendur á, er mjög óheppilegur, ef ekki hættulegur fyrir siglingar. Ingvar Ágúst Bjarnason skipstj., form. Skipstjóra- og stýrimanna- fjel. „Ægir“. Guðbjartur Ólafsson form. skipstjórafjel. ,,Aldan“. Olafur Þórðarson, form. skip- stjórafjel. „Kári“,. Hafnarfirði. Þórarinn Guðmundsson, varaform. S j óm annaf j ela gs Haf n arf j arðar. Henry Hálfdánarson, form. Fje- lags ísl. loftskevtamanna. Kon- ráð Gíslason, form. skipstjóra- og stýrimannafjel. Rvíkur. Geolin fægilögur Brasso fægilögur. Globeline ofnlögur. Zebo ofnlögur. Fæst í Þessi mynd er tekin á höfninni í Palma, höfuborg Mallorca, sem er stærst af Balear-eyjum. Itallr hafa slept hendinni af Baleareyjum. Framh. af 3. síðn. Svfvirðingarbrjef Hendrlks J. Ottósonar. þeim í saltfisk, sem við gætum sent til einhverrar hafnar, sem er á valdi stjórnarinnar. Engin orð geta lýst áhuga þeim, er hjer ríkir fyrir hin- um góða árangri af hinum hug- prúða bardaga ykkar. Fólkið vill fá frjettir frá Spáni. Við höfum fimm dag- blöð: Alþýðublaðið, málgagn jafnaðarmanna, Þjóðviljann, málgagn kommúnista, Nýja Dagblaðið, málgagn framsókn- armanna (bænda) og tvö í- haldsblöð, Morgunblaðið og Vísir. Tvö hin fyrstnefndu eru auðvitað með spönsku samfylk- ingunni. Málgagn Framsóknar- manna byrjaði á því að taka að nokkru leyti málstað uppreisn- armanna. En með hverjum degi verður samúð þess greini- legri með málstað samfylking- arinnar, sem hvorki vill harð- stjórn nje ógnastjórn. Tvö hin dagblöðin, hin íhaldssömu, hafa frá upphafi fylgt hinum afturhaldssömu að málum (stjórnarandstæðingum). Þess ber að geta að þessa afstöðu tóku þau þegar, er fram fóru hinar síðustu kosningar á Spáni, sem fengu svo mikilsverð úrslit fyrir málstað rjettinda alþýð- tnnar. Og þessi afstaða gagn- varf lögmætri stjórn er sorg- leg og óskiljanleg hjá mönn- um, sem síðustu tíu árin höfðu sína bestu viðskiftamenn á Spáni. Jeg álít það rjett, að menn viti á Spáni að einn af eig- endum annars þessara aftur- haldssömu blaða, Morgunblaðs- ins, er spánski konsúllinn, sem okkur til mikillar undrunar, hefir ekki þóknast að gera neitt til þess að blað hans væri sannort og hætti að birta sví- virðingar þær, sem það ber á borð fyrir lesendur sína með mestu óskammfeilni. Af þessu leiðir að við sósíal- istar og þeir, sem ekki aðhyll- ast þessar blekkingar, sjáum okkur til neydda að fræðast um það sem fram fer á Spáni, í frjettum erlendra blaða, en spönsk blöð hafa ekki sjest hjer mánuðum saman. Aðeins útvarpið gefur okkur nokkrar ábyggilegar upplýsingar. Þjer skiljið því nauðsyn þá er við teljum á að fá ábyggilegar skýrslur. Gætuð þjer sent mjer ,,La Vanguardia“ með utaná- skrift þeirri, er jeg gef yður upp? Ósk mín er að geta þýtt fyr- ir blöð okkar frjettir og upp- lýsingar þær, sem merkilegast- ar eru og bestar til að glöggva sig á, viðvíkjandi hinum aðdá- unarverða bardaga sem þið haldið uppi gegn fascismanum. Kastilumenn, Kataloníumenn, ; Baskar, etc. jeg óska ykkur öllum að þið megið fá algjöran sigur í þessum hildarleik fyrir frelsi heimsins og kveð ykkur, ; kæru fjelagar, með bróður- kveðju, Hendrik J. S. Ottósson. Óþarfi er að bæta hjer miklu við. Brjefið dæmir sig sjálft: j Fyrst er smjaðrar. Hin dá- sa,mlega viðkynning við sjó- mennina, sem talað er um í brjefinu, kemur þeim einkenni- lega fyrir sjónir, sem kyntust hegðun þeirra manna hjer á Þriðjudagur 5. janúar 1937. — - - • Eins og þegar „Manna“ rigndi á Israelslýð. Síld rignir á bæ 6 Breiðafirði. IBjarneyjum á Breiða- firði fjell síld úr lofti yf- ir bæinn off umhverfið mánu daginn 7. f. m. kl. 15. Síld- arnar voru 25 að tölu. Alt voru það kópsíldar — en það er hafsíld í uppvexti, á fyrsta eða öðru ári. Síldarn- ar virtust nýdauðar. Heimafólk í Bjarneyjum telur óhugsandi, að síldina hafi rekiS af sjó, og til þess að fullvissa sig' um það, var leitað með sjónum, til þess að vita, hvort þar fynd- ist nokkur sjórekin síld, en þess varð hvergi vart. Hinsvegar veiddust nokkrir fiskar á hát úr Bjarneyjum sama dag, og fundust í maga þeirra nokkrar síldar sömu tegundar, og voru sumar alveg nýjar. Þess er getið til, að skýstrók- ur muni hafa sogað upp síldina og borið hana inn yfir eyna. Hefir FU. borið það undir Árna Friðriksson, og telur hann það sennilegt. Segir haim, að erlejid frsfðirit telji nokkur dæmi þess, að s.ítum eða skorkvikindum rigni úr lofti, en mjög eru það fágætir atburðir. „Mannaregn“, sem biblían getur um að fallið liafi á eyðimörkum Arabíu, er sama eðlis. v FRAMH. AF FYRRA DÁLKI. götunum, er þeir höfðu hnífa að vopni og notuðu óspart. Þá kémur sagan um sam- skotin. Krónan er látin jafn- gilda sterlingspundi. Minna mátti ekki gagn gera. Og brjef- ritarann vantar orð til að lýsa hrifningu sinni yfir grimdar- stjórn kommúnista á Spáni, fjöldamorðum, brennum og þeim hörmungum, sem þessir ólánsmenn hafa leitt yfir þjóð sína. íslenska þjóðin veit á hverju hún má eiga yon, ef skoðanabræður kommúnista komast hjer til valda. Þá er frásögnin um dagblöð- in hjer í bænum. Lýsir sjer þar m. a. hin óblandna ánægja yf- ir því, hvernig blað Framsókn- armanna ,,með hverjum degi“ fær meiri samúð með kommún- istum. Fróðlegt að heyra hvern- ig kommúnistar tala um vax- andi samúð Tímadagblaðsins með hinum alþjóðlega þjóðern- islausa kommúnisma. Þá er næst hinn lubbalegi rógur á hendur spánska ræðis- manninum hjer, sem sýnir ef til vill betur en nokkuð annað í þessu „brjefi“ hvaða vopn hinir rauðu piltar leyfa sjer að nota í rógi sínum, er þeir dreifa út um heiminn. Eimskip. Gullfoss er á leið til Leith frá Vestm. Goðafoss er í Hamborg’. Brúarfoss er í Khöfn. Dettifoss er í Khöfn. Lagarfoss er í Khöfn. Selfoss er á leið til Jands ins frá útlöndum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.