Morgunblaðið - 05.01.1937, Blaðsíða 6
0
Veiting sýslumannsembættis-
ins í Arnessýslu.
PRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU.
að staðaldri eða verið settur
hjeraðsdómari, eða gegnt opin-
beru starfi, sem laga- eða hag-
firæðipróf þarf til. Leggja má
•aman starfstíma í hverri ein-
■takri af starfsgreinum þess-
ttm",
Hjer eru gerðar auknar kröf-
ur til dómarans. Um þær fór-
nst framsögumanni (Stef. Jóh.
Stef.) þannig orð í þinginu
1935:
„1 þessum kafla (um dóm-
ara) er vert að geta nýmælis
í 32. gr. frv., þar sem lagt er
til, að lögfræðikandidat megi
ekki skipa í hjeraðsdóm nema
hann hafi fengið þar til
greinda reynslu. — Þessa ný-
breytni byggjum .við á því, að
ná er orðinn góður kostur lög-
læröra manna, og er því eðli-
tegt að láta þá ganga fyrir,
sem hlotið hafa reynslu í þess-
ari fræðigrein. Það ier bæði
sanngjamt gagnvart lögfræð-
ingunum sjálfum og nærgætni
við þá, sem hlíta eiga lögsögu
þeirra, því það má gera ráð
fyrir, að þeir hafi öðlast
reynslu og þekkingu við að-
hafa á hendi lögfræðileg störf
í 3 ár. En þeim, sem nýkomnir
eru frá prófborðinu, verður
etfiðara um vik að gegna
vandasömum dómarastörfum“.
Enginn ágreiningur varð um
þetta í þinginu.
*
En nú bar svo við fyrir síð-
ustu áramót, að eitt stærsta
sýslumannsembætti landsins
losnaði, sýslumannseimbættið í
Árnessýslu.
Hvað gerði ríkisstjórnin þá?
Hún auglýsti ekki embættið,
heldur skipaði í það mann ný-
kominn frá prófborðinu, Pál
Hallgrímsson, son Hallgríms
heit. Kristinssonar forstjóra.
Páll er aðeins 24 ára gamall og
lauk lögfræðiprófi s.l. vor.
Páll var skipaður í embætt-
ið á gamlársdag, daginn áður
en hin nýju lög, sem gerir
auknar kröfur til dómara öðl-
uðust gildi!
Kemur hjer í' ljós hin al-
menna og alkunna lítilsvirðing
ríkisstjórnarinnar fyrir lands-
lögum, og einræðistilhnejging
jhennar.
Dagblað Tímamanna telur
einn höfuðkost hins unga ný-
skipaða dómara, að hann beri
nafn Páls heit. Briem. Margir
hefðu kosið að nafni Páls og
sonur Hallgríms Kristinssonar
hefði byrjað starfsferil sinn á
annan hátt en þenna.
Tilkvnning.
Þar eð ýmsir þeirra manna, sem óskað hafa að
tryggja sjer rjettindi hjá samlaginu, hafa orðið frá að
hverfa sökum þess, hve mikil aðsókn hefir verið, hefir
samlagsstjórnin ákveðið, að allir tryggingarhæfir sam-
lagsmenn, þeir er greiða sjúkratryggingariðgjöld sín fyrir
alla mánuðina júlí til desemþer f. á. eigi síðar en 15. þ. m.,
skuli njóta fullra rjettinda samlagsmanna frá þeim degi,
er greiðslan fer fram.
Gamla samlagið tekur og á móti iðgjaldagreiðslum til
15. þ. m. og njóta fjelagsmenn þess samlags, þeir er verða
skuldlausir við samlagið innan þess tíma, sama rjettar frá
greiðsludegi sem aðrir skuldlausir, tryggingarhæfir sam-
lagsmenn. Afgreiðsla gamla samlagsins er, sem áður, í
Ber^taðastræti 3, og er hún opin hvern virkan dag frá kl.
lþ árdegis til kl. 4 síðdegis eins og afgreiðsla nýja sam-
lagsins í Austurstræti 10. .,,, ;
Þetta er síðasti greiðslufrestur, sem unt er að veita á
iðgjöldunum. Væntir því samlagið, að þeir menn, sem nota
a^t^þetta tækifæri til þess að ná rjettindunum, geri það
hið fyrsta, en dragi það eigi til síðustu stundar.
Frá og með 1. þ. m. njóta allir hluttækir samlagsmenn,
þeir,’er þá voru skuldlausir, fullrar sjúkratryggingar sam-
kvæmt gildandi lögum og reglum.
í>egar samlagsmaður vitjar læknis eða óskar að kaupa
lyf í lyf jabúð, ber honum að sýna samlagsskírteini sitt eða
kvittanaspjald frá fyrra ári, en það hefir sama gildi, uns
samlagsmaður hefir fengið skírteini, þó eigi lengur en til
loka þessa mánaðar og því aðeins, að samlagsmaður hafi
verið skuldlaus 1. jan. s. 1.
Vitjanabeiðnir skulu vera komnar til læknis fyrir kl. 2
síðdegis, ef óskað er heimsóknar samdægurs.
Sjúkrasamlag Reykjavikur.
MORGUNBLAÐIÐ
rr-pjr
Opinber tilkynn-
ing um líðan
páfa.
(FÚ). .
I dag var gefin út fyrsta
opinbera tilkynningin, sem gef-
in hefir verið út um líðan páf-
ans síðan hann veiktist. Þar
segir, að ástæða sje til að vona,
að sú truflun á blóðrásinni,
sem bólgan í fæti hans hefir
valdið, muni fara minkandi.
Hinsvegar leiki vafi á því,
hversu mikla áreynslu hjartað
þolir, vegna þess, hvernig sjúk-
dóminum sje háttað og vegna
hins háa aldurs sjúklingsins.
Brjef skipherrans á Kön-
igsberg. Mótmæli
Spánverja.
FRAMH. AF ANNARI SfÐU.
Vjer bíðum svars yðar um borð
í Könisberg."
Spánska stjómin hefir
neitað að verða við þess-
ari kröfu og tilkynnir, í
sambandi við þessa orð-
sendingu, að hún hafi á-
kveðið, að láta ekki kúga
sig til afhendingar á hin-
um ólöglega farmi skips-
ins, er hafi verið tekin lög-
um samkvæmt.
Orðsending þýska aðmí'ráls-
ins sje stíluð á ósæmilegan átt,
en ekki í samræmi við þær
reglur, sem gildi um orðsend-
ingar til ríkjandi stjórna, og
verði henni því ekki svarað.
Og þar sem viðsjámar fari
daglega vaxandi, Og hætta sje
á, að til stóratburða leiði, ef
ekki sje þegar tekið fyrir upp-
tökin að slíkum atburðum, er
hjer liggi til grundvallar, þá
hafi spánska stjórnin ákveðið
að gera nauðsynlegar stjórn-
málalegar ráðstafanir.
rrorrf; smni-
Mótmæli Madrid-
stjórnarinnar.
Del Vayo utanríkisráðherra
Spánar, hefir lýst því yfir, að
spánska stjórnin sje stáðráðin
í því að láta ekki eins einasta
ofbeldisverks gagnvart spönsk-
um skipum óhefnt, en hagnýta
sjer til fulls öll þau skilyrði
sem fyrir hendi sjeu til varnar
gegn áframhaldandi ofbeldis-
verkum.
Ábyrgðin, segir del Vayo,
tnuni ekki falla á stjórnina,
jsem hafi gert alt sem í henn-
!ar valdi hefir staðið, til þess
að forðast árekstra.
Síðan hafa Þjóðverjar
tekið annað spánskt skip,
Marta Junkera, sem var
með m.atvælaflutning -ná-
lægt Bilbao. Þjóðverjar
segjast ekki munu sleppa
því fyr en Palos-farminum
sam haldið var eftir í Bil-
bao sje skilað.
Landsstjórinn í Sandtander
hefir lýst yfir því að líta verði
á töku skipsins sem árásar-
ráðstöfun, og krafist að skip-
inu yrði slept, en hótað að öðr-
um kosti alvarlegum gagnráð-
stöfunum.
Lausafregnir herma að skip
Baskastjórnarinnar hafi látið
taka þýska skipið Pluto á rúm-
sjó, en slept því aftur.
Þriðjudagur 5. janúar 1937,
Miðjarðarhafssamn-
ingur Breta og Itala.
LRP í gær. FÚ.
Texti hins nýja samnings, er
Italir og Bretar hafa gert með
sjer, um Miðjarðarhafsmálin,
var birtur í gærkvöldi. Þau lof-
ast til þess að virða rjettindi
hvors annars í Miðjarðarhaf-
inu, og viðurkenna, að Miðjarð
arhaf sje opin siglingaleið. Þau
taka það fram, að samningi
þessum sje ekki beint gegn
neinni þjóð.
Þá hafa einnig verið birtar
orðsendingar, er þeim Sir Eric
Drummond, sendih. Breta í
Róm, og Ciano greifa, utanrík-
isráðh. ítala, fóru á milli, í vik-
unni milli jóla og nýárs. Þar
rekur Sir Eric Drummond
munnlegar viðræður þeirra um
Spánarmálin, og biður um
skriflega staðfestingu á þeim
munnlegum loforðum ítalska
utanríkismálaráðh. fyrir hönd
ítölsku stjórnarinnar, að Italir
muni virða sjálfstæði Spánar
og allra spánskra landa. I svari
sínu gefur Ciano greifi einnig
yfirlit yfir viðræður þeirra, og
segist ekki hika við að stað-
festa það loforð ítölsku stjóm-
arinnar, að sjálfstæði núver-
andi spánskra landa muni í
engu 'verða haggað, að svo
miklu leyti, sem Ítalía eigi í
hlut.
I blöðum ,álfunnar hefir þess-
um fregnum verið vel tekið.
Hrakninffar
skíðafólks á sunnudaginn.
FRAMH. AF ANNARI SÍÐU.
Um liádegi skall á öskuhylur og
var þá ekki lengur um skíðaskemt
un að ræða; komust allir til Lög-
bergs í besta gengi.
Um 30 manns urðu veðurtept-
ir í Skíðaskálanum á sunnudag-
inn. 19 þeirra gengu niður að
Uögbergi.
f Skíðaskála Ármanns í Jósefs-
dal voru um 30 manns, sem höfðu
gist þar um nóttina. Gekk það
fólk alt til Lögbergs á rúml. 2
tímum.
Sigurjón Pjetursson framkv,-
stj. og 8 manns með honum, lenti
í svartasta bylnum á sunnudag-
inn á leið sinni upp í skíðaskála
Ármanns í Jósefsdal. Voru þeir í
3y2 klukkutíma á leiðinni í skál-
ann frá LÖgbergi. Var það í raun
og veru hin mesta svaðilför, en alt
fór þó að lokum Vel.
Rauði Krossinn byrjar náms-
skeið í hjúkrun og hjálp í viðlög-
um þann 11. janúar n.k.
Björn Bjarnason cand. mag. hef
ir fengið löggildingu stjórnarráðs'
ins sem dómtúlkur og skjalaþýð-
andi við þýðingar úr og á ensku
bg þýsku.
hefir hlotlð
besfn meðmæli
Minningarorð um
Jón Sigurðsson bónda
frá Búrfelli.
I dag er til grafar borinn
Jón Sigurðsson fyrv. bóndi að
Búrfelli í Grímsnesi og á ís-
lensk bændastjett sem oftar á
bak að sjá einum þeirra þraut-
seigu sona sinna, sem búnaður
hvers lands byggist á.
Jón var fæddur að Krögg-
ólfsstöðum í Ölfusi þ. 1. sept.
1862. Foreldrar hans voru Sig-
urður Gíslason bóndi þar og
Valgerður Ögmundsdóttir, ög-
mundar á Bíldsfelli. Valgerður
móðir Jóns var alllengi ljós-
móðir í Ölfushreppi og munu
margar eldri mæður þar og
annars staðar muna hana.
Jón fór frá foreldrum sí'num
1868, eða 6 ára gamall, þá til
Magúnsar frænda síns þáver-
andi bónda á Búrfelli og var
þar til ársins 1926, að hann
flutti til Hafnarfjarðar, því þá
var hann farinn að heilsu. Það-
an flutti hann til Rvíkur og
átti heima á Laugarnesveg 38
og naut þar allrar þeirrar um-
hyggju til dauðadags, sem hjá.
börnþm sínum væri og dó þar
þ. 27. des. s.l., eða 74 ára gam-
all.
Jón giftist 1885 Ingileif J.
Melsted frá Klausturhólum
(systur Boga Th. Melsted).
Hún var gáfuð og góð kona,
áttu þau sanlan 5 börn, 3 þeirra
dóu ung, en þar næst misti
hann konu sína og nokkru
seinna apnað tveggja barna,.
sem eftir lifðu, svo er hann
dó, átti hann aðeins eina dótt-
ur á lífi, Stefaníu, sem nú býr
í Khönf.
Nokkrum árum eftir lát Ingi-
leifar kvæntist Jón Kristínu
Bergsteinsdóttur frá Torfastöð-
um í Fljótshlíð, sem veitti hon-
um allan stuðing og þrek, sem
ein kona getur veitt maka sín-
um, og sem dæmi um æsku
hennar er það, að hún ttiun
elsta kona, sem kunnugt er að
numið hafi sund á elliárum.
Hún ljest í apríl 1936, svo
skamt var þeirra í millum. Þau
Jón og Kristínu tóku stúlku-
aarn til fósturs og sáu því far-
aorða, sem sína eigin, auk þess
aöfðu þau hönd í bagga með
tveim öðrum börnum, sem hjá
beim voru.
Vertu sæll gamli vinur og
frændi. Hafi jeg eitthvað látið
ósagt, þá gerum við það upp-
seinna.
S. G.