Morgunblaðið - 05.01.1937, Blaðsíða 7
ÞriSjudagur 5. janúar 1937.
M'uÍ* GU N JáLAF i '
Qagbók,
□ Edda 5937166 — H.‘. & Y.‘.
□ FyTl. E.‘. M.‘. Atlcv. Listi í
□ og hjá S.'. M.'. til kl. 6 þann
5 janúar.
Veörið í gær (mánud. kl. 17) :
Yindur er yfirleitt allhvass N
hjer á landi með snjókomu norðan
lands. Frostið er 4—8 st. á V og
N-landi, en um 0 st. austanlands.
í Rvík er 5 st. frost. Djúp lægð er
út af Austfjörðum á lireyfingu
austur eftir og ný lægð við SV-
Grænland mun valda veðrabrigð-
um hjer vestanlands innan skams.
Veðurútlit í Reykjavík í dag:
Hægviðri fyrst, en síðan vaxandi
SA-átt og snjókoma.
Nýr skíðaskáli var vígður í
Siglufirði s.l. sunnudag. Er skáli
þessi hinn veglegasti og er hann
reistur af skíðafjelaginu Siglfirð-
ingur, sem stofnað var í ágúst-
mánuði s.l. sumar. Stofnendur fje-
lagsins voru aðeins 25, én meðlim-
ir eru nú órðnir úrá 75 að tölu.
Form. fjelagsixVs' er Sófús Árna-
sön. Skíðaskáli þéssi hláut nafnið
Skíðaborg. Stendur skálinn hátt
tindir norðvestur rótum Skjaldar-
fjalls, sem er upp af Steinaflötum.
Ahxxgi er nú mikiH fyrir skíðaí-
þróttinni í Siglufirði eins og tind-
aufarna vetur.
Hjónaefni. Á gamlárskvöld op-
inberuðu trúlofun sína ungfrú
Kirsten Lára Sigurbjörnsdóttir,
Ási, og Ásgeir Ó. Einarsson, dýra
íséknir.
Sextugsafmæli átti 2. þ. m. Jó-
hann Ármann Jónasson úrsmíða-
tiieistari, Skólavörðustíg 17 B.
Hann er gamall og góður Reyk-
víkingur, og þektur að góðu einu.
Mun leitun á grandvarari rnanni
til orðs og æðis en Jóhanni Ár-
mattn. enda nýttir hann almenns
trausts og vinsælda allra þeirra,
sem einhver kynni hafa af honum
haft. Síðastliðinn vetur varð hann
fyrir bílslysi hjer í bænum og hef
ir legið að mestu rximfastur síðan.
Nú er hann kominn á ról aftur.
Hinir mörgu vinir Jóhanns og
kunningjar óska þess af heilum
hug, að hann fái fult starfsþrek
aftur, og að þeir fái að njóta hans
góðu mannkosta sem lengst. —
Vinur.
Knatspyrnufjelagið Fram held-
ur dansleik í Oddfellowhúsinu á
Þrettándakvöld. Þess er vænst að
fjelagsmenn sæki aðgöngumiða
:sína fyrir kvöldið.
Ungbarnavernd Líknar, Ternpl-
arasundi 3, verður framvegis op-
in á þriðjudögum og fösttidögum
kl. 3—4.
Ráðleggingarstofa Líknar fyrir
barnshafandi konur verður fram-
vegis opin 1. miðvikudag í hverj-
um mánuði kl. 3—4, Templara
sundi 3.
Sextíu ára verður í dag Kristj-
án Jónasson bílstjóri, Grettisgötu
32 B. Hefir hann staríað sem bíl
stjóri síðustu átján árin. Mun
margur verða til þess að rjetta hin
um síkáta starfsmanili innilega
höndina á þessum merkisdegi
lífi hans.
Árni Guðmundsson læknir hef-
ir verið settur hjeraðslæknir í Ak
ureyrarhjeraði frá áramótum að
telja.
Hvítasunnusöfnuðurinn Fíladel-
fía. Samkoma í Varðarhxisinu
kvöld kl. 8Eric Ericson, Jónas
Jakobsson og Kristín Sæmunds
Söngur og hljóðfærasláttur. Allir
velkomnir.
Lækningastofu opnar í dag í
Bankastræti 11 Eyþór Gunnarsson
læknir. Hann hefir rúm 4 ár ver-
ið við framhaldsnám í læknis-
fræði og er nú nýkominn frá
Þýskalandi, þar sem hann 2 und-
anfarin ár hefir lagt stund á háls,
nef- og eyrnasjúkdóma.
Frjettaritari FÚ. í Skagafirði
simar: Haglaust á Skaga og í
Fljótum, en snjóljett í innhjeraði
og oftast beitt þar sauðfje. Úti-
gangshross eru enn í hausthold-
um.
Belgaum kom af veiðum í gær-
dag og fór samdægurs áleiðis til
Englands með aflann.
Jóhann Sæmundsson læknir hef
ir verið ráðinn læknir Trygging-
arstofnunar ríkisins og eftirlits-
læknir við Sjxxkrasamlag Reykja-
víkur. Jóhann Sæmundsson er
ungur læknir. Hánn hefir starfað
hjer í bænum í nokkur ár, sem
sjei’fræðingur í taugasjúkdómum.
Við Keflavík verður opið sírna
samband til kl. 11 síðd. frá nýári
til vertíðarloka, eins^ og tíðkast
hefir undanfarna vetur.
Barnaskemtunin, séin Vetraf-
hjálpin gekst fyrir fyrir jólin, var
svo fjölsótt og vinsæl, að ákveðið
hefir vefið að endurtaka hana í.
Gamla Bíó á morgun kl. 5 e. li.
Verðúr þar margt til skemtunar.
Jóla'sveinninn Gluggágægir verð-
ur þar á fefðinni. Alfred Andrjes-
son segir skrítlur og sögur, harm-
onikuhljómsveit leikur þannig, að
börnum mun þykja gaman á að
hlýða. Auk alls þessa ætlar Ás-
geir Bjarnþórssöir listmálari að
skemta börnunixm með því að hrað
teikna allskonar skopmyndir eftir
beiðni litlu áhorfendanna. Verður
eflaust gaman að sjá Ásgeir full-
nægja kröfum liinna smávöxnu á-
horfenda, einll vill hest, annar
kind og sá þriðji karl o. s. frv. o.
s. frv. Ættu foreldrar að lofa
börnum 'sínum að fara á skemt-
un þessa.
Hjálpræðisherinn. Á morgun
(miðvikudag) verður síðasta jóla-
trjeshátíð. Fyrir börn kl. 4 e. h.
Fyrir fullorðna kl. 8y2 e. h. All-
ir velkomnir.
Stúkan „Verðandi11 heldur ný-
ársfagnað í kvöld í G. T. húsinu.
Stúkan „Frón“ heimsækir.
Sjúklingar í Laugarnesspítala
hafa beðið Morgunblaðið að flytja
þeim Jóni Is'leifssyni og Jóni Þor-
kelssyni hjartans þakklæti fyrir
komxuia og skemtunina á gamlárs
dag, og óskir um gleðilegt nýár.
Prentarafjelagið hjelt sinn ár-
lega jóladansleik að Hótel Borg
s.l. sunnudag.
Hjónaefni. Á gamlársdag opin-
beruðu trúlofun sína ungfrú
Lára Einarsdóttir, Nýlendugötu
27 og Jón Sumarliðason, vagn-
stjóri hjá Strætisvögnum Reyltja
víkur. Ennfremur ungfrú Sigríð
ur Alexandersdóttir og Björn Þor
grímsson, vagnstjóri lijá Strætis-
vögnum Reykjavíkur.
Sjúklingar á Hafnarfjarðar
spítala hafa beðið Mbl. að flytja
Kirkjukór Fr. Bjarnasonar, Hafn-
arfirði, bestu þakkir fyrir skemt-
unina á nýársdag.
Hjónaefni. Nýlega hafa opin-
berað trúlofun sína ungfrú Inga
Jónsdóttir, hárgreiðslustúlka, og
Helgi Helgason, Vesturgötu 56.
Hjónaefni. Á gamlársdag opin
beruðu txuxlofun sína xxngfrxx Anna
Steindórsdóttir, Einarssönar, bíla
eiganda, og Thomas Haarde verk
fræðingur.
Útvarpið:
Þriðjudagur 5. janúar.
8.00 Morgxxxxleikfimi.
8.15 Enskukensla.
8.40 Dönskukensla.
12.00 Hádegisútvarp.
19.20 Hljómplötur: Danskir
söngvarar.
20.00 Frjettir.
20.80 Erindi: Weyse og sálma-
söngsbók hans handa íslending-
xxm (Sigfxxs Einarsson tón-
skáld).
20.55 Sönglög eftir Weyse.
21.00 Húsmæðratími.
21.10 Hljómplötur: Ljett lög.
21.15 Útvarpssagan.
21.40 Hljómplötur: Endurtekin
lög (til kl. 22.30).
-u—
Minningarorð um
Sigurjón Helga Sig-
urjónsson,
.............. i
ie iríí-snl
Fseddur 14. nóv. 1919.
Dáinn 25. des. 1936.
Sigurjón vinxxr okkar dáinn.
Það er erfitt að trúa, þungt að
skilja svo fá orð með svo rnikið
djxxp að baki sjer. Við vissum alt
af, að vegir dauðans erxx órann-
sakanlegir ,og að hönd hans er
styrk, ou að vald hans væri -svo
mikið, ótakmarkað, hvern skyldi
hafa grunað það?
Ungur hefir Sigurjón orðið að
lxita valdi dauðans, í broddi lífs-
ins, einmitt á þeim aldri, er
árroðinn brá hinni litfögru birtu
sinni yfir líf hans. Á hinni stuttu
æfi sinni áuonaðist honum þó að
vinna vináttu margra, sem geyma
minningu hans sem tákn glað-
værðar, drenglyndis og festu.
, Óbilandi vilji hans og hinn
ií t i '
nxikli lífsþróttur hefðu brotið hon
um brattl, ef æfin hefði enst til.
Haiin var xxngur byrjaður að
vinna fyrir sjer og hafði áunnið
sjer hið ítrasta traust húsbænda
og samvei’kamanna sökum ráð-
vendni og áhuga í starfi. En jafn
framt fekst hann við bóklegt nám
í tómstundum sínum til að full
nægja fróðleiksfýsninni og undir-
bxxa fullnustxx framtíðarvona
sinna.
Svo kom dauðinn öllum á óvart
og krafðist fylgdar hans og lagði
í rústir það, sem vonirnar höfðu
ðygt.
- Sár harmur er upp kveðinn
iáeðal állra vina hans og kunn-
iixgja, en sárastxxr er harmur
þeirrá, sem þektu hann best og
niistu mést, foreldra og systkina
Huggun ástvinanna er vissan um,
að ltann lifir um aldur og æfi
handan hafsins nxikla og lýkur
þar lífsstarfi sínu við hlið ljóssins
barna. Mannleg þekking veit, að
ínagn- og orka er ævarandi og að
enginn kraftur líður undir lok.
Hið horfna líf lifir áfram og starf
ar — annarsstaðar.
Vertu sæll, Sigurjón
þínir þakka samveruna. Hið eilífa
ljós vináttunnar lýsi þjer á ó-
kunnum vegxxm. S. S.
Barnaskemtun Vetrarhjálparinnar
Vetrarhjálpin endurtekur barnaskemtun sína í G-amla
Bíó miðvikudaginn 6. janúar kl. 5 e. h. ’ e. i
Fjölbreytt skemtiskrá, svo sem:
Hinn góðkunni jólasveinn (Gluggagægir) syngur gam-
ahivísur og sýnir þeim Grýlu og Leppalúðá, svo börnin
véltast um að hlátri.
Alfred Andrjesson leikari segir börnunum skrítlur
sogur.
Ásgeir Bjarnþórsson listmálari hraðteiknar allskonar
skopmyndir í viðurvist barnanna og eftir beiðni þeirra.
Besta harmoniku (jass) hljómsveit bæjarins spilar viÖ
hæfi'barnanna. él .*% 17 ■
Aðgöngumiðar verða seldir í Gamla Bíó frá kl. 1 e. h.
á miðvikudaginn, og kosta kr. 0,75 fyrir börn og kr. 1,25
fyrir fullorðna.
Tryggið yður aðgöngumiða í tíma, því á síðustu barna-
skemtun Vetrarhjálparinnar urðu margir frá að hverfa.
Öll börn í Gamla Bíó á þrettándanum.
TrúnaOarlæknir.
19
I f
IJOIT
o 1 f
Með því að Jóhann Sæmundsson læknir Héfir ver-
ið ráðinn trúnaðarlæknir samlagsins frá og með
1. þ. m., getur hann ekki gegnt almennum læknis-
störfum fyrir samlágið framvegis. Þeir sámlag'á-
menn, sem kosið háfá Jóhann Sæmundsson lækhi
sinn, eiga því um almenna læknishjálp að snúa
sjer til þess heimilislæknis, er þeir hafa kosið til
vara, ef hann hefir tekið við þeim. Þeir, sem ekki
hafa kosið lækni til vara eða ekki fengið háhÚV
þurfa að kjósa sjer lækni af nýju. ú- öi
Sjúkrasamlag Reykjavíkur.
,119(1
UtilV Jíft
Þýskunámiskeið
f)ela{$sins „Germania*
icn-1
•.n j.,
byrjar að þessu sinni miðvikud. 13. janúar í Háskólánum.
rV(1 f:* ffl :• Jí . ‘
Kent verður í tveim flókkum, byrjendum og þeim, sem
lengra eru komnir. — Kenslustundir verða tvær í viku
fyrir hvorn flokk, á miðvikudögum og fostudögum, fyrir
byrjendur kl. 8—9 e. m. og fyrir hina frá 9—10 é. m.
Væntanlegir þátttakendur snúi sjer til kennarans,
herra dr. W. Iwan, sem verður til viðtals í Háskólanum
vimr miðvikudaginn 13. janúar, kl. 8 e. m.
Kenslugjald fyrir 25 kenslustundir verður 25 krónur
og greiðist fyrirfram.