Morgunblaðið - 05.01.1937, Side 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 5. janúar 1937..
Fallega tulipana hefi jeg til
sölu, einstaka og í pottum, frá
kr. 1.25. Blómaverslun J. L.
Jacobsen, Vesturgötu 22. Sími
3565. Notið símann!
Slysavamafjelagið, skrifstofa
Hafnarhúsinu við Geirsgötu.
Seld minningarkort, tekið móti
gjöfum, áheitum, árstillögum
m. m.
Conditori — Bakarí. Lauga-
veg 5. Rjómatertur. ís. Fro-
mage. Trifles. Afmæliskringlur.
Kransakökur. Kransakökuhorn.
ó. Thorberg Jónsson. Sími 3873
Kaupi gamlan kopar. Vald
Poulsen, Klapparstíg 2í).
Kaupi gull hæsta verði. Árni
Bjömsson, Lækjartorgi.
Vjelareimar fást bestar hjá
??ouIsen, Klapparstíg 29,
Kaupi gull og silfur hæsta
verði. Sigurþór úrsmiður, Hafn-
arstræti 4.
Trúlofunarhringana kaupa
menn helst hjá Árna B. Björns*
eyni, Lækjartorg..
Kaupi íslensk frímerki hæsta
verði og sel útlend. Gísli Sigur-
bjðrnsson, Lækjartorgi 1. —
Opið 1—4.
2Cu&rue3i
Skrifstofupláss óskast. Tilboð
mrkt ,,Skrifstofa“, skilist á af-
greiðslu Morgunblaðsins.
Hjer um daginn kom jeg inn
í trjágarð kunningja míns
og sá, að öll fönnin á grasblett-
um og beðum var samanliangandi
fuglatraðk.
— Hjer er sýnilega oft gest-
kvæmt hjá þjer, sagði jeg’.
Húsbóndinn sagði svo vera.
Stórir hópar af grátitlingum þyrp
ast að húsi hans undir eins og
snjóa tekur og harðnar í ári fyrir
fuglunum. Börnin hans venjast á
að gefa þeim daglega brauð út á
fönnina. Og alt heimilisfólkið hef
ir ánægju af því að sjá þá kvika
og fjöruga tína í sig brauðmol-
ana. Holl og góð skemtun. Sem
flestir Reykvíkingar ættu að taka
| upp þann sið að gefa fuglunum,
meðan fönnin er, og iáta þá liæn-
ast að görðum sínum.
*
IKansas í Bandaríkjunum dó
nýlega háöldruð kona, Graee
Beddel að nafni. Hún varð nafn-
toguð á unga aldri fyrir brjef,
er hún sltrifaði Abraham Lincoln.
Það var árið 1860, er Abraham
Lincoln var í kjöri við forseta-
kosningar. Þá skrifaði hún for-
setaefninu á þessa leið:
„Kæri Lincoln. Því rakið þjer
af yður skeggið ? Það fer yður
svo illa að vera skegglaus. Jeg
er viss um, að ef þjer látið skegg
yðar vaxa, þá líður yður mikið
betur“.
•
Jeg á 4 bræður. Tveir þeirra
eru republicanar, tveir demokrat-
ar. Tveir raka sig, en hinir eru
skeggjaðir. Þetta skiftist eftir
flokkum. Ef þjer hættið að raka
yður, skal jeg reyna að snúa þess
um tveim andstæðingum yðar,
svo þeir verði fiokksbræður yðar.
*
Eftir kosningarnar, er Lincoln
var kjörinn forseti, ski'ifaði hann
hinni 11 ára gömlu Grace Beddel,
og sagði:
Þú hefir alveg rjett fyrir
þjer. Nú hætti jeg að raka inig.
Og þegar hann hafði fengið sinn
heimsfræga skeggkraga, bauð
hann Grace litlu heim til sín og
þakkaði henni fyrir hinar góðu
ráðleggingar.Þá varð Grace Bedd
el nafntoguð í Bandaríkjunum.
*
IJúgó-Slavíu eru nýiega komin
út lagafyrirmæli um það, að
ef menn sétja upp götuauglýsing-
ar eða skilti, með villum í rjett-
ritun orða, eigi þeir að greiða
allháar sektir.
Skyldu ekki vera til skilti á al-
mannafæri lijer í Reykjavík, þar
sem stafsetningunni er ábótavant.
*
Svo mikil bágindi eru enn í
New-Foundland, eftir því sem
þarlendur maður segir norsku
blaði, að í sumum bæjum þar er
þriðji hver maður á fátækra-
framfæri.
*
Komið hefir það til mála í Nor
egi að kenna drengjum í barna-
skólum undirstöðuatriði í mat-
reiðslu. En ekki hefir þetta kom-
ist í framkvæmd ennþá, vegna
þess, að skólarnir þurfa á eldhús-
um sínum og matreiðslukenslu að
halda lianda stúlkunum.
Haile Selassie, fyrverandi
keisari Abyssiníu, er í pen-
ingavandræðum, og hefir aug-
lýst silfurborðbúnað sinn til sölu.
Silfurborðbúnaður þessi, sem er-
lendir frjettaritarar mötuðust við
í boði keisara í upphafi Abyssiníu
stríðsins, er eitt þúsund munir að
tölu og vegur 480 kg.
*
ithöfundurinn Upton Sinelair
er frændi Mrs. Simpson.
Hann hefir látið svo ummælt, að
ræða Játvarðar fyrverandi Breta-
konungs hafi ómetanlegt sögulegt
og bókmentalegt gildi; og hann
lætur jafnframt í ljósi undrun
sína yfir því, að jafn virðulegur
og ákveðinn maður og Játvarður
skuli hafa verið rekinu frá völd-
um.
EGGERT CLAE8SEN,
hæstarjettarmálaflutningsmaður.
Skrifstofa; Oddfellowhúsið,
Vonarstræti 10.
(Inngangur um austurdyr).
Vínglös.
Sjússglös.
Ölglös.
Vatnsglös.
K. Einarsson
& Björnsson.
Bankastræti 11.
*l}irvncv
Oraviðgerðir afgreiddar fljótt
:>g vel af úrvaís fagmönnum
hjá Ároa B. Björnssyni, Lækj-
artorgi.
Sokkaviðgerðin, Tj arn argötu
10, gerir við lykkjuföll, stopp-
ar sokka, dúka o. fl., fljótt, vel,
ódýrt. Sími 3699.
Otto B. Arnar, löggiltur Út-
varpsvirki, Hafnarstvæti 19. —
Síini 2799. Uppsetning og við-
gerðir á útvarpstækjum og loft-
netum.
Hraðpressan, V esturgötu 3
tilkynnir. Hr. pressari Einar
Brynjólfsson er byrjaður hjft
okkur. Komið þar sem best er
unnið. Sjerstök biðstofa. Hrað-
pressan Vesturgötu 3.Sími 4923
Fyrst og síðast: Fatabúðin
Friggbónið fína, er bæjarins
besta bón.
C&nsjCct'
Háskólastúdent tekur að sjer
kenslu í tungumálum og stærð-
fræði, les með mentaskóla- og
gagnfræðaskólanemum. Uppl.
dyraverðinum Garði. Sími 478J>>
ROBERT MILLER:
7.
SYNDIR FEÐRANNA.
2. kapítuli.
Vika var nú liðin síðan Elísabet kom heim. Á West-
énd hafði verið samkvæmi, til þess að fagna heim-
komu hennar. Fjölskyldan frá Seatown hafði verið
boðin, Agatha, systurdóttir læknisins, sem dvaldi ann-
ars í London og las undir læknispróf, og Elly Hagg-
art, dóttir prestsins, þó hún væri ekki nema 15 ára
gömul; þá hafði og verið ungur óðalseigandi þar í
hágrenninu, sem var nýlega kominn heim frá land-
búnaðarháskólanum. Mr. Longmore, sem hafði yndi
af' því að sjá úngt og prúðbúið fólk í kringum sig,
ljek við hvern sinn fingur. Elísabet hafði Georg sjer
við hægri hlið og Waltlier við þá vinstri. Næst honum
sat Agatha, Henderson og síðan Elly Hoggart.
Hún var lítil og barnsleg með ljósgula lokka, sem
voru bundnir saman í hnakkanum með ljóshláu silki-
bancíi, sem var nákvæmlega eins á litinn og augu
hennar.
Elísabet tók eftir því að augu hennar Ijómuðu í
hvert sinn og Walther leit á hana og gerði að gam'ni
sínu við liana, og það gerði hann svo oft og bætti svo
pft í glas hennar, að sessunaut hennar var ofaukið, og
hann reyndi hvað eftir annað að nota þann rjett sinu
að tala við dömu sína, en árangurslanst.
„Hvers vegna er hann með þessi látalæti við barn-
ið?“, hugsaði Elísabet hneyksluð. Henni var enn í
fersku minni kvöldið áður.
Hún hafði gengið niður að ströndinni með föður
sínum og Walther, eins og þau voru oft vön að gera á
fögrum sumarkvöldum. Faðir hennar hafði sest á bekk
inn undir gamla eikartrjenu, en þau höfðu gengið á-
fram.
Hann fór þá að segja henni frá þrí, að hann hefði
nýlega fengið tilboð um fulltrúastöðu hjá þektum
málaflutningsmanni, með mögnleika til þess að verða
meðeigandi síðar.
Elísabet hafði horft undrandi á hann.
„Þú tekur auðvitað því tilboði ?“
„Nei, jeg hafnaði því“, var svarið.
„Hvers vcgtia? Þú spillir fyrir framtíð þinni, með
því að vera hjer á Westend. Að vísu viljum við pabbi
ógjarna missa þig. En staða þín hjer á óðaliriu er engin-
framtíðarstaða“, hafði hún sagt og lagði í ákafa sínum
höndina á handlegg hans. En á næsta augnabliki varð
hún aldeilis höggdofa. Hann liafði alt í einu gripið
hönd hennar og sagt með brennandi augnaráði í hinum
svörtu augum:
»Fr Þjer alvara, Elísabet, að þú viljir, að jeg sje
hjer á Westend? Þú veist, að hingað til hefir aðeins
óttinn við hryggbrot bundið tungu mína“.
Og hún hnfði svarað ofur róleg og vingjarnlega:
„Já, Walther, auðvitað vil jeg mjög gjarna að þú
sjert lijer á Westend. Og pabbi hefir oft sagt, að hann
fái aldrei jafn duglegan ráðsmann og þig“.
Þá hafði haim horft á hana ineð svo ástríðufullu
augnaráði, að henni var ekki um sel. En hún hafði tek
ið á þeirri sjálfstillingu, sem hún átti til, og haldið
áfram hlæjandi:
„En þú ætlar þó ekki að vera hjer, þangað til þú ert
farinn að pipra — því að hjer um slóðir er ekki ein
einasta stúlka, sem hæfði þjer“.
Þá fvrst liafði hann skilið hana, en hann svaraði í
áköfum en nöprum róm:
„Jeg verð hjer kyr þrátt fyrir það. Það verður ekki
svona auðvelt að losna við mig“.
Þeirri athugasemd hafði hún ekki svarað, en bent út
yfir sjóndeildarhringinn og sagt brosandi, eins og hún
skildi hann ekki:
„Líttu á, það verður líklega rigning á morgun!“
Síððan höfðu þau snúið við, og þegar þau ltomu aft
ur til Mr. Longmore, var Walther glaðlegur og stríð-
inn í viðmóti við hana, eins og hann var vanur.--------
Að borðhaldinu loknu hafði verið drukkið kaffi niðri
í garðinum undir eplatrjánum, sem voru full af falleg-
nm gulum epnum. Eftir það hafði Georg stungið upp
á því að sigla meðfram ströndinni, og unga fólkið
hafði samþykt það í inu hljóði. Walther gætti vjelar-
innar, eins og hann var vanur, en Georg og Elísabet
settust saman á öftustu þóftuna.
Hann var að segja henni frá siglingu á Rín, og hún.
hlustaði hugfangin á hina fallegu rödd hans. Hún var
einkennilega djúp og hljómfögur, maður fjekk ósjálf-
rátt traust á þeim, sem liafði svoná málróm. Og það
var eins og' hægt væri að tala um alla skapaða hluti við
Georg. Það var annars leiðinlegt, að luin hafði ekki
ennþá minst á ráðagerð föður þeirra við hann. Það-
væri nógu gaman að vita, hvernig hann tæki það.
Fyrir kurteisissakir gat hann auðvitað ekki verið þekt-
ur fyrir að láta í ljós gremju sína yfir því. Kannske-
fanst honum, eins og feðrnm þeirra, að það væri heilla—
ráð að sameina jarðirnar.
Nei, hún gat ekki felt sig við að selja sig fyrir jarð-
arskika. Á morgun ætlaði liún að tala hreint út um
málið við hann. Þá gat hann ekki áfelst liana síðar
meir. Þess vegna sagði hún alt í einu:
„Eigum við að koma í útreið í fyrramálið, Georg?“
„Já, mjög gjarna, jeg kem og sæki þig“.
Henni varð litið framan í Agöthu, sem var mjög-
tepruleg og hún sá hve hneyksluð hún varð á svipinn.
Það var auðsjeð, að henni fanst Elísabet ganga á eftir
Georg, en hún Ijet sjer það á sama standa.
Um morguninn hafði hann komið að sækja hana, og
nú riðu þau hlið við hlið eftir þjóðveginum, mcðfram
hinum frjósömu kornökrúm, þar sem kornöxin svign-
uðu til jarðar undir þunga kornsins. Úti á ökrunum
heyrðust glaðvær hláturssköll í kaupakonum og mönn-
um, sem voru að vinna að uppskerunni.
„Líttu á hve akrarnir okkar svigna undir korninn.
Elísabet. Finst þjer þetta ekki dásamlegt á að líta?“
sagði Georg og benti út yfir landið.
1 fjarska sást Fullerton-jörðin, sem lá með fram litlu
fljóti, er átti upptök sín í Cornwall.
„Jú“, svaraði Elísabet, ánægð yfir, að þannig var
vakið máls á því, sem hún ætlaði að fara að tala um..
„En Fullerton-eignin, sem liggur inn í Weslend-akrana
hefir ávalt verið föður mínum til skapraunar. Nú hafa
þeir gömlu mennirnir, faðir þinn og minn, fundið