Morgunblaðið - 14.01.1937, Blaðsíða 5
Fimtudagur 14. jan. 1937.
MORGUNBLAÐIÐ
5
í grein þessari er sagi frá lýðreldissinna, sem bauð
Alfons XIII konungi byrginn, en gerðist stuðningsmaður
Franeos, þegar uppreisnin braust út síðastl. suinar. Hann
var einn nafntogaðasti inaður Spánverja og var kallaður
EINN af fremstu andans
mönnum Spánar ljest þ. 2.
þ. m., Miguel de Unamuno.
.Hann var fæddur í Bilþao.
Hann var ljóðskáld, sögu-
iskáld, heimspekingur, mál-
fræðingur og höfundur fjölda
^márita um dægurmál. Meðal
bóka hans má nefná skáldsög-
urnar „Markgreifann af Lum-
brín“, „Þoku“ og „Frið í
.stríði“ (1897), sem gerist í
Baskahjeruðu'num, lýsir lifnað-
arháttum þar og greinir frá
atburðum úr síðustu Karlunga-
uppreisninni í þeim landshluta.
Merkari eru þó rit hans um
heimspekileg efni. Unamuno
var fyrst og, fremst djúpvitur
spekingur, sem hafði helgað sig
baráttunni við ráðgátur tilver-
iunnar og vandamál þjóðar sinn-
ar, og sett hugsanir sínar fram
í mjög þróttmiklum og per-
sónulegum búningi í fjölda rita,
sem hjer yrði of langt mál að
telja upp.
Unamuno viðurkennir engar
meginreglur eða skorður, fyrir
íram sannfæringararm kenn-
angar, stefnur eða ,,isma“.
— Sjerhvert heimspekikerfi,
segir hann, er, að frádregnum
heim skáldskap, sem í því kann
,að felast, ekkert annað en
meiningarlaus mælgi, og há-
:Spekin er aðeins tilgáta um
tuppruna orða.
*
MÖNNUM verður tírætt um
stjórnleysis- og einstak-
lingshyggju Spánverja. Una-
anuno er persónugerfing
hennar. Og þó er ef til vill
'óhætt að fullyrða, að hann
’þekkti ekki þá eigingirni, sem
lýsir sjer í hversdagslegri
hagsmunastreitu eða umhyggju
íyrir líkamlegri vellíðan. En
’hugsun hans var of háð per-
:;sónulegum dutlungum, til þess
:að skorða sig innan fyrirfram
:ákveðinna takmarka.
Unamuno var um langt skeið
-prðfessor 1 grísku og stundum
rektor hins fræga háskóla í
Salamanca, sem ber hinn mjög
svo virðulega titil „omnium
;scientiarum princeps“ (fremst-
;ur í öllum vísindum). Árið
1914 var hann rekinn frá rek-
tors embættinu, vegna þess, að
hann hafði skrifað bækling,
'þar sem hann þótti fara nokk-
uð óvirðulegum orðum um
konungstignina, og talar um
Alfonso fyrv. Spánarkonung
með vinsemd og næstum föð-
urlegri umhyggjusemi, án allr-
ar fyrirskipaðrar auðmýktar og
undirgefni. Unamuno var því
í orði kveðnu álitinn óvinur
konungdæmisins. Hann var það
þó engan veginn. Hann áleit
aðeins, að sama kurteislega
gagnrýni gæti verið holl kon-
ungum sem öðrum mönnum.
x
■^EGAR Primo de Rivera
^ innleiddi á Spáni einskon-
meinleysislegt herseinræði,
r Unamuno vísað úr landi og
PAFAGAUKURINN
FRÁ SALAMANCA
- MIGUEL UNAMUNO -
skipað að dvelja á Fuerteven-
tura, sem er ein af kanarísku
eyjunum. Vinum hans í útlönd-
um þótti það ekki staður við
hans hæfi, og þar sem eftir-
litið með fanganum var síður
en svo strangt, enda ekki til
þess ætlast, var það leikur einn
fyrir franskan forlagsbóksala,
sem grætt hafði stórfje á ritum
Unamunos, að hafa hann þaðan
á brott með sjer á skemtiskútu
sinni og koma honum til Frakk
lands.
á löggjafarþinginu öndverður
gegn honum, og fekk hann þar
ekki hljóð framar.
Ástandið á Spáni varð með
hverjum degi ískyggilegra,
og loks leiddu ráðamenn þjóðar
innar hana út í hina blóðugu
borgarastyrjöld. Allir hugsandi
Spánverjar hlutu að taka af-
stöðu, með eða móti uppreisn-
inni. Unamuno gamli hugsaði
sig ekki um tvisvar. Hann
fylgdi uppreisnarmönnum að
málum.
En í París vildi Unamuno
ekki vera. Það var borg, sem
honum gast ekki að. Hún var
of hjegómleg, of upptekin af
dægurþrasinu, tí’skunni, en tók
of miklum „dilettanta“ tökum
á brennandi áhugamálum
mannsandans.
Settist því Unamuno að í
Hendaye, lita þorpinu í frönsku
Baskahjeruðunum, sem er
landamærastöð aðaljárnbraut-
arlínunnar, er liggur inn á
■*
I,,Les Nouvelles Littéraires“
10. október er frásögn eft-
ir M. Bromberger, af viðtali,
sem hann þá fyrir stuttu hafði
átt við hinn aldna rektor Sala-
mancaháskóla. Upp úr þeirri
frásögn tek jeg það, sem hjer
fer á eftir.
— í hinni björtu háskóla-
borg Salamanca dvelur einn
síns liðs hinn vonsvikni og
sorgmæddi Mignel de Una-j
MIGUEL UNAMUNO
Eftir Þórhall
Spán. Þar gat hann haldið á-
fram að hugsa og skrifa í nánu
sambandi við vini sína hinum
megin við landamærin.
*
SVO kom lýðveldið, og Una-
muno var náttúrlega kall-
aður heim úr útlegðinni. Hon-
um var tekið með fagnaðar-
látum, sem aldrei ætluðu að
linna, og hann var þegar sett-
ur í sitt fyrra embætti. Hug-
myndir manna um hann höfðu
til þessa verið mjög á reiki,
jafnvel á Spáni, en nú virtist
sem fjöldinn sæi í honum þann
mann, er ætti að bjarga ætt-
jörðinni úr klóm blóðþyrstra
byltingarsinna. Og hann var
kosinn á þing í mörgum þjóð-
ræknum kjördæmum.
Á þinginu, þar sem hin ein-
ræðiskenda jafnaðarmanna-
stjórn Manuels Azana rjeði
lögum og lofum, bar furðu lít-
ið á Unamuno.
Þó hjelt hann þar tölu, þar
sem hann kvað upp úr með
það, að .lýðveldið er allir góð-
ir Spánverjar hefðu vonast eft-
ir, væri alls ekki þetta. Þetta
væri skopmynd af því, og
seinni villan verri en hin fyrri.
Þar með snerist meirihlutinn
Þorgilsson.
muno, eins og lifancli dæmi um
fjarstæður styrjaldarinnar.
Hann er skilinn frá vinum sín-
um, sem kyrrir eru í Madrid,
og hann hefir slitið öllum kunn
ingsskap við þá, sem voru
tryltir af hrifningu yfir hon-
um, þegar hann var út-
lagi og flóttamaður. —
Hann situr einn í kennarastól
heimspekideildarinnar, frammi
fyrir auðum sal. Á andliti hans
eru málaðar þær þjáningar,
sem slíta sundur hjarta hans.
Snjóhvítt skeggið er úfið, og
hárin rísa á höfði hans. Skarp-
legt augnaráð leynir sjer á
bak við fáguð gleraugun. Orð
hans eru gremjuþrungin og
koma fram af vörum hans í
rykkjum, stundum, vegna geðs-
hræringar, sem hann er þó
fljótur að bæla niður með
hnyttilegri athugasemd, er
kemur öllum á óvart. Þessi
gamli heimspekingur hefir
ekki breytt svo mikið um skoð-
un, sem menn skyldu halda, og
fylgi hans við þjóðernishreyf-
inguna skýrir betur en margt
annað persónuleik hans sjáifs
og eðli borgarastríðsins .
Hús don Migules-stendur við
hliðina á hinu fræga Casa de
las Mujeres. Þar býr frænka
hans með þrem föðurlausum
börnum. Faðirinn hafði verið
skotinn í Madrid. Synir Una-
munos tveir og tengdasonur
hans eru búsettir í Madrid, og
hefir nú um langt skeið ekkert
til þeirra spurst.
— Það getur farið svo, segir
hinn 72ja ára öldungur, — að
jeg verði bráðum að fara aft-
ur í útlegð, ef lífið verður hjer
óbærilegt slíku gamalmenni,
sem mjer.
— Þjer hafið nú samt verið
útnefndur, af þingi þjóðernis-
sinna í Burgos ,rektor æfi-
langt við háskólann í Sala-
manca.
Þessi óbetranlegi gagnrýnir
og andstæðingur meirihlutans
hristir bara höfuðið og lí’tur svo
ögrandi upp:
— Með sigurvegaranum get
jeg aldrei verið.
*
namuno hryggist yfir
hermdarverkum borgara-
stríðsins, og tekur sjer þau ef
til vill sárar en nokkur annar
samtíðarmaður hans. Þó hefir
hin bjarta háskólaborg ekki
sjeð annað af því en hrífandi
skrúðgöngur hermanna og
sjálfboðaliða. En hamarinn,
sem barið er með að dyrum
hjá rektornum, hefir tilkynt
honum, með heimsókn fjölda
manna, óteljandi ægilegar frá-
sagnir af stríðinu, eins og í
hlut ætti einn af æðstu mönn-
um þjóðarinnar. Gegnum æfi-
starf sitt hefir hann verið
nokkurskonar trúnaðarmaður
allra sorga Spánar. Og hann
heldur áfram að vera það.
Sjálfboðaliðar Gil Robles
hafa hermannaskála sína
skamt frá bústað hans. Háskól-
inn er svo að segja mannlaus,
vegna sumarleyfisins og innrit-
unar sjálfboðaliða í herinn. Þó
bíða nokkrir dökkklæddir herr-
ar eftir Unamun@.
Það þarf að fá kennara í
stað þeirra, sem dánir eru,
sem gerst hafa sjálfboðaliðar,
eða týndir eru hinum megin við
skotgrafirnar. Það þarf að taka
úr notkun þær kenslubækur,
sem eru andvígar trúarbrögð-
um og föðurlandinu. Fundur
háskólaráðsins á að hefjast, og
Unamuno sest við gamla skrif-
borðið sitt, sem lagt er grófum
grænum ullardúk.
*
á, sem blöð kommú1’ tanna
og yfirleitt hinnar svo lefndu
,,alþýðufylkingar“, eða Frent-
popular, kalla nú ek ’ öðru
nafni en „kakatúa-p/ .gau1-
inn í Salamanca“, e’ ennþá
fullkomlega sjálfstæðu' skoð-
FRAMH/iLD Á SJÖTT T ”ÍÐU