Morgunblaðið - 04.02.1937, Qupperneq 2
2
MORGunBLAÐlÐ
Fimtudagur 4. febrúar 1937
Hitler bvrjar
baráttuna fyrir
nylendum.
Skýrsla til stjórna Bretlands,
Frakklands og Japan.
FRÁ FRJETTARITARA VORUM:
EHÖ7N 1 GÆE.
Mælt er að von Ribbentrop, sendiherra
. Þjóðverja í London, hafi meðferðis
er hann kemur til London í kvöld
eftir að hafa dvalið í Berlín síðan fyrir
jól, skjal frá Hitler, til bresku stjórnarinnar, þar
sem lýst er nákvæmlega nýlendukröfum Þjóð-
verja.
I Englandi eru skiftar skoðanir meðal stuðningsmanna
Þjóðstjómarinnar um nýlendukröfur Hitlers. Það er þó
alment fullyrt að breska stjórnin neiti að ræða um
þessar kröfur, fyr en Þjóðverjar hafi fallist á tillögur,
sem tryggi friðinn í Evrópu.
Útgeí.: H.f. Árvakur, Reykjavtk.
Ritstjörar: Jön Kjartaneson og
Valtýr Stefánsson —
ábyrgC armaö ur.
Rltatjörn og afgreiOsla:
Austurstræti 8. — Slsnl 1800.
Helmaslmar:
Jön Kjartansson, nr. 3742
Valtyr Stefánsson, nr. 4220.
Árni Óla, nr. 3045.
Áskrlftagjald: kr. 3.00 á mánuOl.
f lausasölu: 15 aura eintaklO.
26 aura sseO Lesbök.
Kaupfjelagsverslun.
Vilhjálmur Þór kaupfjelags-
stjóri Kaupfjelags Eyfirðinga
hefir sent erindreka sinn til Vest-
mannaeyja til þess að kaupa þar
fisk. Var sendimanni þessum ekki
tekið eins vel og hann hafði bú-
ist við, að því er hann skýrði Al-
þýðublaðinu frá. Vestmannaeying
ar voru ekki ginkeyptir eftir því
að selja fisk sinn óverkaðan á
brott, og erindisrekstur mannsins
gekk því ekki vel, enda þótt, að
því er hann sagði sjálfur frá,
hann hefði boðið hátt verð fyr-
ir fiskinn. Alþýðublaðið kendi
stjórn Útvegsbankans um, hve
treglega gekk með fiskkaupin, og
sparaði ekki stór orð, fremur
venju, að þarna væri verið að
hafa fje af sjómönnunum. Blað-
skrípinu var bent á, að það væru
hæg heimatökin að eiga um þaÍ5
við Útvegsbankastjórann Jóu
Baldvinsson, ef hann hefði stuðl-
að að því, að sjómenn yrðu af
hagkvæmum kaup'u'm Eftir þá
vísbendingR ^en þálttur Alþýðu-
blaðsins úti í þessu máli.
En fingralengd Viihjálms Þór
á Akureyri eftir afla Vestmanna
eyinga er eftit sem áður íhugunar
efni. Hvar liggur hjer fiskur und-
ir steini? Því er fljótsvarað. Kaup
fjelögin skattfrjálsu hafa þau
sjerrjettindi, að mega sjálf ráða
yfir þeim gjaldeyri, er þau fá fyr
ir útflutningsvöru sína. Vilhjálm-
ur Þór þarf því ekki annað, til
þess að afla sjer iunflutningfe, en
að kaupa upp íslenskar afurðir,
selja þær, og hagnýta sjer hirftt
erl. gjaldeyri eftir því sem hon-
um þóknast, á meðan önnur fyr-
irtæki, sem haff hafá innflútning
á hendi, fá gjaldeyri sem svarar
nokkrum prósentum af því, sem
þau áður hafa haft.
Það er þetta, sepi rauða dótið
við ríkissjóðsjötuna kallar að lög-
in nái jafnt yfir alla.
Enn er það íhugunarefni, að
Vilhjálmur Þór treýstir sjer til
þess að kaupa fiskinn hærra Vérði
en aðrir. En af því hálin gétur
notað hinn erlenda gjaldeyri seth.
hann fær fyrir fisk eftír eígiti
geðþótta hagnýtt sjer hverja
krónu betur en hinir, sem þjakáði
er með höftum og homlum. ' ' ;
Þannig hefir hinn eyfirski
kaupfjelagsstjóri fIeitt tvent í
ljós .fyrir almenningi með braski
sínu í Eyjafiskinurn. Ilann "sýnir
hvernig hann ætlar að nota sjer-
rjettindi sín til skefjalausrar,
gróðaásælni í öðrum landshlutum.
Og hann sannar, að með því að
útflytjendur fái frjáls umráð
yfir gjaldeyrinum, gætu þeir
greitt framleiðendum hærra verð
en þeir nú geta.
Foriogi varnar-
ráðs Madrid-
borgar farinn
til Frakklands.
Stóríeld sókn til
Malaga undirbúin.
FRÁ FRJETTARITARA
VORUM.
KHÖFN 1 GÆR.
ijaja, hershöfðingi
er farinn frá Mad-
rid og er væntanlegur
til Marseilles í kvöld. —
Hann hefir skipulagt
vörn Madrid, sem for-
maður varnarráðs borg-
arinnar, frá því að Ca-
ballero og stjörn hans
flúði til Valencia.
Mijaja hefir flúið
borg, sem á að verjast
ægilegri hungursneyð.
I skeyti til „Daily Ex-
press“ frá Madrid, er því
lýst hvernig soltin börn
berjast um óhreinan úr-
gang á götum borgarinn-
ar.
I borginni sjást engir kettir
lengur — þeir hafa allir verið
uppetnir.
SÓKN TIL
MALAGA
London í gær. FÚ.
Uppreisnarmenn safna nú
mikíu liði (segir í frjett frá
Gibraltar), í því skyni að gera
aðra tilraun til að ná Malaga,
og ætla þeir að sameina land,
sjó og lofther sinn til þessa
átaks.
Uppreisnarmenn segjast hafa
náð á vald sitt fjallskarði einu
í grend við Ronda og um 50
mílur fyrir vestan Malaga, og
telja það hafa mikla hernað-
arlega þýðingu.
I gærkvöldi gerðu upp-
reisnarmenn loftárás á
Malaga og ljetu nokkrir
menn líf'ið.
Sex herskip uppreisnar-
manna hafa verið dregin sam-
an við Algeciras. Enn fremur
liggja nú tvö þýsk herskip við
Algeeiras, ásamt herskipum
uppreisnarmanna.
ÞÁTTTAKA
ÍTALA
Þær frjettir hafa borist til
London eftir óbeinum leiðum
að Italir hafi enn sett lið á
land í Cadiz, á föstudaginn
var, en ekki er fengin vitneskja
um hve mannmargt það var,
nje hvort það var vopnað.
LINDBERGH I RÓM.
London 3. febr. FtJ.
Samkvæmt síðustu frjettum
er Lindbergh og kona hans enn
þá í Rómaborg, og óvíst hve-
nær þau halda áfram ferð
sinni til Egyptalands.
Röðin komin
að honuivi?
Litvinoff.
Kona
Litvinoffs
tekin föst.
FRÁ FRJETTARITARA
VORUM.
KBH. I GÆR.
í skeyti frá Varsjá til
Politiken segir, að GPU
hafa kallað á konu Lit-
vinoffs utanríkismálaráð-
herra Rússa, til yfir-
heyrslu og síðan tekið
hana fasta.
*
í skeyti frá Moskva til
Daily Express í London
segir til viðbótar að Marj-
arin bankastjóri rússneska
þjóðbankans hafi verið
settur í varðhald.
Enn fremur hefir 16 ára
dóttir Radeks verið sett í
varðhald, og er talið að
GPU hafi tekið hana fasta
til þess að vekja æsingar
meðal stúdenta yfir dóm-
inum í málaferlunum gegn
Radek (GPU þykir dóm-
urinn sennilega of vægur).
Verðmæti
úr fiskúrgangi.
Mýjung Matthíasar
Þórðarsonar.
MáttMas Þórðarson ritstjóri
og sjerfræðingur í útgerð-
armálum, eV lengi hefir verið bii-
settuv í Khöfn, hefir leitað að
stoðar og verið í samvinnu hjer
við efnarannsóknarstofu og verk-
smiðju með tilraunir til þess að
gera verðmæti úr úrgangsfiski og
fiskúrgangi, sem hingað til hefir
verið verðlaus eða um það bil.
Tíðindamaður yðar hefir kom-
ist að raun um, að tilraunir þess-
ar virðast ætla að hera góðan ár-
angur.
Eftir því sem næst verður kom-
ist á þessi nýjung á sviði fisk-
framleiðslu að geta komið að
miklu gagni fyrir íslenska útgerð.
Ekki hefir ennþá verið gefið
neitt til kynna um það, hvaða
vörur eða verðmæti eru framleidd.
(Skv. einkask. frá Kbh.).
Framtak Roosevelts.
Fimm miljarðir
dollarar til
viðreisnarð
flóðasvæðunum.
FRÁ FRJETTARITARA
VORUM:
KHÖFN I GÆR.
oosevelt hefir beðið
þingið í Bandaríkj
unum um heimild til
þess að verja 5 miljörð-
um til viðreisnarstarfs-
ins í ríkjunum, sem orð-
ið hafa fyrir vatnavöxt-
unum í Ohio og Miss-
issippi. Útgjöldunum
verður skift niður á sex
ár.
Kairo er enn umflædd og er
talið að hún komist ekki úr
hættu fyr en eftir fjóra daga.
FLÓÐIN HÆKKA ENN.
Loondon í gær. FÚ.
I borginni sjálfri og ná-
grenni hennar hefir nú komið
í Ijós, að vatnið hefir sökum
hins gífurlega þrýstings, stig-
ið niður í jörðina og vellur
hvarvetna upp sandur og vatn
á þessu svæði, handan við
flóðgarðana inni í borginni.
Er yfirborð Ohio og Missi-
sippifljóts tók aftur að hækka
við Cairo snemma í morgun,
var varnarliðið við flóðgarðana
þegar tvöfaldað. 55 strand-
vamaskip, sem flutt hafa ver-
ið frá Atlantshafsströnd, halda
þar einnig vörð.
I Cincinnatti eru nú aftur
að hefjast eðlilegar samgöng-
ur.
Það hefir aftur á móti vakið
athygli, að kunnur enskur
stjórnmálamaður, Sir Claud
Russell, er gegnt hefir sendi-
herrastörfum fyrir Breta víða
um heim, nú síðast í Portúgal,
hefir stungið upp á því í brjefi
sem hann hefir sent ,,The Tim-
es“, að Þjóðverjum verði af-
hent eitthvað af nýlendum
Breta, Frakka, Portúgala og
Belga í Vestur-Afríku.
Undanfarið — þar til
Hitler hjelt ræðu sína fyr- •
ir skömmu, hefir verið
hljótt um nýlendukröfur
Þjóðverja.
Nú er mælt að þýska stjórn-
in muni senda stjórnum Frakk-
lands og Japan skýrslu sam-
hljóða skýrslunni til bresku
stjórnarinnar um nýlendurnar.
TIL TANGANYIKA
London í gær. FÚ.
Anthony Eden skýrði frá því
í dagM breska þinginu, í svari
við spurningu, að ensku stjóm-
inni hefði ekki borist nein til-
kynning um för Fursters, fyr-
verandi yfirflotaforingja Þýska
lands, til fyrri nýlendna Þjóð-
verja í Afríku.
En sú frjett hefir borist út,
að Fiirster hafi lagt af stað
frá Þýskalandi á laugardaginn
var, og að för hans sje heitið
til Tanganyika.
Á hinni árlegu vorsýningu í
Leipzig, verður í vor nýlendu-
deild. Verða þar sýndar land-
búnaðarvjelar, sem notaðar eru
við nýlendustörf, fyrirmyndir
af húsum handa nýlendubúum,
meðul og hjúkrunartæki,
sjúkrahús, o. s. frv., alt miðað
við nýlenduþarfir.
Fiskmarkaðurinn í Grimsby í
gær: Besti sólkoli 120 sh. pr. hox,
rauðspetta 110 sh. pr. box, stór
ýsa 35 sh. pr. box, miðlungs ýsa
30 sh. pr. box, frálagðip- þorskur
14 sh. pr. 20 stk., stór þorskur 8
sh. pr. box og smáþorskur 7 sh.
pr. box. (Tilk. frá Fiskimála-
nefnd. — FB.).