Morgunblaðið - 04.02.1937, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.02.1937, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 4. febrúar 1937 PiroiH RAKCREM MÝKIR HÚÐINA UM LEIÐ OG ÞAÐ ER SÁPAÐ INN. TANNPASTA BRAGÐGOTT OG HREINSAR VEL. Hefi hanpendnr að villuni. Yerð 30—60 þúsund. Lárns Jóhannesson, Suðurgötu 4. hæstarjettarmálafl.m. Sími 4314. Bakarí Ola Þúrs hefir útsölu á sínum viðurkendu brauðum í Bergstaðastræti 22 og í Versluninni Brekku, Bergstaðastræti 35. Sími 2148. Oli Þór. Búðugler höfum við fyrirliggjandi. Útvegum einnig allar teg. af gleri bæði frá Þýskalandi og Belgíu. Eggert Knstjánssan S Co. Sími 1400. SYKUR. Sig. Þ. 5fcialðberg, heildsalan) Kaupiiienii! Umbúðap^ppfr 20 cm. mjðg ódýr. Hvers vegna eru menn úánægðir með Sjúkrasamlagið? Hvers vegna? Tólf svör. Eftir Jón Norland, lækni. Bæði læknar og almenningur munu vera mjög svo óánægðir með hið nýja sjúkrasamlag, eins og það virðist vera og J>ó er samlagið nauðsynlegt. En hversvegna eru menn þá óánægðir? Vegna þess fyrst og fremst,' sem hjer skal upp talið. 1. Hversvegna voru ekki lög og allar reglur þessa fjelags sendar út til lækna og almennings nú á nýári, svo menn viti eftir hverju þeir eigi að fara? Gamla sjúkrasamlagið gerði það og nægur var tíminn, frá því í júlí í vor, til þess að prenta bækl- ing þennan. 2. Hvernig stendur á því, að ekki er búið að semja við sjúkrahús bæjarins önnur en Landsspítalann ? Allir vita, að hann er algerlega ónægur öllum þeim, sem sjúkrahúsvist sækja til Reykjavíkur. Erlend sjúkrasamlög hafa oftast haft eigið sjúkrahús. Hvar er sjúkrahús Sjúkrasamlags hins nýja? 3. Samlagið hefir 12—14 manns við vinnu að sagt er nótt og dag. Að minsta kosti eru og hafa verið 12—14 manns á skrifstofu þess í Austurstræti nú síðan á nýári, og mjer er sagt, að menn vinni þar á nótt- unni. Hversvegna er leigð þessi óhentuga íbúð, þar sem menn verða að ganga í gegnum versl- unarbúð, til þess að komast inn í kontór fjelagsins, sem bæði er altof lítill og óhent- ugur, svo að margir hafa orð- ið að hverfa frá? Var ekki betra að hafa undirbúið málið í alt sumar, heldur en þurfa að hafa ös þá, sem nú hefir verið? Nógur var tíminn. 4. Hve langan tíma tekur þetta svonefnda ,,læknaval“? Eða verður því aldrei lokið fyr- ir þá, sem nú eru í þessum bæ? Var ekki hægt að byrja á því fyr, um leið og menn tóku að greiða inn í fjelagið í sumar? Og hvað á að gera við sjúk- linga þá, sem hrúgast allir ut- an um sama lækninn, svo að hann hefir kannske fjórum sinnum meiri sjúklingaf jölda en ákveðið hefir verið, að lækni skyldi leyft að hafa? 5. Hversvegna er mönnum ekki greitt neitt fyrir ljós og Rönígenlækningar sem nú eru taldar engu síður mikilvægar og nauðsynlegar en til dæmis hinar fornfrægu skurðlækning- ar, sem nú eru aðeins neyðar- ráð í flestum tilfellum? Þó munu ástæður fjelagsins hljóta að vera svo góðar, þegar á alt er litið, að vel væri hægt að greiða mönnum að minsta kosti helming slíks kostnaðar. Há- tekjumannagjöldin, ásamt hinni miklu þátttöku og því, að menn greiða nú hærra gjald en í gamla sjúkrasamlaginu, svara þessari spurningu á óþægilegan hátt fyrir fjelagið, nema það ætli að leggja stórfje í sjóð. — Eða hvað á að gera við hið safnaða fje? 6. Hversvegna er verið að skipa almenningi að greiða læknum 25 aura fyrir resept, en 1 krónu fyrir ferð út í bæ? Getur ekki þetta mikla fjelags- bákn staðið sig við að rukka inn öll sín gjöld? Þarf það að vera svo smásmugulegt að demba þessu aukagjaldi á læknana til innköllunar til vit- anlegs taps? Hvaða læknir nennir að eltast við nokkra tuttugu og fimmeyringa út í bæ, ef ekki eru greiddir strax? Eða jafnvel þótt um krónu væri að ræða, þá yrði hún alls ekki ifyrir skósliti ,,rukkarans“ og fyrirhöfnum hans, ef hann kannske þyrfti að fara oft á sama staðinn, sem ekki mun vera óalgengt hjá rukkurum bæjar þessa? Jeg geng hjer út frá 1.36 au. tímakaupi rukkarans. Hvað þá? 7. Hversvegna kemur fólk með „spjöld“ til læknanna og segist hafa valið þennan og þennan, en svo ste: dur ekkert læknisnafn á spjaldinu þegar að er gáð? Fyrst heyrðist (því alt er í lausu lofti) að læknar ættu sjálfir að rita nöfn sín á eyðublöð þau, sem fólk hafði útfylt, og munu sumir þeirra hafa gert þetta til að byrja með. En svo kom (á skotspón- um) það valdboð, að læknar mættu ekki rita nöfn sín á blöð þessi og svo hafði læknirinn enga hugmynd um, hvort hann vann fyrir „sinn eigin sjúkling“ FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU. — Konungur — og utanríkisrððh. London í gær. FÚ. Gustav Svíakonungur var sigurvegari í tvímenniskepni í tennis í Brússel í dag. Ljek hann, ásamt tenniskappa Belgíu, á móti Spaack utan- ríkisráðherra Belga, og þeim er næst stendur kappanum. Ofhleðslan á „Esju“. Hr. ritstj. Sigurjón Á. Olafsson sendir mjer kveðju sína í Alþýðublað- inu í gær, með stóryrðum og bægslagangi, og segir, að jeg hafi viðurkent það í símasamtali að hafa gefið Morgunblaðinu upp lýsingar um ásigkomulag e.s. Esju, þegar hún fór hjeðan síð- ast, og finst honum, að þar hafi jeg unnið það ódáðaverk, sem varði við lög. Þegar Sigurjón símaði til mín og spurði mig um ofangreint at- riði, sagði jeg lionum, að eins og hann vissi fengju dagblöðin frjett ir hjá okkur um ferðir skipa til og frá Reykjavíkurhöfn og ýmis- legt fleira, seto blöðin flytja sem frjettir. Sagði jeg þá Sigurjóni, að jeg hefði skýrt Morgunblaðinu frá því, hvað hefði tafið e.s. Esju frá því að fara kl. 21, eins og venja er, og í hvaða ásigkomu lagi skipið var þegar það fór, og sagði honum einnig, að því sama hefði jeg svarað Alþýðublaðinu, ef það hefði spurt sómu spurn- inga. Jeg legg það undir dóm þeirra, sem blöðin lesa, hvaða ódáðaverk jeg hafi framið með áðurgreind- um upplýsingum, og hvort jeg með þessu hafi gerst brotlegur við landslög. Stóryrðum Sigurjóns hirði jeg ekki að svara. Þau samsvara hon um og hans málstað. Með þökk fyrir birtinguna. Guðbjartur Ólafsson. Æfi Trolzky’s* eftir sjálfan hann, ættu allir að lesa, er kynn- ast vil.ja pólitík Rússlands. Fæst hjá bóksölum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.