Morgunblaðið - 04.02.1937, Síða 6

Morgunblaðið - 04.02.1937, Síða 6
MORGUNBLAÐIÐ 6 Fimtudagur 4. febrúar 1937 Innflutningsnefndin og blekkingarvottorðin. FEAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. fyrri vörukaup sín. En fjeð «itur fast í bönkunum hjer. Svona er nú ástandið hjá kaupsýslumönnunum. — Þess vegna er það frekleg ósvífni •fan á alt annað, að vera að krefja þessa menn um vott- orð um það, að þeim hafi ekki ▼erið synjað um innflutnings- Ieyfí- yng Skiljanlegt er, að fjármála- ráðherrann lætur í vottorðs- leitinni sendla sína í Gjald- oyris- og innflutnmgsnefnd alveg ganga fram hjá þeim kaupsýslumönnum, sem flytja ínn matvöru, byggíngarvöru •g þess háttar, enda myndu slík vottorð ófáanlega. STEFNA FJÁRMÁLA- RÁÐHERRANS Fjármálaráðherrann hefir ekki farið dult með það, hvað fyrir honum vakii í gjaldeyris* og innflutningsmá’unum. Stefnan, er að þurka amám saman út alla kaupmenn, og skapa Sambandinu og kaup- f jelögunum einskonar einokun- araðstöðu á verslunarsviðinu. Sambandskaupfjelögin hafa frjáls umráð yfir sínum gjald- eyri og geta notað hann til ▼örukaupa jafnharðan. Framkvæmd innflutnings- haftanna er þannig, að kaup- fjelögin fá innflutningsleyfi eftir höfðatglu. Þau leggja því alt kapp á að fjölga sínum meðlimum á pappírnum, því að við það eykst innflutning- urinn. Alt gengur þetta út yf- ir kaupmennina. Og nú eru stærstu kaupfje- lögin farin að seilast eftir gjaldeyri hvar sem þau geta í hann náð á landinu. Þannig hefir K. E. Á. nýlega gert út sendimann til Vestmanna- eyja til þess að reyna að fá þar keyptan fisk, og boðið langt yfir markaðsverð. Auð- vitað er tilganguriún fyrst og fremst sá, að fá uhiráð yfir sem mestum gjaldeyri, því að það gefur von um meiri gróða á innflutningsvörunni. Fjármálaráðherrann og gjaldeyrisnefnd loka augunum fyrir þessu, enda þótt með þessu háttalagi sje gengið freklega á rjett aðþrengdra útgerðarmanna, sem sviftir eru með lögum öllum umráðarjetti yfir sínum gjaldeyri. * * Þjóðin á vafalaust eftir að finna til þess óþyrmilega, þeg- ar á þessu ári, hvaða afleið- ingar brask fjármálaráðherr- ans í gjaldeyris- innflutnings- málunum hefir fyrir hana. öllum almenningi finst dýr- tíðin í landinu óbærileg eins og nú er. En vegna aðgerða stjórnarvaldanna á liðnu ári, á dýrtíðin eftir að vaxa enn stórkostlega á þessu ári. Það er því líkast sem vald- hafarnir geri sjer beinlínis leik að því, að auka sem mest erfiðleika fólksins á öllum sviðum. Frjálsari viðskifti milli smáþjóðanna. Ummæli Sandlers. Stokkhólmi í gær. FÚ. Sidler, utanríkisráðherra ?vía, sem nú er staddur í Brússel, ásamt Gustaf Svía- konungi ljet-í ljós við belgíska blaðamenn í dag, að þær ráð- stafanir sem Norðurlöndin og Holland og Belgía væru nú að gera til eflingar innbyrðis við- skiftum, mættu verða áhrifa- vald sem einnig verkaði á fram komu annara þjóða og samn- ingagerðir. Sandler lýsti yfir því, að Sví- ar vildu gera sitt ýtrasta til þess að efla slíka vinsamlega samvinnu ekki einungis við Belgíu heldur og allar aðrar þjóðir. Skemdarverk í breska flotanum. London í gær. FÚ. Idag kom upp eldur í einni af sjóhernaðarflugvjelum breska flotans, þar sem hún lá í höfn. Verkamenn syntu út til flugvjel- arinnar og gátu slökkt eldinn með kemiskum slökkvitækjum, en þó ekki fyr en að yfirbygging vjelarinnar hafði skemst all- verulega. Við skipasmíðastöð breska flot- ans í Davenport kom í dag í ljós, að sprengdir höfðu verið upp lás- ar á verkfærastokkum þriggja verkamanna. Lögreglan hefir ekki komist að því, hverjir hafi fram- ið þenna verknað, en aukið eftir- lit verður haft með öllu, sem ger- ist við flotastöðina. Einum verkamanni hefir verið sagt upp nokkrum klukkustund- um eftir að hann hafði verið ráð- Fyrir ungar stúlkur og húsmæður. HELGA THORLACIUS er ó- þreytandi í því að kenna ungum stúlkum og húsmæðrum að matreiða íslenskar jurtir. Hef- ir hún haldið fjölda mörg nám- skeið víða um land, tín flest þó hjer í Reykjavík, og alls staðar hlotið einróma þakklæti þeirra húsmæðra og húsmæðraefna, sem notið hafa kenslu hennar. Nú ætlar hún að byrja slík námskeið að nýju í Kirkjustræti 12 og hefjast þau á fimtudaginn kemur. Þangað til er hana að hitta daglega kl. 2—-3 í Kirkju- stræti 12. Kent verður að matreiða söl, geitnaskóf og fjallagrös, auk ann ars grænmetis, sem fáanlegt er. Stendur hvert námskeið viku eða lengur og fer kenslan fram á þeim tíma, sem konunum hentar best, þrjár stundir á hverjum degi. SPRENGJUM KASTAÐ Á BRESKT HERSKIP. ann. London í gær. FÚ. í gær fjellu þrjár smá- sprengjur í grend við breska herskipið Royal Oak, skamt undan Gibraltar. Sprengjunum var kastað úr þremur flug- vjelum, sem hjeldu sig í mik- illi hæð, og varð ekki greint, hvort um stjórnar- eða upp- reisnarmanna flugvjelar var að ræða. En það er gert ráð fyrir, að það hafi verið stjórnarflugvjel- ar og að þær hafi álitið Royal Oak vera beitiskipið Canarias, en það er á valdi uppreisnar- manna. Fulltrúi bresku sendisveitar- linnar í Valencia, Ogilvie For- bes hefir farið fram á það við spönsku stjómina, að ef hjer hafi verið um stjórnarflug- vjelar að ræða, þá verði sjeð um að atburðurinn endurtaki sig ekki. STARFSEMI U. M. F. KEFLAVÍKUR. Keflavík í janúar. Aðalfundur Ungmennaf jelags Keflavíkur var haldinn þriðju- daginn 26. janúar. Formaður fjelagsins var kosinn Sverrir Júlíusson (endurkosinn), fyrir í stjórninni eru þeir Ólafur A. Þorsteinsson gjaldkeri og Helgi S. Jónsson ritari. Fjelagið hefir haft íþróttanám- skeið síðan um miðjan návember og var því lokið núna um mán- aðamótin, og mun þá fara fram íþróttasýning. Nemendur hafa verið 190. Kennari Rögnvaldur Sveinbjörnsson frá Reykjavík. Fjelagið hefir gengist fyrir því að alþýðufyrirlestrar bafa verið fluttir, af þeim p'rófessor Guð- brandi Jónssyni, Árna Friðriks- syni fiskifræðing og síra Knúti Arngrímssyni. Fjelagið hefir haft saumanám- skeið fyrir konur og stúlkur í sex vikur. Þátttakendur voru 35. Kennari frú Jódís Rúnólfsdóttir. Leikflokkur starfar á vegum fjelagsins, og hefir hann sýnt sjón- leikinn „Æfintýri á gönguför“ auk ýmsra smá sjónleikja, en s.l. sunnudag hafði flokkurinn frum- sýningu á gamanleiknum „Hnefa- leikameistarinn“, við ágætis við- tökum áhorfenda. Leikendur eru þau Arinbjörn Þorvarðarson, Erlendur Sigurðs- son, Elintínus Júlíusson, Helgi S. Jónsson, Jón Þórarinsson, frú Guðný Arnadóttir, frú Bergþóra Þorbjarnardóttir, ungfrúrnar Ingi björg Ólafsdóttir, Dagmar Páls- d,óttir, Margrjet Arinbjarnardótt- ir og Eyjólfur Guðjónsson. Fjelagið telur nú 214 meðlimi. Svj. Bæjarstjórnarfundur er í dag kl. 5 í Kaupþingssalnum. 30 mál eru á dagskrá, þar af er meiri hluti kosningar í nefndir og em- bætti innan bæjarstjórnarinnar Þá verða tekin fyrir launamál lögregluþjóna og tillaga lögreglu- stjóra um 18 nýja lögregluþjóna Landsmálafjclagið „Yiirður“. Skemtifunöur 4 verður haldinn föstudaginn 5. febrúar kl. 8V2 e. h. að Hótel Borg. SKEMTIATRIÐI: Ræðuhöld: Ólafur Thors, Ragnh. Pjetursdóttir frú, o. fl. Gamansöngvar: Frk. Gunnþórunn Halldórs- dóttir. Guitar og mandólín: (Frú Anna Pálsdóttir og Guðjón Jónsson). DAN8. Aðgöngumiðar verða seldir á skrifstofu Varðarfjelagsins í Mjólkurfjelagshúsinu (herbergi 1—4), sími 2339, í dag og á morgun og kosta kr. 2.00. ATH. Aðgöngumiðar verða ekki seldir við innganginn. Allir Sjálfstæðismenn velkomnir meðan húsrúm leyfir. NEFNDIN. Minningarorð um Hauk Sigbvatsson. Hinn 2. des. síðastliðinn andað- ist hjer í bænum Haukur Sig- hvatsson, 17 ára gamall, fæddur 7. júlí 1919, sonur Sighvats Brynj- ólfssonar tollþjóns og konu han« Þoru Sveinbjarnardóttur. Haukur var röskur drengur og duglegur, glaðvær og vinsæll af ungum fjelögum sínum. Foreldc- um og feystkinum var hann góðxur sonur og bróðir. Heimili hans var það því mikill söknuður, að hana var kallaður hjeðan svo ungur. Ekki síst var hann móður sinni hugljúfur sonur. Tæpum tveim ár um áður hafði andast systir hane Unnur, mesta efnisstúlka, á tvi- tugs aldri. En það er harma bóti» í söknuðinum eftir góð börn, að „látinn lifir“. Kveðið undir nafni móðurinnar. Jeg vil ekki hefja nein harmannú kvein þó hjartanu blæði sár, því drottinn öll þekkir vor mann- anna mein, í miskpnn vor þerrar tár. í himininn beint vil jeg horfa í trú — þar hrygðin ei tökum nær — og drenginn minn ljúfasta líta þar nú sem ljóma í dýrðinni fær. 1 nærveru þinni var sól mjer í sál, og sólbjart var heimilið þá; — en full er ei ávalt vor farsældar skál og fljótlega tæmast hún má; því skal ekki hverfleikann hylla svo hátt — þar heimkynni vort er ei hjer og förum vjer hjeðan í friði og sátt vort föðurland himininn er. Þinn tími var kominn. En stutt var sú stund er stóðstu hjer móður við hnje ein seytján ár. — Glaðvær og ljetta með lund þú ljest þína blessun í tje. — Nú þakka jeg Guði, þjer gleðisól skín, — því gleðin á sigrandi mátt. — í ljósinu — Haukur minn — leita jeg þín, í ljósinu finn jeg þig brátt. The Argentine Magazine í Bue- nos Aaires flytur í jólahefti sínu ritgerð eft.ir Halldór Kiljan Lax- ness, er hann nefnir Literature in Iceland — stutt yfirlit yfir ís- lenskar bókmentir. í sambandi við grein Halldórs flytur ritið mynd- ir frá Islandi og all-ítarlegar upp- lýsingar um landið sem ferða- mannaland. (FB)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.