Morgunblaðið - 04.03.1937, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.03.1937, Blaðsíða 8
8 v Z G U M £ L A1' l ' Fimtudagur 4. mars 1937. J&uifts/ía/iue Tveir útsfillingarkassar til sölu. Fatabúðin, Laugaveg 36. í kvöld kl. 8: áVjjYjrj| Bræðrakvöld. Dagskrá: Horna- og strengjasveit. Söng- ur með harmónikuundirspili. — Harmónika, kornet og munn- hörpusóló. Veitingar. Númera- borð. Inng. 0.50. Allir velkomn- ir. Fallegir tuiipanar á 65 aura. Blómaverslun J. L. Jacobsen, iVesturgötu 2. Sími 3565. Silkisokkar, svartir og mis- litir á kr. 1.90 parið, í verslun Ingibjargar Jobnson. Til sölu notaðar bifreiðar. — Heima 5—7. Sími 3805. Zop- honías. Hefi opnað aftur saumastof- una og tek á móti efnum til að sauma úr, kjóla, dragtir og einnig drengjaföt. Saumastofan Tískan, Lækjargötu 8. — Sími 4940. Kaupi gull og silfur hæsta verði. Sigurþór úrsmiður, Hafn- arstræti 4. Vjelareimar fást bestar hjá Poulsen, Klapparstíg 29. Húsmæður. Hvað er pönnu- fiskur? Kostar aðeins 50 aura. Bæjarins besta fiskfars 50 aura. Fiskpylsu- ogMatargerð- in, Laugaveg 58, sími 3827. Kaupi íslensk frímerki hæsta verði og sel útlend. Gísli Sig- urbjörnsson, Lækjartorgi 1. — Opið 1—4. Friggbónið fína, er bæjarins besta bón. Kaupi gamlan kopar. Vald. Poulsen, Klapparstíg 29. J{&TLs£ct' Bókband. Tek á móti nem- endum. Kenslan miðuð við að menn geti lært að binda sínar eigin bækur í heimahúsum. — Rósa Þorleifsdóttir, listbókbind- ari, Lækjargötu 6 B (gengið í gegnum ,,gleraugnasöluna“). Sauma í húsum. Sími 2460. Jeg undirritaður opna við- gerðarvinnustofu á Laugaveg T4. Járnsmíði, ljóssuða og kveikingar. Aðalsteinn Jónsson . i ■■ __________ sími 1380, LITLA BILSTOÐIN Er °°kk,is st6r Opin allan sólarhringinn. Dagbókarblöð Reykvíkings JÍÍSl Pað hefir vakið eftirtekt manna undanfarna daga, að ekki hefir verið hægt að ná síma- sambandi við skrifstofu hæjar- gjaldkerans í Hafnarfirði. Er menn hafa spurst fyrir um, hvern ig á þessu stæði, hefir það komið í ljós, að símanum er lokað vegna þess, að afnotagjald af síma þess- um er vangoldið. Landsíminn tek- ur líklega ekki gjaldmiðil hæjar- stjórnar Hafnarfjarðar, gulu seðl- ana hans Emils. Fer það að von- um. En meðal annara orða. Skyldi ekki þetta tiltölulega smávægi- lega atriði gefa mönnum nokkuð glögga hugmynd um fjárhagsá- standið í stjórn Hafnarfjarðar, þegar forstöðumönnum hæjarmál- anna tekst ekki einu sinni að standa í skilum með afnotagjald af síma bæjargjaldkerans í * París gerðist nýlega atvik, sem þótti skrítið. Forstjóri fyrir stórri bílaversl- un, Coma að nafni, var á gangi í fáfarinni götu. Hann mætti þar skeggjuðum manni, sem hann kannaðist við, þó hann þekti ekki manninn með vissu. * Forstjórinn staðnæmdist og spurði þann skeggjaða: — Þjer eruð vænti jeg ekki Paul Louis Faucon, sem eitt sinn voruð bóklialdari hjá mjer og stáluð frá mjer 30 þúsund frönk- um? v — Jú, sá er maðurinn, sagði sá skeggjaði. — Og meðgangið þjer, að þjer hafið stolið 30 þús. frönkum? « — Nei. Þarna skjátlast yður. Það var 31 þúsund, sem jeg stal. — Þjer hafið þá væntanlega ekkert við það að athuga, að jeg láti taka yður fastan? — Nei, ekki vitund, sagði mað- urinn. Og svo urðu þeir samferða á lögreglustöðina. * itt af nautnalyf jum þeim, sem menn nota í Vesturheimi, er Marahuana nefnt. Er eitrið í sígar ettum sem reyktar eru. Hafa reyk- ingar þessar ákaflega æsandi á- hrif og með öðrum hætti en önn- ur eiturlyf. Gömul saga, er svohljóðandi, sem á að sýna mismunandi áhrif víns, ópíum og marahuana á menn Þrír menn komu að kvöldi dags að lokuðu borgarhliði. Einn var drukkinn af víni, annar af opíum- reykingum, en sá þriðji af mara- huana. Sá ölóði grenjaði: Við inölvum hurðina, til þess að komast inn. Þá sagði ópíum-maðurinn. Nei, við bíðum hjer rólegir til morguns, þá getum við gengið gegnum opið hliðið. Þá sagði sá sem var undir marahuana-áhrifum og alt þóttist geta eins og honum best sýndist: Þið getið gert alveg eins og ykk- ur best sýnist. En jeg veit hvað jeg geri. Jeg spásjera beina leið í gegnum skráargatið. * Maður kom til kunningja síns og spurði hann til ráða, hvernig hann ætti að ná sjer í svo sem 1000 kakkerlakka, eða liúsaskíti^ eins og þeir eru kallaði á íslensku„ Honum hafði verið sag.t up|i ibúð- lians, með þeim fyrirmælum,, að: þar ætti alt að vera með sömu unt; merkjum og þegar hann flutti íí íbúðina. Hann hafði útrýmt húsa- skítunum. Nú þurfti hann að fáa aðra í staðinn. * Heimskautafarinn Wiikíns- fekk: um daginn kafbát í afmælisgjöf. Það var konan hans sem gaf lion- um farkostinn. Hún er leikkona með góðum tekjurn. Nökkvann: ætlar Wilkins að nota í næstúi heimskautaför. * Frumby g g j ar Suður-Af r íku halda því frarn, að einhversstaðar- í frumskógum álfunuar, langt frá;. mannabygðum sjeu hvítir Górilla— apar. Rannsóknaleiðangur hefir- nú verið gerður út til þess að reyna að finna apaflokk þenna. * Göring forsætisráðherra var ný- lega í veiðiför í Póllandi. Ságt er að skotnir hafi verið 3 úlfar. Ann- ars halda menn því fram að er— indið hafi verið eins vel það að: ræða við Pólverja um Rússlands- málin. 2 herbergi og eldhús með öll- um þægindum, óskast strax. —~ Tvent í heimili. Ábyggileg: greiðsla. Upplýsingar í símai 2793 til kl'. 7. Auglýsingasí Morgunblaðsins er 1600. ROBERT MILLER; SYNDIR FEÐRANNA. held að Walther sje enn á ný byrjaður að áreita Jane. Jeg er ekki alveg viss um það, en þó þykist jeg hafa nokkuð til míns máls. Hún var að þvo upp frammi í eldhúsi, og jeg heyrði, að hann kom þangað. Þegar jeg kom fram, var hún mjög utan við sig. Jeg ber ekkert traust til hans. Og jeg held að honum sje engin alvara. Jane ér alt of góð fyrir hanu, ög jeg er viss um, að hún yrði óhamingjusöm í hjónabandi með honum. Hvað haldið þjer, Johnson?“ „Jeg er viss um að hann gengur ekki að eiga Jane — og verið þjer viss, jeg skal gæta hennar. Jeg þakka yður fyrir, að þjer komuð. Jeg hjelt að ekkert væri að óttast úr þeirri átt lengur“. Gamli garðyrkjnmaðurinn rjetti úr lotnum herðun- um og hörkusvipUr færðist í augUn. „Jæja, þá ætla jeg að fara aftur. En gætið nú að yður, þjer megíð ekki vera of ákafur, þó að þjer kom- ist að einhverju. Jeg skil vel, að maður getur stundum -Stokkið upp á nef sjer, en það borgar sig aldrei. Þjer verðið að fara varlega,bæði yðar sjálfs vegna og vegna Jane“. „Já, jeg skal hafa það í huga, Miss Tylor. Þakka yður fyrir góðsemi yðar í garð Jane. Yerið þjer sælar, Miss Tylor“. „Mjer þykir altaf vænt, um Jane, Johnson“, sagði Miss Tylor, um leið og hún fór. Um kvöldið sat Jane hjá föður sínum og var að íesa upphátt fyrir hann. Þegar klukkan var hálf tíu stóð hún á fætur og geispaði syfjulega. „Nú held jeg, að jeg fari að sofa, pabbi. Ætlar þú efcki að fara að hátta?“ „Jú, það geri jeg“, sagði faðir hennar hissa. Venju- íéga var það hann, sem varð fyrri til að ganga til frríldar. Jane sat venjulega um stund og Ias eftir að hann var farinn að hátta. Hún var vön að segja, að hún gæti aldrei sofnað snemma á kvöldin. Grunur hans var því strax vakinn. Hálftíma síðar skreið Jane út um gluggann á her- bergi sínu, sem var lágt frá jörðu. Faðir hennar stóð þá úti við gluggann á herbergi sínu og sá hana læðast niður í garðinn. Hann lofaði henni að komast nokkuð á undan og sór síðan íit bakdyramegin og læddist niður í garðinn með stóran eikarstaf í hendi. Hann kom auga á hina ljósu kápu Jane inn á milli hinna dökku kýprustrjáa í vérmihúsinu. Eftir mörgum krókaleikum tókst hon- Um að komast í nánd við lítinn bekk, sem þar var. Hann gat heyrt tal þeirra Jane og Walthers, en sá þau ekki. „Walther", heyrði hann Jane segja í bænarróm. „Eftir hverju þurfum við að bíða? Mjer leiðist að fara á bak við pabba, og fyrst þú ætlar í raun og veru að kannast við mig, þá getum við að minsta kosti sagt honum frá því“. Garðyrkjumaðurinn fekk snöggan kipp í handlegg- inn, eins og lurkurinn, sem hann hjelt á í hendinni otaði honum áfram móti manninum, sem ætlaði nú aftur að reyna að eyðileggja einasta uppáhald hans og augastein. En hann greip aðeins fast um stafinn og hlustaði með niðurbældum andardrætti. „Elskan mín“, sagði Walther, „þú verður að treysta mjer, jeg er búinn að segja þjer, að jeg verð fyrst að vera fastur í sessi í stöðu minni, og það verð jeg ekki, nema jeg fái þessi skjöl, sem þú hefír í fórum þínum. Frændi minn hefir lofað að gera mig að erfingja sín- um, bæði að óðalinu og nafnbótinni, en hann mún telja giftingu okkar einskonar brot á gefnu Ioforði og taka hana sem tilefni til þess að brjóta loforð sitt. En með þessum skjölum get jeg neytt hann til þess að láta óðalið af hendi þegar í stað. Svo er nefnilega mál með vexti, að þau hafa sögu að segja, um fortíð hans, sem hann vill ógjarna látá koma fram fyrir dagslns; IjÓs“. „En Elísabet, á hún ekki að erfa föður sinn?“, spurðh Jane með titrandi röddú. „Nei, hún er útskúfuð af föður sínum. Og- eftir aðí hún hefir sett sig upp á móti þeim vilja hans„ að við < tengdum nafn hans áfram við óðalið, með því að* giftast öðrum, er hann svo reiður henni, að hann vill ekki heyra hana nefnda“. „Æ, jeg er hætt að geta greint rjett frá röngu, en þetta hlýtur að vera rjett, fyrst þú segir það. Jeg* skal láta þig fá skjölin, en þú verður að sverja það,„ að þú ætlir aldrei að svíkja mig“. „Já, jeg sver það við alt, sem mjer er lieilagt. Jeg* sver það við nafni móður minnar, að þú skalt verða konan mín“, sagði Walther í lágri röddu, eins og hann þyrði ekki að tala upphátt. „Þakka þjer fyrir, Walther, en þú verður að sverja; við nafn guðs. Þá trúi jeg þjer“. „Þú veist að jeg trúi ekki á þenna guð, sem þú vilt Iáta mig sverja við, Jane“, sagði hann háðslega. „O, Jane, jeg finn það alt of greínilega, að þix elskar mig ekki, annars myndir þú treysta mjer, og jeg verð að geta treyst þjer, þegar þú átt að verða konan mín og bera nafn mitt. Krefst jeg eiða og loforða af þjerf Svaraðu mjer nú, Jane. Yiltu láta mig fá þessi skjöl, sem jeg með rjettu á heimtingu á og hefi falið þjer til geymslu af því að jeg bar skilyrðislaust traust til þín ?“ Rödd Walther titraði af ákafa og Johnson heyrði hann kyssa Jane. Reiðin svall í brjósti. hans, en hann stilti sig. Nú heyrði hann Jane tala, með grátþrung- inni röddu og hann laut fram, til þess að heyra, hvað hún sagði. „Jeg skal láta þig fá skjölin á morgun, Walther. Jeg skal koma með þau hingað á morgun á sama tíma — ertu þá ánægðurf* „Já, þakka þjer fyrir, ástin mín, nú veit jeg, að þú kemur með böggulinn. Jeg treysti loforði þínu. Jeg er ekki tortrygginn, eins og lítil stúlka, sem jeg þekki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.