Morgunblaðið - 04.03.1937, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 04.03.1937, Blaðsíða 7
'' .' ¦ - . ' Fimtudagur 4. mars 1937. ! ..:'-',,:;•;; , .... .,,•>,• g^ ! Opinber ákærandi &i<&.A.J8%t£.D401|í MORGUNBLAÐIÐ Ffumvarp á Alþingi. Gunnar Thoroddsen flyt- ur enn á ný á Alþingi frumvarp um opinberan á- kæranda. Þetta aðkallandi nauðsynjamál hefir Gunnar flutt á tveimur þingum áður. Fyrst flutti hann málið á þinginu 1934 og var það þá sent lagadeikl Háskólans til umsagnar. Mælti lagadeildin mjög eindregið mcð málinu. Bn það kom fyrir ekki; stjórnarliðið á Alþingi vísaði málinu frá. Aftur flutti Gurmar málið á þinginu 1935, en þá svæfði stjórn- arliðið það í nefnd. Um þessa framkomu stjórnar- flokkanna segir m. a. í greinar- gerð frumvarpsins: „011 fram.koma stjórnarflokk- anna í þessu máli sýnir berlega hug þeirra og heilindi. Þeir þykj- ast fyrir kosningar 1934 vera ein- dregið fylgjandi skipun opinbers ákæranda, því að þeir vita, að þetta er vinsælt mál með þjóðinni og rjettlátt mál. En þegar málið er borið fram á þingi, þvælast þeir fyrir, fresta þyí og svæfa. Hvers vegna? Vegna þess,. að mi hafa þeir ákæruvaldið 1 sínum höndum og möguleikann til að mísbeita því ef.tir geðþótta. Það er líka óspart gert, eifts og síðar mun sýnt rækilegar; en lijer næg- ir að nefna það alræmda hneyksli, þegar alvarlegri ákæru á hendur meiri hluta bæjarstjórnar á ísa- firði er stungið undir stól, en síð- an' er einii hinna ákærðu Isfirð- inga skipaður rannsóknardómari yfir bæjarstjórn Vestmannaeyja^ Nú er þetta mál borið fram að nýju, því að það er nú meira .nauðsynjamál en nokkru sinni fyrr. Allur almenningur í land- inu krefst þess, að ákæruvaldið verði tekið úr höndum. pólitískra ráðherra og fengið manni, er stendur utan stjórnmálabarátt- unnar. Sú krafa mun ganga Iram fyrr eða síðar, eins og önnur rjett- lætismál, hversu lengi sem vilhall- ,ir valdhafa stimpast þar í móti". LÍTILL ÁRANGUR AF SAMNINGUM DANA OG ÞJÓÐVERJA. Khöfn í gær. FÚ. Nefnd danskra fulltrúa, sem verið hafa í Berlín, til þess að semja um viðskiftamál, er kom- in aftur til Kaupmannahafnar og það hefir frjettst, án þess að það hafi verið opinberlega til- kynt, að för nefndarinnar hafi ekki borið neinn verulegan ár- angur. Skíðanemendurnir, sem nú eru þátttakendur í námskeiði norska skíðakennarans, hafa haft tvo á- gæta daga á skíðum, í gær og í fyrradag. Þátttakendum, sem eru 25 í þessu námskeiði, líður öllum vel og eru orðnir brúnir af sól, sem um hásumar væri. Ungbarnavernd Líknar er opin á þriðjudögum og föstudöguöi kl. 3—4, í Templarasundi 3. Oagbók I.O.O.F. 5=118348V2 = 1 Veðrið í gær (miðv.d. kl. 17): Háþrýstisvæði yfir Islandi og N- Grænlandi. Vindur hægur A eða NA um alt land og ekki útlit fyr- ir neinar veðurbreytingar næsta sólarhring. Veðurútlit í Reykjavík í dag: Hægviðri. Ljettskýjað. í greinargerð húsgagnasmíða- meistara í blaðinu í gær fjell úr nafn eins af stjórnendum fjelags- ins, Þorsteins Sigurðssonar ritara. Progress heitir enskt tímarit, sem gefið er út af sápufirmanu Lever Brothers. í janúarhefti þessa árs er grein um Geysir og fylgja tvær myndir af Geysisgosi. Önnur myndin er tekin eftir ljós- mynd Olafs Magnússonar, en hin myndin er af forsíðu Morgunblaðs ins frá 21. júní 1936, þar sem birt er auglýsing frá Sunlight-sápu- firmanu með mynd af Geysi. Greinin er til sýnis í glugga Morg unblaðsins. B.v. Venus kom af veiðum í gær. Sjómannakveðja. Farnir áleiðis til Englands. Kærar kveðjur til vina og vandamanna. Skipverjar á Gylli. Samtíððin, 2. hefti þessa ár- gangs, er komin út. 1 ritinu eru að vanda márgar greinar til fróð- leiks og skemtunar. K. P. U. M., A.-D. Fundur í kvöld kl. 8V2. Fösturæða. Fjöl- mennið. Allir karlmenn velkomn- ir. Eimskip. Gullfoss er væntanleg- ur til Vestmannaeyja í kvöld. Goðafoss fer vestur og norður í kvöld. Aukahöfn Hjalteyri. Brúar foss var á Húsavík í gær. Detti- foss fór frá Vestmannaeyjuín 'T fyrrakvöld áleiðis til Hull. Lagar- foss er á leið til Austfjarða frá Leith. Selfoss er á leið til Aust- fjarða frá Leith. Ferðafjelag íslands hjelt fund á þriðjudagimi var, þar sem A. J. Johnson bankagjaldkeri sagði frá „hringferð" fjelagsins í fyrrasum- ar, er varð öllum þátttakendum mjög ánægjuleg. Skýrði hann og frá því, að fjelagið er nú að und- irbua tvær „hringferðir" á sumri komanda, því ferðafólkinu verður skift í tvo flokka, og fer annar hópurinn þ. 4. júlí, en hinn þann 10. júlí frá Keykjavík, og tekur ferðin 13 daga. 1 erindi sínu mint ist A. J. Johnson á það, hve Morg unblaðið hefði flutt góða frásögn af ferð þessari í sumar sem leið, enda var Árni Óla blaðamaður þátttakandi í förinni, og skrifaði um hana í Lesbók, sem kunnugt er. Var mikil eftirspurn eftir þess um tölublöðum Lesbókar, eigi að eins af þeim, sem tóku þátt í för- inni, heldur mörgum öðrum, svo að, Lesbókin með ferðasögunni mun nú ófáanleg. Til Hallgrímskirkju í Saurbæ: Gjöf frá Guðbjörgu Jóhannesdótt- ur, til minningar um mann sinn Guðjón Guðmundsson frá Kúlu- dalsá, 50 krónur. Gjöf frá Jóni Kristóferssyni kaupmanni 25 krón ur. Frá Hallgrímsnefnd Furu- fjarðarsóknar áheit 6 kr. Áheit frá ónefndum Akurnesing 1 kr. Kærar þakkir. 01. B. Björnsson. í ofviðrinu á dögunum fauk þak af heyhlöðu í Reynisdal í Mýrdal og 40—50 hestar. af heyi. Bóndinn í Reynisdal, Magníis Finnbogason, dvehir nú hjer í bænum, á Búnaðarþingi. Útför Kára Loftssonar frá Lambhaga fer fram' í dag kí. 2 frá dókirkjunni. Hans verður minst síðar hjer í blaðinu. Fiskmarkaðurinn í Grimsby í gær.- Besti sólkoli 95 sh. pr. box, rauðspetta 90 sh. pr. box, "stór ýsa 30 sh. pr. box, miðlungs ýsa 30 sh. pr. box, frálagður þorsk- ur 16 sh. pr. 20 stk., stór þorsk- ur 6,6 sh. pr. box, smáþorskur 6.6 sh. pr. box. (Tilk. frá Fiski- málanefnd — FB.). B.v. Gulltoppur kom frá Eng- landi í gærmorgun. Til Hallgrímskirkju í Saurbæ: Áheit frá Guðrúnu Guðnadóttur, Akranesi 10 kr. Afh. af sr. Garð- ari Þorsteinssyni áheit frá M. í Hafnarfirði 20 kr. Frá Stadskom- minister Hilmer Wentz, Málmey ísl. kr. 34,66, sem gefist hafði til Hallgrímskirkju vegna erindis, er hann flutti frá ferð sinni hjer s.l. sumar. Kærar þakkir. Ól. B. Björnsson. Alþýðufræðsla Guðspekifjelags- ins. Eins og undanfarin ár hefir Guðspekifjelagið haldið uppi al- þýðufræðslu með opinberum fyr- irlestrum hjer í Reykjavík. Eins og að líkindum lætur fjallar þessi alþýðufræðsla um guðspekileg málefni eða önnur mál, sjeð í ljósi Guðspekinnar. 1 vetur hafa þessir menn flutt erindi: Grjetar Fells 2 erindi (annað um „vín ogvit", hitt um „þroskaleiðir"), Jón Arna son 1 (um „leið stjórnandans") og Guðrún Indriðadóttir 1 (um „hul- iðsheima"). Alþýðufræðslunni er lokið að þessu sinni. (Tilk. frá Guðspekifjel. — FB). Flugmaðurinn Thor Solberg hef ir gefið flugvjel sína, „Leiv Eriks son", en í henni flaug hann yfir Atlantshaf með viðkomu "á Græn- landi og íslandi, til „Norsk tek- nisk museum" á Bygdöy. Flug- vjelin hrapaði til jarðar og brotn- aði sem kunnugt er, við Granvik s.l. haust, og var flutt til Bergen ósamsett og hefir legið þar síðan. (NRP — FB.) Norræna fjelagið gengst fyrir námskeiðum víða um Norðurlönd á næsta sumri, eins og venja hef- ir verið undanfarin sumur. Blaða- mannanámskeið verður í Dan- mörku 3.—Í3. juní. Námskeið fyr- ir matreiðslukonur og mentaskóla- nemendur verða 1. október. í Nor- egi verður námskeið fyrir bóka- verði og annað fyrir lýðháskóla- kennara. í Svíþjóð verður mót skólaunglinga 6.—9'. maí, og versl- unarmannamót í maílok. Arshátíð Starfsmannafjelags Strætisvagna Reykjavíkur var haldin í Oddfellowhölliiini fimtu- daginn 25. febr. kl. 10; síðdegis, og var þar jafnframt minst 5 ára starfsemi þessa þjóðþrifafyrirtæk is. Hófið hófst með sameiginlegu borðhaldi. Hlutast var til um, að allir fastir starfsmenn fjelagsins gætu tekið þátt í mótinu, til þess að allur þessi fríði starfsmanna- hópur, sem telur um 40 manns, gæti- með konum sínum og nán- ustu ættiiigjum átt sameiginlega eina kvöldstund á öllu árinu. Hóf- ið fór fram hið prýðilegasta og voru þar allar veitingar með hin- um mestu ágætum. Stóð fagnaður- inn lengi nætur við dans og hljóð- færaslátt og má.tti ljóslega sjá, að allir skemtu sjer hið besta. Tvent var það einkum, sem einkendi hóf þetta. Annað var það, að mjög skýrlega kom fram í mörgum á- gætum ræðum, sem þarna voru fluttar, hversu góður skilningur, samúð og samvinna ríkir á milli starfsmannanna við fyrirtækið, svo og á milli þeirra og stjórnar þess. Og er ekki ólíklegt, að þessi sterki samhugur þeirra muni miklu áorka til góðs fyrir fyrir- tækið, eins ög hanri þarna setti skemtilegan prúðmenskusvip á samfagnað starfsmannanna. Þá þótti mjer það mikil fagnaðarbót, að þarna kom fram 18 manna karlakór starfsmaUnanna sjálfra og söng undir Stjórn forstjóra fje lagsins, hr. Ólafs Þorgrímssonar. Loks voru fluttar gamanvísur um fjelagið, stjórn þess og starfs- menn. Vísurnar höfðu verið smíð- aðar á trjesmíðavinnustofu fjelags ins, en lit á þær setti í meðferð- inni málarameistari fjelagsins, hr. Agúst Hákanssoii, með undirleik gjaldkera þess, hr. Skúla Hall- dórssonar. Það virðast vera hæg heimatökin hjá þessum óvenjulega fjölhæfa starfsmannahóp. G. J. Peningagjafir til Vetrarhjálp- arinnar. Frá starfsm. hjá Ludvig Storr 32 kr. Málmhiiðunarverk- stæðið í Rvík 15 kr. B.v. Reykja- borg kr. 28,76. Starfsfólkið á Korpúlfsstöðum 105 kr. Ágóði af fyrirlestri próf. Guðbr. Jónssonar í Nýja Bíó 21. febr. 197 kr. Starfsf. í Efnalaug Reykjavíkur 20 kr. Kærar þakkir. F. h. Vetr- arhjálparinnar. Stefán A. Pálsson. Páll Þormar, koiisíill á Norð- firði, er staddur hjer í bænum. Hjónaefni. Nýlega hafa opin- berað trúlofun sína ungfrú Hanna Sigurjónsdóttir frá Vestmanna- eyjum og Jón Eyjólfsson sjómað- ur frá Akranesi. Háskólafyrirlestrar á ensku. Enski sendikennarinn, Mr. G. Turville-Petre, flytur í kvöld kl. 8 fyrirlestur í háskólanum um William Wordsworth. Siglfirsku skíðamennirnir, sem komu að norðan með Dr. Alex- andrine, hafa dvalið hjer í bæn- um síðan þeir komu suður. í dag fara þeir austur að Kolvið- arhóli, þar sem þeir ætla að dvelja fram að skíðamótinu. Hinir sigl- firsku skíðamenn eru allir knáir og munu verða skíðamönnum hjer syðra harðir keppinautar. Farar- stjóri skíðamannanna -er , Sófus Árnason. Júlíus Havsteen sýslumaður á HiTsavík er gestkomandi hjer í bænum. Aðgöngumiðar að hátíðahöldum Germania, sem fjelagið heldur í tilefni af afhendingu heiðurs- merkja hins þýska Akademis til dr. Jóns Ófeigssonar og Einars Jónssonar mag, aft, fást í dag í Nora Magasir. og að Hótel Borg. Próf. ^Mpsbeck flytur í dag M. ;6 fimta fýrirlesíur sinn um upp- runa guðspjallanna. Fyrirlestúr- innfVefður flu'ttur í 1. kenslustofu háskólftns. Mentaskólanemendur hjeldu al- mennan skólafund í gær vegna 6- ánægju, sem komið hafði fram í skólanum út af ritnefnd skóla- blaðsins. í ritnefndinni eiga sæti 5 menn. En meirihluti nefndarinn- ar, þrír skólapiltar, notuðu meiri hlutaaðstöðu,; sína til að sjá um, að: Jítið sem ekkert annað en rauð- litað pólitískt efni kæmist í blað- ið. Tillaga undirrituð af 20 nem- endum' kom fram á fundinum um að víkja þessum þremur rauðlið- um uínefndinni og var það sam- þykt, og aðrir þrír nemendur kosnir í staðinn. Útvarpið: limtúdagur 4. mars. 8.00 Morgunleikfimi. 8:15 vEnskukensla. ír\40 Dönskukensla. 12.00 Hádegisútvarp. 19.20 Lesin dagskrá næstu viku. 19.30 Þingfrjettir. , 20.00 Ffjettir.""H"',"n ' 20.30 Erindi: Atvinnumál, IV: Verslun og fjármál (Arnór Sig- urjónsson). 21.00 Frá útlöndum. 21.15 Hljómplötur: Ljett lög. 21.25 Útvárpssagán.' 21.50 Útvarpshljómsveitin leikur (til kl. 22.30). / — Ef það væri einhverjum erf- iðleikum bundið að ganga frá degi til dags, myndu sumir menn ald- rei ná nema til dagsins í gær. Aalborg ny Dampmölle. ^F*yrJið hvaða fyrzla flokks bakara á ís?9,ndi sem er hvorí haiai háfi nokkur;.2taciar Icaypj beira rúgmjöl og liálfsirrtíim iöl ep frá Aalborg ny r'ampmölle. — SVARID VERÐUR NEITANDI. .?. Aðalumboðsmenn á íslandi: fl. Bened I ? Ma"ím«m»m/W/VWWvWvVVvW §on & Co.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.