Morgunblaðið - 13.05.1937, Page 2

Morgunblaðið - 13.05.1937, Page 2
MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 13. maí 1937. KRYNINGIN I LONDON Breska heimsveldið. Flatarmál hins breska heimsveldis nemur samtals 13.355.426 fermílum. íbúafjöldi er 495.764.000 og skiftist þannig milli kyn- flokka: Indverjar Hvítir menn Blökkumenn Arabar Malayar Kínverjar Polynesar Aðrir 365.000.000 70.000.000 42.000.000 7.000.000 7.000.000 1.000.000 1.000.000 2.000.000 Með krýningarkvik- mynd til Suður-Afríku London í gær. FÚ. Llewellyn flugmaður mun leggja af stað frá Englandi kl. 2 í nótt með kvikmynd af krýningarhátíðinni, til Höfða- borgar. Miljónir hlýða á glæsilegustu athöfn síðasta mannsaldurs. Hundruð miljónir manna í öllum heims- álfum hlýddu í gærmorgun á athöfnina er Georg VI., konungur Bretaveldis og Elísabet drotning hans voru krýnd í Westminster Abbey í London. Þetta var í fyrsta sinn, sem hægt var að gefa þegnum Bretakonungs um allan heim tækifæri til að hlýða á hina helgu athöfn, er krýning Breta- konungs fór fram, í útvarp. Þrjár miljónir manna, sem biðu á götum Lundúnaborgar til þess að sjá konungshjónin og fylgd þeirra bregða fyr- ir, á leið frá kirkju, litu á það sem jarteikn, er uppstytta varð, um sama leyti og kórónan var sett á höfuð konungi. Rigning hafði verið undanfarinn sólarhring. Síðdegis vottuðu fulltrúar allra þjóða í breska ríkjasam- bandinu Georg konungi og Elísabetu drotningu hans hollustu. Þessum merka degi í sögu breska heimsveldisins lauk með ræðu, sem Georg konungur flutti í útvarp til þegna sinna (og prentuð er á öðrum stað í blaðinu). Krýningardjásn Stóra-Bretlands. Georg konungur og Elísabet drotning með dætrum sínuin, Elísa- betu og Margarethe Rose. Ræða konungs. „Það er af hrærðu hjarta að j valt breska heimsveldið væri í jeg mæli til yðar í kvöld. Aldrei sannleika saman komið innan fyr hefir nýkrýndum konungi veggja Westminster Abbeys. gefist þess kostur að tala til allra þegna sinna, þar sem þeir sitja heima hjá sjer í öllum álf- um heims, á krýningardegi sín- um. Aldrei hefir krýningarat- höfnin sjálf haft eins víðtæka þýðingu, þar sem samveldis- löndin eru nú frjáls og rjetthá ríki, í fjelagi við hið aldna kon- ungsríki, Bretland. Mjer fanst í morgun, að ger- Það gleður mig, að geta nú talað til yðar, hvar sem þið eruð — heilsað gömlum vinum í þeim löndum, sem leið mín hefir þegar legið um, og öðrum, sem mjer hefir ekki enn veitst tækifæri til að kynnast. Við drotningin árnum ykkur öllum heilsu og hamingju. Við gleym- FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU Ibýtið í gærmorgim fóru krýn- ingargestir meðal hinna 7700, sem útvaldir voru til þess að vera viðstaddir krýninguna í Westminster Abbey, að streyma til kirkjunnar. Fyrstur kom borgarstj órinn 1 London með fylgdarliði síntk. í nótt biðu miljónir láanna á götum úti til þess aðveríi pruggir um að geta komist þar að þar sem hægt var að sjá konungs- fylgdina fara fram hjá. Hinar þögulu fylkingar á hinni 10 km. löngu leið, ljetu það ekki á sig fá, þótt rigning væri. Áætlað er að 3 miljónir manna hafi beðið á götum Lundúnaborgar í morgun þegar konungshjónin lögðu af stað frá Buckinghamhöllinni til WesÞ minster Abbey. HINIR TIGNU GESTIR Þessi ógurlegi mannfjöldi hafði áður sjeð tiginmenni Ev- rópu, konunga, fursta og for- sætisráðherra og austurlenska1 höfðingja aka til kirkju. Meðal þeirra voru ríkisarfar Dana, Norðmanna og Svía, Jú- líana prinsessa og Bernadotte prins, Páll ríkisstjóri í Júgó- slafíu, utanríkismálaráðherrar Frakka, Finna, Rússa og Pól- verja, hermálaráðherra Þjóð- verja, sendiherra Itala og Pers- hing hershöfðingi (kunnur úr heimsstyrjöldinni) fulltrúi Roosevelts. Því næst kom hin glæsilega fylking forsætisráðherra hinna bresku samveldislanda, og full- trúar frá breska alríkinu, fremstur í fylkingu Stanley Baldwin, sem í dag var sjer- staklega hyltur, þar sem hann 1) Kóróna St. Edwards, kóróna Englakonuiiga, sem allir kon- ungar Englands hafa verið kfýndir með síðan á dögum Karls II. — 2) Kóróna Mary drotningar, með hinum fagra Koh-i-nor-demaiiti. — 3) Gullsporar St. Georgs og krýningarhringur konungs. — 4) Hinn konunglegi veldissproti, með hinum fræga Cullinand-demanti. — 5) Ríkiseplin. Stærra eplið er eign konungs, og er það lagt í hönd lians, um leið og kórónan er sett á höfuð honum. — 6) Keisara kórónan, sem Georg konungur ber seija drotnari indveBska keisara- dæmisins. — 7) Kóróna prinsins af Wales. — 8) Kóróna keisara- dæmisins, sem konungurinn ber, m.' a. við þingsetningu. er nú á förum úr breskum stjórnmálum. MARY EKKJU- DROTNING Á eftir vagni hvers fulltrúa hins breska alríkis fylgdi ein- kenöisklædd herfylking, frá ríki hvers fyrir sig. Því næst kom vágn Mary ekkjudrotningar og var í fylgd með henni Maud Noregsdrotning. Loks kom hinn gullni vagn konungshjóna. — Konungur var í hárauðri flau- elsskikkju, gullsaumaðri, en drotningin í purpuraruuðum möttli, og voru skjaldarmerki hinna ýmsu samveldisi'íkja og nýlendna saumuð með gulli í jaðar möttulsins. DÝRINDIS SKRAUT Klukkan var ellefu þegar konungshjónin komu til kirkj- unnar. Kirkjan var þá fullskip- uð. Þama var saman kominn háaðall Breta úr öllu hinu breska heimsveldi. Hver og einn einasti maður hinna tæpl. 8 þús. manna sem í kirkju voru, var skrautklædd- ur. „Hinir indversku furstar voru bókstaflega þaktir gim- steinum", segir einn blaðamað- ur, sem viðstaddur var í kirkj- unni. Hermelinklæði og pur- puraliturinn skar sig úr. Önnur eins sýning á dýrindis djásnum hefir aldrei farið fram áður. I stúku konungsfjölskyldunn- ar sátu hinar ungu dætur kon- ungshjónanna sín bvoru megin við föðursystur sína, Maríu prinsessu. Þær voru í síðum kjólum úr hvítum kniplingum yfir hvítu silki, og með purpurarauða möttla yfir axlir sjer. Þarna var einnig hertogafrúin af Kent. Útvarpsþulur í ahddyri kirkj- unnar lýsti krýningardjásnun- um, sem láu þar á gulldúkuðu borði. Kórónunni á rauðum flauelspúða, veldissprotanum og öðrum táknum hins veraldlega valds konungsins. Allir þessir skartgripir eru þjettsettir gim- steinum, en kórónan sjálf er úr skýru gulli. Þulurinn komst svo að orði um verðmæti þessara skartgripa, að það væri nægL Ifegt til að greiða lausnargjald fyrir marga konunga. KRÝNINGIN Krýningarathöfnin hófst kl. rúmlega ellefu eftir breskum FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.