Morgunblaðið - 09.06.1937, Page 4
Miðvikudagur 9. júnl 1937.
MCLRGTjNBLABIB
Hitaveita úr Henglinum er vitleysa
hvernig sem á máliQ er litið
Þó þar væri vatn yrði
reksturskostnaður meiri
en frá Reykjum.
Ifyrri grein sinni sýndi Helgi Sigurðsson
fram á, að Hitaveita úr Henglinum kæmi
ekki til greina, vegna þess, að vatn vant-
ar þar efra til þess að leiða til bæjarins.
En til þess að rekja sem allra greinilegast sundur allar vit-
leysur sósíalista í þessu máli, hefir Helgi skrifað eftirfarandi
grein fyrir blaðið, þar sem hann bendir á, hve hitavatnsleiðsla
úr Henglinum yrði mikið dýrari, en frá Reykjum, ef um veitu
úr Henglinum væri að ræða.
En það er sem sagt sama hvernig á afskifti rauðliða er litið
í þessu máli. Þeir hrúga hverri vitleysunni á aðra ofan, enda
ekkert sem fyrir þeim vakir, nema að tefja fyrir málinu og spilla
því.
Elsa Sigfúss.
Elsa SiQfúss
heldur hljðmleika
annað kvöld
Samfal vlð
(0«|k«aua
Söngkonan ágaeta, ungfrú Elsa
Sigfúss, var meðal farþega
á Lyru síðast. Hún er hingað kom-
in til að eyða sumarleyfi sínu. Jeg
átti tal við hana, er hún var ný-
komin til landsins og spurði hana,
hvort hún myndi ekki láta okkur.
heyra til sín að þessu sinni og þá
hvað hún myndi helst syngja:
„Til dæmis lög eftir Hándel,
Schuhert, Brahms, Frantz Rie og
fleiri. Auk þeirra hefi jeg hugsað
mjer að syngja nokkur hinna
nýrri tískulaga“.
„Hvað eigið þjer við með því?“
„Það skaí jeg segja yður í
stuttu máli. Eins og yður er kunn
ugt, litu menn áður þeim augum
á „nýtísku músik“, að almenni-
legt fólk gæti ekki verið þekt fyr
ir að fást, við hana, en á því sviði
hafa orðið miklar breytingar. —
Mjer finst hlntverk skáldsins, tón-
skáldsins og ekki hvað síst söngv-
arans vera það, að veita þeim er
á heyrir svo mikil listræn áhrif,
sem hægt er — með öðrum orð-
um að fága smekk almennings um
leið og talað er til áheyrandans á
því máli, sem hann skilur. Það
er oft, að maður heyrir fólk
segja: „Jeg hefi ekki vit á mús-
ik“ — en samt hafa sömu menn
einhverja frumstæða þrá til að
gefa sig á vald áhrifum tónlist-
arinnar — og nýtísku músik full-
nægir þessari þrá“.
„Hvenær hafið þjer hugsað yð-
ur að halda hljómleika hjerf1
„Jeg hefi að þessu sinni stutta
viðdvöl, svo ekki verður tími til
meira en einna hljómleika, en þeir
verða á fimtudaginn 10. þessa
mánaðar í Gamla Bíó“.
Símanúmer kosningaskrifstofu
Sjálfstæðisflokksins eru 2907 og
2339.
Gísli Halldórsson hefir í
grein sinni í Tímariti
Verkfræðingafjelagsins reiknað
út árlegan reksturskostnað fyr-
ir hitaveitu frá Henglinum ann-
aravegar og Reykjum hinsveg-
ar. Hann gekk út frá vatns-
magninu 278 1. á sek. og að píp-
an væri einföld í báðum tilfell-
um.
Frá Reykjum reiknaði hann
með 540 mm. víðri pfpu 18. km.
langri og fekk þá árlegan rekst-
urskostnað, þ. e. rekstur, af-
borganir og vexti, 464.000 kr.
ef rafmagn á Reykjum kostaði
6 aura kíiówatttíminn, en með
3 au. rafmagnsverði fekk hann
árleganreksturskostnað 386.500
kr.
Frá Henglinum reiknaði hann
með 375 mm. víðri pípu 36 km.
langri og fekk þá árlegan rekst
urstkostnað 387.000 kr.
Gísli komst þannig að þeirri
'iðurstöðu að reksturskostnað-
ur yrði svo að segja jafn frá
; Henglinum og Reykjum, ef raf-
1 magnið kostaði 3 aura, en
77.500 kr. meiri frá Reykjum
ef rafmagnið kostaði 6 aura, og
| er þessi mismunur eingöngu
fólginn í hærra rafmagnsverði,
því aðrir kostnaðarliðir eru hin-
i’ sömu.
*
Eg hefi í svargrein minni
sýnt fram á það, að í þess-
um útreikningum. Gísla eru svo
margar skekkjur, að augljóst
er að hitaveita frá Reykjum
hlýtur að verða miklu ódýrari
en hitaveita frá Henglinum.
Fyrst má geta þess, að 6 au.
rafmagnsverð er mjög hátt,
þegar um jafn mikla orku er
að ræða og notkunin er jafn
>ðug og verða myndi við dælu
stöð á Reykjum'. Jeg býst við
að 3 aura verð sje nær sanni.
Þá hefir Gísli reiknað með
jafn mikilli rafmagnsnotkun
sumar og vetur, þ. e. þeirri raf-
orku, sem þarf í mestu frost-
um, en það sjer hver heilvita
maður, að ekki nær nokkurri
átt. Hversvegna ætti bærinn að
vera að eyða rafmagi i í það að
dæla 278 1. á sek. af heitu vatni
til bæjarins um hásumarið
þegar enginn kærir sig um hita
í húsin. Mjer hefir reiknast til
að rafmagnseyðslan yrði aðeins
Ya—i/2 af því, sem Gísli reikn-
ar með, og hefi reiknað með
helmingi til þess að ekki yrði
sagt að of lágt væri reiknað.
Þetta virðist Gísli þó ekki hafa
skilið.
*
ípuverð og gröft hefir Gísli
reiknað of lágt, og þar
sem Hengilspípan er helmingi
lengri en Reykjapípan verður
þetta Henglinum í óhag.
Þá gerir Gísli sjer alls ekki
grein fyrir því hvaða pípuvídd
er hagkvæmust frá Reykjum,
og hefi jeg sýnt fram á það í
svargrein minni,- að t. 'd. með
3 aura rafmagnsverði er 425
mm. víð pípa hagkvæmust, og
að árkegur reksturskostnaður
með henni er aðeins 320.160
krónur.
Frá Henglinum fekk Gísli
reksturskostnaðinn 387.000 kr.
en ef pípuverð og gröftur er
leiðrjett, hækkar þetta um
50.000 kr. upp í 437.000 kr. og
þó vantar algerlega kostnað
vegna stíflu og vegalagninga í
Henglinum.
*
oks kemur eitt stórkostlegt
atriði til greina, en það
er það, að öryggisins vegna er
sjálfsagt að hafa pípurnar tvær
hvort sem væri frá Reykjum
eða Henglinum. Við það vex
pípukostnaðurinn töluvert, en
þessi útgjaldaaukning verður
miklu meiri á Hengilveitunni en
Reykjaveitunni, þar sem vega-
lengdin upp í Hengil er 36 km.,
en aðeins 18 km. (eða tæplega
það) upp að Reykjum.
Það er margt fleira sem
skakt er í áætlun Gísla, en þess
gerist ekki þörf að rekja það
hjer. Þetta nægir til þess að
FRAMH. Á SJÖUNÐU SÍÐU.
Framh. af 3. siHn
700 þús. krónur
Flskimálancfndar
En hallin á búskapnum hjá
nefndinni hefir orðið kr. 139.-
152.00, eða um 140 þús. kr. á
þessu fyrsta starfsári.
MEIRA FJE —
MEIRI EYÐSLA
Þegar litið er á reikningana
fyrir árið 1936, vekur það sjer-
staka athygli hve gífurlega
reksturskostnaður nefndarinnar
sjálfrar hefir aukist. Hann var
um 40 þuö. kr. fyrra árið, en er
nú yfir 65 þús. krónur. Rekst-
urskostnaðurinn hefir m. ö. o.
aukist um 25 þús. krónur.
Fleira vekur athygli í þess-
um reikningi. Þar kemur m. a.
í ljós, að alt sem Morgunblaðið
hefir sagt um tapið á Steady-
farminum til Ameríku í fyrra,
er satt og rjett, og þar með eru
gerð ómerk orð Tímagimbils
um þetta hjer á dögunum.
Reikningurinn sýnir að tapið
á þessum smá-farmi hefir orð-
ið kr. 42.010.2S.
Á þessu ári fekk Fiskimála-
nefnd þetta fje til umráða:
1. Úr ríkissjóði. kr. 365.800
2. Úr Fiskimálasj. — 70.000
Kr. 435.800
Fyrra árið hafði nefndin
fengið kr. 275.500. Samtals hef-
ir nefndin því fengið þessi tvö
ár af arlmannafje til ráðstöfun-
ar kr. 711.300.00.
Reikningarnir 1936 sýna
reksturshalla á því ári krónur
200.879.34. Verður því reksturs
hallinn samtals bæði árin
kr. 340.031.43.
Geri aðrir betur!
HJEÐINN DÝRARI
EN KARFINN.
Stjórnarblöðin hafa mikið
gumað af því, hversu mjög
Fiskimálanefnd hefði styrkt
karfaveiðarnar.
Reikningar nefndarinnar sýna
að allur styrkur sem nefndin
hefir greitt til karfaveiða nem-
ur kr. 5.660.25. Það er m. ö. o.
miklu lægri upphæð en Hjeðinn
Valdimarsson hefir tekið í laun
fyrir að vera formaður nefnd-
arinnar!
Þá verður skáldið Arnór að
viðurkenna, að Kristján heit.
Torfason hafi fyrir mörgum ár-
um gert tilraunir með karfa í
bræðslu. Aðrir reyndu þetta svo
síðar, löngu áður en Fiskimála-
nefnd fæddist.
En það, að tekist hefir nú að
fá verðmæti úr karfanum má
eingöngu þakka rannsóknum
dr. Þórðar Þorbjörnssonar fiski-
fræðings, sem Fiskifjelagið var
brautryðjandi að.
KVIKMYNDIN
í skýrslu Fiskimálanefndar
segir að nefndin hafi varið um
11 þús. kr. til töku kvikmyndar
(Islandsfilm). Er kvikmynd
þessi á efnahagsreikningnum
1935 talin til eigna á krónum
10.495.46. En á enfahagsreikn-
ingnum 1936 er kvikmyndin
,,dumpuð“ niður í 100 kr.!
Af skýrslu nefndarinnar
verður það helst ráðið, að kvik-
myndataka þessi sje gersam-
lega ónýtt verk, og að þessi „Is-
landsfilm" sje einskis virði!
FRITZ.
I reikningum Fiskimálanefnd-
ar sjest að varið hefir verið tug-
um þúsunda í ýmiskonar styrki,
en nefndin forðast eins og heit-
an eldinn að gefa nákvæma,
sundurliðaða skýralu um það,
hvernig þessu fje hefir verið
varið.
Þó skýrir nefndin frá því, að
hún hafi veitt Fritz H. Kjart-
anssyni (Póllandsfara) ÍOO
sterlingspunda styrk, gegn tvö-
földu framlagi frá síldarútvegs-
nefnd, „til þess að athuga sölu-
möguleika og afla markaðs í
Mið-Evrópu fyrir síld og fisk-
afurðir".
Þessi kommúnisti hefir þann-
ig fengið um 7000 kr. styrk af
fje almennings, og geta þeir
sem þekkja þá persónu um það
dæmt, hversu vel því fje hefir
verið varið.
Síðar hefir svo Síldarútvegs-
nefnd tekið Fritz þenna upp á
sína arma og gert hann ein-
ráðan í Póllandi með Islands-
síld. En það er of löng saga til
þess að hún verði sögð hjer.
FISKSALAN
TIL AMERÍKU
Það verður efni í sjerstaka.
grein að skýra frá afrekum
Fiskimálanefndar á Ameríku-
markaðinum.
Reikningar nefndarinnar árið
1936 sýna að tapið á Steady
nam yfir 42 þús. króna.
En þrátt fyrir þessa herfilegu
útkomu taldi nefndin sig eina
færa um að koma frystum fiski
inn á Ameríku-markaðinn. Og
nefndin sendi því nýjan smá-
farm vestur í byrjun þessa árs.
I „Eftirmála“, sem prentaður
er aftan við skýrslu nefndar-
innar segir um þenna fiskfarm,
að hann hafi komið vestur í
febrúar, sem sje „besti sölu-
tíminn“, segir þar. En svo segir
í ,,Eftirmálanum“.
„Það tókst þó ekki að selja
fiskinn fyrirfram, nje heldur
við móttöku og þurfti að setja
hann í frystihús til geymslu. —
Sala hefir gengið mjög treg-
lega, og þegar þetta er skrif-
að (í byrjun maí), er fiskur-
inn að mestu enn óseldur“.
Má því geta nærri hvert út-
koman verður á þessum farmi.
Þar verður tapið vafalaust ekki
undir 40—50 þús. krónur.
Afrek Fiskimálanefndar á
Ameríkumarkaðinum eru nú
kunn. Það er 42 þús. kr. tap á
Steady-farminum, og vafalaust
40—50 þús. kr. tap á fiskinum
sem liggur óseldur í frystihús-
um vestra.
En hvað er svo þetta alt hjá
því óbeina tjóni sem hiotist hef-
ir af braski Fiskimálanefndar.