Morgunblaðið - 09.06.1937, Qupperneq 5
Miðvíkudagrur 9. júní 1937.
MORGUNBLAÐIÐ
5
ttfef.i H.f. Arvakur, Reykjarlk.
JltatJOrui Jðn KJsrtanaaon og Valtfr Staí&naaon (ábjlfSamaHar).
Aaglfaliicari Árnl Óla.
Ritatjðrn, ansltalnarar oa afsralValai Auaturatrattl I. — Slaal 1100.
ÁakrtftararjaldI kr. «.00 A atánuOl.
f >anaaaaini 16 aura alntaklV — II anra aaaO Laabðk.
VERKAMANNA-
BÚSTAÐIRNIR
HITAVEITAN
©gsvirkjunin og' hitaVeitan
til lieykjavíkur eru senni-
lega J>au tvö ítiál, sem allra erf-
iðust verða sósíalistunum hjer í
Reykjavík.
Baeði þessi mál eru borin fram
til sigurs af Sjálfstæðismönnum
í bæjarstjórn og á Alþingi.
En bæði hafa þau sætt öfl-
ugri og ótrúlega þrálátri and-
■stöðu beggja stjórnarflokkanna,
Pramsóknar og sósíalista.Á Fram
sókn eru menn ekki svo mjög
hissa, vegna þess að sá flokk-
ur hefir alla tíð sýnt Reykja-
vík fjandskap í stóru og smáu.
Framsókn hefir ekkert að
missa hjer í Reykjavík. Eitt
helsta lífsviðurværi hennar úti
um land er skammir og svívirð-
ingar um Reykjavík, sem þeir
kalla „blóðsugu á þjóðarlíkam-
anum" og öðrum álíka vingjarn-
lcgum nöfnum.
Fylgi hafa þeir ekkert og von
ast ekki til að hafa hjer annað
en frá bitlingahjörðinni, sem
þeir hafa safnað hingað. Og sú
hjörð hvorki minkar nje stækk-
ar við neina afstöðu flokksins
til málefna bæjarins. Það er
þetta setulið, sem Reykvíkingar
verða að þola að horfa á spóka
eig hjer á, igötunum og í fínum
húsum, en eiga hjer það erindi
helst að hjalpa til að rægja bæ-
.inn og sýna málefnum hans
1jandskap.
*
Nokkuð öðru máli er að gegna
um sósíalistana. Þeir eru hæjar-
flokkur og byggja alt á fylgi
sínu hjer.
En þeir eru haldnir þessum
ólæknandi kvilla, að hugsa altaf
fyrst um ffokkinn og síðan um
bæinn. Og til flokkshagsmuna
telja þeir það, að vera á móti
hverju því máli, sem Sjálfstæð-
ismenn fjdgja og berjast fyrir.
Það er nú þéirra skoðun á stjórn
málum. Þéim finst alveg óbugs-
andi að fýlgja góðum málum,
sem -andstæðingar þeirra bera
fram, og- sýna svo auk þess hug-
kvæmni sína. og kunnáttu í því,
að bera fram önnur góð mál og
'hafa þau fram með stuðningi
Sjálfstæðismanna. Nei, þetta er
ekki þein*a aðferð, heldur hitt
að vera á móti, og þess vegna
verður stjÓrnmálastefna þeirra
svo einkenniiega neikvæð sem
aliir þekkja.
Þetta kemur þeim nú heldur
ónotalega í koll, þegar um slík
mál er að ræða sem Sogsvirkj-
unina og hitaveituna, af því áð
bæði þessi mál eru borin fram
af Sjálfstæðismönnum og bæði
eiga sjer óskift fylgi bæjar-
manna og miklu fleíri.
Um Sogsvirkjunina er nú ekki
lengur að ræða. Hún er nú loks
komin gegnum ailan fjandskap-
ínn, tilraunirnar til þess að
breyta henni í glæfrafyrirtæki,
banatilræðið með neitun ríkis-
ábyrgðar og allar flækjurnar,
sem notaðar voru til þess að
draga málið á langinn.
Hún mun nú, livað sem hver
segir veita liingað nægu raf-
magni í haust, hreiða út ljós og
;yl og gefa iðnaðinum nýja mögu
leika með ódýru og nægu afli
til vinnuvjela.
Að vísu er fjandskap stjórn-
arliðsins ekki lokið eða því tjóni,
sem það getur gert bæjarmönn-
um, eins og ljóslega sjest á því,
að beiðni bæjarius um það, að
rafmagnsveita Reykjavíkur
mætti flytja inn tæki þau, sem
notuð verða er Sogsvirkjunin er
komin á, og selja þau með kostn-
aðarverði, fjekk eugar undir-
tektir bjá stjórnarflokkunum á
Alþingi.
Þeir gera það ekki endaslept,
þessir herrar!
*
En hitaveitumálið er enn mitt
í orustunni. Stjórnarblöðin,
bæði N. Dagbl. og Alþbl. linna
ekki fjandskapnum við það mál.
Að vísu þora þeir ekki að
leggjast beinlínis á móti því. En
þeir hafa nóg ráð önnur.
Þeir lýsa málinu sem „hneyksl-
ismáli“ og heimsku. Þeir brydda
upp á allskonar fjarstæðum til-
lögum til þess að tefja fyrir og
gera málið að deilumáli.
I gær og dag hefir verkfræð-
ingur liitaveitunnar, Helgi Sig-
urðsson, enn neyðst til þess að
reka fjarstæðurnar niður í hirð
verkfræðing þessara fjand-
manna hitaveitunnar, Gísla Hall
dórsson, og hrekja Hengilmænu
vitleysu hans.
En N. Dagbl. taldi á hinn bóg
inn nauðsynlegt að rannsaka
Krýsuvíkurhverina ef hita mætti
bæinn upp með Kleifarvatni.
Báðir eru sammála um að fá
ítalska verkfræðinga til þess að
ránnsaka málið.
Boranirnar töfðu þeir eins
lengi og unt var með því að
beita synjunarvaldi sínu á inn-
flutningi borsins, sem nota
þurfti og heimta að lokum, að
hann væri keyptur þaðan, sem
hann bæði kom seinna og var
lakari.
Hvað halda menn nú að yrði
úr þessu máli í höndum svona
manna 1
Hvenær lialda menn að heita
vatnið kæmi í bæinn, ef þeir
fengju að ráða?
Sennilega þyrfti fyrst nokk-
urra ára rannsókn á íirkomu í
Henglinum til þess að ganga
milli bols og liöfuðs á Hengil-
mænunni.
Síðan væri mörg ár verið að
rannsaka Krýsivík.
Og að því loknu yrði svo
sennilega farið að rannsaka
Deildartung-uhver og Geysi.
Bara til þess að losna við
heita vatnið frá Reykjum, af því
að þar hófu Sjálfstæðismenn
sitt starf og af því að þaðan,
verður vatnið leitt, þegar það
kemst til Reykjavíkur.
Ef rauðliðar liefðu ekki tafið
málíð, væri heita vatnið frá
Reykjum vafalaust farið að
renna hjer um húsin.
Þeim hefir tekist að tefja það,
en það skal ekki verða lengi.
Um slíkt áhugamál munu
Reykvíkingar ósldftir slá skjald
borg í kosningunum í vor og
við bæjarstjórnarkosningarnar
næsta vetur.
I">egar lögin um verka-
** mannabústaði voru
fyrst sett, á þinpinu 1929,
var bað Jón heitinn Þor-
láksson, sem glegst sá og
tók fram meíúnatriði máls-
ins. Hann taldi gagnsemi
frv. að mestu leyti velta á
því, hvort upp væri tekin sú
aðferð að reisa sambygging-
ar eða hin, að reisa sjer-
byggingfar. Sjerbyggjngarn-
ar taldi hann miklum mun
heppilegri.
Agengni og hlut-
drægni Hjeðins
Valdimarssonar
iýst aí
ið 1934 og urðu allsráðandi á þing
inu, þá um haustið. Þá þótti það
eitt af mest aðkallandi nauðsynja-
málum verkalýðsins að svifta þá
verkamenn, sem búnir voru að
öðlast rjett til aðstoðar úr bygg-
ingarsjóði með því að gerast fje-
lagar í Byggingarfjelagi sjálf-
stæðra verkamanna, þeim rjetti.
Ríkisstjórnin var látin leggja
fyrir þingið frv. til nýrra laga um
Bjarna Benediktssyni prófessor
Til stuðnings því benti hann á,
að þótt kostnaður við sambygging-
ar kynni að vera eitthvað minni,
þá væri mumirinn lítill. Enda væri
það aukaatriði, hvort kostnaður-
inn væri lítið eitt meiri eða minni
í upphafi, þegar um væri að ræða
þvílík mannvirki, sem endast ættu
í 2—3 kynslóðir. Hitt væri aðal-
atriðið, að framkvæmdirnar yrðu
taldar fnllnægjandi í nokkuð lang-
an tírna, þó að kröfur manna og
aðstæður breyttust. Sjerbygging-
ar, í mótsetningu við sambygg-
ingar, þyrftu ekki að valda vand-
ræðum í framtíðinni, þó að kröf-
ur manna til þæginda ykust, því
að þær væri liægt að endurnýja
og breyta þeim á ýmsan hátt.
Jón Þorláksson Var heldur ekki
í upphafi einn um þessa skoðun.
Þegar áður en hann bafði látið
uppi álit sitt, hafði Jón Baldvins-
son látið svo ummælt: „Er jeg
ekki í neinum vafa, að sjerbygg-
ingar eru miklu hentugri, og væri
æskilegt, að hver fjölskylda hefði
hús út af fyrir sig. Jeg held ekki,
að þau þurfi að verða svo miklu
dýrari en sambyggingar. Bæði
getur allur útbúnaður hússins ver-
ið grennri og efnisminni, þegar
ekki á að byggja ofan á það
margar hæðir. Það hefir að mínu
áliti mikla menningarlega þýð-
ingu, að hver fjölskylda gæti
fengið íbúð út af fyrir sig og haft
dálítið landrými, svo að nnga kyn-
slóðin geti hreyft sig ofnrlítið
kringum húsið, en þurfi ekki að
vera í samsulli við margar fjöl-
skyldur, eins og er í mörgum
stórbyggingum". (Alþt. 1929 B.
bls. 3474—3475).
Yið rökstuðning þessara tveggja
flokksforingja er engu að bæta.
Ummæli þeirra standa óhöggnð
enn þann dag- í dag. Enda er það
með öllu óverjandi í bæ eins og
Reykjavílt, með nógu landrými, að
byggja með opinberum styrk til
frambúðar yfir menn eingöngu í
gamla leigukassa-stílnum, þó að
með sæmilegum nýtísku umbúnaði
sje.
í framkvæmdinni hafa samt ein-
göngu verið reistar sambyggingar.
Frumástæðan til þess er sú, að
Jón Þorláksson fekk því ekki ráð-
ið að setja í sjálf lögin ákvæði
um það, með hverjum hætti bygt
skyldi. Þrátt fyrir góðan rökstuðn-
ing sinn fyrir rjettu máli, fekst
JónBaldvinsson ekki til að trygg'ja
framgang þess, þegar á átti að
herða. Taldi hann þá, að hjer væri
um framkvæmdaratriði að ræða,
sem óþarft væri að setja lagaá-
kvæði um, „en því má breyta síð-
ar, ef það þykir nauðsynlegt“,
segir hann. (Alþt. 1929 B. 3483).
*
/o sem vænta mátti. þá reynd
ist Jón Þorláksson nafna
sínum framsýnni. Þegar til fram-
kvæmdanna kom fekk Hjeðinn
Valdimarsson, aðalráðamaðurinn í
Byggingarfjelagi verkamanna, því
ráðið, að sambyggingar vorn upp-
teknar, þvert ofan í skoðun Jóns
Baldvinssonar um, að menningar-
gallarnir við þetta fyrirkomulag
væru svo miklir, að þeir meira
en vægju upp þann litla sparnað,
sem af því kynni að stafa.
Jón, Þorláksson var þar á móti
skoðun sinni trúr. Þegar það var
sýnt á árinu 1934, að Hjeðinn
Valdimarsson fekst eigi til að láta
af sambyggingunum, beitti Jón
Þorláksson sjer fvrir stofnun
Byggingarfjel. sjálfstæðra verka-
mamia. Fjelag þetta, sem stofnað
var við eindæma áhuga fjölda al-
þýðumanna, setti sjer það mark
að koma upp sjerstæðum húsum
í skjóli laganna um verkamanna-
bústaði.
Samkvæmt þágildandi lögum
áttu fjelagsmenn ótvíræðan rjett
til lána úr Byggingarsjóði Reykja
víkur, a. m. k. í rjettu tölublnt-
falli við fjelagsmenn gamla fje-
lagsins. Ef að rjettum lögum hefði
verið farið og sanngirni beitt, gat
þannig ekki leikið vafi á, að bæði
þessi fjelög gátu starfað, hvort að
sínu markmiði. Nýja fjelagið að
byggingu sjerstæðra húsa, en
gamla fjelagið að sambyggingum.
Ætla hefði mátt, að þeir, sem í
orðum láta bæst um verkalýðs-
vináttu sína, tækjn þessu nýja
fjelagi með vinsemd, og viður-
kendu rjett þeirra, sem hafa
hærra sjónarmið um framtíðarað-
búnað sinn en að láta stafla sjer
saman eiiis og appelsínum í fal-
lega merktan kassa. Því fór samt
fjarri.að sú yrði raunin á. Sósíal-
istar hófu strax hina mögnnðustu
rógsherferð gegn fjelagi sjálf-
stæðra verkamanna og reyndu á
allan liugsanlegan hátt að gera
fjelagið og forgöngumenn þess
tortryggilega.
*
Ut yfir tók samt.þegar sósíalist-
arnir sigruðu við kosningar sumar<
verkamannabústaði og var það
samþykt af þinginu og staðfest
1935. í orði kveðnu var látið lieita
svo sem aðalefni laganna væri að
leggja niður hina cinstökn bygg-
ingarsjóði kaupstaðanna, og
skyldi í þeirra stað koma einn
byggingarsjóður fyrir alt landið.
Þessi breyting var stndd við það,
að sjóðunnm utan Reykjavíkur
hefði gengið mjög erfiðlega um
lántöknr, enda talið óheppilegt að
láta margar sjóðsstjórnir vera að
vasast í mörgnm smálántökum. Er
það rjett í þessari röksemdafærsln,
að mjög mikið veltur á því um alla
starfsemi sjóðanna að heppileg lán
fáist.
Það, bversu mikið befir verið
bygt hjer í Rcykjavík samkvæmt
þessnm lögum, má þannig af ein-
stökum mönnum fyrst og fremst
þakka Magnúsi Sigurðssyni banka
stjóra, sem hefir verið formaður
sjóðsstjórnar hjer frá upphafi, og
því átt mestan þátt í lánútveg-
unum. Engn að síður var þessi
breyting, um að gera alt að ein-
um sjóði, ærið varhugaverð.
Sjálfstæðismenn fengn að vísxt
með baráttu sinni útilokað þá
hættu, sem elvki var nógu vendi-
lega hindrnð í upphaflega frv.,
að fjárframlög hinna betnr stæðu
kaupstaða yrðu á einu eða annan
veg látin renna til þeirra er lakar
værn stæðir. Við hinn varð ekki
sjeð, að ein sjóðsstjórn hjer í
Reykjavík hefir býsna lítil ráð til
að sjá nm, að kaupstaðirnir úti á
landi standi skil á því fje, sem
þeir eiga að leggja af mörkum.
Reynslan liefir og orðið sú, að
reikningsskil fást frá Reykjavík-
urbæ einum, og sjóðsstjórnin hefir
gefist upp við að fylgjast með
hinum sjóðunum. Hefir hún því í
einn hljóði samþykt áskorun til
Alþingis um að breyta þessn fyrir-
komulagi enn á ný og losa sig
undan ábyrgðinni á sjóðum utan
Reykjavíkur. — Þessar „umbæt-
ur“ laganna frá 1935 hafa þannig
alveg farið út um þúfur.
*
egja má, að í sjálfn sjer skifti
það ekki svo ákaflega -mikln
máli, þó að svona hafi farið. En
liitt sýnir þessi reynsía, að lögin
um verkamannabústaði eru ekki
nema einskisvei't pappírsgagn, ef
hlutaðeigandi bæjarstjórnir vilja
FRAMH. Á SJÖTTU SJKHJ