Morgunblaðið - 09.06.1937, Síða 6
€
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 9. júní 1937.
Verkamanna-
búsfaðirnir
FRAMH. AF FIMTU SÍÐU.
*Aki framfylgja þeím og leggja
sánn skerf af mörkuni. Ber bæj-
arstjórn Reykjavíkur þar mjög af
öðmm bæjarstjórnum um alla skil-
aeini, og kemur það býsna illa
J»eim við þann fjandskap gegn
verkalýðnum, sem sosíalistar
segja, að þar sje ráðandi.
Bh þó að uppi væri látið, að
nmrætt atriði, sem svo illa hefir
tekist um, væri meginþátturinn í
Jögunum frá 1935. þá fór því
aamt fjarri, að svo væri. Aðaltil-
gapgurinn var sá að svifta fje-
íagsmenn í Byggingarfjelagi
sjálfstæðra verkamanna þeim ó-
tfíræða rjfltti, sem þeir áttu sam-
kræmt eldri lögum. í þessum til-
gahgí ýöfu sett fýrirmæli um, að
í þverjum kaupstað skyldi ein-
angis eitt fjelag n.jóta hlunninda
laganna, og var s>Vö 'frá gengið,
að örugt væri, að Byggingarfjelag
sjálfstæðra verkamarina væri þar
með svift rjetti tínum.
Um þetta mál urðu hörð átök
á þinginu 1934. Sjálfstæðismenn
sýndu glögglega fram á, að með
frv. væri framin hin mesta rang-
sleitni á meðlimum fjelags sjálf-
stæðra verkamanna. Þá væri og
byggingamálinu í heild gerður
hinn mesti ógreiði, þegar ofsókn-
um ætti að fara áð beita við þá,
sem aðrar hugmyndir hefðu um
heppilegasta byggingaform en
Hjeðinn Valdimarsson.
íljeðinn reyndi... auðvitað eftir
föngum að verja illan málstað, en
tókst það ekki vonuni betur og fór
mjög halloka í ÖUum rökræðum
nm málið. Én því lakari sem mál-
staðurinri' reýndistý því harðár ljet
Hjeðinn handjárnin kreppa að
stjórnarliðinu og var málið keyrt
í gegn.
Sjerstaka athygli vakti fram-
koma Ásgeirs Ásgeirssonar. Hann
gekk mjög frá'rii fyrir skjöldu og
barðist ákaff'fyrir því að níðst
yrði á méðliirium fjéíags sjálf-
stæðra vei’kamanna. Vitnaði hann
jafnframt mjög um rjettlæti sitt
og sanngirni og óskaði eftir, að
ákveðinn andmælandi sinn |„ætti
eftir að sýna þá samviskusémi v
þingmálum, sem jeg hefi sýnt
undanfarin 10, ár“,.. (Alþt. 1934 B.
852). Á þinginu 1934 gat menn
ennþá furðað á framkomu Ásgeirs
Ásgeirssonar, og var það nokkuð
gert, Nú er sá tími löngu liðinn.
Annar sá, sem algerlega brást í
málinu, en mikln méira mátti samt
vænta af, var .Jón Baldvinsson.
Bftir fyrri ummælum hans varð
ekki annað álitið, en að hann
mundi verða því fylgjandi að lög-
bjóða sjerbyggingar, ef fram-
kvæmdin yrði sú að teisa einungis
sambyggingar. 1934 var hinsvegar
ekkif um það að ræða að banna
sambyggingar, heldur einungis að
leyfa þeim, sem sjerbyggingar
vildu. að spreyta sio; á þeim og
látá síðan reynsluna skera úr,
hvað heppilegast væri. Sá. sem
hafði lýst sig svo ákveðið fylgj-
andi sjerbyggingum, sem Jón
Baldvinsson. gat erfíðlega gengið
á móti því að veita þeim jafn-
rjetti við hinar. Þetta gerði Jón
samt án þess að segja eitt orð. til
skýringar.
n sem sagt, hvort sem það
var með illu eða góðu, þá
tókst Hjeðni Valdimarssýni að
berja það fram, að Byggingarfje-
lagð sjálfstæðra verkamanna var
svift lögákveðnum rjetti sínum.
Hefir hann síðan sí og æ látið
hamra á því, að verkamannabú-
staðirnir væru hans verk og hon-
um einum að þakka, að reistar
hafa verið þær bvggingar, sem
komnar eru. Sannleikurinn er
hinsvegar sá, að þó að Hjeðinn
sje fyrsti flutningsmaður málsins,
þá má Tryggvi Þórhallsson engu
síður kallast aðalhöfundur fyrstu
laganna um málið, því að frv.
Hjeðins var gerbreytt á þinginu
1929 eftir tillögum Tryggva, og
var málinu þá fyrst fenginn fast-
ur grundvöllur. Styrkveitingar til
bygginganna hafa síðan komið
bæði frá bæjarsjóði og ríkissjóði,
og Magnús Sigurðsson hefir haft
forgöngu um lánaútveganir til
þeirra. Að svo vöxnu máli sýnist
það ekki sjerlega þakkarvert, þó
að Hjeðinn hafi látið fjelag það,
sem hann er formaður í, nota sjer
þá peninga, sem að því voru rjett-
ir, sjerstaklega þar sem hann með
ofbeldislögum sínum bægði öðrum
fjelögum frá . framkvæmdum í
málinu.
Sagnir sósíalista um, að Sjálf-
stæðismenn hafi af íjandskap við
Verkalýðinn verið því andvígir í
upphafi,að verkamenn fengju góð-
an húsakost, eru vitanlega tilhæfu-
Iausar. Málið var í fyrstu alls ekki
flokksmál og ummæli þau, sem
Alþýðublaðið er öðru hvoru að
prenta til sönnunar fjandskap
Sjálfstæðismanna við góðan húsa-
kost handa verkamönnum, eru
slitin úr rjettu samhengi, og því
fullkomin blekking að fara með
þau svo sem blaðið gerir.
Hítt er alt annað mál, að
jví fer fjarri, að með núgild
andi lögnm sje fundin líkt því
fullnægjandi lausn á þessum niál-
um. Er /það þannig víst, að ríkið
gædi á eðlilegri hátt gert meira
til að koma upp góðurn íbúðum
fyrir ennþá fleiri en kost geta átt
á þeirri aðstoð, sem hjer um ræð-
ir. Br það með útvegun betri og
hagkvæmari almennra fasteigna-
lána en nú fást. Þessu hafa sósíal-
istar aldrei viljað sinna verulega,
en Sjálfstæðisflokkurinn mun af
alhug beita sjer fyrir því, ef hann
kemst í meirihluta nú við kosn-
ingarnar.
En þó segja megi, að rjett sje
að sinna fyrst því, sem meira er
um vert, og það eru almennu fast-
eignalánin, þá ér það víst, að þörf
er á að endurbæta núgildandi lög
um verkamannahústaði. Sjálfstæð-
isflokkurinn mun ekki, eins og
sósíalistar viljá vera láta, hætta
við byggingu verkamannabústaða,
heldur þvert á móti koma laga-
fyrirmælunnm uin |>á í hetra liorf
og í samræmi við það, sem hjer
hefir verið sagt, miða meir við
frambúðarheill allra aðilja heldur
en stundarhag og sjerkreddur
fárra ofbeldisherra.
Minningarorð um
Helgu Maríu Þorvarðardóttur
Hún andaðist 21. maí.
Hún fæddist að Holti undir
ki.yjafjöllum 1. febr. 1862. Þaðan
fluttist hún með foreldrum sínum,
Þorvarði presti Jónssyni og síð-
ustu konu hans, Valgerði Bjarna-
dóttur, prests að Söndum í Dýra-
firði, að Prestsbakka á Síðu og
nokkru síðar að Possi í sömu
sveit, þegar faðir hennar tók að-
stoðarprest, er þá settist á Prests-
hakkann. Þar ólst hún upp. Föð-
ur sinn misti hún 26. sept. 1869.
1881 giftist hún fyrri manni sín-
nm, Olafi söðlasmið Bjarnasyni
frá Steinsmýri í Meðallandi. Eign-
uðust þau 5 börn. Eitt þeirra
mistu þau í æskn, Þorvarð, en 4
eru á lífi, Jóhann, trjesm., Sel-
fossi, Skapti kaupm. og Þuríður,
ekkja Þórðar Vigfússonar skip-
stjóra hjer í bænum, og Lilja,
gift kona í Króki í Gaulverja-
bæjarhreppi. 1894 fluttist hún vest
ur á Kjalarnes, er hún fjekk veit-
ingu fyrir ljósmóðurumdæmi þar,
og gegndi hún því starfi í 11 ár.
1897 giftist hún eftirlifandi manni
sínum, Gísla Halldórssyni trjesm.
Bjuggu þau að Holti á Kjalar-
nesi til ársins 1905, er þau flutt-
ust hingað til bæjarins. Eignuð-
ust þau 4 dætur, og eru 2 þeirra
á lífi, giftar hjer í bænum, Elín
og Valgerðnr, en 2 rnistu þau í
æskn, er báðar hjetu Ásta. Þau
tóku 2 fóstursyni, Bolla Gríms-
son, en mistu hann 7 ára, og
Bjarna Jónsson, sem nú er upp-
kominn og dvelur á heimili
þeirra. Hún tók sjer barnamissir-
inn- mjög nærri. Móður sína misti
hún 1895. Hún á 3 bræður á lífi:
Þorvarð, fyrv. prest í Vík í Mýr-
dal, Jón í Vesturheimi og Jóhann
búsettur á Bíldudal. — Þess skal
ennfremur getið, að þau hjón,
Helga María og Gísli, höfðu með
sjer 2 börn, er þau fluttu til Rvík-
ur, en eigi 8 og 2 fósturbörn, eins
og getið er í N. Dbl. Hin voru
nppkomin. —-
María sál. var mesta efnis- og
atgerviskona, gáfuð í hesta lajri
og vel að sjer um marga hluti,
enda þurfti hún á því að halda á
lífsleiðinni, því verkefnin, sem að
henni bárust, voru oft og tíðum
vandasöm og má nærri geta, að
hún hefir þurft að beita þrótti
sínum og þolinmæði, hæði sem
móðir, húsmóðir og Ijósmóðir.
Örðugleikar mikiír voru urri eitt
skeið á vegi hennar' og er það
undravert, hvernig hún gat horið
þá, og hefir hún þá notið þeirrar
aðstoðar, sem þeim einum er veitt,
sem til hennar hafa unnið og
sannast á henni, ,,að þegar neyð-
in er stærst, er hjálpin næst“. En
hún átti einnig því láni að fagna
að hafa gott beimili og vfera hor-
in á höndum og alt, gert fyrir
hana, sem unt var, svo hún fjekk
einriig að njóta hinna hjörtu
hliða lífsins, og það kunni hún
að meta og þakfca.
Pvrir utan heimilisstörfin og
heimilisskyldurnar og Ijósmóður-
störfin Ijeði hún ýmsunt iiðrum
viðfangsefnum lið. Má þar nefna
drjúga þátttökn sem liún átti í
starfi Goodtemplarareglunnar og
bindindismáhins og var hún þar
héil og óskift eins og í öllvi því,
mmm:
Helga M. Þorvarðardóttir.
er hún tók sjer fyrir hendur.
Dulfræðum kyntist hún að
nokkru og hafði áhuga á þeim,
og voru eilífðarmálin henni mikið
hugðarefni, enda mun hún hafa
haft aðstoð og reynslu í þeim efn-
um, sem ekki er öllum veitt og að
líkindum ekki nema þeim einum,
sem hafa náð sjerstakri hlið í
þroska og eru hæfir til þess að
vinna alveg sjerstok ætlunarverk.
Hún er hoífin sjónum vorum á
bak við fortjaldið mikla, en minn
ing hennar er geymd hjá öllum
þeim, er höfðu þann forrjett að
kynnast henni og munu ætíð minn
ast hinnar ljúfmannlegu fram-
komu hennar og góðu áhrifa, el'
hún sýndi hvarvetna. Blessuð sje
minning hennar.
Járðarförin fór fram 1. þ. m.
Jón Árnason prentari.
SR. SIGFIJS JÓNSSON.
FRAMH. AF ÞRIÐJU StÐU.
1889, að hann var vígður prestur
áð Hvammi í Laxárdal. Því brauði
þjónaði hann til ársins 1900, al
hann fjekk veitingu fyrir MæM-
fellsprestakalli.
Lausn frá prestsskap fjekk
hann árið 1919, og fluttist til Saui
árkróks. Hafði hann þá um skeiS
verið framkvæmdastjóri kaupfje-
lags á Sauðárkróki samhliða
prestsstörfum. En eftir að harm
fjekk lausn fró prestsskap gaf
hann sig allan við forstöðu kaup-
fjelagsins.
Sr. Sigfús var mikill búhöldur, .
meðan hann stundaði sveitabú-
skap, og maður ráðdeildarsamur í
öllu er að fjárstjórn laut. Var
hann að eðlisfari hneigður fyrir
verslun og kaupskap. En vel saip-
einaði hann þá eiginleika við
prestsþjónustu sína. Var hana
virtur vel meðal safnaða sinna,
sem forsjáll maður og ráðhollux
um hagnýt efni.
Ilann var jafnan í sveitarstjórn
og lengi í sýslunefnd. En nm lands
mál ljet hann ekki til sín taka
utan hjeraðs, fyrri en allra síð-
ustu árin, er hann var kominn ná-
lægt sjötugu, og þá fyrir áeggj-
an flokksbræðra sinna í Fram-
sóknarflokknum.
Konu sína misti hann í fyrra,
Petreu Þorsteinsdóttur. Böne
þeirra eru þrjú á lífi: Jón versl-
unarmaður á Sauðárkróki, Ingi-
björg kona Sigurðar á Nautahiii
og Ástrún, gift á Sauðárkróki.
Tvö hörn þeirra eru dáin, Stein-
dór bóndi í Hamarsgerði Ogr
Helga, er gift var sr. Sveini öf-
mundssyni.
li)) lHtoHm i Olseim ((
Jarðarför konunnar minnar,
Guðrúnar Jónsdóttur,
er andaðist 3. júní, fer fram frá dómkirkjuimi föstudaginn 11.
júní og hefst kl. 3Y2 með húskveðju á heimili hinnar látnu,
Bárugötu 36.
Eiginmaður, börn og tengdabörn og fósturbörn.
Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð og hluttekningu
við andlát og jarðarför föður okkar og tengdaföður,
Jakobs Gunnarssonar
frá Hraunsholti.
Börn og tengdabörn.