Morgunblaðið - 09.06.1937, Side 7

Morgunblaðið - 09.06.1937, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudaffur 9. júní 1937 . ■■ .. i i ........• ,1 7 & Skarð á SkarDs- strðnd brennur til grunna. Ibúðarhúsið að Skarði á Skarð- strönd brann í fyrradag- til grunna. Var það gamalt en vand- að, járnvarið timburhus, 10x12 metrar að stærð. Bnginn karlmaður var heima er ■eldurinn kom upp. Finnur Jóns- son bóndi á Geirmundarstöðum ▼arð fyrst eldsins var, neðan úr f.jöru, góðan kipp frá bænum, og gerði aðvart á heimilinu. Meirihluta innanstokksmuna ▼arð bjargað. í>jettbýlt er og drifu menn Ujótt að og hjálpuðu við björg- «B. Eldurinn gerði fyrst vart við stg" í þaki hússins. Er giskað á að neisti úr sóti hafi hrokkið úr reykháf að vindskeið hússins, og kveikt þannig í því. Reykháfurinn atóð eftir óskemdur og um eld frá öðrum stöðum var ekki að ræða. Húsið var mjög lágt vátrygt og imibú óvátrygt, verður því bónd- inn, Kristinn Indriðason, fyrir til finnanlegu tjóni. (FÚ). ♦ 4|——~ 4 metra veggur hryn- ur yfir mann ann 4. þ. m. hrundi veggur yfir Björn Vilhjálmsson að Torfunesi í Kinn. Var hann að grafa fyrir undir- stöðu nýs íbúðarhúss, en rjett hjá stóð. 4 metra hár torfveggur úr gainla bænum og fjell hann snögg lega yfir Björn. Bræður hans fjór- ir voru nærstaddir, og tókst þeim fljótt að grafa hann upp. Var hann þá nær kafnaður, allmikið márinn og fótur úr liði um mjöðm- ina. Læknir telur meiðsli þessi vera illkynjuð, en von er þó um fullan bata. Líðan Björns var sæmileg, ©ftir ástæðum, síðast er frjettist. (FÚ.). t HITAYEITA ÚR HENGL- INUM .... FRAMH. AF FJÓRÐU SfÐU. sýna, að Hengilveita verSur miklu dýrari en Reykjaveita. Af framangreindu er ljóst, að hvort sem litið er á hita- svæðið og vatnið eða kostn- aðarhliðina, þá hafa Reykir mikla yfirburði umfram Hengil- inn. í>að er aðeins eitt, sem Heng- illiinn hefir umfram Reyki og það er hærra hitastig, en það vantar mikið á að það vegi upp ■á móti hinu. Helgi Sigurðsson. Thor Thors alþiu. tók sjer far »eð Gullfóssi í gærkvöldi. Eru framboðsfundir í kjördæmi hans, Snæfelisnes- og Hnappadalssýslu nú að hefjast. Jónas Halldórsson setur met í 25. sinn Jónas Halldórsson sundkappi setti nýtt sundmet í Sundhöll- inni í gærmorgun. Synti hann 50 metra, frjáls aðferð, á 29.4 sek. Er þetta í 25. sinni, sem Jón- as setur sundmet. Hann hefir ekki áður synt 50 metra undir meti, en aftur á móti oft bætt met sín á öðrum vegalengdum. íslenska metið á 50 metra sundi átti Gísli Jónsson, 30.1 sek., og var það sett á sundmót inu 3. júní s.l. Framsókn getur til- nefnt frambjóðanda í stað sr. Sigfúsar Hvernig fer nú um framboð- in í Skagafirði? Þannig spurðu ýmsir, eftir að hingað barst fregnin um lát síra Sig- fúsar Jónssonar. Um þetta segir svo í 32. gr. kosningalaganna: ,,Nú deyr frambjóðandi áð- ur en kosning fer fram, en eft- ir að framboðsfrestur er liðinn eða á næstu þremur sólarhring- um áður en framboðsfrestur er liðinn, og má þá, ef um er að ræða frambjóðanda í kjördæmi, I þar sem kosið er óhlutbundnum kosningum, annar maður innan viku bjóða sig fram í hans stað, ef fullur helmingur af meðmæl- endum hins látna er meðal með mælenda hans, enda sje full- nægt öðrum almennum skilyrð- um um framboðið“. Mun því Framsöknarflokk- urinn velja frambjóðanda í stað síra Sigfúsar. Hvað verður um þau at- k.æði í Skagafirði, sem greidd hafa verið fyrir kjördag? Það er all-langt síðan fyrir- fram atkvæðagreiðsla hófst, og hafa því sjálfsagt mörg atkvæði verið greidd fyrir Skagafjörð. Kosningalögin segja ekkert til um það, hvernig fer um þessi atkvæði, þegar frambjóð- andi deyr. En það sýnist alveg tvímælalaust, að þau atkvæði, sem greidd eru síra Sigfúsi Jónssyni geta ekki talist öðrum frambjóðanda. Af því leiðir, að þar sem síra Sigfús kynni að vera kosinn einn á fyrirfram greiddu atkvæðj, jrði það taíið ógilt. Þar sem hinsvegar síra Sigfús væri kosinn með öðrum manni, yrði sennilega þannig litið á að sá væri einn kosinn, sem fengi atkvæði með síra Sigfúsi, en hans flokkur fengi i/> atkvæði. En, sem sagt, um þetta þegja kosningalögin, svo að hjer geta komið upp mörg vafaatriði. Hinsvegar geta að sjálf- sögðu menn, sem kosið hafa síra Sigfús fengið atkvæði sitt ónýtt, ef í það næst og kosið aftur. Einnig geta þeir mætt á k.iörstað og greitt þar at- kvæði, og kemur þá heima- greidda atkvæðið ekki til greina. Erla fsleifsdóttir. Stúlka úr Vestmanna- eyjum setur nýtt sundmet Erla ísleifsdóttir, 15 ára gömul, setti nýtt met í Sundhöllinni í gærmorgun. Synti hún 100 metra frjáls aðferð fyrir stúlkur á 1 mín. 27,6 sek. Gamla metið átti Imma Rist á 1 m’ín. 27,7 sek. Erla Isleifsdóttir er frá Vest- mannaevjum og kom með sund- flokki, þaðan, sem kepti hjer á sundmótinu 3. þ. m. Hún er frá Sundfjelagi \'estmaimaeyja. Akureyringamir keppa við Víking í kvöld. Knattspyrnuflokkurinn frá Akureyri, sem sagt var frá í sunnudagsblaðinu, keppir í kvöld á íþróttavellintim við II. fl. úr Víking. Knattspyrnumeimirnir frá Ak- ureyri eru úrvalsflokkur K. A., sem vann mót II. fl. fyrir norð- án. Verður því spennandi að sjá ívernig leikar fara hjer. : Kappleikurinn hefst kl. 8%. I Akureyringarnir eru 13 saman Óg fara hjer á eftir nöfn þeirra: j Markvörður Þorgeir Pálsson, bakverðir Björn Aspar og Krist- ján Jónsson, framverðir Arni Ingi mundarson, Guttormur Berg og Snorri Sigfússon, framherjar Kristján Eiríksson, Rikard Þór- ólfsson, Páll E. Jónsson. Hörður Ólafsson og Leó Júlíusson. Vara- menn: Þórður Jónsson, Haraldur Kjryger. Formaðnr K. A., Tómas Steingrímsson, er væntanlegur til bæjarins í dag. Islenskt bögglasmjör. Harðfiskur. Riklingur. Versl Víslr K|ðtfars. Hvífkál. KLEIN, Baldursgötu 14. Sími 3073. □agbok. Veðrið í gær (þriðjud. kl, 17) : Grunn lægð fyrir suðaustan ís- land og vindur víðast mjög hæg- ur hjer á landi. Úrkomulaust vest anlancfs, en lítilsháttar rigning á N- og A-landi. Hiti 4—7 stig nyrðra, en 8—13 stig syðra. Yfir Grænlandi er grunn lægð, sem þokast til A og mun brátt hafa í för með sjer SV-S-átt hjer á landi. Veðurútlit í Reykjavík í dag: SV- eða S-kaldi. Þvkt loft, en ilr- komulítið. Thor Thors kom heim um síð- ustu helgi úr fundaleiðangri um Austur- og Norðurland. Hann sat fundi á Vopnafirði, Egilsstöðum, Norðfirði, Eskifirði. Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði, Siglufirði, Dalvík og Akureyri. —- Thor lagði af stað aftur í gærkvöldi, og Var ferðinni nú heitið á Snæfellsnes, á fram- boðsfundina þar. Flugskýli í Vatnsmýrinni. Bæj- arverkfræðingur hefir auglýst eft ir tilboðum í þyggingu flugskýlis í Vatnsmýrinni. Próf. Bjami Benediktsson var meðal farþega á Gullfossi í gær til ísafjarðar. E-listinn er listi Siálfstæð- isflokksins. Eimskip. Gullfoss fór til Vest- fjarða og Breiðafjarðar í gær- kvöldi kl. 11. Goðafoss fór frá Hamborg í dag, áleiðis til Hull. Brúarfoss er í Kaupmannahöfn. Dettifoss kom að vestan og norð- an í gær kl. 2. Lagarfoss var á Blönduósi í gærmorgun. Selfoss fór frá Vestmannaeyjum í gær á- ’leiðis til útlanda. Hjúskapur. tíefin voru sama» í hjótíaband í gær hjá lög- manni ungfrú Rannveig Jóhanns- dóttir, Hverfisgötu 50 og Ólafur Guðjónsson frá Svurfhóli, Heim- ili þeirra Verður f Staf holti í Staf- holfstungum. Sjálfstæðiskjósendur, sem dvelja hjer í bænum, en eiga kosn ingarrjett úti á landi, eru ámint- ir um að kjósa nú þegar' á kosu- ingaskrifstofu lögmanns í Miðbæj arbarnaskólanum, opin kl. 10—If og 1—5. E-listinn er listi Sjálfstæð- isflokksins. John Bowering aðalræðismaður Breta og frú haus taka á mótí. gestum í dag á heimili sínu milli kl. 4 og 6 í tilefni af afmælisdegi hans hátignar konungsins, sem verður minst liátíðlega í Bretlandi í dag. Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnar- firði hefir opna kosningaskrif- stofu í Strandgötu 39 (áður útbú Landsbanka íslands). Skrifstofan er opin alla daga og þangað ættu menn að snúa sjer viðvíkjancli Al- þingiskosningunum. Sími 9228. Útvarpið: Miðvikudagur 9. júní. 19.10 Veðurfregnjr. 19.20 Utvarpshljómsveitin leikiw. 20.00 Frjettir. 20.30 Erindi: Hiuíi vikulegi helgi- dagur (Pjetur Sigurðsson erind- reki). 20.55 Tónleikar Tónlistarskólans. 21.25 Hljómplötur: Celló-konsert, eftir Lalo (til kl. 22). I I anna Bílferðir milli Akurevrar og Reykjavíkur eru fyrir nokkru byrjaðar, en vegurinn hefir ekki verið ,,sem bestur. Sjerstaklega hefir Holtavörðuheiði verið erfið yfirferðar. Fyrsta hraðferðin milli Borgamess og Akureyrar var far jn s.l. sunnudag og kom bíllinn til Akureyrar laust eftir kl. 1 um nóttiua. Búist er við að vegurinn verði orðinn greiðfær eftir eiun eða tvo daga. Hjónaefni. S.l. laugardag opin- beruðu trúlofun sína ungfrú Kristjana Alexandersdóttir og Óskar Guðmundsson, Grettisgötu 28. E-listinn er Msti Sjálfstæð- isflokksins. drossía til söln. — UpplýsingekT Útvegum allsonar vefnaðarvöru frá ítalíu. Fjölbreytt sýnishornasafn hjer á staðnum. Fljót afgreiðsla. 1 ' I Eggert Kristjánsson & Co. TlmburwerslniK P. W. Jacobsen & Sðn. Stofnuð 1824. Símnefni: Granfuru - Carl-Lnndsgade, Köbenhavn 0. Selur timbnr í stærri og smærri sendingum frá Kanp- mannahöfn. ------ Eik til skipasmíða. ------ Einnig heila skipsfarma frá Svíþjóð. ílnfi \’oo/X riS fslaní! l mniv on 80 úr

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.