Morgunblaðið - 22.06.1937, Page 7
7
ÞriÖjudagur 22. júní 1937.
Kosningaúrslitin
FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU
Inn með 288 atkv.; Gu'ðm. Finn-
bogason (S) hlaut 199 atkv.; land
lieti kommúnista hlaut 10 atkv.,
Framsóknarfl. 10 og Bændafl. 2;
auðir og ógildir 9.
Yið kosningarnar 1^34 voru at-
kræðin þessi: Har. G. (A) 294, L.
Jóh. (S) 219 og Jón Rafnsson
*(K) 27.
Vestmannaeyjar.
Þar var frambjóðandi Sjálfstæð-
isflokksins, Jóhann Þ. Jósefsson
kosinn méð 879 atkv.; ísleifur
Högnason (K) hlaut 487, Páll
Þorbjörnsson (A) 289 og Guðl.
Br. Jónsson (U) 11. Á landlista
Bændafl. fjell 1 atkv. og Frams.-
M. 40.
Yið kosningarnar 1934 voru at-
kr. þessi: Jóh. Jós. 785, P. Þorbj.
388, ísl. H. 301 og Óskar Halldórs-
son (Þ) 64.
Borgarfjarðarsýsla.
Þar var Pjetur Ottesen (S) kos
»n með 744 atkv., Sigurður Jón-
asson (F) hlaut 421 atkv., Guð-
jón B. Baldvinsson (A) 280, Ing-
óffur Gunnlaugsson (K) 8. Land-
Msti Bændafl. hlaut 40 atkv.; auð
ir og ógildir seðlar 17.
Atkvæðin 1934 voru þannig:
P. O. 602, J. H. (F) 236, Guðj. B.
(A) 233 og Bir. Albertsson (B)
127.
Mýrasýsla.
Þar var Bjarni Ásgeirsson (F)
kosinn með 516 atkv.; Þorst. Þor-
ateinsson (S) hlaut 421 atkv.,
Mnar Magnússon (A) 21. Land-
listi Bændafl. 15 og Kommúnista-
. 8; auðir og ógildir 13.
Við kósningarnar 1934 voru at-
kræðin þessi: B. Á. 481, G. Th.
(S) 398, G. Bald. (A) 40, Pjetur
Þ. (B) 38, Arngr. Kr. (A) 21.
Vestur-
Búnavatnssýsla.
Þar var Skúli Guðmundsson
(F) kosinn með 435 atkv.; Hann-
es Jónsson (B) hlaut 364 atkv.;
landlistí Sjálfst.fl. blaut 14 atkv.
•g- Alþ.fl. 1.
Við kosningarnar 1934 voru at-
kvæðin þessi: Hannes 266, Skúli
243, Bj. Bj. (S) 215, Ing. G. (K)
37.
Austur-
Hún a vatnssýsla.
Þar hlaut kosningu Jón Pálma-
fiön (S) með 428 atkv.; Hannes
Pálsson (F) hlaut 318, Jón Jóns-
son (B) 261, Jón Sigurðsson (A)
94, Pjetur Laxdal (K) 2 (bæði
á landlista) ; auðir og óg'ildir 7.
Við kosningarnar 1934 fjellu
atkvæðin þannig; J. p. 454, J. J.
334. H. P. 216, J. Sig. 33, Erl.
Ellingsen (K) 17.
Rangárvallasýsla.
Þar hlutu kosningu Sveinbjörn
Högnason (F) með 946 atkv. og'
Helgi Jónasson (F) með 934
atkv.; Jón Ólafsson (S) hlaut
895 og Pjetur Magnússon (S)
.891 atkv. Landlisti Alþýðufl. hlaut
3. Bændafl. 4 og Kommúnistafl.
4: auðir og ógildir 12.
Við kosningarnar 1934 fjellu
atkvæðin þannig: J. Ól. 856, P.
M. 850, Svb. II. 836, H. J. 826;
Sv. G. (B) 36, Lár. Á. G. (B) 34,
Nik. Þ. (U) 15.
Belgiska skólaskipið.
FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU.
gróðursettu trje til mimiingar um
viðkomu sína. Að lokum nam það
staðar í Dakar og kom heim til
föðurlands síns í marsmánuði. Og
nú í dag ljettir það aftur akker-
um og heldur af stað til Kanada.
Það kemur aftur heim til Belgíu
í júlí og mun í heimleiðinni hafa
viðdvöl í Reykjavík. Látum þetta
svo nægja um skipið sjálft,
Snúum okltur að skipstjóranum,
Remy Van De Sande, sem næst
guði er hæstráðandi á ..Mercá-
tor“. Hann er sjómaður í stríing-
asta skilningi þess orðs. Sjómað-
ur! Islendingar þarfnast ekki frek
ari skýringa. Þeir skilja vel það
orð, því þeir eru sjómeun sjálfir.
Van De Sande skipstjóri er 43
ára að aldri. Fimtán ára gamall
rjeðist haun sem ljettadrengur á
enskt seglskip. Fyrstu áfangastað-
ir hans voru Chili, San Fransisco,
Ástralía, Kap Ilorn, Góðravonar-
höfði . . . Þegar heimsstyrjöldin
braust út árið 1914, gerðist Van
De Sande sjálfboðaliði í belgiska
fótgönguliðinu. Hann var tekinn
til fanga í orustunni við Yser,
fluttur til Þýskalands, en fyrir
frábæra atorku tókst lionum að
komast undan á flótta, þrátt fyr-
ir óheyrilega örðugleika. Að stríð-
inu loknu siglir hann um skeið á
skipum Deppe og á íarþegaskip-
um Kongo-línunnar og síðan á
skipum Red-Star-línunnar „Belg-
enland“ og ,,Samland“. En eitt
sinn eftir heimkomu sína frá NeAV
York þarfnaðist „Samland“ lang-
varandi viðgerðar. Sjóliðsforingj-
anum Van De Sande leiddist bið-
in í landi og kcus lieldur að ráða
sig sem stýrimann á seglskipið,
„L’Avenir“ („Framtíðin“, siglir
nú undir dönskum fána), hið fyr-
verandi belgiska skólaskip, og tók
hann við stjórn þess árið 1927.
Árið 1932 fór hið nýja skóla-
skip „Mercator“ vígsluferð sína.
Síðan hefir það lagt undir sig
flestar skipaleiðir heimsins mílu
eftir mílu Helstu langferðir þess
eru: Til Kongo árið 1933. Rann-
sóknarferð til Páskaeyjunnar (í
Kyrrahafi) árið 1935. Árið 1936
fór „Mercator“ til Molokai til
þess að sækja þangað ösku sjera
Damien, hins fræga postula hinna
líkþráu . . .
Og nii hefir því naumast gefist
ráðrúm til hvíldar eftir leiðangur
sinn til Höfðanýlendu, þegar það
setur segl á ný. Og þessar fáu lín-
ur eiga að flytja yður þær fregn-
ir, að brátt sje þess von til Reykja
víkur.
Því segi jeg að lokum: „Sjá-
umst aftur, ísland“.
Og gnð gefi okkur góðan( byt-.
José Gers. ! ;,,
um borð í „Mercator“ Anyer^.j.,
20. apríl 1937.
Björn L.Jónsson þýddi úr frönsku.
- Esja er væntanleg frá Glasgow
snemma í dag.
Súðin kom úr strandferð í gær.
Eimskip. Gullfoss er á leið til
Kaupmannahafnar frá Leith.
Goðafoss fór frá Patreksfirði í
g'ær áleiðis til Kehlavíkur. Brúar-
foss fer vestur og norður í kvöld.
Dettifoss kom til HttlM gærmorg-
un. Lagarfoss er á leið til Kaup-
J mannahafnar frá Austf jörðum.
Selfoss fór frá London í gær.
MORGUNBLAÐIÐ
□agbok.
□ Edda 5937626 — Ákveðin
skemtiferð með systr:., að Sogs-
fossum. Listi í □ og hjá S:. M:.
Veðrið í gær (mánud. kl. 17):
Veður er kyrt lijer á landi, dá-
lítil rigning á SA- og A-landi, og
vestanlands hefir þyknað upp í
dag, vegna grunnrar lægðar, sem
er yfir Grænlandi og þokast til
NA. Hiti er 5—7 stig á Austur-
landi, en 9-—14 stig á S- og V-
landi.
Veðurútlit í Reykjavík í dag:
SV-gola. Skýjað, en úrkomulaúst.
Silfurbrúðkaup eiga í dag frú
Guðlaug Ólafsdóttir og’ Ingólfur
Helgason,, Frajnnesveg’ 36.
Fanö, danskt* seglskip, sem hjer
var með timburfarm í liáskóla-
bygginguna og til Skúla Thorar-
ensen, fór hjeðan í gæi'.
Hjálpræðisherinn. Á þriðjudágs
kvöld verður haldin hátíðasam-
koma fyrir ungú brúðhjónin Önnú
SvanlaúgsdóttUi' og Tryggva
Thorstensen. Salurinn verður
skreyttur, efnisskrá fjölbreytt.
Foringjar og liðsmenn taka þátt
í samkomunni. Adjutant Svava
Gísladóttir stjórnar samkomunni.
Allir velkomnir.
Listasafn Einars Jónssonar er
þennan mánuð opið sunnudaga,
þriðjudaga og föstudaga kl. 1—-3.
Ókevpis á sunnudögum.
Hjúskapur. Síðastliðinn laugar-
dag 19. þ. m. voru gefin saman á
Mosfelli í Mosfellssveit ungfrú
Henlís Guðmundsdóttir, Ránarg.
16 og Valtýr Albertsson læknir,
Reykjavík. Síra Hálfdan Helga-
son gaf brúðlijóniii saman.
Árni Friðriksson fiskifræðing-
nr fór s.l. laugardagskvöld með
Lagarfossi frá Seyðisfirði til út-
landa. Hefir Árni undanfarið ver-
ið við fiskirannsóknir á varðskip-
inu „Þór“ fyrir Austfjörðum.
Brúarsmíðinni á Fjarðará við
Seyðisfjörð miðar vel áfram. Hit-
ar hafa gengið undanfarið aust-
anlands og hefir snjó leyst ört á
Fjarðarheiði.
Vitar og sjómerki. Við Fyllu-
grunu á Húnaflóa hefir verið sett
út trjedufl til bráðabirgða við
norðiirendaini á grunninu. Við
Ingólfsgrunn á Húnaflóa hefir
einnig verið sett út trjedufl. Þessi
dufl verða eingöngu látin vera yf-
ir síldveiðitfmaúh og tekin upp í
liaust.
Hjúskapur. Fimtudaginn 17. þ.
m. voru gefin saman í hjónaband
að Möðruvöllum í Hörgárdal ung
frú Þórupn Jónsdóttir og Guð-
mundur Jónasson, starfsmaður
hjá kaupm. Axel Kristjánssyni á
Akurevri. . ,
Útvarpið.
Þriðjudagur 22. júní.
10.00 Veðurfregnir.
12.00 Hádegisútvarp.
15.00 Veðurfregnir.
19.10 Veðurfregnir.
19.2Q Illjómplötur: Sönglög.
20.00 Frjetfir.
20.30 Íþróttatími.
20.45 Garðyrkjutími.
21.00 Hljómplötur: Tónverk eftir
Max Bi’ucli og Bralims (til kl.
22).
NORRÆNT MÓT.
Khöfn í gær F.Ú.
Norrænt mót er haldið í Lu-
beck um þessar mundir. Þar
talar meðal annara Zhale sendi-
herra um hina alda-gömlu
menningarleið frá íslandi um
Norðurlönd til Þýskalands.
Gagnfrœðashóla
Beykvíkinga $agf
upp.
Gagnfræðaskóla Reykvík-
inga var sagt upp kl. 2 í gær í
Baðstofu Iðnskólans.
í skólanum hafa verið í vet-
ur alls 135 nemendur, í 6 deild-
um. Af þeim hafa 5 nemendur
ekki lokið prófi enn, sökum
veikinda eða annara forfalla.
38 gagnfraeðingar útskrifuð-
ust úr skólanum að þessu sinni,
og voru skrifleg verkefni og
prófdómendur hinir sömu og í
Menntaskólanum í Reykjavík.
Hæsta einkunn við gagn-
fræðapróf hlaut Anna Ólafs-
dóttir, ágætiseinkunn 9,13
(fullnaðareinkunn 8,90).
15 gagnfræðingar fengu í
aðaleinkunn 7 og þar yfir, 12
frá 6,25 upp í 7, og 11 frá 5,38
upp í 6,24.
ALÞJÓÐAFJELAG
KVENNA.
Khöfn í gær F.Ú.
Islenskur fulltrúi, Sigurborg
Kristjánsdóttir, hússtjórnar-
kennari, sækir þing alþjóðafje-
lags kvenna, sem vinnur að
friði og frelsi; þingið kom sam-
an í dag í Kaupmannahöfn. Á
þinginu eru mættir fulltrúar
26 þjóða.
Sigurborg dró íslenska fán-
ann að hún á mótinu.
Tilkynniig frð Skátum
Skátafjelagið Einherjar, ísa-
firði, tilkynnir að annað fjórð-
ungsmót vestfirskra skáta verð-
ur haldið að Botni í Dýrafirði
10.—12. júlí n.k. að báðum dög
um meðtöldum. Tilkynningar
um þátttöku eiga að vera komn-
ar til mótsnefndarinnar fyrir
20. þ. m.
Bandalag íslenskra skáta til-
kynnir: Nýlega hafa sótt um upptöku og verið viðurkend af stjórn Bandalags íslenskra skáta þessi skátafjelög: Skáta- f jelagið íSúg&ir, Stokkseyri, Skátafjelagið Víkingar, Yík í Mýrdal og Skátafjelagið Fjalla búar, Hofsósi. (B.Í.S.—FB).
Matarstell 6 manna 28.50
Skálasett 6 st. 5.50
Skálasett 5 st. 4.00
Ávaxtasett 6 manna 4.50
Matardiskar djúpir og gr. 0.50
Desertdiskar postnl. 0.35
Ávaxtadiskar 0.35
Matskeiðar riðfríar O.T5
Matargafflar riðfríir 0.75
Teskeiðar riðfríar 0.35
Syknrsett postnlái 1.50
Áleggsföt 0.45
Alt með gamla lága verðinH.
K. Eioarsson & Björasson
Kærur
út af úrskurðum skattstjóra á skattkærum
skulu komnar á skrifstofu yfirskattanefndar
í Alþýðuhúsinu við Hverfisgotu (Skattstof-
una) í stíðasta lagi sunnudaginn 4. júlí næst-
komandi.
Reykjavík, 21. júní 1937.
Yfirskattanefnd Reykjavíkur.
Kærur
út af úrskurðum niðurjöfnunarnefndar á út-
svarskærum skulu komnar á skrifstofu yfir-
skattanefndar í Alþýðuhúsinu við Hverfis-
götu (Skattstofuna) í síðasta lagi sunnudag-
inn 4. júlí næstkomandi.
Reykjavík, 21. júní 1937.
Yfirskattanefud Reykjavlkur.
Framvegis verður
Berklavacnarsiöð Liknar
opin þriðjudaga og fimtudaga kl. 3—4 og föstu-
daga kl. 5—6.