Morgunblaðið - 20.07.1937, Page 3
Þriéjudagur 20. júlí 193L
MORGUNBLAÐIÐ
3
Vinnuveitendur samþykkja
miðlun sáttasemjara.
Leitinni að
Pjetri Hjaltested
yiii 01
Fossvogur
slæddur.
Dagsbrúnarmenn neita
og fella sáttaumleit-
anir niður.
Bæjarstjórn og Framsóknar-
armur ríkissjórnar aðhyllast
ekki hinn auglýsta taxta.
ALLAN sunnudaginn vann sáttasemjari
ríkisins, Björn Þórðarson lögmaður, að
sáttatilraunum í Dagsbrúnardeilunni,
ásamt aðilum, framkvæmdaneínd Vinnuveitenda-
fjelagsins og stjórnj Dagsbrúnar. Stóðu fundar-
höld yfir til kl. 2/4 á mánudagsnótt.
Þá hafði sáttasemjari borið fram tillögu um
málamiðlun, þar sem tímakaup var ákveðið kr.
1,45. Vínnuveitendur samþyktu tillögu þessa fyr-
ir sitt leyti. En Dagsbrúnarstjórnin neitaði að
ganga að henni.
Það vakti nokkra athygli í-gær, að Aljivðuþiaðið mintist ekki
eiiiu orði á þessa tillög-u eáttasemjara, er Dagsbrúnarmeuu
neituðu að fallast á.
LEITINNI að Pjetri
Hjaltester stjórnar-
ráðsritara var hætt 1 gær
morgun, án þess að hún
hefði borið nokkurn ár-
angur. En skömmu fyr-
ir hádegi í gær f ann mað
ur, sem var á gangi suð-
ur í Fossvogi, frakka
og hatt. Er betur var að
gætt, kom í ljós að þetta
var frakki og hattur
Pjeturs Hjaltested.
Það síðasta, sem spurst hefir
t»l Pjeturs Hjaltestecl er, að Kristj
án Benediktsson trjesmiður sá
hann á gangi á Tryggvagötu kl.
12, daginn sem hann hvarf. Áðnr
hafði Valgeir Björnsson sjeð hann
suður á Sóleyjargötu klukkan að
ganga 11, og skömmu síðar sás1
hann hjá Pósthúsinu.
Maðurinn, sem fann frakkann
*g hattinn í Skerjafirði í gær-
iMorgun, heitir Biríkur Sigur-
hergsson. Hann skýrir lögregl-
inmi svö frá, að hann liafi verið
á gangi meðfram Possvogi norð-
anverðum, skamt austan við Naut-
hólsvík. Hefði hanp þá sjeð Ijósan
karlmannsfrakka, og er hann tók
ftakkann upp, sá hann hattinn,
sem merktur var stöfunum P. H.
Biríkur tilkynti lögreglunni um
fund sinn, og voru þá þegar gerð-
ar ráðstafanir til að leita í fjör-
umii fyrir framan þar sem frakk-
inn fanst, og einnig var farið á
hát og slætt þar fram á voginum,
©g var því haldið áfram, er þetta
er skrifað.
I frásögn Mbl. á sunnudaginn
roru nokkur ranghermi. Pjetur
hafði með sjer staf sinn að venju,
þegar hann fór að heintan. Hann
rar eins og hann átti að sjer að
yera að öllu leyti eftir því, sem
heimafólk gat hest sjeð, og kvaðst
ætla að fara sína venjulegu morg-
angöngu, þar sem veður var gott.
Hann var í ljósleitum yfirfrakka,
er hann notaði daglega.
Þjófnaðir ur mann-
lausum íbúðum
færast i vöxt.
Igærdag var stolið 70 krónum
norskum og 10—12 krónum í
íslenskum peningum úr íbúð á Tún
götu 3.
Norsku peniugarnir voru 50 kr.
seðill og tveir 10 króna seðlar.
Einnig var stolið farseðli til
Noregs með „Lyra“ og ferðakorti.
Lögreglan var ekki húin að hafa
upp á þeim sem valdur er að þjófn
aðinum í gær.
Kaupdeilumálið var rætt fram
og aftur allan sunnudaginn, og er
fram á nóttina kom, hafði verið
géngið frá ýmsum greinum i vænt-
anlegtim samningi milli Vinnuveit-
endafjelagsins og Dagsbrúnar.
En eftir voru þá ágreiniúgsat-
riði þéssir Um það, hvað kaupið
ætti -að vera,, hve samningatíminn
ætii að vera langur, og hvort gerð-
ardómur ætti að skera úr ef á-
greiningur rís milli aðila um skiln-
ing á einhverjum atriðum samn-
ingsins. •
Þá vjek sáttasemjari af fundi,
og kom síðan með tillögu til sætta
í ágreiningsatriðunum.
Tillaga hans var þéssi:
Að tímakaupið yrði kr. 1,45.
Að samningatímabilið vrði til 3Í,
júlí 1938.
Að gerðardómsákvæði yrðu í
samningnum með sama hætti og
eru í öðrum kaupsamningum, er
sáttasemjari hefir gengið frá upp
á síðkastið.
Enda þótt framkvæmdanefnd
Vinnuveitendafjelagsins liti ,svo á,
að kauphækkun sje mjög vafa-
samur ágóði fyrir verkamenu, og
atvinnuvegirnir yfirleitt sjeu eigi
færir um að greiða liærra kaup,
þá töldu nefndarmenn að það væri
ábyrgðarhluti, að neita tillögu
sáttasemjara, og samþyktu því til-
löguna, sem fyr segir, fyrir sitt
leyti.
En er Dagsbrúnarmenn neituðu
að ganga að henni, sagði sátta-
semjari, að með því væri aðgerð-
um hans lokið að sinni. Næsta
sporið yrði því, að stjónr Dags-
braúnar gerði s.jer aðvart, hvenær
hún vildi taka málið upp að nýju.
Bjóst hami við því, að þeir
myndu gera þetta á mánudag.
Átti blaðið tal við Björn Þórð-
arson í gærkvöldi og spurði hami
hvað væri nýtt í þessu máli.
í dag liefir ekkert gerst í mál-
ínu, sagði hann. Jeg liefi ekkert
heyrt frá stjórn Dagsbrúnar í
dag.
Búist þjer yið, að það geti dreg-
ist lengi?
Það ,er ómögulegt að segja. —
Áhrif verkfallsins.
Með de^i''h^érjúm sem líður,
verður það tilfinnanlegra fyrir
verkamenn og bæjavbúa yfirleitt,
að þetta verkfall haldist. Er tóm-
læti Dagsbrúnarstjórnarinnar því
alveg óskiljanlegt, að neita fyrst
niiðlunartillögu sáttasemjara, og
iáta svo dagiim líða í gær, án þess
að gera nokkuð til þess að leysa
úr' þessari verkfallsdeilu.
Alþýðublaðið reynir að gera sem
minst úr verkfallinu, og segir, að
ýmsir fjelagar í Vinnuveitendafje-
laginu hafi þegár ákveðið að greiða
hinn nýja taxta orðalaust.
En þetta er mjög orðum aukið
hjá blaðinu. Að vísu heldur tals-
verð byggingavinna áfram. En þar
er þess að gæta, að þar vinna svo
iúargir iðnaðarmenn, sem ekki eru
í Dagsbrún, og vinnan liefir því
g-etað háMið áfráiú, án Dagsbrún-
nrfjelagú.
Ríkisstjórnin liefir ákveðið, að
ganga ekki að liinum nýja taxta
\'ð vegavinnu ríkisins, þar sem
Dagshrúiiarmeiiú vinna, og fjell
vinna því niður í gær í Hafnar-
fparðar- og Sogsvegi. Og öll bæj-
árViima Dagshrúnar-manna hefir
fallið niður.
En við Sogið heldur vinnan á-
fram, vegna þess, að vinnusanm-
ingur milli Reykjavíkurbæjar og
Höjgaard og Schultz er þannig',
að ef tímakaup hækkar meðan
verkið stendur yfir, þá legst sú
hækkun á kostnað bæjarins, en er
verktaka Höjgaard og Sclmltz
óviðkomandi.
13000 mál sildar
til Siglufjarðar
um helgina.
Engin veiði síðan
á laugardag.
EINU sinni ennþá hef-
ir illviðri tekið fyr-
ir alla síldveiði. Flest
síldveiðiskipin öfluðu
sæmilega og sum vel
fyrir helgi, en á sunnu-
daginn hvessti aftur, og
í gær var ekkert veiði-
veður.
Til Siglufjarðar liafa komið um
30 skip síðan um hádegi á laug-
ardag, símar frjettaritari Mbl. á
Siglufirði í gærkveldi.
Mestan afla a£ þessum skipum
liafði togarinn Brimir, 1600 mál.
Ólafur Bjai’nason liafði 1000, Bjarn
arey 900, Jón Þorláksson 600 og
Sæborg og Stella 500 hvor.
Yfir helgina var alls landað
hjá ríkisverksmiðjunum 13000
málum af síld.
Síldarvart hefir orðið alla leið
frá Horni að Langanesi aðfara-
nótt laugardags, en þá hvessti af
norðaustri skjmdilega, og hefir
engin veiði verið síðan svo nokkru
nemi.
Sum skipin komust ekki til
Siglufjárðar fyr en í gær vegna
livassviðris.
Nokkrir norskir reknetabátar
hafa komið til Siglufjarðar und-
anfarna daga, þeir fyrstu á sumr-
inu. —
Til Hjalteyrar komu nokkxxr
skip um helgina, eins og getið var
xxnx í sumxudagshlaðinu. Aflahæsta
skip Kveldúlfs er Gulltoppur, sem
veitt hefir 7500 mál. Aflahæst
þeirra skipa, sem h.f. Kveldxxlfur
kaupir síld af er Eldborg, með
6300 mál.
í gærkveldi fór veðxxr heldxxr
batnandi fyrir Norðxxrlandi.
Ðeila útaf sfld-
arsðltun.
Síldarútvegsnefnd hefir leyft
söltun síldar frá og með deg-
inum í dag, þriSjudeginum 20. þ.
mán. Friðrik Guðjónsson ljet, sem
fyr er getið, salta síld á laugar-
daginn var.
I sambandi við það, óskar síld-
ai’útvegsnefnd þess getið, að sölt-
xuiin, sem nam 60 tunnum af maga
dreginni síld, liafi farið fram þrátt
fyrir að nefndin lxafi synjað um-
sókn lians varðandi söltunina, og
að nefndin hafi nxx kært þetta til
bæjarfógeta og krafist sekta. FÚ.
800 ára afmælís-
hátffi Magnúsar-
kirkju Eyjajarls.
Alþingi boðið að
senda fuiltrúa
á hátiðina.
Liðin eru 800 ár síðan stofn-
uð var kii’kja Magnús-
ar hins helga Eyjajarls í Orkn-
eyjum í Kirkjuvogi(Kirkwall).
Verða í því tilefni hátíðahöld
þar á eyjunum síðustu daga
þessa mánaðar.
Hefir Alþingi vei’ið boðið að
senda fulltrúa 4 hátíð þessa og
er þá ekki riemá sjálfsagt, að
til þeirrar farar sje valinn for-
seti sameinaðs þings. Þann virð-
ingarsess skipar nú Jón Bald-
vinsson. Hann héfir verið eitt-
hvað lasinn nú um tíma, en er
á góðum batavegi, svo lasleiki
þessi heftir ekki för hans. —
Eigi er blaðinu kunnugt um
tilhögun hátíðahaldanná, nema
að þar verða haldxxar sögulegar
sýningar. Á
Boðsgestum verða sýndir
merkustu staðir í eyjuixum.
Alþingi sendir Orkneyingum
skrautx-itað ávarp í tilefni þessa
afmælis.
Nýtt íslenskt met
i 400 metra hlaupi.
Sií’einn Ingvarsson hlaupari setti
nýtt íslenskt met í 400 metra
hlaupi í gærkveldi. Hljóp hann
vegalengdina á 52,8 sek. Gamla
metið átti hann sjálfur, á 54,1 sek.,
sett 1935.
Annar maður varð Ólafur Guð-
muudsson, á 53,8 sek., sem einn-
ig er hetri tími en gamla metið.
Keppni þessi fór fram í sam-
bandi við mót, sem haldið er í því
skyni, að velja íþróttamenn úr í
bæjakeppniua í frjálsum iþróttum,
sem haldin verður síðast í þess-
xxm mánuði. Verða valdir tveir í-
þróttamenn x hverri grein til að
keppa fyrir Reykjavík.
í gærkveldi var einxxig kept í
5 km. klaupi'. Fyrstur var Sverrir
Jóhamisson, 17 míú. 8 sek. Ann-
ar Magnús Guðbjörnsson, á 17
mín. 34,4 sek. og þriðji Jón H.
Jónsson, á 17 mín. 47,1 sek.
í sleggjukasti vai’ð Garðar S.
Gíslason hlutskarpastur. Kastaði
hann 25,58 metra, annar Óskar
Sæmundsson, 23,86 m.), og þriðji
Georg L. Sveinsson, 23,35 m.).
Keppninni heldxxr áfram í kvöld
kl. 8, og vei’ður þá keppt í 100
m. hlaupi, 1500 íxxetra hlaupi,
angstökki og þrístökki.
íslenskir söngvarar.
Khöfn í gær. FÚ.
Stefán Guðmundsson heldur
hljómleika í söngsalnum í Ti-
voli annað kvöld.
Einar Kristjánsson söngvari
syngur íslenska þjóðsöngva í
útvarpið í Svíþjóð á fimtudag-
inn kemur.