Morgunblaðið - 20.07.1937, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 20.07.1937, Qupperneq 4
MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 20. jólí 1937. KVENDJOÐIN OQ HEIMILIN Látið blómin tala. Blóm & ivextir Hafnarstræti 5. Bími 2717. Sumarhatta útsalan Verð frá 5.25. Eíattabúðin Qunnlaug Bricm Austurstræti 14. Húimæður. Lífgið upp hcimilin með blómum! Skreytið skálar með baunablómrm, morgunfrú og grænu. Látið í vasana Gladi- oles, Rósir og Hellikur. FLÓRA. Fallegustu Frottépeysurnar sem hjer hafa sjest, eru nýkomnar í VESTU Laugavec: 40. Sími 4197. Þjóð veit þá þrír vita. Djóð veit þá þrír vita“, seg- ir máltækið, og það mun hverju orði sannara. Væri jafnvel ekki of mikið sagt, þó sagt væri: „Tugir vita þá tveir vita“. Pull leynd er ekki lengur á neinu máli, ef fleiri vita um það en einn, sá eini sem máiið skiftir. * En nú er það svo að margir eiga bágt með að þegja yfir leynd- armáli — og þá sjerstaklega kven- fólk, eftir því sem sagt er. Sumum stúlkum finst ,,svo spennandi" að segja vinstúlkum sínum frá því sem þær hefir hent. En ef um verulegt leyndarmál er að ræða, ætii hlutaðeigandi að Irogsa sig um tvisvar, áður en hann gefur öðrum hlutdeiid í leyndarmáii sínu, því að þó að um þagmælska manneskju sje að ræða, getur liún með einu orði eða augnatilliti komið upp um leyndarmálið, ef til vill „óvart“ sagt annari vinkonu frá því í mesta trúnaði, og þá vill leyudarmálið oft vera orðið „opinbert“ áður en varir. * Aðrar stúlkur hafa gaman af að gera sig „interessant“ með þvi að segja háifkveðna vísu og tala undir rós um sitt af hverju sem þær sjálfar eða aðra áhrærir. Ur því geta orðið heilar sögur, ef fyrsta kornið fellur í frjóan jarð- A eg, og sjálfur höfundurinn botn- ar að lokum ekkert í hvernig sag- an liéfir til orðið, því að hann hefir eiginlega ekkert sagt! * Loks trúa sumir öðrum fyrir leymlarmálum sínum, til þess að ljetta af sjer nokkru af þeirri byrði, sem þau geta valdið, þegar um eitthvað alvarlegt erfiðleika- mál er að ræða. Það er að vísu oft mikil huggun að fá aðra til þess að bera byrð- ina með sjer. En þá er mjög áríð- ancli að velja rjettan trúnaðar- mann; það fellur þá í hans hlut að reynast verðugur tiltrúnaðinum og styðja hlutaðeigandi með ráðum og dáð. En liinsvegar getur það líka farið svo, að rætist úr erfiðleik- unum af sjálfu sjer. Þá er betra að hafa varðveitt leyndarmálið einn, heldur en verða ef til vill fyrir þeirri dýrkeyptu reynslu, sem getur falist í málshættinum: „Þjóð veit þá þrír vita“. M U N I Ð — — — að til þess að sulta, sem geymd er á saggasömum stað, mygli ekki, verður að binda vel yfir krukkurnar, en áður er brjef vætt í alamon eða salicylspiritus lagt yfir sultuna. Pergamentpapp- ír, sem er vættur ofurlítið, er síð- an bundjnn yfir krukkuna, og á hann að liggja alveg sljettur og teygður þegar hann er orðiun þ r • Snmartískan: jr Isaumaðir kjólar og blússur. I sumar eru ísaumaðir kjólar, blússur og treyjur mjög í tísku. Einlit ljerefts- og liörefni eru mikið notuð, enda fer skrautlegur ísaumur vel í þeim. Myndin sýnir nýjustu tísku á þessu sviði. Blússan er ljósblá, og ei u saumuð í hana blóm með skrautlegum litum. Dragtarkjóllinn er mjög óbrotinn, en snotur. Iiann er úr ljósgulu hörlíni, prýddur bláum í-aumuðum blómum, og dökkbiáu ljereftsbelti og hálsklút. Dragtin er hvít með svörtum köflum. Það er aðeins treyjan, scin er ísaumuð, lítið blóm með grænu laufi í öðrum hvorum kafla. Hirschsprung-handbók. Um niðursuðu á matvælum. Hirschsprung bókaforlag í Kaup mannahöfn liefir enn á ný gefið út hentuga handbók fyrir bús- mæður, og er hún nýlega komin á markaðinn. Bók þessi er um nið- ursuðu á hverskonar matvælum og samin af hirmi þektu matreiðslu- kon-u frú E. Herlöv-Muller. Bókin hefst með ýmiskonar leið- beiningum viðvíkjandi niðursuðu og niðursuðuaðferðum, og síðan fylgja margskonar uppskriftir og ráðleggingar um livernig hentugt sje að sjóða niður og geyma til vetrarforða alskonar ávexti, ber, grænmeti og ýmsa kjötrjetti. Bókin er stutt, en aðgengileg aflestrar og góð til eignar sjer- hverrl húsmóður. Hertogafrúin af Windsor breytir til. Fyr — Hingað til liefir hertogafrúin af Windsor greitt sjer þannig, að hár hennar liefir verið skift í miðju og fallið í mjög daufum bylgjum niður með vöngum, en sett í lítinn hmit í hnakka. En nú liafa svo margar stúlkur stælt þessa greiðslu liennar, að liúu er orðin leið á henni og hefir breytt til. Iíefir frúin farið í því efni eftir ráðlegginum ítalska hár- skerans Antonio Magagnini í París. — og nú. Hún skiftir enn í miðju, en greiðir hárið meira upp með vöng- unum; liðirnir eru dýpri og stærri og í staðinn fyrir hnútinn í hnakk anum hefir hún stóra hringlokka, en hárið er greitt sljett í sjálfum hnakkannm. Öllum stúlkum þykir Frejjn koníekt og súkkulaöi best. m Munið að hafa það með yður í sumarfríið. Perniancnt krullur bestar hjá okkur. Hárgreiðslustofa Reykjavíkur J. A. HOBBS. Sími 4045. Aðalstræti 10. Kær skylda. Það er orðið mjög algengt, að foreldrar fari með börn sín út úr bænum á sunnudögum og hafi nesti meðferðis. Síðan er sest að á einhverjum fallegum stað og snætt uudir berum himni. En það er stundum ljótt að sjá, hvernig skilið er við fagran stað eftir slíka máltíð. Þar glittir í brjefsnepla hjer og þar, niður- suðudósir, eggjaskurn o. s. frv. til stór líta fyrir staðinn og leið- inda, þeim sem næstir koma þar rð. i Allir, sem fara til þess að leita hvíldar og hressingar í náttúru- fegurðinni á frídögnm, ættu að gera sjer það að metnaðarmáli að ganga jafnan þrifalega um, hvar sem er, og það ætti að vera kær- komið skylduverk barnanna að lijálpa til við að hreinsa til og safna saman öllu rusli, svo að staðurinn standi jafn fagur eftir, tilbúinn til að taka á móti næstu gestum, sem þangað leita. * 3 þessu sambandi mætti minn- ast á annað. Það er að lofa sumar- blómunum, sem vaxa úti á víða- vangi, að vera í friði. Sumir veg- farendur geta ekki sjeð fallegt blóm, án þess að slíta það strax upp, og mörg börn gera það af óvitaskap. Hugsunin er ef til vill sú að setja blómin í vatn, þegar heim kemur. En raunin vill oft verða sú, að þeim er fleygt þurr- um og visnuðum, áður en til þess kemur, og fyrir bragðið er nátt- úran mörgum fögrum blómum fátækari. Það ætti líka að vera kærkomin skylda barnanna að vernda blóm- in, þessa mestu prýði náttúrunnar og lofn þeim að lifa í friði, þeim sjálfum og öðrum til ánægju. MargTethe-skólirm í Kaupmanna höfn, sem auglýsir í blaðinu x dag, kennir að sníða og sauma eftir franskri tísku kápur og kjóla, auk þess hatta, töskur og hanska.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.