Morgunblaðið - 20.07.1937, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ
'I»riðjudagur 20. júlí 1937.
S
..........
t*wt. I H.l. Xrv»knr, R»rkl»Tlk.
Álkrtlðrari Jðn Kjartanaaon oa Valtfr BtafAnaaon (4feyr*Sar«»aBur).
4«a;lýilnfnrt Árnl Óla.
■ttrtjtra, aaalfalasar mm atan*Ma> Anatnratr*ti «—• tlnl II**.
Áa&KTtftarajalat kr. t.00 4 atánuBL
I Naaaatln XI anra alDtaklB — II anra atal LtiMk
STÓÐUST EKKI PRÓFIÐ.
Pað er sagt að erfitt sje að
kenna gömlum hundi að
sitja. Þessvegna var ekki við
l>ví að búast, að sú tilraun, sem
Morgunblaðið gerði fyrir
4skemstu, að fá Framsókn til að
ræða viðskiftamálin eins og
vitibornum mönnum sæmir,
bæri .mikinn árangur. Var á
|)að bent, að úr því Framsókn
vildi endilega þakka fjármála-
ráðherra hagstæðan verslunar-
jöfnuð, þegar vel gengi, yrði
liún líka að kenna honum ó-
liagstæðan verslunarjöfnuð,
þegar illa gengi. Svo var Fram-
sókn spurð, hvort hún vildi
•<ekki játa, að síldin, eða með
-öðrum orðum framleiðslan,
^væri máttugri um niðurstöður
viðskiftanna, en fjármálaráð-
lierrann, hvort sem hann hjeti
Eysteinn eða eitthvað annað.
Það er alment einkennni á
'Tímamönnum, að ekkert er
meira eitur í þeirra beinum,
«en að hugsa nokkra hugsun til
«enda. Ræða þeirra er ekki já
eða nei. Þegar varpað er fram
ákveðinni spurningu, er altaf
tsvarað með vífilengjum. Fram-
•sókn telur það göfugasta ein-
kenni ,,milliflokks“ að láta sig
engu skifta, hvernig hráskinn-
3ð er spýtt á vegginn, bara að
það sje sólarmegin. Þessvegna
íhefir flokkurinn undanfarið
ibrosað til hægri eða vinstri,
alveg ^ftir því, sem síldar-
tfrjettirnar hafa verið þann og
Jþann daginn. Þótt Framsókn
sskirrist við að svara afdrátt-
;arlaust, hvort máttugra sje, Ey-
■steinn eða síldin, þá er einmitt
jþessi næmleiki fyrir veiðifrjett-
nnum, skýrasta viðurkenningin
fyrir því, hvað „galdrament“
Eysteins nái skamt, gegn brell-
Æim síldarinnar.
Á það hefir verið bent, að
& því eina tímabili, sem Sjálf-
.Stæðismenn sátu hjer við völd,
Jhafi orðið hagstæður verslun-
„-arjöfmiður, ;sem naiii 10 milj-
íónum króna til jafnaðar á ári.
.Jafnframt hefir verið bent á
það, að í alveg sambærilegu
„árferði, var verslunarjöfnuður-
iinn undir forustu Tímamanna,
..ekki hagstæður nema um 300
þús. krónur til jafnaðar á ári.
orðið árangurslaus, og fór það
að vonum. Málstaðurinn er lje-
legur, greindin takmörkuð og
sannleiksást fyrirfinst engin.
Ef fáfræðin hyrfi fyrir þekk-
ingunni, hjátrúin fyrir rök-
rjettri hugsun, væri úti um
veldi Framsóknar, svo í fjár-
málum, sem öðrum efnum.
„SumartrúIo!un“
eða hjúskapur.
FYRIR nokkrum dögum var
hjer í blaðinu skrítla um
mann, sem bað stúlku að giftast
sjer. Stúlkan aftók það með öllu,
en gaf honum kost á „stuttri sum-
artrúlofun“!
Þessi stúlka leit alt öðrum aug-
um á bjúska.parmálin en Alþýðu-
flokkurinn. Málgagn flokksins legg
ur sig daglega í framkróka um, að
skýra fyrir mönnum, að ekki megi
villast á því, að um neina sam-
fylkingu rauðu flokkanna sje að
ræða. Hjer sje talað um, að flokk-
arnir renni saman, og „verði eitt“
fyrir guði og mönnum. Er auð-
vitað ekki nema gott eitt við því
að segja, að flokkurinn taki upp
borgaralegan þenldmáta í hinum
pólitísku bjúskaparefnum. En það
er alveg fráleitt, að láta skína í
það, að um sje að ræða þýðingar-
minna spor en hinar frjálsu ástir
samfylkingarinnar. Samkv. borg-
aralegum skilningi er hjúskapur
einmitt talinn miklu ávaxtarík-
ara fyrirtæki en alment „trúlof-
elsi“, hvort sem er að sumri eða
vetri.
Ef „sumartrúlofuniu“ var óliugs
andi, vegna þess leiðindaorðs, sem
fór af hinum „tilvonandi“, getur
hjúskapartilkynningin varla vak-
ið mikla hrifningu. En of seint er
að byrgja brunninn þegar barnið
er dottið ofan í. Úr því Alþýðu-
flokkurinn hefir yfirunnið blygð-
unarsemina, verður hann að sætta
sig- við að sýna sig með maka sín-
um á almannafæri. Hann er að
vonum skömmustulegur yfir ráða-
hagnum, en bætir ekkert fyrir
sjer með því, að láta altof mikið
á því bera.
En hvernig ætli fari, þegar
Framsókn fer líka að „hátta ofan
í rúmið“ — eius og Jónas orðar
Ef Tímamenn væru sjálfum
-sjer samkvæmir um það, að
verslunarjöfnuðurinn væri fjár-
málaráðherra að þakka eða
jkenna, yrðu þeir því að viður-
Jcenna, að þessum málum sje
:;miklu betur borgið í höndum
Sjálfstæðismanna en þeirra
;sjálfra. En vegna þeirrar tregðu
:;sem altaf er á rökrjettri hugs-
un Tímamanna, fást þeir með
.engu móti til að játa þetta.
það ?
Flutningaskipið Katla hefir leg-
ið í Ólafsfirði undanfarna daga og
affermt 7000 síldar.tunnur til
Bryggjufjelags Ólafsfjarðar. — I
sumar leggja þar 4 bátafjelög afla
sinn á land til söltunar — en 3
höfðu þar aðalbælcistöð sína síð-
astliðið sumar. Söltunarsvæði er
stælclcað í sumar um alt að helm-
ingi. (FÚ).
Sú tilraun, sem gerð var til
■jiið fá Tímamenn til að ræða
vviðskiftamálin af viti, hefir
70 ára er í dag frú Margrjet
Sigurðardóttir, Reylcjaborg, Skaga
firði, áður á Anastöðum.
Fylgisauki Sjálfstæöis-
flokksins tífaldur á við
fjölgun Framsóknar-
atkvæöa síðan 1931.
Kosningarnar sýna skripa
mynd lýðræðisins.
Á fundi Sjálfstæðismanna
á Eiði á sunnudaginn var,
flutti Ólafur Thors ræðu
um kosningaúrsJitin. Birt-
ast hjer tveir kaflar úr
þeirri ræðu:
að er alment viðurkent
að af þeim fimm
flokkum sem höfðu land-
lista við þessar kosningar,
hafi tveir tapað, Bænda-
flokkurinn og sósíalistar, en
einn unnið, þ. e. a. s. Kom-
múnistar. Eftir eru þá Sjálf-
stæðismenn og Framsóknar-
menn. Báðir þessir flokkar
telja sig hafa unnið, og
Sjálfstæðismenn játa að
Framsóknarmenn hafa, að
minsta kosti frá vissu sjón-
armiði unnið á en Framsókn-
armenn neita því að Sjálf-
stæðismenn hafi unnið, og
halda því fram að þeir hafi
stór tapað.
Hvað er þá hæft í þessu? •—
Framsóknarfloklcurinn telur
sjálfur að nú hafi hann end-
urheimt allan þorra þeirra
kjósenda, sem fjellu frá hon-
um við stofnun Bændaflokks-
ins. Til þess að fá rjettan sam-
anburð á vexti og viðgangi
Framsóknarflokksins verður
því að miða við kosningarnar
1931, þ.e.a.s. áður en Bænda-
flokkurinn var stofnaður.
Þá fjeklc Framsóknarflokk-
urinn 13844 atkvæði, en nú
um 14500 atkv. Viðbótin er
því aðeins 650 atkv.
Sjálfstæðisflokkurinn fjekk
hinsvegar um 17 þúsund atkv.
1931, en nú rúm 24 þúsund
atkv., og hefir þannig bætt við
sig á þessum 6 árum um 7 þús.
atkv., eða fjölgað sínum kjós-
endum um rúmt þúsund á móti
hverju hundraði hjá Framsókn-
arflokknum.
Af þessu sjest að Sjálfstæðis-
flokkurinn er hinn stóri, vold-
ugi og vaxandi flokkur, pn
Framsókn stendur í stað.
Sagan er þó ekki nema hálf
sögð með þessu. Eins og hver
einasti maður veit, hefir Fram-
sóknarflokkurinn fengið að
láni hjá sósíalistum og kom-
múnistum, að minsta kosti 1500
atkv. Raunverulega hefir því
kjósendur Framsóknar fækkað
úr 13844 atkv. ofan í 13 þús.
eða um rúm 800.
Alveg að sama slcapi hefir
Sjálfsttæðisflokkurinn í raun-
inni sýnt meira fylgi en fram
kemur í opinberum skýrslum.
En sá fylgisauki er annarsveg-
ar falinn í því að Sjálfstæðis-
floklcurinn bauð ekki fram
gegn Bændaflokknum í fjórum
kjördæmum, þar sem ætla má
að Sjálfstæðisflokkurinn eigi
nokkur á annað þúsund atkv.,
en hinsvegar í því að í þeim
þrem tvímenningskjördæmum,
sem Sjálfstæðisflokkurinn og
Bændaflokkurinn buðu fram
hvor sinn mann, reiknast Sjálf-
stæðisflokkurinn aðeins helm-
ingur atkv. þessara flokka, en
vitað er að fylgi flokksins er
mikið meira í öllum þessum
kjördæmum Og enda þótt til
frádráttar komi þau atkvæði
Bændafl.manna sem kunna að
hafa kosið Sjálfstæðismenn í
þeim kjördæmum sem Bfl. ekki
hafði frambjóðendur í, mun þó
tæplega ofmælt að við þessar
kosningar hafi Sjálfstæðisfl.
átt milli 25 og 26 þús. atkv.,
eða 8—9 þús. atkv. fleira en
við kosningarnar 1931.
Niðurstaðan af þessum sam-
anburði milli Sjálfstæðisflokks-
ins 1 og ' Framsóknarflokksins
verður þessvegna þessi:
1) Að frá 1931 hefir Sjálf-
stæðisflokkurinn bætt við sig
8—9 þús. atkv., en Framsókn-
arfl. tapað um 8 hundruð at-
kvæðum.
2) Atkvæði Sjálfstæðisflokks
ins eru 25—26 þúsund, en at-
kvæði Framsóknarflokksins
eingöngu um 13 þús.
Það er að vísu rjett að Fram
sóknarflokkurinn hefir fengið
19 þingmenn kosna, en Sjálf-
stæðisflokkurinn að eins 17, en
í lýðræðislandi er ekki hægt
að sigra nema með kjósenda-
fjölda, og sá flokkur sem hef-
ir kjósendafjöidann, hann get-
ur ekki tapað.
Nítján þingmenn, kosnir
með 13 þúsund atkæðum, sem
setjast eiga á þingbekkina við
hlið 17 þingmanna sem kosnir
eru með 26 þús. atkv. eru ekk-
ert nema 19 háðsmerki aftan
við lýðræðishugsjónina eins og
hún er í framkvæmdinni hjer á
landi og lifandi sönnun þess
að sú barátta fyrir raunveru-
legu lýðræði, sem háð var und-
ir íorystu Sjálfstæðisflokksins
á árunum 1931—1933, átti ó-
tvíræða stoð í raunveruleikan-
um, og er engan veginn lokið
ennþá.
Þá gerði ræðumaður grein
fyrir kosningaúrslitum hvers
flokks fyrir sig, en mælti sið-
an:
Hvað tekur nú við? Þessi
spuming er á allra vörum. —
Þeirri spurningu get jeg ekki
svarað enn sem komið er.
Rjett þykir mjer þó að leiða
athygli að þeim yfirlýsingum
sem ráðherrarnir Haraldur
Guðmundsson og Hermann
Jónasson gáfu fyrir hönd Al-
þýðuflokksins og Framsóknar-
flokksins á Alþingi 16. apríl,
þegar þeir við útvarpsumræður,
er þar fóru fram, gerðu þjóð-
inni grein fyrir ástæðunum til
samvinnuslitanna og þingrofs-
ins.
Haraldur Guðmundsson
skýrði þá frá því að Alþýðu-
flokkurinn hefði ekki getað
fengið Framsóknarflokkinn til
að aðhyllast megin stefnumál
sósíalista.
Um þetta farast Haraldi.
Guðmundssyni þannig orð:
,,Alþýðuflokkurinn getur
ekki sætt sig yið það að einstök
smæ-rri atríði sjeu tekin út úr
frumvörpum hans, en megin
atriðin, þau sem mest veltur á,
sjeu feld.
Alþýðuflokkurinn kýs þá hitt
heldur, að málin, stefnurnar,
sjeu lögð undir úrskurð kjós-
enda í landinu, í fullu trausti
þess, að við kosningar komi í
ljós sú aðstaða þjóðarinnar til
þessara mála, er knýi fram
lausn þeirra í aðalatriðum, í
samræmi við tillögur Alþýðu-
flokksins".
Og ennfremur segir Harald-
ur Guðmundsson:
„Svör Framsóknarflokksins
við frumvörpum þeim, sem jeg
hefi gert hjer að umræðuefni,
sýna að sá skilningur og vilji
til aðgerða er því miður nú
eklci fyrir hendi. Af þeim á-
stæðum sem jeg nú hefi greint,
verð jeg fyrir hönd Alþýðufl.
að tilkynna hæstvirtum forsæt-
isráðherra að Alþýðuflokkur-
inn getur ekki haldið áfram
samstarfi á Alþingi við Fram-
sóknarflokkinn, nje samvinnu
við hann um stjórn Iandsins,
að óbreyttri þessari atstöðu
Framsóknarflokksins“.
Þessari yfirlýsingu Alþýðu-
flokksins svarar forsætisráð-
herrann Hermann Jónasson
þegár í stað á þessa leið, fyrir
hönd Framsóknarflokksins:
„Er þá bersýnilegt að ágrein-
ingurinn milli stjórnarflokk-
anna er aðallega um þau stór-
FRAMH. Á SJÖ'lTU SÍÐU.