Morgunblaðið - 20.07.1937, Síða 8
8
Þriðjudagur 20. júlí 1937L
MoRGUNBLAÐIÐ
J&uifis&afwœ
Smálúða, Rauðspretta, Ýsa,
Þyrsklingur, beinlaus og roð-
laus fiskur. Dcglega nýtt. Fisk
& Farsbúðin, sími 4781.
Útsala. Mikill afsláttur af
öllum sumarhöttum næstu
daga. — Hagan, Austurstræti
3.
Kaupi gamlan kop&r Vuld.
Poulsen, Klapparstíg 2Ö.
Mjólkurbússmjör og osta í
heildsölu hjá Símoni Jónssyni,
Lauiraveg 33. Sími 3221.
Kaupi tómar flöskur, flest-
ar tegundir, soyuflöskur og
whiskypela. Gunnar Eysteins-
son, Ásvallagötu 27. Sími 1821.
Vjelareimar fást bastar hjá
Poulsen, Klapparstíg 29.
Hreinar Ijereftstuskur keypt-
ar háu verði. Herbertsprent,
Bankastr?eti 3.
Sfyvið-fundið
ÍTapast hefir kvéntaska með
peningum 0g farseðli til Berg-
en. Skilist til Karls Jónssonar,
læknis, Túngötu 3.
aa
Kaupamaður duglegur og
vel vanur sláttumaður, óskast
til Viðeyjar. Upplýsingar x
síma 3700.
Otto B. Arnar, löggiltur út-
varpsvirki, Hafnarstræti 19. —
Sími 2799. Uppsetning og við-
gerðir á útvarpstækjum og
loftnetum.
Ismábæ einum í Danmörku var
ráðist á mann og voru fleiri
menn teknir fastir, grunaðir um
að vera sekir, en öll vitni vant-
,aði. Eini sjónarvotturinn var göm-
ul kona, sem lögreglan hafði ekki
fult traust á.
Hún var leidd fyrir alla menn-
ina, sem teknir höfðu verið fastir,
til þess að vita, hvort hún þekti
ekki þanjn seka.
Hiin gekk hægt fram hjá þeim
og sagði síðan alt í einu um leið
og hún benti á einn þeirra:
„Þetta er maðurinn!“
Þessu var vel tekið. Nú var
maðurinn fundinn. En áður en
varði, lijelt hún áfram:
„Jeg þori að sverja, að þetta
er maðurinn. Hann var bara of-
urlítið liærri, og svo var hann
dökkhærður!“
*
— Mamma, jeg get ekki farið í
skóla í dag. Mjer líður ekki vel.
— Hvar líður þjer elrki vel ?
— í skólanum.
*
— Hvernig stendur á því að 35
ára gömul kona er oft eldri á að
líta en karlmaður um fertugt?
— Ætli það sje ekki af því að
hún er oftast nær í raun og veru
eldri.
*
Verkföll eru framkvæmd með
ýmsu móti upp á síðkastið, eink-
um í Ameríku, þar sem þeir, er
stöðva vinnu, sitja kyrrir á vinnu
stöðvunum og hreyfa sig ekki fyr
en í fulla hnefana.
Svipað verkfall gerðu dansmeyj-
ar í New York um daginn. Þær
voru óáuægðar með kaup sitt og
tóku það ráð áð búa utn sig á
leiksviði leikhússins. Þær settust
þar að að aflokinni sýningu eitt
kvöld og voru þar um kyrt til
næsta kvölds, svo ekkert gat orð-
ið úr sýningum, fyr en kaupsamn-
ingur komst í lag við leikhús-
stjórann.
*
Ieinu úthverfi Lundúnaborgar
bar mikið á því, að stolið
væri kjöti í kjötbúðunum og komu
þjófarnir venjulega í hverja biið
á tuttugu daga fresti.
Kaupmennirnir komu sjer sam-
an um að fá leynilögreglumann
til þess að hafa upp á sökudólg-
inum og tókst það fljótlega, því
að hann kom að honum, þar sem
hann var að ræna stærðar lamba-
steik. En þjófurinn var ekki
menskur maður, heldur hundur.
Kom það í ljós, að við næsta
götuhorn beið hans tötralegur um
renningur, sem tók við þýfinu.
Reyndi hann að flýja, en tókst
það ekki.
Við yf'írheyrslu játaði hann, að
hann hefði fjóra slíka hunda í
þjónustu sinni. Þeir voru æfðir í
því að stela varningi í ýmsum
búðum og færa honum, en liann
seldi varninginn aftur í lítilli
btiðarkompu. Maðurinn varð að
sætta sig við að fara í fangelsi,
en hundarnir voru teknir í þjón-
ustu lögreglunnar.
*
I Tokió er þegar fyrir nokkru
hafinn mikill undirbúningur und-
ir Olympínleikana, sem eiga að
fara fram þar árið 1940.
*
Auppboði í Tranekær-höll á
Langalandi vöktu 24 smá-
skálar úr bláu gleri og viðeigandi
glös töluverða eftirtekt. En mað-
urinn, sem keypti þær, fjekk þær
þó við sæmilegu verði.
Skálar þessar voru kallaðar
„skolskálar“ hjer áður fyr og not
aðar í matarveislum greifanna
þarna um slóðir. Þær voru látnar
á borðið, og glösin fylt með vatni.
Þegar greifinn gaf merki, tóku
gestirnir liver sitt glas og supu
á. Vatninu var þó ekki rent nið-
ur, heldur tóku nú allir að skola
kverkarnar af miklum móð, og
síðan kom vatnið aftur í skálarn-
ar, áður en byrjað var á næsta
rjetti.
Þessi siður var aldrei mjög tíð-
ur á Norðurlöndum, en í Þýska-
landi var hann algengur og víða
annarsstaðar hjer áður fyr.
Hangikjöt,
Nýjar kartöflur
Citronur
Reyktur Lax off
Rauðmagi
Nýr Lax.
BURFELL,
Laugavep 48. Síml 1505
hœstarJettarmálaflutnlngBmaBnr.
•Qrrifstofa: ©ddfellowhúsiC,
Vonanrtrœti 10.
(Xmi£&ng'ar nm austurdyrl.
Z/lCky tmÝncfac
Friggbónið fína, er bæjarin
besta bón.
. ( SxL^ixT
x.
3W,áunbI»NÖ
oCf, hcuj^pAmclukriih
hxmrKX, ■hXjjrrKX, c&xcj,
1
Barnaleikfðng:
Dúkkur — Mublur — Bílar —-
Boltar — Bangsar — Hundar —
Hestar — Byssur — Sverð —
Dátar — Göngustafir — Kubbar
— Nóa-arkir — Dúkkuvagnar —
Spil — Flautur — Skóflur —
Smíðaáhöld — Skip — Hjólbörur
Dúkkuhús — Gúmmíkarlar —■
Stell — Perlufestar — Kúlukass-
ar — Myndabækur — Hringar —
Töskur — Lísur — Shirley
Temple-myndir og margt fleira.
K. Einarsson
& Björnsson.
WILLIAMSON:
66.
SYSTURNAR FRÁ DUMULM
gramt í geði gegnum konuna mína. Hún skrifaði hon-
um og. heimtaði peninga, og hún heimsótti hann og
spnrði hann, hvað hann ætlaði að gera fyrir mig, því
að Grey liafði dáið svo skyndilega, að hann liefði
ekki sett peninga á bók fyrir mig, eins og hann hafði
lofað.
Hún sagði honum ennfremur, að hann hefði lofað
að launa mjer sjerstaklega fyrir vinnu mína og
spurði, hvað hann ætlaði að gera við það. „Ekki liið
allra minsta", var svar hans.
Nú vitið þið, livers vegna jeg elti hann um leið og
jeg slapp úr fangelsinu. Jeg hafði ekki aðstöðu til þess
að neyða hann til þess að borga. Jeg var of háll á
svellinu sjálfur. Ef jeg gerði honum tjón, gat hann
náð sjer niðri á mjer. Eins og á stóð, hefði jeg látið
mjer nægja að komast á burt með gimsteinana, sem
hann liafði gefið unnustu sinni. f blöðunum sá jeg, að
þeir voru tuttugu þúsund dollara virði, en það var
einmitt sama upphæðin, og hann hafði fengið hjá
Grey til þess að leggja grundvöll að fjárhag sínum.
Ef nokkur dugur hefði verið í Conal Mac Fingon,
hefði hann slegið tvær flugur í einu höggi og gert
bæði sjálfum sjer og mjer greiða, en það varð nú
ekkert úr því. Það hefir líka ef til vill verið heimsku-
legt af mjer að vera að blanda mjer í nýtt mál, úr
því að jeg vai' búinn að ná í það, sem jeg þurfti.
En þegar jeg var kominn í þetta draugaherbergi,
eiris og sumir kalla það, var eins og innri rödd hvísl-
aði að mjer:
„Hingað ertu nú kominn fvrir vilja örlaganna. I
vasanum ertu með allra skemtilegasta leikfang, sem
konan þín gaf þjer. Ef þú stingur Troy niður með
því, verður draugunum um kent, en þú getur haft á
brott með þjer öll þau verðmæti, sem þú finnur hjá
honum“.
Hugmyndin var góð og ofur auðvelt að framkvæma
hana. Jeg vissi að það var töluvert að græða á þessu
verki, því að Troy hafði töluvert mikið af verðmæti
með sjer frá Nome.
Nú er saga mín senn á enda. Það eina, sem ósagt er,
er það, að jeg sagði Troy sitt af hvoru um Conway.
Það gerði jeg eingöngu til þess að æsa hann upp og
skjóta Comvay skelk í bringu.
Þeir bræðurnir voru nákvæmlega eins á að líta, og
jeg þóttist vita, að ef Conway sæi Troy, myndi lianu
annað hvort halda, að hann væri genginn aftur, eða
að hann sjálfur væri á hælunum á honum — og það
hlaut að skyggja á gleði hans.
Meðan Troy lá í gröfinni, gat Conway ltannske sef-
að samviskubitið yfir að hafa þagað yfir Ieyndarmáli
Greys. En væri hann enn á lífi og kæmi ljóslifandi,
til. þess að leita rjettar síns, var útlitið ekki gott fyrir
brúðguma, sem ætlaði að fara að ganga að eiga konu
af stoltri aðalsætt. Það var hreinasta hneyksli, ef hið
sanna í málinu vitnaðist, og það var lílrlegt, að frjettin
um það myndi berast um alla Evrópu og vestur til
Ameríku".
„Jæja, lafði Daura“, sagði hann að lokum. „Eruð
þjer nú búin að hevra það, sem þjer vilduð heyra og
fæ jeg gimsteinana?“
Daura svaraði báðum spurningunum játandi og
spurði Róbert síðan, hvort hann væri ekki sammála.
Troy draup höfði mjög alvarlegur í bragði og sagði:
„Gerðu eins og þjer sýnist. Hann hefir eyðilagt líf
bróður míns og orsakað dauða hans með þögn sinni. En
eftir að Iiafa hlítt á mál bans, er jeg innilega þakk-
látui' fyrir að jeg skyldi hlífa Conway. Jeg finn, að
maðurinn segir satt núna, og jeg ber ekki lengnr kala
til Georgs Conway, þó að við getum aldrei orðið neinir
rnátar eftir það sem á undan er gengið. Sleptu mann—
inum — hann er búinn að fá það, sem liann ætlaði sjer*
upphaflega að ná í, og mun láta aðra afskiftalausaj
eftir þetta. Það mun honum sjálfum fyrir bestu“.
„Jeg ætla að byrja nýtt og betra líf“, kjökraðii
Morton. „Jeg er orðinn dauðleiður á mínu fyrra lífi.
Jeg ætla að senda boð eftir konunni minni — hún.
kemur með mjer á heimsenda, þegar hún heyrir um.
gimsteinana — —“
„Við kærum okkur ekki um að heyra ráðagerðir yð-
ar“, tók Troy fram í fyrir honum. „Farið hjeðan og:
lofið okkur að vera í friði“.
„Conal“, sagði Daura. „Viltu ekki fylgja honum og
sjá um, að hann fari hjeðan frá evnni ?“
Þegar þeir voru farnir, leiddi Troy Dauru fram á
ganginn. Kvöldið sem hann kom til hallarinnar hafði
liún staðið þarna, sem þau stóðu nú, og kdmið, til þess-
að segja honum, að reimt væri í Bretagneherberginu..
Þau mintust bæði þeirrar stundar.
„Heldurðu að það hafi ekki verið rjett af okkur að~
breyta svona?“, spurði hún, þegar hann tók hana í
faðm sinu.
„Við höfum að minsta kosti gert það, sem okkur-
fanst rjettast og við töldum best fyrir alla. Þú hefir
með hugprýði þinni og kjark frelsað mig frá því að
drýgja glæp. Og í nótt hefir þú bjargað lífi mínu. Þú:
hefir líka vakið lífslöngun mína og lífsgleði á nýt,.
með því að gefa mjer ást þína. Nú fyrst finst mjer-
J>ess vert að lifa. Jeg liefi öðlast þá hamingju, sem
jeg helt að væri ekki til í þessum dapra heimi“.
„Heimurinn er ekki dapurlegur“, svaraði Daura.
„Sjáðu, það er kominn dagur, og sólin er að koma-
upp“.
,Já, nú sje jeg sólina“, svaraði hann og' liorfði íi
tindrandi augu hennar.
ENDIR.