Morgunblaðið - 14.08.1937, Side 2

Morgunblaðið - 14.08.1937, Side 2
2 MORGUNBLAÐTÐ Laugardagur 14. ágúst 19Sf. A II 1 II i 1/ ii i n i# i i n i ii Fin 8HAN GHAI: Tl \KMARK JAPANi H ER Llll flugvjel - tvsr Dr. Göbbels: Farið ekki til Englands. FRÁ FRJETTARITARA VORUM. KHÖFN í GÆR. T> lað dr. Göbbels, ^ „Der Angriff geng- ur í dag feti framar og varar Þjóðverja við að ferðast til Englands. „B^esk blöð eru að egna upp and-þýskt of- sóknarhugarfar“, segir blaðið. Þetta er eina svar Angriffs við mótmælum frá fjelagi erlendra blaðamanna í Berlín, og áskorun til blaðsins um að sanna þær sakir, sem það hafi bor- ið á erlenda blaðamenn í Þýskalandi alment og sjer staklega á Mr. Norman Ebbutt. Þessar sakargiftir eru „að þeir hafi rekið byltingar- starfsemi og rækt starf sitt á óheiðarlegan og ósiðlegan hátt og flutt rangar fregnir frá Þýskalandi. Með því hafi þeir dregið úr áliti Þýskalands er- lendis“. Reknir úr landi. Oso í gær. FÚ. Enska blaðið „Daily Herald“ telur, að margir Þjóðverjar, er nú dvelja í Ennglandi hafi fengið aðvörun frá Scotland Yard um að fara á brott úr landinu og að sumir þeirra hafi jafnvel haldið heim skyndilega án þess að bíða eftir frekari fyrirskipunum. Stjóraarbylting í Paraguay. FRÁ FRJETTARITARA VORUM. KHÖFN í GÆR. Stjórnarbylting án blóðs- úthellingar" var fram kvæmd í Paraguay í dag. í morgun lögðu sjóliðar und- ir forustu Paradis ofursta undir sig allar helstu byggingar í höfuðborginni Paraguay og neyddu stjórnina til að segja af sjer. Franco ofursti, forseti Para- guay, sem brotist hafði til valda með hervaldi fyrir 18 mánuðum flúði úr forsetabú- staðnum í hermannaskála í borginni, en var sóttur þangað síðar í dag af Paradis ofursta, sem neyddi hann til þess að samþykkja lausnarbeiðni stjórn arinnar. Paradis lýsti yfir því síðar í dag að Franco myndi rerða forseti áfram. YANQTZEDALURINN Frjósamasta hjerað Kína. 200 miljón £ hags- munir Breta. FRÁ FRJETTARITARA VORUM. KAUFMANNAHÖFN 1 GÆR. Þótt enn hafi ekki orðið nema smáorust- ur í Shanghai, er búist við að þá og þegar brjótist út stórorusta milli jap- anskra og kínverskra hersveita. Japanskt flugvjelamóðurskip með sextíu flug- vjelum liggur fyrir akkerum úti fyrir Shanghai. Er búist við að flugvjelarnar verði látnar hefja loftárás á Shanghai. Stjórn alþjóðlega hverfisins í Shanghai kom saman á fund í gær, en í henni eiga, sæti fulltrúar frá Bretum, Frökk- um, ítölum, Bandaríkjunum, Kínverjum og Japönum. Kínverski fulltrúinn sagði, að kínverska stjórnin gæti ekki ábyrgst öryggi erlendra borgarhlutans, ef til styrjaldar kæmi. íbúarnir í Shanghai eru skelfingu lostnir. Óttast þau sömu örlög og árið 1932, er Japanir skutu á borgina. 1 Bretlandi er fylgst með mikilli athygli með at- burðum þeim, sem eru að gerast í Shanghai. „Daily Telegraph“ skýrir frá því, að Japanir virðist hafa í huga að taka allan Yangtse-dalinn (frjósamasta hjerað Kína) herskildi. Breskir kaupsýslumenn hafa látið svo ummælt að það yrði miklu meiri hnekkir hagsmunum Breta, ef Japanir legðu undir sig Yangtse-dalinn, heldur en er Japanir lögðu undir sig Man- sjúríu. Bretar hafa lagt 200 miljón sterlingspund í jarðeignir og framkvæmdir í Kína og þá fyrst og fremst í Yangtse-dalnum. 10 þús. Kínverjar. London í gær. FÚ. I Shanghai er nú níu hundruð og fimtíu manna vopnað lið, breskt, og er liðsauki á leiðinni þangað frá Hong Kong. Yfirflotaforingi kínversku deildar Asíuflota Breta er á leiðinni til Shanghai með her- skipinu Cumberland og ame- ríska herskipið Augusta er einnig á leiðinni þangað. Kínverska stjórnin hefir í dag tilkynt sendih. þeirra þjóða sem njóta sjerrjettinda um sigl- ingar á kínverskum varnaleið- um, að siglingaleiðin um Yangt sefljót neðan við Shanghai sje lokið. Þá hafi kínverskir bankar lýst yfir því að þeir leggi nið- ur störf 1 tvo daga og verslun- arfyrirtæki hafa tilkynt tveggja daga greiðslufrest. Það er áætlað, að um tíu þúsund kínverskir her- menn sjeu í Shanghai og á svæði því, umhverfis borgina, sem gert var að hlutlausu svæði með samn- ingi milli Kínverja og Jap- ana fyrir fimm árum. Jap- anska frjettastofan held- ur því fram, að 100 þús. manna kínverskur her sje á leiðinni til borgarinnar, þar á meðal einkaher Chi- ang Kai Sheks. 300 þús. mannvirki eyöilogö. Japönsk herskip skutu í dag á nýja bryggju, sem Kínverjar voru nýbúnir að láta gera á bökkum Yangt- se-fljóts. Hafnarvirki þetta hafði kost- að sem svarar 300.000 sterlpd., og var eitt hið veglegasta af sinni tegund í Kína. Hin stærstu hafskip gátu lagst upp að þessari nýju bryggju. Hún er nú alelda. I Norður-Kína. Japanskar hersveitir hafa nú rekið lið Kínverja út úr bænum Nankow í N.-Kína og einnig burt úr járnbrautarstöðinni þar — I morgun gerðu þeir vjel- byssuárás á kínversku hersveit- irnar sem verja Nankowskarð. Síðar í dag þögnuðu fall- byssur Kínverja, eftir að Jap- anir höfðu gert loftárás á her- stöðvar þeirra við skarðið. Fastar flugferðir yfir Norður- heimskaut. London í gær. FÚ. "O ússneska stjórnin gerir sjer vonir um að geta stofnað til reglu bundinna flugferða milli Rússlands og Bandaríkjanna á næsta sumri. Levanevsky flugmað- ur, sem kallaður hefir verið Lindberg Rússa, og f jelagar hans, eru nú komnir yfir Norðurpól- inn, á leið sinni til Fair- banks í Alaska. Þetta er þriðja flug Rússa yfir Norðurpólinn frá Moskva til Ameríku. Levanevsky hefir meðferðis farm af grávöru, kaviar, ásamt pósti. Þýski flugbáturinn „Nord- meyer“ er nú kominn til Azor- eyja frá Lissabon, og hefir þá lokið fyrsta áfanga tilrauna- flugs síns yfir Atlantshaf til Bandaríkjanna. Eftir að gsslan við ipán var ligi aiðir. London í gær. FÚ. Viðureign varð í dag í Mið- jarðarhafi milli eins af herskipum stjórnarinnar og kaf báts sem Valenciastjórnin held- ur fram að sje ítalskur. Skaut það tundurskeyti á skip spönsku stjórnarinnar og þrír sjóliðar drepnir, en níu særðust. Annað herskip spönsku stjórnarinnar varð síðar fyrir samskonar árás. Þeir, sem komust af, er spönsku oíluskipi var sökt með tundurskeyti í Miðjarðarhafi í gær, halda því fram, að skipið sem tundurskeytið var úr, hafi verið ítalskt. í einni frjett er ílBgvjelar. London í {’ser F.Ú. í Englandi var í gær gerð tilraun með nýung í flugtækm- inni. Era það tvær flugvjelar og er annari komið fyrir uppi yfir hinni og hvílir hún á súl- um. Ætlunin er, að hægt sje að nota þessar flugvjelar til lengri eða skemri póstflugferða. Sjeu þær notaðar til lengri flug- ferða, þá flýgur lægri flugvjel- in,með hina hvílandi á súlun- um. T. d. nokkum spöl út yf- ir Atlantshaf, en síðan hefir efri flugvjelin sig til flugs og hin neðri snýr þá til baka. Til skemri póstflugferða má aftur haga því þannig til, að neðri flugvjelin sje langferða- flugvjel, en hin efri fari styttri íerðir með póst út frá aðalleið- inni. 200 Þjóðverjar í rússnesknm fangelsum. London í gær. FÚ. Pýsk blöð birta í dag fregnir um nýjar handtökur þýskra borgara í Sovjet-Rúss- landi. Sendiherra Þjóðverja í Moskva hefir verið boðið að mótmæla þessu við rússneska utanríkismálaráðuneytið. Þýsk blöð telja að tala þýskra borgara, sem nú sitja í varðhaldi í Rússlandi sje alt að tvö hundruð, og sjeu það aðallega handverksmenn og verkfræðingar. Nokkrir þeirra eru sagðir hafa verið níu mánuði í fang- elsi, án þess að rannsókn væri látin fara fram í máli þeirra, eða þeim gefið tækifæri til þess að verja sig. FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU. ÞJÓÐHÁTÍÐIN í EYJUM Reykvíkingar, sem fóru á þjóð- liátíðina í Vestmannaeyjum eru nú komnir aftur til bæjarins. Róma þeir mjög hve hátíðin fór vel fram, og var skemtileg. „Hátíðin fór í alla staði fram með reglu og prýði“, sagði einn hátíðagestanna við mig í gær. „Ekki har á neinni óreglu, eg þykir mjer sjálfsagt að talta það fram, því að oft er því fleygt, að óregla sje á þjóðhátíðum í Eyj- um. En þessar sögusagnir virðas-t við ekkert hafa að styðjast". E.s. Lyra kom til Yestmanna- eyja um hádegi í gær. Mun henni hafa seinkað um nokkra tíaaa vegna storms og óveðurs. M.s. Dronning Alexandrine er væntanleg hingað annað kvöld. Nefnd barnaheimilisins Vorboði biður þess getið, að ekki verði dregið í Happdrætt barnaheimilis- ins 15. ágúst eins og til hafi stað- ið, heldur 15. október næstkont- andi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.