Morgunblaðið - 14.08.1937, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 14.08.1937, Qupperneq 5
Laugardagur 14. ágúst 1937, MORGUNBLAÐIÐ 5 == IHorjgtmMaStd ~ tiuctl.t H.f. JLmtu, K«ykí»Tlk jltatjðrMi Jðn KJ&rtwMon o* Valtj’r «t«t4*ii*van <í,b»TK'Ssur«uk«mr). tultilacui Árnl ól». Sitatjtn, ■■ctywiaaiiur atimlMci A«at.iTstmtl t. — fUai HM, ÁskrutarcJn341 kr » 00 « MJmatti í i«um«ii II anrn alntakll — SC amra mi LmMK, NJÓSNiR OG OFBELDISVERK. að komst upp um fleiri en þá, sem leiðbeint höfðu 'veiðiþjófunum í landhelgina, Iþegar togaranjósnirnar voru á ferðinni í ársbyrjun 1936. Það komst líka upp um málgagn dómsmálaráðherrans. Tíma- dagblaðið hafði staðhæft að ýmsir þeirra, sem við njósnirn- ar voru riðnir, væru kjósendur Sjálfstæðisflokksins. Það gekk þessvegna út frá því, sem sjálf- sögðum hlut, að blöð Sjálfstæð- ismanna gerðust verjendur njósnaranna. Nú vítti Morgun- blaðið allra blaða fyrst þetta athæfi. Við þetta urðu Tíma- mennirnir alveg undrandi.Þeim fanst það svo mikil fjarstæða, að nokkurt blað skyldi verða til þess, að víta athæfi, sem pólitískir skoðanabræður hefðu gerst sekir um! Á þennan hátt kom Tíma- dagblaðið upp um sig. Undrun þess var ekkert annað en yfir- lýsing um það, að flokksblöð -ættu æfinlega að þegja og hilma yfir, ef pólitískir skoð- anabræður ættu í hlut. Hvernig færi um meðferð sakamála, ef þessi hugsunar- háttur væri ríkjandi hjá á- kæruvaldinu? Jú, andstæðing- ar yrðu dregnir fyrir lög og dóm, en flokksmenn varðir og sakir látnar niður falla. Sam- kvæmt þessari kenningu, hefði .átt að haga rannsókn togara- njósnanna á þá lund, að grand skoða alla pappíra þeirra fje- laga, sem stjórnað var af pólit- ískum andstæðingum, en láta óhreyft, alt sem snerti fjelög samherjanna. Samkvæmt þess- ari kenningu gæti það t. d. ekki komið til mála að núverandi stjórn færi, að hnýsast verulega í skeytasendingar Bæjarútgerð- arinnar í Hafnarfirði, af því, að samherjar eiga þar hlut að máli. Tímadagblaðið hefir ver- ið harðnáægt með framkvæmd rannsóknarinnar í njósnara- málinu, og má vel vera að því finnist að kenningar þess hafi ækki verið fyrir borð bornar. * Morgunblaðið hefir aldrei “varið togaranjósnir og mun aldrei gera það, hvort sem í hlut eiga andstæðin-gar eða Jlokksmenn. Hinsvegar munu veiðiþjófarnis* líta hýru auga til Tímadagblaðsins fyrir auð- sýnda samúð um þessar mund- ir. Hið endurtekna mannrán hefir vakið meiri beiskju meðal almennings en flestir aðrir at- burðir, sem gerst hafa nýlega. Enga átti að taka það sárar, en þá sem ábyrgð bera á strand vörslunni. En ræksnisháttur þeirra manna, sem að Tíma- dagblaðinu standa, er svo megn, að þeim finst ekkert til um það, þótt veiðiþjófarnir steli ekki aðeins fiskinum, held- ur líka mönnunum, sem eiga að gæta fiskimiðanna! Hinn ,,farsæli“ Pálmi Lofts- son, sem þektastur er af Þórs- kaupunum, tekur upp varnir fyrir flokksmenn sína í gær. — Það hefði nú mátt vænta þess, að sjálfur útgerðarstjóri varð- skipanna væri ofurlítið betur að sjer en grein hans ber vitni um. Pálmi segir, að ,,Óðinn“ hafi verið svo „auðþekkjanleg- ur“, að togarar hafi átt hægt með að varast hann. Þessvegna hefði verið sjálfsagt að selja „Óðinn“ og fá mótorbáta í staðinn. Óðinn var nú ekki „auðþekkjanlegri“ en það, að á einu einasta ári tók hann 36 skip að veiðum, og var and- virði sekta, upptæks afla og veiðarfæra, samtals upp undir hálf miljón króna. Pálmi segir með mesta helgi- svip um þá, sem stóðu að sölu Óðins, og útvegun mótorbát- anna, að þeir hafi meira metið „þörf fátækra fiskimanna á bættri landhelgisgæslu, en glæsileik í höfnum inni“. — Glæsileik í höfnum inni! Fjöru Þór er líklega látinn liggja hjer inni viku eftir viku, til þess að „punta upp á“ höfnina! Ofbeldisverk veiðiþjófa hafa þekst fyr en nú. Menn muna þegar enski togarinn hvolfdi bátnum undir Hannesi Haf- stein og varð manntjón af. — Guðmundi Björnssyni sýslu- manni og Snæbirni í Hergilsey var eitt sinn rænt og farið með þá til Englands. Eiríki Kristó- ferssyni var rænt af mótorbát fyrir vestan. Sá bátur átti eitt sinn í vök að verjast fyrir tog- ara, sem ætlaði að sigla hann í kaf. En það er eftirtektarvert að með tilkomu Óðins og Ægis tekur með öllu fyrir slík of- beldisverk. En um leið og strandvarslan er að mestu falin smábátum, hefjast ofbeidis- verkin að nýju. Menn ættu að geta látið sjer segjast af svona reynslu. Tímadagblaðið skýrir frá því í gær, að enski togarinn „Visenda“ muni vera hjer við land með íslenska hásetann inn anborðs. Er það ekki glæsileg tilhugsun, að ofbeldismaðurinn kunni að vera við veiðar í land- helgi með íslenska löggæslu- manninn um borð! Líklega findist dauðýflum Tímadagblaðsins að landhelg- isgæslan væri þá. fyrst í góðu lagi, er veiðiþjófarnir hefðu stolið allri skipshöfn varðbáts- ins, og völsuðu svo um land- helgina með mótorkoppinn í eftirdragi! Síra Rögnvaldur Pjetursson P að orkar naumast tví- mælis, að um langan tíma hafi engjnn maður, er býr o£ starfar í fjelag'slífi íslendinga. í Vesturheimi, haft slíka foringja-aðstöðu eins ok dr. Rögnvaldur Pjet- ursson, sem nú á sextugsaf- mæli í da^. Stephan G. Stephansson er mesti andans maður, sem meðal þeirra hefir dvalið, en hann bjó í tiltölu- lega afskektri bytfð og hafði eigi nema óbein áhrif á al- menn mál íslendinga; Vil- hjáhnur Stefánsson er best þektur allra manna af ís- lensku kyni fyrir afrek sín, en hann hefir ekki látið ís- lensk fjelagsmál verulega til sín taka; en starf Rög’n- valds Pjeturssonar hefir ver ið með þeim hætti, að um engan annan hefir eins mik- ið munað við hverskonar tilraunir til þess að auka ve,? íslenskra manna í Vesturheimi og- efla fjelags- líf þeirra. Dr. Rögnvaldur fór barn að aldri að heiman úr Skagafirði og ólst upp í þygðum íslend- inga í Norður-Dakota í Banda- ríkjunum. Hann braut sjer leið til náms og nam guðfræði í skóla Unitara kirkjudeildarinn- ar í Meadville og við Harvard- háskólann. 4Ánnar meginþáttur æfistarfs hans hefir því mjög verið tengdur kirkjumálum. Það mætti virðast einkenni- legt, hve margir fslendingar í Vesturheimi hafa fengið áhuga fyrir skoðunum Unitara, eink- um er þess er gætt, að kirkju- deildin er tiltölulega mjög lítil. Kirkjudeildin telur eigi fleiri fjelaga en samsvari mannfjöld- anum á fslandi. Og það er ekki stór hópur í mergðinni , er byggir Norður-Ameríku. En Unitörum er varnað þess að verða margir, því að það er eðli þeirra að vera ávalt braut- ryðjendur. Þeir eru ávalt yst og fremst í vinstri fylkingar- armi kirkjunnar, og þeir bera svo litla virðingu fyrir erfikennj ingum, að þeir telja þær hik- laust eiga að víkja, er þekking og glögg athugun bendir í aðr- ar áttir. Furðulega mikill fjöldi af mestu andans mönn- um Bandaríkjanna hafa unn- ið upp ,í þessari kirkjudeild og aðalsmerki hennar (í bestu merkingu þess orðs), eru svo ótvíræð, að hún hlýtur ávalt að verða fámenn. Það er því engu síður ótvírætt merki um and- legt fjör og táp í íslendingum, að þeir skuli hafa orðið svo til- tölulega margir heillaðir af þessari stefnu. Dr. Rögnvaldur hefir í þessum efnum haft for- ystuna í hálfan fjórða áratug. En þótt hugur dr. Rögnvalds hafi að sjálfsögðu mjög að því beinst að fylgjast með og boða þann humanistiska kristindóm, sem er svo samgróinn lundar- fari hans öllu, og þótt fullyrða megi, að þessar skoðanir hefðu naumast lengi getað haldið fje- dr. phil. sextugur. Dr. Rögnvaldur Pjetursson. lagslegum búningi, ef hans hefði ekki notið við, þá hefir þó mjög verulegur hluti af starfi hans orðið á öðrum svið- um. Frá barnæsku hefir sem sje hinn íslenski þáttur verið svo sterkur í honum, að Rögn- valdur hefir lagt á sig ótrúlegt erfiði og stórkostlegar fjár- hagslegar byrðar til þess að hrinda hverju því máli áleiðis, er honum virtist miða að því að auka veg þess, er íslenskt nafn hefir borið. Hann stofn- aði Þjóðræknisfjelag Islend- inga í Yesturheimi, og var fyrsti forseti þess, og ávalt hef- ir hann haft ritstjórn hins merka tímarits fjelagsins með höndum. Hann hefir því nær altaf verið í stjórn fjelagsins og er nú forseti þess að nýju. Svo að segja hvert mál, er fje- lagið hefir haft með höndum, hefir að langmestu leyti hvílt á honum. Hann var langsam- lega atorkusamasti hvatamaður þess, að mörg hundruð Vestur- íslendingar skipulögðu för til Islands 1930, og þótt svo tæk- ist til, að hópurinn klofnaði og aðilar gætu ekki átt samleið, þá má fullyrða, að engin för hefði verið skipulögð ef dr. Rögnvalds hefði eigi notið við. Þá var það og verk þessa manns, fyrst og fremst, sem því olli, að Kanadastjórn stofnaði námssjóð þann, að upphæð yf- ir 100.000 krónur, sem þegar hefir borið mjög glæsilegan ár- angur. Sæmd sú, sem fólst í gjöf Bandaríkjaþingsins í til- efni af Alþingishátíðinni, hefði einnig farist fyrir, ef kapp dr. Rögnvalds hefði ekki hleypt þ.ví fjöri í framkvæmdir allar í sambandi við heimfararmál- ið að segja má, að ekkert reynd ist ókleift. Tiltölulega fáum mun um það kunnugt, hversu miklu fje dr. Rögnvaldur hefir valdið að hingað yrði flutt heim. Fyrir hans atbeina hefir fje, er nem- ur nokkrum tugum þúsunda, verið ráðstafað til Háskóla ís- lands með erfðabrjefum, og hefir hann stundum orðið að fara alla leið til fylkisþinga til þess að bjarga fjenu úr hönd- um yfirvalda, er eitthvað hefir skort á um formshlið erfða- skránna. Um umstang það og erfiði, er þetta hefir haft í för með sjer, geta þeir einir gert sjer nokkra grein fyrir, er nokkuð hafa með því fylgst. Þá má og á það minna, að Heim- fararnefndin — undir forystu dr. Rögnvalds — gaf jHáskóla Islands allan tekjuafgang sinn, um 15.000 kr. að mig minnir, og gaf landinu auk þess alls- konar húsbúnað, er nam miklu fje. Óvíst er, hvort Islendingar .þektu enn nema mjög lítið af Ijóðum Stephans G. Stephans- ■sonar, ef dr. Rögnvalds hefði ekki notið við. Hann hefir per- sónulega lagt stórfje til útgáf- unnar og búið svo að segja alt undir prentun í samráði við skáldið, meðan það sjálft var enn á lífi, og nú er hann ein- mitt að ganga frá handriti síð- ustu kvæðabókarinnar, og auk þess að annast útgáfu brjefa Stephans. Þetta merka skáld er ekki eini rithöfundurinn, sem lítt mundi þektur ef dr. Rögnvald- ur hefði hvergi nærri komið. Dr. Rögnvaldur er tvímælalaust ráðsnjallasti maður, sem jeg hefi þekt, og leitar naumast nokkur maður svo til hans með vandamál sín, að ekki ■ finni Rögnvaldur einhverja úrlausn. Enda grípur hann ekki ósjald- an til þess ráðs, sem óalgengast er, og það er að leggja byrð- arnar á sitt eigið trausta bak. Dr. Rögnvaldur er óvenju- lega vel að sjer í íslenskum fræðum og íslenskt bókasafn hans mun vera með þeim full- komnari, sem til eru í einstakra manna eign. En jafnframt hin- um fornu fræðum hverfur sjaldan úr hug hans margskon- ar viðfangsefni, sem fyrir hon- um vaka um menningarleg og efnaleg viðskifti íslands við Vesturálfu heims. Hann er þeirrar trúar, að slík viðskifti gætu orðið til mikilla hagsbóta fyrir ísland og kæmi mjer eigi á óvart, þótt hann verði næsta áratug æfi sinnar til þess að hrinda þessum hugmyndum sínum í framkvæmd, ef hann fyndi þann skilning og þá vel- vild hjer á landi til þessara mála, sem þau eiga skilið. Dr. Rögnvaldur er í fremstu röð þeirra sona Island, sem lang- vistum hafa dvalið fjarri ætt- landi sínu, en með innilega og heita ástríðu til þess að verða því að gagni. Ragnar E. Kvaran. Ríkisskip. Esja fór frá Glasgow í gær áleiðis hingað. Súðin var á Patreksfirði í gærkvöldi kl. 8.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.