Morgunblaðið - 14.08.1937, Page 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 14. ágúst 1987»
Tregari
síldveiði.
Veiðivaðnr fer
batnaradi.
Tregari veiði í dag- en und-
anfarið' símar frjetta-
ritari Morgunblaðsins á Siglufirði
í gær. Ennfremur símar hann:
Mokkur skip komu inn í fyrri-
*ótt, mestmegnis með síld til
söltunar. 16 skip bíða, enn eftir af-
jjreiðslu og verða þau afgreidd í
*ótt. Það eru aðallega afgangar
frá söltun. Gott veður í dag, sól-
skin og hiti.
Til Djúpavíkur komu í gær
Huginn I. og II. með um 900 mál
•amtals, og færeyskur kútter með
500 mál. Togarar Allianee voru að
veiðum út af Skaga og á Gríms-
eyjarsundi með slatta í s.jer, Hann
es með 1000 mál, Tryggvi 800, Ól-
afur og Kári með 600 hvor.
Arinbjörn hersir var á leiðinni
til Hesteyrar með 12—1300 mál,
Karlsefni landaði í gær á Hjalt-
•yri.
Brjef.
Kolaverðið: NSIdur
Alþýðublaðsins.
Ut af grein í Alþýðublaðinu
í gær um kolaokrið, skal
eftirfarandi tekið fram:
1. Það eru ósannindi, að kol
þau, sem Kaupfjelag Reykja-
víkur og nágrennis auglýsir,
sjeu 8 kr. ódýrari en kolin hjá
kolaverslunum borgarinnar. —
Þær hafa auglýst sín kol á 60
kr. gegn staðgreiðslu, en Kaup-
fjelagið sín á 54'kr. gegn fyrir-
framgreiðslu. Læt jeg fólkið
um að reikna út mismuninn.
2. Baráttan sem biaðið talar
urn gegn okrinu er svipað eins
o g þegar maðurinn var að
berjast við skuggann sinn.
3. Eins og sjálfsagt er
ekki nema eðlilegt, lýgur Alþ.-
blaðið því upp frá rótum, að
kolin sem Kaupfjel. nú hefir
auglýst, hafi altaf verið seld
borgarbúum.
Þau hafa mjer vitanlega
aldrei verið seld hjer til hús-
notkunar a. m. k. þori jeg að
fullyrða um síðustu fimm ár.
4. Alþýðubl. kvartar undan
því, að kolaverslanirnar sjeu
hættar að auglýsa í blaðinu. Já,
ekki er að furða þó það undri
sig yfir því, þó kolaverslanirnar
vilji ekki kosta rógburðinn um
sig sjálfar og sína stjett.
Kristján Karlsson.
Dnglegur
sendísveínn
óskasf §frax.
A. ir. á.
Þingvallafundur
bindindismanna
verOur settur
f dag.
Það er búist við mikilli
aðsókn að Þingfvalla-
fundi bindindismanna, sem
settur verður í Valhöll í dag.
Umdæmisstúkan nr. 1 hef-
ir boðað til bessa fundar.
„Ætlunin með fundi þessum
er að veltja þjóð vora til
alvarlegrar íhugunar, um þá
hrýnu þörf, sem á því er
orðin, að sporna við áfengiis-
hölinu og sameina krafta
allra bindindissinnaðra manna
í landinu til baráttu gegn
þeim vágesti“, eins og segir
í fundarbo'ði Umdæmisstúk-
unnar
Fulltrúar af
öllu landinu.
Fnndinn sækja fulltrúar frá
Isafirði og Akureyri og víðar af
Norðurlandi og hjeðan sunnan-
lands úr Reykjavílc, Hafnarfirði,
Akranesi og víðar.
í Valhöll og á Kárastöðum eru
öll rúm þegar upppöntuð yfir
helgina, og hafa verið sett
upp þrjú stór tjöld (Rangæinga-
búð, tjaldið að Eiði og eitt þriðja)
og auk þess 20—30 smærri tjöld.
1 tjöldunum komast fyrir alt að
600 manns.
Þessi fjelög hafa ákveðið að
senda fulltrúa á fundinn (auk
fulltrúa frá stúknnnm):
Prestafjelag íslands, Samhand
ísl. barnakennara, Samband nng-
mennafjelaga íslands, Samband
bindindisfjelaga í skólum, Sam-
band hjeraðsskólakennara, Sam-
band gagnfræðaskólakennara,
Vökumenn, Bindindisfjelag Iðn-
skólans í Reykjavík, íþróttasam-
band Islands, Bindindisfjelag í-
þróttamánna Rv., íþróttaskólinn á
Alafossi o. fl.
Dagskráin.
Indriði Einarsson setur þingið
kl. 5 í dag.
Þessi erindi verða flutt í kvöld:
Löggjöf (fnimmælandi Gunnar E.
Benediktsson), Fræðslumál (frum-
mælandi Einar Björnsson, fulltr.).
Fjármál (frumm. Ludvig C. Magn-
ússon, skrifst.stj.), Siðferðismál
(frumm. Sigfús Sigurhjartarson),
Skipulagsmál (frumm. Pjetur Zop
hóníasson, ættfræðingur).
Síðari þingdagurinn (á morg-
un), hefst með því að lúðrasveit
leikur lög á gjáarbakka við
Öxarárfoss kl. 9 og kl. 9,30 hefst
guðsþjónusta, dr. theol. Jón
Helgason, biskup íslands, prjedik-
ar. Fer guðsþjónustan fram í Al-
mannagjá við Öxarárfoss ef veð-
ur leyfir (annars í Valhöll).
Síðar um daginn flytur dr. med.
Helgi Tómasson læknir erindi.
Um kvöldið verður skemtun í
Valhöll: Hjörtur Hansson stór-
kaupm., setur skemtunina, Valtýr
Stefánsson ritstjóri: Minni fs-
lands, Einar Markan: Einsöngur,
og Valur Gíslason les upp.
Síðan verður dans' stiginn.
Sexlng:
■■■■■■■■mmmmmmmmmammmi
Frk, Þurfður Bárðar
dóttir Ijósmóður.
Ein af þektustu ljósmæðr-
um bæjarins, frk. Þur->
íður Bárðardóttir á sextugsaf-
mæli í dag.
Frk. Þuríður hlaut sína ljós-
mæðrarnentun í Kaupmanna-
höfn og útskrifaðist sem ljós-
móðir árið 1905. Strax að loknu
námi kom hún hingað heim og
var skipuð ljósmóðir hjer í
Reykjavík. Hefir hún gegnt
því starfi alla tíð síðan, eða
í full 30 ár. Hún tók einnig
orátt við kenslu í Ljósmæðra-
skólanum og kendi þar altaf,
par til skólinn fluttist í Lands-
spítalann. Síðan hefir hún
verið prófdómari við skólann.
Frk. Þuríður hefir jafnan
látið sjer mjög ant um hag,,og
velgengni sinna sjettarsystra.
Árið 1919 gekst hún. fyrir
stofnun Ljósmæðrafjeiags fs-
ands, verið formaður fjelags-
ins alla tíð og lífið og sálin í
fjelaginu. Fjelagið telur nú 140
meðlinai. Hún gekst fyrir stofn-
un Ljósmæðrablaðsins, og ver-
ið í ritstjórn þess frá upphafi.
Hún hefir jafnan beitt sjer
mjög fyrir aukinni mentun Ijós-
mæðra og barist fyrir bættum
xjörum þeirra. Hefir þar mikið
áunnist, en frk. Þuríður mun þó
telja, að margt sje ógert enn-
4á.
Frk. Þuríður hefir altaf ver-
ið heppin í ljósmóðurstarfi 3Ínu
og nýtur mikils og almenns
nrausts. Hún er altaf boðin og
júin til hjálpar, hvernig sem
á sendur, og hver sem í hlut
á. Gæfa ,og blessun hefir fylgt
liennar starfi. Þess er óskandi,
að hennar njóti lengi ennþá,
úví að ekki bagar aldurinn,
— þótt sextíu sjeu árin að baki.
Þau gætu alveg eins verið fimm
tíu.
Leiguráa M. K.
Ársleigan metiná
54 þús. kr.
Pegar ríkisstjórnin tók í
júlí í fyrra mjólkur-
vinslustöð Mjólkursamlagfs
Kjalarnesþing's leigunámi,
var svo ákveðið, að greiða
skyldi leigu eftir stöðina
samkvæmt mati dómkvaddra
manna.
Til þess að meta leiguna, til-
nefndi lögmaður þá Gunnlaug
Halldórsson híisameistara og Þórð
Runólfsson vjelfræðing. Þeir
mátu leiguna kr. 51.260.94 yfir
árið.
Báðir aðiljar áfrýjuðu þessu
mati, og kvaddi þá Hæstirjettur
þá Gissur Bergsteinsson hæsta-
rjettardómara, Björn Steffensen
endurskoðenda og Jakob Gísla-
son verkfræðing til þess að fram-
kvæma yfirmat. Þeir hafa nú lok-
ið störfum og ákváðu þeir leiguna
þannig: Frá 11. júlí 1936 til jafn-
lengdar 1937 kr. 53.472.32, og frá
11 júlí 1937 til jafnlengdar 1938
kr. 54.177.48.
Hefir Mjólkursamlag Kjalarnes-
þings því fengið nokkura hækk-
un á leigunni hjá yfirmatsnefnd.
Tímagimhli finst mat yfirmats-
manna hátt og segir, að nú komi
mjög til álita, að reisa nýja stöð
og þar með gera stöð hændanna
yerðlausa. Máske það verði næsta
skrefið!
Reliance, skemtiferðaskipið
þýska, kom hingað um hádegi í
gær. Var búist; við skipinu
snemma í gærmorgun, en því seink
áði sökum óveðurs. Hafði verið á-
kveðið að 225 farþegauna færi
austur að Gullfossi, en varð að
hætta við það sökum þess hve
veður var slæmt. 275 manns fór
þó austur að Geysi, 40 að Grýtu
og um 100 manns á Þingvöll. Alls
voru rúml. 400 farþegar með skip-
inu. Þetta er seinasta skemtiferða
skipið, sem hingað kemur í sumar.
FRIÐNU FAXAFLÓA
FRAMH. AF ÞRIÐJU SIÐU.
fræðingur, sem fulltrúar le-
lands.
Á þessum fundi tókst að
koma inn á friðunarmál Faxa-
flóa, með þeim árangri, að
samþ. var till., þar sem alþjóða
hafrannsóknaráðið var beðið að
taka málið upp og gera naoð-
synlegar ráðstafanir til undir-
búnings væntanlegra samH-
ingaumleitunum um málii.
Alþjóða hafrannsóknarráðið
hjelt svo fund í Kaupmanna-
höfn í júlímánuði s.l. og mætt-
um við Árni Friðriksson þar
sem fulltrúar íslands.
Á þessum fundi í Kaup-
mannahöfn tók alþjóða hafrann
sóknaráðið að sjer, að jrera
þessa rannsókn og veitti til þese
nokkurt fje.
Sjerstök nefnd var kosin á
fundinum, sem heitir Faxaflóa
nefndin, og á hún að hafa
framkvæmdir í þessum rann-
sóknum. Formaður nefndarinn-
ar er dr. Vedel Táning og Árni
Friðriksson á sæti í nefndinni.
Nefndin er strax byrjuð á
undirbúningi þessara rann-
sókna. En gera má ráð fyrir, að
rannsóknirnar geti tekið lang-
an tíma, e. t. v. nokkur ár.
En þar sem þetta mál, friðnai:
Faxaflóa er komið inna á
þenna grundvöll, er ekki von-
laust um einhvern árangur.
í MIÐJARÐARHAFI
FRAMH. AF ANNARI SÍÐU.
sagt, að það hafi verið ítalsknr
tundurspillir, en í frjett frá
Salamanca er sagt, að það hafi
verið eitt af herskipum upp-
reisnarmanna.
Olíuskipið var með farm af
rússnesku bensini, og ætlaði til
einnar hafnarinnar á austur-
strönd Spánar. Enn er tólf
manna saknað af 42 manna
áhöfn, er á skipinu var.
Húsnæði.
Bakliúsið Laugaiveg i,
þar sem nú er prentsmiðjan Edda, er til leigu frá 1.
október næstk. Hentugt fyrir hverskonar iðnrekstur.
Upplýsingar í Verslunin Vísir.