Morgunblaðið - 26.08.1937, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 26.08.1937, Qupperneq 8
MORGUNBLAÐÍÐ Fimtudagur 26. ágúst 1937. $ Jídups&afuw Kápubúðin, Laugaveg 35. Frakkar seljast með afslætti til mánaðamóta. Taubútasala í nokkra daga. Sigurður Guð- mundsson. Sími 4278. Hafnf irskar húsmæður. — Kaupið fisk og kjöt þar sem það er altaf til. Það er í Kjöt & Fiskur. Sími 9125. Húsmæður, athugið að muna símanúmerið 9125! Smálúða, Rauðspetta, Ýsa, Þyrsklingur, beinlaus og roð- laus fiskur. D.aglega nýtt. Fisk & Farsbúðin, sími 47-81. Mjaðmabelti, lífstykki, korse- let, brjósthaldarar. Lífstykkja- saumastofan, Aðalstræti 9, uppi. Mjólkurbússmjör og ostar í heildsölu hjá Símoni Jónssyni, Laugaveg 33. Sími 3221. Vjelareimar fást bestar hjá Poulsen, Klapparstíg 29. Kaupi gamlan kopar. Vald. Poulsen, Klapparstíg 29. ÍUŒynnwvcpw Friggbónið fína, er bæjarins besta bón. JC&IXA-Cci' Kenni undir skólapróf. Jón Á. Gissurarson, Pósthússtræti 17. Sími 3016 kl. 1—2. tc\S5 Tí\j5hcújJt^S^Á/nxx, Vilhelmína Hollandsdrotning hefir verið drotning síðan 1890. Þegar hún var lítil telpa, fjekk hún ekki að sitja við borðið við hinar konunglegu máltíðir, þó að hún væri drotning, en mátti stund um koma inn og borða ábætis- rjettinn með helstu stórmennun- um. Þá valdi hún jafnan sjálf sessunaut, sem henni leist vel á. Einu sinni lenti hún við hlið gamals herforingja, og þegar hún var búin að bragða á ábætisrjett- inum, sagði hún: — Jeg er hissa á því, að þjer skuluð ekki vera hræddur við að sitja við hliðina á mjer. — Jeg er hæði hreykinn og glaður yfir því að sitja við hlið- ina á drotningunni minni, svar- aði hann. — Hví skyldi jeg vera hræddur? Þá leit litla drotningin hnugg- in á hann og sagði: — Vegna þess að brúðan mín er með mislinga. * laðið „Seculo“ í Portúgal segir frá því, að spánskur verksmiðjueigandi einn, sem held ur var hlyntur uppreisnarmönn- um á Spáni, hafi orðið að hafast við í kirkjugarðinum í Malaga í tvo mánuði samfleytt og látast vera dauður. Hann á að hafa falið sig í lík- kistu á meðan stjórnarliðum veitti betur, en þegar uppreisnarmenn fengu yfirhöndina, kom hann fram úr felustaðnum. Hann segir, að hann hafi lif- að á mat, sem systur hans komu með og földu í blómsveigum, sem þær ljetu á gröfina. En dvöl hans í kirkjugarðinum hafði mikil á- hrif á hann. T. d! varð hann snjó- hvítur fyrir hærum þenna stutta tíma. * I Rússlandi var prestur einn dæmdur í þriggja mánaða fang- elsi um daginn. Sökin var sú, að hann hafði skírt barn þrátt fyr- ir mótmæli föðursins. í dóminum var svo að orði komist, að hann hefði ,,misþyrmt“ barninu. * Forstjóri Albrighi-Segat bóka- útgáfunnar í Ítalíu hefir verið dæmdur í 5 ára fangelsisvist fyr- ir þau ummegli, að honum þætti vænna um' hundinn sinn en Musso- lini. * I Tokio hefir verið stofnað ein- kennilegt fjelag. Mega fjelags- menn ekki vega minna en 125 kg. En þeir þurfa ekki að vera hærri en 150 cm. Þjónustufólk hafa fjelagsmenn valið með mestu nákvæmni. Það er alt hálfgerðir dvergar — má ekki vera þyngra en 35 kg. * Ibænum Keneh í Egyptalandi var böðull, sem í tuttugu ár hafði ekkert haft að gera. Hann hirti' aðeins Iaun síni mánaðarlega og lifði rólegu lífi í þessum frið- sama bæ. En hjerna á dögunum var alt í einu framið morð á staðnum. Morðinginn var handsamaður og dæmdur til dauða. Eftir tuttugu ára aðgerðarleysi átti böðullinn að sýna dugnað sinn. Hann var engu síður daufari í dálkinn en sá dauðadæmdi, en hann leysti verk sitt vel af hendi. En að því ioknu hneig hann niður og var örendur. aHnn hafði fengið hjartaslag af geðshræringu. * Fyrir nokkrum árum gerði rússneska stjórnin tilraun með það að gróðursetja nokkrar gúmmítrjáplöntur í Síberíu. Það hefir nú komið í ljós, að þær þrífast vel, þrátt fyrir kalt lofts- lag. uiriririwrniririPiwrsyiWPnnwrinru-inrirn-M' JUMIJUUIJUM1JUUIJUUIJMUUUUIJIJUIJ17 Í 1 | Amatorfoto. | g Kopiering — Framköllun | |j óll vlnna framkvæmd af Qt- ^ S lærðum ljósmyndara á sjer- ijj ir stöku verkstæði. y Afgreiðsla í » I Laugavegs Apoteki. yj * w iririr iririririnririnririnrinriririnrnirinnr JUMIZuurOiJIJUUUIJUIJUUlJlJMhiiJMUUM Amatörfoto. Kopiering — Framköllun F.A.THIELE Austurstræti 20. Einhleypa konu vantar eitt. herbergi og lítið eldhús; má. vera í kjallara. Tilboð merkt^ ,,Skilvís“, fyrir laugardags- kvöld. Tapast hefir kvenarmbands- úr úr stáli frá Bárugötu 14,, niður að Lækjartorgi. Skilist Bárugötu 14. Wm Átján ára piltur, sem þarf mjög á atvinnu að halda, ósk- ar eftir að fá atvinnu við inn- heimtu, sendiferðir eða annað slíkt. Tilboð merkt „Sjálfstæð-\ ismaður" sendist afgreiðslu þessa blaðs. Ef LOFTUR getur f>að ekki — þá hver? Daglega nýtt! Fiskfars, Kjötfars, Miðdagspylsur og Bjúgu,. Ódýr Reyktur Lax, Kartöflur. Egg. Allskonar Grænmeti. BÚBFELL, Laugaveg 48. Sími 1505... NILS NILSSON; FÖLKIÐ Á MYRI Hún lirökk upp við það, að hundurinn gelti. Hún lagði við hlustirnar og heyrði ljett fótatak fyrir ut- an. Síðan var eldhúshurðin opnuð varlega. Lena vissi, að þetta var Elín að koma heim. Sú ró, sem komið lxafði yfir Lenu er hún blundaði, hvarf í einu vetfangi. Ákvörðun hennar um það, að tala blíðlega við Elínu, var gleymd. Reiðin sauð niðri í henni. Hún stóð á fætur, opnaði fram í eldhús og kallaði: — Elín, jeg þarf að tala við þig! — Fjekstu efnið í kjólinn? spurði móðir hennar í lágum og skerandi róm, þegar Elín kom inn. — Já, jeg valdi Ijóshlátt og það verður fallegt, svaraði Elín rólega. — Þú segir ósatt! Er nú svo langt komið, að þú ert farin að skrökva að mjer! — Jeg fór í raun og veru til saumakonunnar. En gaktu heldur hreint til verks. Jeg á að fá snuprur fyrir að hafa hitt unnusta minn? — Unnusta! Hamingjan góða! Er það satt, að þú sjert iðulega á stefnumóti með honum? — Jeg er orðin fullorðin manneskja, mamma, svar- aði Elín rólega. — Mjer þykir vænt um hanu og lion- um um mig. Hvers vegna getið þið ekki verið hlýleg við okkur Pjetur? Það er þýðingarlaust að reyna að skilja okkur. Við getnm öll verið bestn mátar. — Hann er þorpari. Ef eitthvað kemur fyrir, rek jeg þig á dyr. Allir tala um ykkur. Guð gæfi, að þú hefðir aldrei fæðst. Elín sá, að það var vonlaust fyrir liana að reyna að fá móður sína á sitt mál, og hún var særð yfir því, hve hörð hún rar við hana. Hún sagði, að Oli væri vondur maður og vildi henni ilt. Þessvegna hefði hann komið svona fram. Hún sagði móður sinni líka frá því, hvernig hann væri altaf á eftir henni, og hún hlífði honum ekki þetta kvöld. —• Jeg vildi miklu heldur vita þig gifta Óla. Hann hefir þó ekki verið orðaður við neina stúlku hjer í sveitinni! sagði Lena og hló hörkulega. Elín var dauðþreytt. Hún þurfti svefn og hvíld. Hún rjetti móður sinni hendina, horfði á hana spyrj- andi angnaráði og sagði blíðlega: — Eigum við ekki að vera sáttar, mamma, og láta alt ilt okkar á milli vera gleymt? Áköf löngun greip Lenu til þess að taka Elínu í faðm sinn. En það var aðeins nokkur augnablik. Hatrið á Pjetri yfirgnæfði allar blíðari tilfinningar hjá henni, og hún sagði kaldranalega: — Þegar þú ert búin að segja skilið við Pjetur! Fyr ekki! Þá gekk Elín á burt hrygg í bragði. En Lena sat lengi fram eftir nóttu við borðið í baðstofunni í þung- um þönkum, uns svefninn yfirbugaði hana. VII. Pað var orðið áliðið dags. Kýrnar lágu og jórtruðu letilega. Sólargeislarnir gægðust inn á milli trjá- toppanna og fugiarnir sungu, fljúgandi grein af grein. Fiðrildin flögruðu um í hitanum. Friður og ró ríkti úti í skóginum. Sveinn sat á trjábol með brjefsnepla í höndunum. Það var brjefið, sem móðir hans hafði skrifað bonum. Óli hafði rifið það í stindur, til þess að stríða honum. Hann baði hugsað mikið um það síðustu dagana, bvort liann ætti að segja móður sinnj, hvernig Óli væri. Það var í dag, sem hún ætlaði að koma og heim- sækja hann með Ingu systur hans. Eu eftir nokkra umhugsun ákvað hann, að hann skyldi ekkert segja móður sinni, hve honum leiddist oft og hve hræddur hann væri við Óla og inýrina. Hann ætlaði ekk- ert að segja að svo stöddu, en hann ætlaði að hefna sín á Óla, þegar hann væri orðinn stór. En hann ætl- aði að vera kyr á Mýri þann tíma, sem hann var ráð- inn. Hann stóð á fætur og gekk út að litlum hesliviðar- runna. Þar hafði hann fundið hreiður fyrir nokkrum dögum. Hann gat staðið tímunum saman hjá hreiðr- inu og horft. á litlu ungana. Þeir voru orðnir bestu vinir hans og styttu honum oft stundir. í dag var hann í óvenju góðu skapi, því að hann átti von á móður sinni á hverri stundu. Honum fanst ár og’ dagur síðan hann hafði sjeð hana. Alt í einu kom hann auga á Ingu og móður sína. langt álengdar inni á milli trjánna. Grátkökkurinn. kom upp í hálsinn á h'onum. Hann barðist á móti því að gráta og strauk hendinni yfir andlitið. Hvað átti hann til bragðs að taka? Fela sig, þangað til hann var búinn að gráta út? Hann heyrði eins og í gegnum. þoku að Inga kallaði: — Sveinn, þetta er bara jeg og mamma! Hann Icit í kringum sig á báðum áttuim, en liljóp* síðan til móts við þær. Hann kastaði sjer í faðm móð- nr sinnar og hjúfraði sig upp að henni, en hún klapp- aði honum blíðlega á kollinn. Hún hafði strax iðrast eftir að senda liaim frá sjer. Hún var líka hrærð yf- ir að hitta hann, og Inga grjet af því að Sveinn grjet. En það leið ekki á löngu, áður en Sveinn var kom- inn í besta skap. Móður hans duldist þó ekki, að hann var breyttur. Ilann var þvingaðnr á svip og ekki laust* við að augnaráðið væri flóttalegt. Hann var heldur ekki sjerlega vel til fara eða hreinlegur. Sveinn skammaðist sín fyrir að hafa grátið og var feginn, að mamma hans spurði hann einskis. Því að hann hefði ekki getað sagt henni ósatt, en orðið að segja henni alt eins og var. En það vildi hann ekki. Hann vissi, að það myndi hryggja hana. Sveinn virti móður sína fyrir sjer með tindrandi- augum og var stoltur af henni. Him var hæði góð og falleg. Þau settust öll í grasið og móðir hans tók upp ým- islegt sælgæti, sem hún hafði meðferðis handa hon- um. Síðan fór hún að segja honum, hvernig geugi heima. Allir söknuðu hans og hlökkuðu til þegar hann kæmi heim, eins og fullorðinn karlmaður með kaupið sitt. Þá yrði gaman að lifa! Tíminn, sem hann ætti eftir að vera á Mýri, yrði fljótur að líða. Sveinn talaði líka ofurlítið um fólkið á Mýri. Hann hrósaði Elínu mikið og var heldur lilýlegur í garð Fritz, Hugo og Antons. Óli og Lena voru ekki eins góð. Annað sagði hann ekki. Móðir hans hlustaði með athygli á hvert orð. Ilún.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.