Morgunblaðið - 05.09.1937, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.09.1937, Blaðsíða 4
f 4 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudaginn 5. sept. 1937, •- Heykjavíkurbrjef - ------ 4. sept. --- Takmarkið það sama. Iáfjáðri viðleitni Alþýðublaðs- manna til þess að steypa saman Alþýðu- og Kommúnista- flokknum umsvifalaust á þessu hausti birta sósíalistabroddarnir hverja forystugreinina á fætur .annari um það, að takmark beggja flokkanna, Alþýðu- og Kommún- istafloksins, sje eitt og hið sama. Þá hafi aðeins greint á um starfs- aðferðir. Engar brigður skulu bornar á, að þetta sje rjett hermt, enda liefir manni ekki virst mikið á milli bera í skoðunum Hjeðins Yaldimarssonar, Einars Olgeirs- sonar eða Fijmboga Rúts.Og starfs aðferðirnar virðast ekki vera sjer- lega ólíkar hjá þessum mönnum. Sama frekjan, sami kúgunarand- inn, „ofbeldlisdýrkunin“ — stól- fótapólitíkin. Sem betur fer þurfa landsmenn ekki að fara í neinar grafgötur xim það, hvernig „lokatakmark“ þessara pilta er í stjórnmálunum. Rússland er fyrirmyndin. Þangað «ru dæmin sótt til eftirbreytni í st'ú’u og smáu. Og alla leið þaðan austan að koma fyrirskipanirnar um það, hvernig hinir íslensku kommúnistar eiga að sitja og •standa, og hvað þeir eigi að gera,. Fyrirheitna landið. einu af kosningaritum Alþýðu- flokksins, sem út kom í vor, er því lýst hvernig Einar Olgeirs- son hafi verið „með annan fótinn á laun austur í Moskva og sótt þangað leiðbeiningar og fyrirskip- anir um stofnun kommúnista- flokks hjer heima undir yfirstjórn hinnar erlendu miðstöðvar í Moskva“. Alþýðuflokksbroddarnir, sem gáfu út kosningarit flokksins í vor, voru ekki myrkir í máli. Þessi flokkur, sem þeir nú vilja sam- einast, er, að því er þeir segja, „undir yfirstjórn" Moskva-manna. Og hvernig er svo umhorfs í þessu fyrirheitna landi eftir nál. 20 ára ríki sósíalismans þar. Fyrirsagnirnar í frjettaskeytum Alþýðublaðsins í gær, gefa sjer- lega góða hugmynd um það, þó ekki sje lengra farið. Aðalfyrir- sögnin er þessi: „Sjálfsmorð og aftökur skiftast nú á í Sovjet- Rússlandi“. Ennfremur þetta: „For sætisráðherra sov j etst j órnar- innar í Ukraine framdi sjálfs- morð á mánudaginn“. Þá koma kaflafyrirsagnirnar: „Tíu starfs- menn símans teknir af lífi“, og „Sjö nýir dauðadómar í Kákasus". Fjarri fer því, að nokkur furði sig lengur á slíkum frjettum úr hinu fyrirheitna landi sósíalism- ans. Svona hefir ástandið verið lengi. Einmitt þessar eru afleið- ingar af harðstjórn og harðrjetti því sem hin rússneska þjóð hefir haft við að búa. En þá er Islendingum illa í ætt skotið, ef öllu lengur tekst að ginna aðra en þá sem úrkynj- aðastir eru til fylgis við slíka stjórnmálastefnu, er leiðir af sjer hinn rússneska ófögnuð, þar sem „sjálfsmorð og aftökur skiftast Bindindismálin. eð hverjum degi verða fleiri og fleiri menn að viður- kenna það, að gersamlega er ó- verjandi að horfa uppá hinn vax- andi drykkjuskap í landinu, án þess að gripið sje til öflugra ráð- stafana til þess að stemma stigu fyrir vínflóðinu. Þjóðin hefir ekki viljað bannið, með öllum þeim lögbrotum, landa- bruggi og smygli/ sem því fylgdi. En þjóðin vill öfluga bindindis- starfsemi. A landsfundi bindindismanna á Þingvöllum 15. ágúst, sagði síra Ingimar Jónsson í ræðu, að bind- indisvinir þjóðarinnar yrðu að gera sjer það ljóst, að þeir mættu altaf búast við andstöðu frá þeim mönnum, sein græddu á því á- standi sem nú er. Og þeir sem græða, sagði hann, á „vínflóðinu“, er ríkisstjórnin. Gróði ríkissjóðs á vínsölunni skiftir miljónum á ári. Til Goodtemplarareglunnar, bindindisstarfseminnar í landinu, skamta ríkisstjórn og þing 15 þús. kr. af þeim gróða. Af hverj- um 100 krónur, sem ríkissjóður tekur í sínar vörslur fyrir áfeng- isinnflutning, fá bindindisfjelögin í þóknun 60—70 aura. Þar er mælikvarðinn á heilsuverndar- og bindindisáhuga núverandi vald- hafa samanborið við ástina á vín- gróðanum. Ef næsta Alþingi margfaldar ekki styrkinn til bindindisstarf- seminnar verður sá undandráttur ekki skilinn á annan veg en þann, að stjórnardótið tími ekki að sjá af víngróðanum vilji blátt áfram ríghalda í hann sem fóðurbæti handa bitlingahjörð þeirri, sem raðað hefir verið á ríkisjötuna. Andstaða vekur líf. ræðu sinni í Hóladómkirkjui á sunnudaginn var talaði Frið- rik J. Rafnar vígslubiskup um deyfð þá og áhugaleysi, sem svo mjög hefir háð kirkjulífi lands- manna á undanförnum árum. Hjer verður hvorki fjölyrt um ýmis- konar ástæður eða afleiðingar þessa, aðeins á það bent, að lík- indi eru til, að drunga þessum fari að ljetta af, nýtt líf að vakna í kirkjumálum landsins. Hinn ný- vígði vígslubiskup benti á, að deyfðin væri verst. Full og opin- ber andstaða er betri. Því and- ..staða vekur oft líf. Ein af fyrirskipunum þeim, sem kommúnistar hafa fengið frá hús- bændum sínum í Moskva, er að vinna gegn kirkju og kristindómi. Sú starfsemi þeirra hefir verið rekin með fullri einbeitni og hús- bóndahollustu. Skáldsögur og tímaritsgreinar hafa skutilsveinar kommúnismans gefið út í sífellu með þetta eitt fyrir augum, án þess kennimenn landsins og kristinn almenningur hafi safnast til átaka gegn hinni fyrirskipuðu boðun heiðindóms. En margt bendir til, að þessi opinbera andstaða gegn kristni og kirkju, sje nú orðin mátulega öfl- ug, til þess að hún veki hollvini íslenskrar menningar yfirleitt til vaxandi afskifta af andlegu upp- eldi og trúarlífi þjóðarinnar. Hlutf allskosninff ar. egar Framsóknarflokkurinn ljet undan í sjálfstæðismáli Búnaðarfjelags Islands í vetur, og fjelst á, að fjelagsstjórnin skyldi verða frjáls og óháð, þóttust þeir Framsóknarmenn hafa unnið mik- inn sigur. Þeir sigruðust á ósvífni sinni gagnvart fjelagsskap bænda. Það var rjett. Sá sigur var mikils á Akranesi er laust til umsóknar. Umsóknir ásamt launa- kröfu, meðmælum og ljósmynd af umsækjanda, sendist undirrituðum fyrir 15. september n.k. Lögreglustjórinn á Akranesi, 4. september 1937. Þórh. Sæmundsson. Farið að dæmi fjöldans Notið cingöngu hnndsápuna ^pi Savon de Paris Fæst í næstn vcrslun Nokkrar húseignir, smærri og stærri á góðum stöðum í bænum, eru til sölu nú þegar. Sanngjarnt verð. Hagkvæmir bo rgunarskilmálar. Hannes Einarsson, Óðinsgötu 14 B. Sími 1873. Hrlsgrjón — Hrfsmjöl, afgreiði jeg á pappírum beint frá verksmiðju í Hollandi, ef bess er óskað af kaupanda.- Sig. Þ. Skfaldberg. (Heildsalan). Skólaföskur nýkomnar. Yerð frá kr. 2.75. BókaversL Sigf. Eymnndssonar og Bókabúð Austurbæjar B. S. E., Laugavegi 34. íbúð (3 eða 4 herb.) til leign á Vesturgötu 22. Menn semji við EGGERT CLAESSEN hrm. virði. En þeir þóttust hafa sigrað Sjálfstæðismenn í því atriði, að hafa komið á almennum hlutfalls- kosningum til Búnaðarþings. Um þetta talaði Tíminn með miklu yfirlæti. Sjálfstæðisflokkurinn vill að skylt sje að hafa hlutfallskosn- ingar í öllum fjelögum, sem opin- berrar viðurkenningar njóta. Sjálfstæðismenn hafa hvorki í þessu mál nje öðru verið andvígir því er iniðar að auknu lýðræði og jafnrjetti og hafði Tímafólkið í því efni yfir engu að gorta. En úr því Tíminn var í vetur svo mjög hrifinn af lýðræði og hlutfallskosningum til Búnaðar- þings, þá ættu þeir Tímamenn að taka í sama streng að því er við kemur kosningafyrirkomulagi til Alþingis. „Kominn heim“. Ritstjóri Tímadagblaðsins — hann heitir Þórarinn — til- kynti fyrir nokkrum dögum, að hann væri „kominn heim“ úr námsferð til Englands, til þess að læra þar blaðamensku. Tilkynn- ingin var í svipuðum stíl og þeg- ar læknar segja frá heimkoma sinni, er þeir hafa brugðið sjer eitthvað frá um tíma. Ef rit- stjórinn hefði innbyrt Imikið af kunnleik um enska hlaðamensku, þótti líklegt að honum fyndist hann vera heim kominn í einskon- ar lækniserindum. Því hlað hans hefir sjaldan verið jafn óbermi- legt eins og nú í sumar, mál- færsla öll hin ljelegasta, einfeldn- in takmarkalaus og ósannindavað- allinn flotið út yfir allan þjófa- bálk. En þegar hinn isprenglærði brá sjer á leik í dálkum hlaðsins snaraðist fyrst yfir um. Hans fyrsta verk var að gera að nm- talsefni viðtal það, sem birtist hjer í hlaðinn við Einar Einars- son skiph. á Ægi. Eins og lesendum blaðsins er knnnugt, fór tíðinda- maður vor á fund skipherrans og fekk hjá honum greið svör, sem sýndu, að frásagnir þær væri rjettar, sem hafa birst hjer í blaðinu, um viðskifti hans við erlenda landhelgisbrjóta á þessu sumri, og teknar hafa verið úr erlendum hlöðum. En hinn enskumentaði í Tíma- daghlaðinu hafði auðsjáanlega fengið þær hugmyndir í utanför sinni, að blaðamenskan væri þeim mun fullkomnari, sem hún væri fjær sannleikanum. Því í þessari grein hans var öllu snúið við, ekkert sannleikskorn. Einar skip- herra, sem færði sönnur á að Morgunblaðið hefir farið rjett með, átti að hafa þvingað blaðið til þess að jeta ofan í .sig öll ó- sköp o. s. frv. Alt fullkominn heilaspuni þessa Þórarins. Hvert skyldi hann verða sendur næst, til frekara náms? Til Hallgrímskirkju í Saurbæ frá Björgu Jónasdóttur, Sauðár- króki 20 kr., M. H. 5 kr. 85 ára er í dag merkiskonan Sigurbjörg Davíðsdóttir. Þrátt fyrir sinn háa aldur er hún sístarf andi með sínnm velvirkn höndum. Sigurbjörg er gáfuð kona, víðles- in og vel að sjer í íslenskum bók- mentum. Hún dvelur á heimili sonar síns, Haraldar Hagan, á Laufásveg 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.