Morgunblaðið - 05.09.1937, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 05.09.1937, Blaðsíða 5
Snnnudaginn 5. sept. 1937, 10RGUNBLAÐIÐ 5 éö4 oinpmMaftíð tJtg-ef.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Ritstjórar: Jón Kjartansson og Valtýr Stefánsson (ábyrgtSarmaBur). Auglýsing-ar: Árni Óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgreitSsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 3,00 á mánuði. í lausasölu: 15 aura eintakiö — 25 aura metS Lesbók. HEILDSÖLUOKUR SÍLDARVERSMIÐJANNA. Fulltrúar bænda af óþurka- svæðinu komu saman hjer í Reykjavík í gær til þess að gera tillögur um fyrirsjáanleg fóðurvandræði, vegna óþurk- anna í sumar. Meðal þeirra til- lagna, sem þar voru samþyktar yar áskorun til ríkisstjórnar- innar, að hlutast til um að síld- arverksmiðjur ríkisins hafi fyr- irliggjandi nægar birgðir af fóðurmjöli, er selt sje við kostn- aðarverðí. Var það vitanlega ekki á valdi þessa fundar að á- kveða hvert kostnaðarverðið yæri, en sá varnagli sleginn, að yerðið mætti ekki fara yfir 200.00 krónur á tonn, eða 20 krónur á tunnu (100 kg.) fob. Skömmu eftir miðjan ágúst auglýstu síldarverksmiðjur rík- isins mjölið á 22 krónur tunn- una. Morgunblaðið hóf þegar andmæli gegn þessu óhæfilega yerði og sýndi fram á að verk- smiðjurnar væri nú ems og að undanförnu að fara kringum skýlausan lagabókstaf, sem kveður á um það, að verðið megi ekki fara fram úr kostn- .aðarverði. Dylst engum það, að með þessum lagabókstaf er átt við að mjölið sje selt innan- lands án hagnaðar. En þetta ;22 króna verð verksmiðjanna, er ekki einungis jafnhátt sölu- yerði á erlendum markaði heldur hærra. Hafa stjórnar- blöðin gefið upp erlenda verð- jð £ 9.10.0 fyrir tonn, en það svarar, að frádregnu útflutn- ingsgjaldi, hjerumbil nákvæm- lega til þess, að innanlands- verðið væri ákveðið 20.00 kr., «en ekki 22 krónur eins og síld- .flrverksmiðjurnar hafa ákveðið það. Með þessu hafa síldar- verksmiðj urnar ekki einungis farið í kringum skýlausan laga bókstaf, heldur og gert tilraun til þess að hafa af bændum 2 krónur á hverja tunnu fram- jyfir útlenda markaðsverðið. .Fóðurbætisþörfin er áætluð 3600 tonn af síldarmjöli, að því lilskildu að innflutt fáist auk þess 2000 tonn af maismjöli. Síldarmjölsþörfin er þannig á- ætluð minst 36.000 tunnur. — „Heildsalaokur“ síldarverk- smiðjanna fram yfir erienda markaðsverðið er þess vegna minst 72 — sjötíu og tvö — þúsund krónur. Morgunblaðið hefir vitanlega ekki í höndum gögn til að sýna raunverulegt kostnaðarverð síldarverksmiðjanna. En það verð á að gilda um innlenda fóðurmjölið og annað ekki. En með því að áætla hagnað verk- smiðjanna aðeins 10%, getur kostnaðarverðið ekki verið yfir 18 krónur á tunnu. Hefir ver- ið sýnt fram á þetta áður hjer :í blaðinu, án þess að verksmiðj- urnar hafi mótmælt því. Það virðist því óhætt að slá því föstu, að síldarverksmiðjurnar hafi með lögbroti sínu við á- kvörðun verðsins ekki einungis gert tilraun til að hafa af bændum 2 krónur !á tunnu, heldur 4 krónur. Miðað við lágmarksþörf eru þetta 144 þúsund krónur, sem bændum hefir þannig átt að blæða í vasa verksmiðjanna fram yfir það, sem lög heimila. Verði ekkert úr hinum umtalaða mais innflutningi, vex fóðurþörfin á innlenda mjölinu að sama skapi. Yrði skatturnin á bænd- ur þá ekki undir 200 þúsund krónum fram yfir það, sem lög heimila. Hinir aðþrengdu bændur hafa nú snúið sjer til ríkis- stjórnarinnar og farið mjög vægt í sakirnar. V^rður að krefjast þess, að ríkisstjórnin taki til greina aðaltillöguna um kostnaðarverðið. En eins og ýnt hefir verið fram á, getur að ekki verið yfir 18 krónur tunnan. Stjórnarflokkarnir láta sjer svo títt um „heild- söluokur“, að óhugsandi er að þeir láti sínar eigin heildsölur komast upp með að brjóta lög til þess að hafa 140—200 þús. krónur ranglega af aðþrengd- um bændum. Farþegar með Dettifoss í gær til útlanda: Ingólfur Asmundsson og frú, Olafur Johnson og frú, Asgeir Þorsteinsson, Valgerður Guðmundsdóttir, Gerður Jónas- dóttir, Broddi Jóhannesson, Ragn ar Jónsson, Dr. Iwan og frú. Sxt^LcT L^-cXaA. £ CKý. hcjjajpJLnxclxjJisrúX hxmxcL. bjújrruúL. cEcuC^ I BIL UM EVROPU. Steingrímur Arason segir frá uppeldismálaþingi, hjálp handa heyrnardaufum og landkynningu. C teingrímur Arason kenn- ari kom með Gullfossi síðast úr utanlandsferð sinni. Hann fór m. a. á al- þjóðafjelagsfund til and- legrar heilsuverndar, er haldinn var í París. Hann fór, ásamt frú sinni, í bíl frá Hamborg til Parísar um Holland o*? Bel^íu 0£ aftur frá París til Hafnar. Hann hefir frá ýmsu að se^ja á ferð þeirra, og hef- ir blaðið haft tal af honum. — Þeir sem á annað borð eiga bíl, sagði Steingrímur, og ætla að ferðast um Evrópu, ættu að nota bílinn til slíkra langferða. Á þann hátt hafa menn mest gagn af ferðinni. Og ferðin verður oftast nær ódýrari en með járnbrautum. Venjulega líta menn svo á, að þegar þrír eru í bíl, þá fái þriðji farþeginn ókeypiá fargjald, sam- anborið við það, að menn taki sjer far með járnbrautum. — Urðu þið ekki fyrir neinum óþægindum eða vandkvæðum í bíl- ferðinni. — Síður en svo. Alstaðar er tek ið vel á móti ferðamönnum. Hvar vetna mætir manni alúð og greið- vikni. Þegar maður ferðast um þessi lönd upp á eigin spýtur, og' fær nokkur kynni af fólki, finst manni þetta alt geta verið ein og sama þjóðin. Svo líkt er fólkið beggja vegna við landamerkjalín- urnar. Það er ömurleg tilhugsun, að ófriður skuli geta brotist út milli þessara þjóða, sem eru skyld- ar og svipaðar, og ættu sem best að geta lifað í sátt og samlyndi. — Fyrir 10 árum fórum við hjónin í bíl um þvera og endi- langa Ameríku. Þar er meira gert fyrir bílferðafólk en í Evrópu. Þar eru gististöðvar meðfram veg- unum, þar sem menn geta fengið eldað mat. sinn, gert við bíl sinn, fengið bensín og aðrar nauðsynj- ar sem menn þurfa, er þeir liggja úti í bílum eða tjöldum. Þetta eru mikil þægindi. Evrópuþjóðir eru ekki farnar að koma því upp enn. Sumstaðar þurftum við að borga ofurlítið gjald fyrir þenna greiða þar vestra. í skógarhjeruð- unum er greiðinn veittur ókeypis. Það þykir borga sig, því ef bíl- ferðafólkið náttar sig út um alla skóga, er hætt við að það valdi íkveikju og skógareldum, þar sem ekki er full varúð höfð um hönd. Sjeu greiðastöðvar í skógunum, þá gista tnenn þar. Og þar er sjeð um, að farið sje varlega með eldinn. ísland danskt í meðvitund manna. En við þyrftum að greiða betur fyrir íslensku bílferðafólki erlend- is, en gert; hefir verið. T. d. á landamærum Hollands varð jeg að greiða vegagjald, vegna þess að landamæraverðir tóku það ekki í mál að trúa því, að Island væri sjálfstætt ríki. — Ilvað kom það málinu viðf — Þeir hjeldu því fram, að Is- land væri danskt land og jeg danskur þegn. Jeg neitaði því, og sagðist vera íslenskur. En Island var ekki skráð í þeirra bókum sem sjálfstætt ríki. Þess vegna varð jeg utanveltu í þeirra aug- um og varð að greiða sjerstakt bílvegagjald. Er til Danmerkur kom, fekk jeg líka nokkur óþægindi með bílinn, sem ætti í framtíðinni að vera hægt að losna við. Þar þurfti jeg að greiða eina krónu fyrir hvern dag sem bíllinn átti að vera í landinu, og vá- tryggingargjald, enda þótt jeg hefði gögn í höndum, sem sýndu, að bíllinn var vátrygður hjá dönsku fjelagi. Jeg spurði hvers vegna jeg væri sknldbundinn til þessa. Mjer voru sýnd lagaákvæði, sem þannig mæltu fyrir. Jeg spurði þá hvers vegna þetta væri ekki svo annars- staðar. En mjer var þá sagt, að samningar væru milli margra landa um að ferðamenn þeirra þjóða væru undanþegnir þessum kvöðum. Slíkir samningar væru t. d. milli Norðurlandaþjóða, en íslendingar væru ekki þátttakend- ■ ur í þeim samningum. í París. Það er ákaflega leiðinlegt hve kynning Islands er skamt komin í umheiminum. Og því er sjerlega tilfinnanlegt, þegar góð tækifæri til slílcrar kynningar eru látin ganga úr greipum okkar. T. d. eins og heimssýningu í París. Þar er ekkert frá íslandi, eins og ís- land sje ekki til. Og þó gætum við hæglega sýnt eitt og annað, sem vel hefði sómt sjer innan um það sem þar er. Þó ekki væru nema myndir frá landinu. Marg- ar þjóðir hafa lagt kapp á að auglýsa lönd sín á þann hátt. T. d. Norðmenn. Þeir hafa stórar myndir og líkön er sýna landslag og ýmsa istaðhætti í Noregi. Slíkt vekur eftirtekt og festist í minni manna. Það er mánaðar verk að skoða sýningu þessa svo til nokkurrar hlítar sje. Við vorum þar aðeins í fáa daga. Sumir sýningarsalirn- ir eða hallirnar voru ekki enn opnaðar er við vorum þarna í ágústbyrjun. Svo seint gekk að koma sýningunni upp. Nú er ráðið að sýningunni verði haldið áfram næsta ár. Væri ekki mögulegt að við kæmum upp lítilli sýningar- deild þar? Mjer er sagt ,að við höfum fengið tilboð um að fá þarna sýningarhús fyrir 60 þús. j krónur. En því var ekki sint. — Hvernig mun hafa staðið á því, að ekki tókst að koma sýning unni upp á tilsettum tíma? — Frakkar eiga við ýmiskonar erfiðleika að stríða. Hin sífeldu verkföll hafa háð öllum fram- kvæmdum þar. Gengi frankans fer lækkandi. Bjuggust sumir jafnvel við, að sterlingspundið myndi fara upp í 160 franka með haustinu. Vinnutíminn hefir ver- ið styttur í landinu. Við það hafa erfiðleikar þjóðarinnar vaxið út á við. Erlendar skuldir aukast og önnur vandræði. Einkennilegt er það fyrir okkur íslendinga að koma í heimsborg- ina París, þar sem vín er borið með mat við hverja máltíð og maður borgar stundum jafnmikið hvort vínið er drukkið eða látið óhreyft, en enginn maður sjest nokkursstaðar undir áhrifum víns. Fyrstu fjögur ár mannsævinnar hin örlagaríkustu. — Getið þjer ekki sagt mjer eitthvað frá fundi sálfræðing- anna? — Það yrði æði langt mál, ef jeg færi út í þá sálma. En margt kom þar fram fróðlegt og merki- legt. Yfirleitt hallast margir nú að þeirri skoðun, að það sjeu mikl- um mun fleiri, sem eru andlega veiklaðir, en menn hafa áður gert sjer í liugarlund. Og grundvöllurinn að andlegu heilsufari manna telja sjerfræð- ingar nú að lagður sje í bernsku, ■svo sem fram til 6 ára aldurs. Á þeim ármn mótist að mjög miklu leyti lyndiseinkenni manna fyrir alla æfina. Sálarfræðingur einn hefir kom- ist þannig að orði, að fyrstu fjög- ur ár æfinnar upplifi liver maður þroskasögu mannkynsins hin síð- ustu 100.000 ár. Á fyrstu bernsku- árunum segir hann, verður hver maður að þroskast af stigi villi- menskunnar í siðaða menn. En á þessum og næstu þroskaárunum verði til sú undirvitund, sem í manninum býr alla hans ævi, hvort; sem hún verður löng eða stutt. Hundrað tegundir tækja fyrir heyrnardaufa. — Eitt af því, sagði Steingrím- ur að lokum, sem jeg liafði einna mesta ánægju af að kynnast í ferð minni, voru samtök þau, sem nú eru gerð í öllum menningarlönd- um, er vinna að því að hjálpa lieyrnardaufu fólki. Slíkur fjelagsskapur rís jafnan upp sltömmu á eftir blindravina- fjelögum. í Færeyjum hafa menn komið á fót slíkum fjelagsskap. PRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.