Morgunblaðið - 17.10.1937, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.10.1937, Blaðsíða 3
Simnudagur 17. okt. 1937, MORGUNBLAÐIÐ 3 Afköst Þættir úr menningar- sögu Eskifjarðarkaup- staðar. Eftir Bjarna Sigurösson. Síra Stefán Björnsson prófast- rrr á Eskifirði skrifar í Nýja Dagbl. um strigaverksmiðju á Eskifirði og bjargráð staðarins í sambandi við hana. Það er víst full þörf á því, að eitthvað sje gert til þess að bæta hag manna á Eskifirði eða það hörmungar- ástand, sem sá staður er fallinn S. En vmsum hefði virst það vel til fallið, að síra Stefán liefði í fáum dráttum sagt sögu þessa staðar um leið, og þann þátt, sem hann og aðrir umbótamenn þar «iga í viðleitninni að rjetta alt J)arna við. Sú saga er fróðleg og verður ágrip af lienni sagt, hjer í sruttu máli. Eskifjörður er gamall verslun- nrstaður. En fámer:4, var þar lengi fram eftir. Það var Carl D. Tul- inius og synir hans, sem lögðu grundvöllinn að framför þessa staðar. Stórhugur þeirra, atorka og framkvæmdaþrek komu af stað fjörkippum í alt athafnalíf á staðnum. Einkum var það þó 'Thor E. Tulinius, sem átti drýgst- ■an þátt í þessu, með því, meðal Ænnars, að halda uppi kullkomn- ustu samgöngum við Austurland og Norðurland, sem þá voru til á þessu landi. Fyrir atbeina Thor E. Tulinius og bróður hans, A. Y. Tulinius og Jóns Arnesens, voru fjelausir menn styrktir til að kaupa og gera ut mótorbáta til fiskveiða. Jafnframt var síldveiði stunduð af kappi. Ennfremur var nú byrj- að þarna á jarðrækt, þó jarðveg- urinn væri ekki annað en stór- grýttir, gróðurlausir melar, og til þess notaður úrgangur frá fiski- veiðunum. Það var árið 1906—7, sem Reyð- arfirði hinum forna var skift í þrjá lireppa. Eskifjörður varð oinn hinna nýju hreppa. Þá var lagður vegur um hreppinn, því að hann var ekki til áður. Þá var þygður barnaskóli og raforku- stöð fyrir þorpið. Eftir ca. 10— 12 ár skuldaði hreppurinn í þessu öllu nálægt níu þúsund krónum. Þarna var ekki hikað við að leggja í framkvæmdir og erfið viðfangsefni. En það var gætt alls sparnaðar á öllum sviðum, og okki farið lengra en fært þótti. En svo lcoma aðrir umbóta- menn til sögunnar og taka við stjórnarvöl þorpsins. Vegurinn um þorpið var þá lengdur um Mjó- eyrarvík út á Mjóeyri, en á því evæði er eitt íbúðarhús, sem Ól- afur Sveinsson mun eiga. Jafn- framt voru endurbætur gerðar á stíflugarði raforkustöðvarinnar. Ennfremur var nú lagt í nýjar FRAMH. Á FJÓRÐU SÍÐU. síldarverksmið j anna f þarf að auka Eftirlit í Miðjarðarhafi. um 22 þúSo mál Eftir Jón J. Fannberg. Igrein í Morgunblaðinu í gær færði jeg rök að því, að á síldarvertíðinni 1937 hefði síldveiðiflotinn á 43 daga tíma- bili mist af veiði sökum verksmiðjuskorts og vegna ljelegra löndunartækja, sem nemur: 1. Á hvert skip að meðaltali 2150 mál, eða 17200 kr. 2. Á hvern hásetahlut 367 krónur. 3. I heild um 500 þúsund málum fyrir allan flotann, sem jafn gildir 7% miljón króna útflutningsverðmæti. Sumarið 1936 voru þessar síðustu tölur áætlaðar 200 þús. mál með útflutningsverðmæti um 2% milj. krónur yfir 10 daga veiðikafla. Ef til væru skýrslur um þessa hluti lengra aftur í tímann, þá mundu þær síst vera glæsilegri en þær, sem við hjer höfum fyrir framan okkur. En frá því fyrsta síldar- bræðslan var bygð á íslandi, og fram á þennan dag, hefir sama sagan altaf endurtekið sig, sú saga, að ef veiði hefir glæðst og gott veður hefir verið, þá hafa skipin altaf orðið að ligg.ia í höfnum í bið eftir löndun, þar til veiðihrotan var liðin hjá. Hve lengi ætli við ísleridingar horfum á þetta ástand án þass að taka á okkur rögg til þess að bæta úr því? Við erum að drepast úr skorti á erlendum gjaldeyri og allskonar fjárhags legri beinkröm, samtímis því, að gullið, sem síldveiðarnar við ísland gefa af sjer, er að reyna að komast í hendur okkar, en við höfum ekki rænu á að veita því móttöku nema að litlu leyti. Að láta arðvænlegasta atvinnu- veg þjóðarinnar, búa við það á- stand sem bræðslusíldarveiðin á íslandi hefir átt við að búa um áratugi, það er ekki ein- ungis þjóðartjón heldur er það líka þjóðarskömm, jafn auðvelt eins og hefir verið að bæta úr ástandinu, að minsta kosti nú síðustu árin. * Hvað er það þá, sem til vant- ar að úr þessu ástandi sj e bætt, nú í bili og fyrir vætnanlega aukningu flotans í framtíðinni? Þó flest annað í þjóðarbúskapn um sje ,,planlagt“, þá veit jeg ekki til þess að birt hafi verið neitt ,,plan“ um framþróun bræðslusíldarveiðanna á ís- landi og er sá þáttur atvinnu- lífsins í landinu þó harla þýð- ingarmikill fyrir afkomu þjóð- arinnar. Fyrst enginn annar hefir orðið til þess, vil jeg birta hugmyndir mínar um þetta efni. Sumarið 1936 vantaði verk- smiðju, sem á 10 dögum gat tekið á móti 200 þús. málum síldar. Verksmiðja með fimm 3000 mála vjelasamstæðum eða 15000 málum á sólarhring og 50 þúsund mála þró, mundi hafa reynst af hæfilegri stærð til þess að taka á móti 200 þús. um 1936, og þó slík verksmiðja áefði enga aðra síld fengið mundi rekstur hennar hafa bor- ið sig. Sumarið 1937 vantaði verk- smiðju til þess að taka á móti 500 þús. málum á 43 dögum og mundi 15 þúsund mála verk- smiðjan sem þörf var á fyrir sumarið 1936, hafa verið af hæfilegri stærð til þess að taka á móti og vinna úr þeim veiði- auka á 43 dögum. Á tveimur sumrum hefði slík verksmiðja þá alls unnið úr 700 þús. mál- um og aukið útflutningsverð- mæti bræðslusíldarafurða þessi tvö ár um 10 milj. krónur. — Stofnkostnað slíkrar verk- smiðju mætti áætla 2 milj. kr. Af þessu verður Tjóst, að þó vertíðarnar 1936 og 1937 væru mjög ólíkar, 1936 með mikla veiði yfir stuttan kafla (ca. 10 daga) og trega veiði allan hinn tímann og 1937 með miðlungsveiði yfir langan kafla 43 daga, þá vantaði verksmiðju af sömu stærð fyrir báðar eða verksmiðju sem unnið gat úr 15 þúsund málum á sólarhring. * Þetta vantar fyrir síldveiði- flota með núverandi stærð, en hvað þarf þá að byggja með tilliti til aukningar á næstu ár- um? Sumarið 1935 munu um 120 herpinætur hafa verið í notkun við síldveiðina af hálfu íslend- inga. 1936 voru þær 140, eða þar yfir, en 1937 voru þær um 170. Aukningin hefir þannig verið um 20% á ári. Að vísu má segja að hækkandi verðalg á bræðslusíldarafurðum hafi hvatt til þessarar aukningar á flotanum og því muni þátttak- an í veiðinni falla aftur með lækkandi afurðaverði. Nokkuð er rjett í þessu, en þó kemur fleira þar til. Fram til þessa hefir verksmiðjuskorturinn haft af veiðiflotanum minst 25— 30% af veiðinni. Með byggingu nægra verksmiðja yrðu afköst Breskar hernaðarflug vjelar í Miðjarðarhafi. málum, sém töpuðust á 10 dög- flotans aukin um þann hundr- aðshluta og hefði síldveiðin á komandi árum því jöfn afkomu skilyrði og nú, þó afurðaverðið fjelli tiltölulega. Um líkurnar fyrir verðfalli á afurðunum skal á það bent, að olíur úr dýraríkinu eru notaðar í flest- um löndum heims í sívaxandi mælikvarða og að aðallindin, sem til þessa hefir fullnægt þeirri notkun, hvalaolían, er nú að þrjóta. Notkun fóðurmjöls fer einnig sívaxandi. Má því vænta að verð á báðum þessum vörutegundum falli ekki mjög mikið. Síldveiðiflotinn var um 170 skip 1937, og næsta ár má bú- ast við um 200 skipum, ef horf- ur verða skaplegar. Framvegis gæti jeg búist við að flptinn ykist þannig að talan yrði kom- in upp í 400 skip (herpinætur) að 10 árum liðnum og aflinn að minsta kosti 5 miljón hektó- lítra í meðal aflaári. Miðað við síldarmagnið hjer og í Noregi ættum við í raun- inni fyrir löngu að hafa náð þeirri tölu. Engin hætta er á, að við höfum ekki nóg af hæfum sjómönnum til þeirrar aukning- ar og á skipunum mun ekki standa, ef innflutningur þeirra verður leyfður. En til þess að síldveiðin geti tekið þessum eðlilegu framför- um, þarf að sjá fyrir nægum verksmiðjum. Nú strax 15 þús. málum til þess að fullnægja 170 skipa veiðiflota og jafn- framt um 7 þús. mál fyrir vænt anlega aukningu 30 skipa, eða alls verksmiðjur með 22 þúsund mála afköstum á sólarhring fyrir næstu vertíð í viðbót við þær, sem fyrir eru. Á ári hverju þyrfti svo að byggja í viðbót eftir því, sem reynslan sýnir að flotinn eykst, þannig að afköst verksmiðj- anna verði komin upp í 80 þús. mál á sólarhring eftir nokkur ár, þegar veiðin verður komin upp í 5 milj. hektol. á ári. Norðmenn hafa þegar um 70 síldarverksmiðjur, sem vinna úr 5 milj. hektol. á ári. Hví skyldum við ekki geta það líka? Ætli síldarmiðin við ísland sjeu það ljelegri heldur en síld- armið Noregs, að þau geti ekki fóðar slíkan rekstur? * Þeir sem svartsýnastir eru á framfaramöguleika íslenskra síldveiða, hafa altaf á reiðum höndum svör við svona hugleið- ingum, þau, að það sje hættu- legt að auka verksmiðjurnar eftir aflamagni góðu áranna, því þá standi nokkur hluti þeirra ónotaður í aflaleysisár- unum og það geri vinsluna dýr- ari. Það er mál gamalla sjó- manna og reyndra að síldveiðin við Island bregðist aldrei oftar en 2 ár af hverjum tíu. — Ef reiknað er út frá því, lítur dæmið þannig út: Ei. við höldum núverandi á- stan^i' og látum vanta 15000 mála verksmiðju afköst til þess að flotinn komi að fullu gagni, þá missum við af 200—500 þús- und mála veiði árlega, — segj- um að meðaltali 350 þúsund málum. í átta aflaár nemur það 2 milj. og 800 þúsund mál- um. Ef bygt væri til þess að fullnægja aflaárunum, yrðum við að reikna með að þessi 15 þúsund mála verksmiðja stæði ónotuð í tvö ár af tíu. Ef hún kostar 2 milj. kr. mundu vext- ir og viðhald í tvö ár, nema

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.