Morgunblaðið - 13.11.1937, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.11.1937, Blaðsíða 3
Laugardagur 13. nóv. 1937. MORGUNBLAÐIÐ 8 A AÐ VEITA RAÐHERRA EINRÆÐISVALD -O .O .1 Fjármálastjórn i rauðu i flokkanna hefir leitt tií I 9JALDEYRISMALUM? VarhugaverD stefna f frumvarpi fjármálaréOherra Úr nefndaráliti Ólafs Thors ITARLEG gagnrýni á frumvarpi til laga um breytingar á gjaldeyrisverslunarlög- unum, sem flutt er að tilhlutan fjár- málaráðherra og rætt var á alþingi í gær, birtist í nefndaráliti minnihluta fjárhagsnefndar neðri deildar, Ólafs Thors. Um það nýmæli í frumvarpinu, sem bannar mönnum að fara utan án skírteinis „gjaldeyris og innflutningsnefndar fyr- ir því, að þeir hafi aflað sjer nægilegs gjaldeyris á löglegan hátt“, segir í nefndarálitinu: Ekki er ólíklegt, að finna megi svipuð ákvæði í löggjöf ein- hverra einræðislanda, — en annarsstaðar tæplega. Á Norður- löndum er hvergi neitt útflutningsbann á fólki. í Danmörku er bönkum og öllum gjaldeyrissölum frjálst að selja hverjum, sem þess óskar, erlendan gjaldeyri til ferðaþarfa, að því einu til- skildu, að kaupandi undirriti æru- og samviskuyfirlýsingu um, að hann ætli ekki að verja gjaldeyrinum til annars en ferða- kostnaðar, og hafi eigi fengið annarsstaðar gjaldeyri til ferð- arinnar. Þrjú slys: í Reykjavík og Eyjum Pað slys vildi til í ú'ær- morgun í Slippnum, að vinnupallur brotnaði og fell maðurinn, sem á honum var, til jarðar, um 2—3 mann- hæðir. Maður þessi heitir Kristvin Þórðarson, verkstjóri í Stálsmiðj- unni, til heimilis á Hverfisgötu 16. Klukkan 11 í gærmorgun var Kristvin að „spenna plötur“ á botnvörþungnum Ólafi, sem ligg- ur til viðgerðar í Slippnum. Stóð Kristvin á vinnupalli rjett upp við borðstokk skipsins. Alt í einu brotnaði pallurinn og maðurinri fjell til jarðar. Kom hann niður á bakið. Kristvin var strax fluttur á Landakotsspítala. Var þar tekin röntgenmynd af honum, en síðan fekk hann leyfi til að fara heim til sín og liggja þar. Kristvin hefir ekki beinbrotn- að við fallið, en hann er mjög marinn á baki. Slys við höfnina. Pyrir nokkrum dögum vildi það slys til hjer við höfnina, að ung- ur verkamaður, sem var að vinna við uppskipun á timbri, varð fyr ir planka og meiddist mikið á höfði. Var hann fluttur á Landsspít- alann og liggur þar ennþá. Maður þessi heitir Ingimundur Guðmundsson, á Völlum á Sel- tjarnarnesi. í EYJUM. erkstjórinn við byggingu olíugeymisins nýja í Yestmannaeyjum, Halldór Magnússon, stórslasaðist í fyrradag. Pjell Halldór ofan af palli þar sem hann var að vinna í 10 metra hæð. Fótbrotnaði hann á báðum fót- um og hlaut fleiri meiðsli. Slysið vildi til klukkan 2 e. h. Var Halldór fluttur á sjúkra- húsið og líður honum eftir at- vikum. 15. SKÁKIN JAFNTEFLI. Khöfn í gær. FÚ. Þeir doktor Aljechin og dokt- or Euwe hafa nú teflt 15. skák sína og varð jafntefli eftir 62 leiki. Hefir Aljechin þá 9 vinninga en Euwe 6. K. F. U. M. og K. Bænavikan hefst á morgun með samkomu kl. 8%. Lagaákvæði sem þetta eru gagnslítil, vekja andúð og munu áður en varir geta orðið beinlínis skaðlega. Má að vísu vera að einhverjir lendi í banni gjaldeyrisnefndar, en varla til verulegs sparnaðar, enda er með því alls ekki sett undir versta lekann, og munu menn hjer eftir sem hingað til finna ýms ráð til að afla sjer erlends gjaldeyris, og eyða í utanferð- um, langt umfram það, sem gjaldeyrisnefnd hefir veitt leyfi til, en einmitt sú eyðsla skiftir miklu meira máli en þótt eitt- hvað hafi eyðst í siglingu efna- lítrls og oft ungs fólks, er farið hefir utan meira til frama en af beinni nauðsyn. En skaðlegt getur þetta út- flutningsbann orðið með þeim hætti, að aðrar þjóðir beiti okk- ur sama bragði og setji sínum þegnum samskonar reglur um gjaldeyri til íslandsferða og hjer gilda. Myndi þá taka fyrir tekjuvonir af ferðamensku hing að, en þær tekjur ættu auðvit- að að verða margfaldar við ut- anfararkostnað íslendinga. * Veigamesta breytingin frá gildandi lögum felst í 2 gr. frv. Þar segir, að úthluta skuli gjaldeyrinum og innflutnings- leyfum eftir reglum, sem fjár- málaráðherra setur, að „fengn- um tillögum beirra banka, sem fulltrúa eiga í gjaldeyris og inn flutningsnefnd". en í gildandi lögum stendur „samþyktum af bönkum þeim, er fulitrúa eiga í gjaldeyrisnefnd'". Breytingin er m. ö. o. í þvi fólgir, að vald bankanna í þessum efnum verði einskorðað við tillögurjett, í stað neitunarvaldsins, er þeir til þessa hafa haft, og gildir því um að gera sjer ljóst, hvort þessi tilfærsla valdsins frá bönkunum yfir í hendur ráð- herra er til bóta. Minnihl. hefir aflað sjer nokkurra gagna um löggjöf nágrannaþjóðanna og reglu- gerðir um gjaldeyrisverslunina. Er af þeim auðsætt, að þess eru engin dæmi, að ráðherra sje ætlað svipað vald yfir gjald eyrisversluninni og frv. þetta gerir ráð fyrir. Mun vald ráð- herra í þessum efnum vera hvað mest í Danmörku, en er þó þar háð samningum við þjóð bankann, en auk þess í hönd- um gjaldeyrisráðsins (Valuta- raadet) og gjaldeyrisnefndar (Valutacentralen), sem hvort- tveggja eru mannmargar nefnd- ir, skipaðar fulltrúum framleið- enda, verslunar, iðnaðar o. fl. Hefir gjaldeyrisnefndin með höndum úthlutun gjaldeyris- leyfa, þó þannig, að þar sem því verður við komið skal út- hluta eftir tillögum frá fjelög- FRAMK. Á FJÓRÐU SÍÐU. Pirola er hárgreiðslu- og snyrti- stofa, sem þær ungfrúrnar Þóra Borg, Margrjet Hrómundsdóttir og Laufey Bjarnadóttir hafa ný- lega opnað á Vesturgötu 2. Stof- an er búin hverskonar nýtísku tækjum til snyrtingar. Ungfrú Margrjet sjer um hárgreiðslu og hárþvott, ungfrú Laufey leysir af hendi hverskonar andlits- og hand snyrtingu og ungfrú Borg sjer um fótsnyrtingu og fótaaðgerðir fyr- ir stofuna. Snyrtistofan Pirola er hin skemtilegasta og húsakynni góð. bessa: uíf m u rqme r 51.t .DI Lausaskuldir ‘J-S rikissjoðs yfir 4-> miljónir króna Innanlands lántaka liármálaráðherrans rædd I efri deild FRUMVARPIÐ um 3 miljón króna lánsheimild fyrir ríkisstjórnina var til 2. umr. í efri deíld í gær. Á að bjóða lánið út innan lands og nota það til þess að greiða lausaskuldir þær, sem safnast hafa. Fjárhagsnefnd mælti með frumvarpinu, en Magnús Jónsson hafði þó skrifað undir með fyrirvara. Urðu talsverðar umræður í deildinni. Magnús Jónsson kvað ekki unt að vera móti þessari lántökuheim- ild, þar sem lausaskuldirnar í Landsbankanum væru komnar langt fram úr því, sem leyfilegt væri samkvæmt Landsbankalög- unum. En hann hafði gert fyrir- vara til þess að lýsa vanþóknun á þeirri fjármálastefnu, sem leiddi til þess, að sífeldur halli væri á ríkisbúskapnum. Fyrir fáum ár- um hefði verið tekið lán erlend- is meðfram til þess að greiða lausaskuldir, og þá hefði ásetn- ingurinn verið að forðast slíkt framvegis. Þá hefði og verið far- ið framhjá ákvæðum Landsbanka laganna með því að láta Búnaðar- bankann lána í orði kveðnu, en Landsbankinn hefði endurkeypt þann víxil. Og nú væri komið í sama horf enn. Þessi lántaka myndi tæplega nægja. Lausaskuldir í Landsbank anum ednum væru talsvert á 4. miljón, auk Búnaðarbankavíxils- ins, sem væri 600 þús., og skuld- ar við Landhelgissjóð hátt á ann- að hundrað þús. Alls mundu lausa skuldir því vera um eða yfir 4 miljónir króna. Að vísu mundi þetta lækka eitthvað. Þá taldi M. J. varhugavert hve mikið af liinu takmarkaða láns- fje ríkissjóður byndi með þessu. Þó að erlent lán væri ekki heppi- legt nema það færi til arðbærra fyrirtækja, þá væri það þó að því leyti skárra, að það takmarkaði ekki lánsfjeð til atvinnuveganna. Fjármálaráðherra staðfesti það sem M. J. sagði um lausaskuld- irnar, en gerði lítið úr því, þó að ríkissjóður notaði Landsbankann um lög fram. Það væri eðlilegt, að eigandi bankans hefði þar greiðan aðgang. En M. J. sýndi fram á, að einmitt af því að rík- ið væri eigandi og húsbóndi þessa banka þyrfti að vernda hann sjer staklega vel gegn misbrúkun af hálfu ríkisvaldsins. Magnús Guðmundsson kvað upp lýsingar vanta um margt í þessu máli, svo sem lengd lánsins, vaxta FRAMH. Á SJÖUNDU SÍ»U Hátíðahöldin á Garði á áttræðisafmæli Magnúsar Helgasonar Kl. III/2 í gærmorgun hóf- ust hátíðahöld í Stúdenta- garðinum í tilefni af áttræðis- afmæli hins þjóðkunna ágætis- manns sr. Magnúsar Helgason- ar. Athöfnin hófst með því, að sungin voru afmælisljóð eftir Fr. G. og sem birt eru á öðrum stað hjer í blaðinu. Þá hjelt Ásgeir Ásgeirsson fræðslumálastjóri form. Stú- dentagarðsstjórnar ræðu fyrir minni þeirra hjóna frú Stein- unnar Skúladóttur og sr. Magn- úsar. Þakkaði hann sr. Magn- úsi hina höfðinglegu gjöf, bóka safn hans, og kvaðst vænta þess að þeir, sem læsu þessar bæk- ur í framtíðinni, mintust jafn- an gefandans að verðleikum. Því næst afhjúpaði hann eir- mynd af þeim hjónum, sem er á austurvegg hátíðasals Stú- dentagarðsins. Næst flutti prófessor Ásm. Guðmundsson ræðu, sem sr. Magnús hafði samið og birtist hún hjer orðrjett: RÆÐA MAGN- ÚSAR HELGASONAR Háttvirtir Háskólamenn. Kennarar og námsmenn. Jeg nýt þeirrar sæmdar, að mega ávarpa ykkur hjer og nota mjer það til þéss að þakka ykk- ur hvorutveggja. Og þá fyrst og fremst það, er Garður þáði gjöf mína, bókasafn mitt, þrátt fyrir það, að eigi væri afhent nema nokkur hluti þess í bráð- ina, og margar bækurnar í verra standi en skyldi, keyptar á uppboðum uppi í sveit, með- an jeg átti þar heima, ljeðar óspart til lestrar, bæði þar og hjer. En mjer þótti vænt um FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.